Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 40
VISA ÍSLAND Fyrir víðförla. Austurstræti 7 Simi 29700 Clias Snæland Jónsson. ElíasSnæland Jónsson ráðinn aðstoðarritstjóri DV Elías Snæland Jónsson hefur verið ráðinn sem aðstoöarritstjóri DV frá og meö 1. apríl nk. Elías mun hafa með höndum fréttastjórn ásamt með núverandi fréttastjórum DV, Jónasi Haraldssyni og Oskari Magnússyni. Elías Snæland hefur starfað sem. blaðamaður frá 1963, lengst af á Tímanum og Visi. Hann var rit- stjórnarfulltrúi Vísis 1978—1981 og ritstjóri Tímans frá vorinu 1981 til síðustuáramóta. Ritstjórn DV býöur Elias velkomin til starfa. ....... ........... ......... Ríkið selur víxla fyrirl9 milljónir Tilboð í ríkisvixla að upphæö 30 inilljónir króna voru opnuð i gær. Alis barst 101 gilt tilboð og fjögur ógild. Gildu tilboðin voru í 238 sett af víxlum, hvert að nafnvirði 500 þúsund krónur eða samtals 119 milljónirkróna. Tekiö var tilboðum í samtals 19 milljónir að nafnvirði og er kaupverðið tæpar 18 milljónir króna. Þau tilboð, sem tekiö var voru á bilinu 470 þúsund og 900 krónur til 475 þúsund krónur, hvert vixlasett. -SþS LOKI Nú er það svart! VIÐ HÚFUM KAFFIVAGNINN GRANDAGARÐ110 30 Bakar: vörurnar TEGUNDIR AF KÖKUM OG SMURÐU BRAUÐI 0PNUM ELDSNEMMA - LOKUM SEINT Olfm AUGLYSINGAR 4./UU. SÍOUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 i.íCCi 1 RITSTJÓRN SlOUMÚLA 12-14 AKUREYRIsk,pagötu13 AFGREIÐSLA (96)25013 BLAÐAMAÐUR (96)26613 ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. Sovésku olíuskipi seinkar: SVARTOUA Á ÞROTUM Loðnubræðslur og togaraf lotinn þola ekki margra daga bið Svartolíubirgðir eru nú meö al- minnsta móti í landinu og hafa forstööumenn ýmissa loönubræðsla af því nokkrar áhyggjur þar sem bræðslumar nota mikla svartoliu þessa dagana. Þá brennir nær aUur togaraflotinn svartoliu og ýmis> starfssemi í landi notar einnig þessa oliu. Jón Reynir Magnússon, forstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í viðtali við DV að ekki væru enn orðin vandræði í verksmiðjunum og von- uðust menn tU þess að með réttri miðlun á milli verksmiðja mætti koma í veg fyrir stöðvun. Olíufélögin þrjú standa sameigin- lega aö svartoliuinnflutningnum og dreifingunni hér innanlands sem fer ÖU fram frá Reykjavík. Þórður Asgeirsson, forstjóri Olís, sagði i viðtali viö DV að þessi skortur stafaði annars vegar af því að mun meira hefur verið brætt af loðnu undanfarið en reiknaö var með og hinsvegar heföi sovésku skipi með 19 þúsund tonna farm seinkað talsvert. Það væri nú lagt af stað og væri væntanlegt um næstu helgi. Sagði Þóröur aö olíufélögin hefðu að undanförnu dreift minni skömmt- um á hvern stað tU aö eiga einhvern slatta upp á að hlaupa í Reykjavík. Enn væri lítUsháttar eftir í Reykja- vík og vonuðust menn tU að það dygði fram að næstu helgi. Svartolíunotkunin hér var mjög mikU í síðasta mánuði, eða um 17 þúsund tonn, en til samanburðar var hún aöeins átta þúsund tonn í janúar. -GS. Þessa dagana má sjá töluverð umsvif röskra stráka við aö hengja upp skreið i skreiðarhjöllunum i Eyjum. Vaknar þá sú spurning hvort Nigeriumarkaður só aftur að lagast en svarið er þvi miður neikvætt. Þarna er aðeins verið að hengja upp smáa blálöngu, annan físk sem ekkiþykir hæfur iaðra vinnslu og hausa. -GS. DV-mynd: GVA. „Eg.veit ekki hvað hefur hlaupið í karlinn, þetta hlýtur að vera einhver innanflokkspirringur í Framsókn,” sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra