Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVKUDAGUR 25. APRlL 1984. Tveir fslendingar lengdir í Síberíu — Helgi Óskarsson í sinni annarri aðgerð Helgi Oskarsson, drengurinn sem lengdur hefur verið í Síberíu og sagt hefur verið frá hér í blaöinu, gekkst undir aðra aðgerð 5. apríl síöastlið- inn. Eins og kunnugt er voru það fót- leggir Helga sem lengdir voru um 18 sentímetra í fyrra. Að þessu sinni eru þaö lærleggir hans sem verið er að lengja. Aögerðin var löng og ströng, tók níu klukkustundir, en mun hafa gengið vel. Þegar Helgi fór út til Kúrgan í Síberíu 26. febrúar síðastliðinn var í för með honum íslensk stúlka, Val- gerður Hansdóttir Lindberg, sem einnig átti að fara í lengingu. Þaö eru fótleggir hennar sem verið er að lengja og mun hún hafa fariö í þá aö- gerð sama dag og Helgi. Einnig það mun hafa gengið vel. Alls er óvíst hversu lengi þau Helgi og Valgerður þurfa að dvelja ytra. Eftir þessa aðgerð á Helgi eftir að fara í eina enn þar sem handleggir hans verða þá lengdir. Valgerður mun eiga eftir tvær aðgerðir. -KÞ Helgi Öskarsson og Valgerður Hans- dóttir Lindberg veifa til vina og vandamanna áður en þau leggja upp í ferðina til Síberíu 26. febrúar síðast- liðinn. DV-mynd Einar Olason. Hver þessara sex stúlkna sigrar? — úrslitin í Ford-modelkeppninni tilkynnt í kvöld Svarið við því fæst í kvöld á Hótel Sögu, en þá tilkynnir Lacy Ford úrslit- in í boði sem Vikan stendur fyrir. Alls tóku um 170 stúlkur þátt í keppn- inni að þessu sinni. Sex þeirra voru síöan valdar af Lacy Ford í úrsUta- keppnina. Sigurvegarinn í kvöld mun seinna á árinu halda tU Bandarík janna og taka þátt í keppninni Face of the 80’s. Sú keppni er mikiö og gott tækifæri fyrir ungar stúlkur til að komast í tískusýningarstörf. Sigurvegarinn hlýtur þriggja ára samnmg hjá Ford við tískusýningarstörf auk þess sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigur- inn. Það er Vikan sem hefur staöið að Ford-modelkeppni hér á landi í sam- vinnu við Katrínu Pálsdóttur, umboðs- mann Ford-fyrirtækisins. -JGH Hver þessara sex stúUcna verður hlutskörpust í Ford-modelkeppninni? Ganga tæknimenn RÚV úr BSRB? „Allt á könnunarstigi” — segir Vilmar Pedersen „Þetta er allt á könnunarstigi og eðUlegt að menn endurskoði stöðuna þegar símvirkjar, útvarpsvirkjar og skrifvélavirkjar hafa verið sam- einaöir undir nýju starfsheiti, raf- eindavú-kjar, samkvæmt lögum,” sagði Vilmar Pedersen, starfsmaður sjónvarpsins, í viðtaU við DV þegar undir hann voru bomar fregnh- þess efnis að tæknimenn útvarps og sjón- varps hygðust segja sig úr BSRB og ganga í Rafiðnaðarsambandið. Launataxtar Rafiðnaðarsambands- rns eru hærri en sambærUegir taxtar hjá BSRB. „Það er veriö að kanna möguleika í þessu,” sagöi VUmar. ,4 þessari grein eru mjög hraöar tækniframfar- ir nú en möguleikar á endurmenntun eru mjög mismunandi. Eg tel endur- menntunarmöguleikana besta innan þess kerfis sem ASI hefur byggt upp. En áður en til slUcs samruna getur komið þarf að leysa ýmis vandamál svo sem varðandi lífeyrissjóðsrétt- indio.fl.” óbg I Ingib/örg Sigurðardóttir. Margrót Jóhannesdóttir. iGuðný Benediktsdóttir. Svava Grimsdóttir. Helga Melsteð. í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Málgagn