um ummæli Olafs Jóhannessonar á þingi í gær, þegar Olafur ásakaði Albert um skollaleik og að bregöast oröum sínum. Olafur greiddi atkvæði gegn hækkun tekju- skatts vegna launahækkana umfram fjárlagaforsendur. „Þessi breyting var borin undir báða stjórnarflokkana og um hana gerð bókun í ríkisstjórninni. I henni felst staðfesting þess að skattbyrði þyngist ekki á milli ára. Um það hvort ég stend við orð mín gegn skattahækkunum er þaö eitt að Albert Guðmundsson um ummæli Ólafs Jóhannessonar: „Einhver innan- flokkspirringur” segja að á þau hefur ekki reynt enn. Og ég get fullyrt að fjármálapólitík núverandi ríkisstjórnar stenst allan samanburð við það sem gerðist undir forystu Olafs Jóhannessonar. Viö höfum ekki ennþá skipaö mönnum að henda sér í sjóinn og látið það ráðast hver kynni að synda.” HERB Viðræður „Miðaríáttina” — segir Guðmundur J. „Þaö miðar í áttina,” sagði Guö- mundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, er DV spurði hann um gang viðræðna viö Vinnuveitendasambandið. Aðilar ræddust við um helgina og komst þá umtalsverður skriður á viðræðurnar. Sagði Guðmundur að Dagsbrúnarmenn leggðu áherslu á hversu gjörólík Dagsbrún væri öðrum verkalýðsfélögum þar sem félagið spannaöi svo mörg svið og atvinnugreinar sem raun bæri vitni. Viðræðurnar við VSI hefðu að undan- fömu snúist um ýmis samræmingar- atriði og i dag yrði rætt um einstök atriði þar að lútandi. Hófust viðræður aðila kl. 10 í morgun. Varðandi samning Dagsbrúnar við fjármálaráðherra sagði Guðmundur að hann hefði veriö undirritaður. Væri nú unnið að nánari útfærslu á honum. „Það er of snemmt að spá í niður- stöður viðræðna Dagsbrúnar og VSI nú,” sagöi Guðmundur, „en þaö er hreyfing á þessu eins og er”. -JSS. Blaðamenn sömduínótt Samkomulag náöist í nótt í kjara- deilu Blaðamanna og útgefenda og voru samningar undirritaðir um fimmleytið í morgun með venju- legum fyrirvara. Samkvæmt upplýs- ingum DV eru samningarnir á sama grundvelli og kjarasamningar ASI ogVSI. Deiluaöilar komu saman til fundar í húsnæöi ríkissáttasemjara síðdegis i gær. Stóöu viðræður í nótt, eins og áður sagði. Blaðamenn hafa verið boöaöir til félagsfundar ó hádegi i dag þar sem samningarnir veröa kynntir og bornir undir atkvæði. -JSS. Færeyjar: Leynileg radar- stöð ameríska flughersins Fró Eðvarði T. Jóussyni, frétta- ritara DV í Færeyjum. Fréttir þess efnis að leyniþjónusta bandaríska flughersins (National Security Agency) reki radarstöð á Somfeili í grennd við Þórshöfn í Færeyjum, hafa valdið miklu upp- námi. Fram til þessa hafa menn haldiö aö stöðin heyrði undir Atiantshafsbandalagið. Upplýsingar um þetta komu fram í danska blaðinu Forsvar f síðustu viku. Færeyska landstjómin hafði ekki hugmynd um þessa starfsemi og hvorki Nató né rétt yfirvöld i Dan- mörku hafa vitneskju um þær upplýsingar sem stööin tekur ó móti eðasendirfrásér. -GB. Tefltafkrafti Alþjóölega skókmótið i Neskaupstað hófst i gær og tefldu skákmenn af miklum krafti eftir aö Logi Kristjánsson bæjarstjóri hafði sett mótið. Fjórum skákum lauk með sigri en tveim með jafntefli. Margeir Pétursson vann bandaríska meistar- ann MeCambridge, Harry Schussler vann Benóný Benediktsson, Helgi Olafsson vann Róbert Harðarson og Jóhann Hjartarsonn vann Dan Hansson. Jafntefli gerðu Knezevic og Wedberg, og Guðmundur Sigurjónsson og Lombardy. -óbg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.