frjálshyggjunnar Sjálfsagt er að óska aðstandendum NT til hamingju með fyrsta tölu- blaðið. Nafn blaðsins, NT, er skammstöfun á nútímanum, en út- gefendum þótti við eiga að höfða tU hans, þá loksins þegar þeir að nafninu til losuðu sig við Fram- sóknarflokkinn og gamla tUnann sem bann tilheyrir. Áþrcifanlegasta ábendugin um að biaðið hyggist jarða bæði flokkinn og fortíðina er fólgin í þvi aö leiðari blaðsins er skrifaður án auðkennis höfundar og verður nú færasti leiðarahöfundur norðan AipafjaUa, svo vitnað sé tU síðasta miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins, sá dyggi iæri- sveinn Jónasar frá Hriflu, Þórarinn ritstjóri Þórarinsson, að syngja sinn svanasöng yfir í nútímann, eins og hver annar anonynem. Verða það aö teijast heldur dapurleg endalok á löngum og lífseigum blaðamanns- ferU. Þórarinn verður meU-a að segja að sætta sig við þá auðmýkingu að NT sé auglýst sem Magnúsar- blað! og mun þar átt við Magnús rit- stjóra NT sem er jafnframt tengda- sonur Þórarins. Þaö er huggun harmi gegn að tengdasonurinn hafi tU að bera slíka hófsemd gagnvart tengdapabba að kenna sér afkvæmi í Málsvari frjálslyndis, samvinnu og frjálshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tnknideild NT. Prentun: Bla&aprent hf. Nýr Tími gengur í garð ■ Nýr Tími er genginn í garð og jafnframt því ein mesta bylting íslenskrar blaðasögu. Eftir nær1 áratugs stöðnun í íslenskum blaðaheimi er gerð bhis nýja tima þá loksins það tekur upp sjálfstæða stjómmálastefnu. Verður ekki önnur ályktun dregm af margendurteknum yfirlýsingum tengdasonarins um sjálfstæða stjórnmáiastefnu NT en að gamli TUnUm hafi aidrei haft neitt sjálf- stæði til að bera. Er óneitaniega fengur að þeirri viðurkenningu fyrir stjóramáia- og sagnfræðinga, hvað svo sem tengdapabbi segir um þá staðhæfingu. Hins vegar vekur það heldur betur athygli í hvers þágu hhi sjálfstæða stjómmáiastefna verður rekin. í haus blaðsins er nefnilega útþrykki- lega tekið fram að NT verður mál- svari „frjálslyndis, samvinnu og frjálshyggju”. Aðfrjálslyndinu og víðsýninni þarf ekkl að spyrja þegar til þess er litið að slagorðið „lifandi blað” er gömul klisja frá velgengnisdögum Vísis og fréttaskotin eru öpuð upp eftir DV, þó þannig að iesendur eru beðnir um að lúra á fréttunum! Um samvinnuna þarf heldur ekki að tala þegar fyrir liggur að SlS- veldið hefur tekið að sér að fjár- magna ævintýrið og gerir það strax myndarlega í fyrsta tölublaöi með fimm stórum auglýsingum á tvist og bast í blaðinu. En það sem vekur langmesta athygli er sú nútímaiega stefna NT að beita sér sérstaklega sem mál- svara frjálshyggjunnar. Reyndar höfðu menn óljósan grun um að Hannes Hólmsteinn og frjálshyggju- lið hans ætti sér ýmsa hauka í horai en enginn hafði fyrirfram átt von á svo óvæntum liðsauka sem heilu dag- blaði í þágu frjálshyggjunnar og það fyrir opnum tjöldum. Morgunblaðið hefur legið undir grun um að styðja frjálshyggjutilstandið á laun en ekki einu sinni það forstokkað íhaldsblað hefur haft til að bera þá djörfung og dug sem Magnúsarblaðiö sýnir af sér með svo umbúðariausri ástar- játningu til Hannesar Hólmsteins ogkompanís. Hætt er við að um margan fram- sóknarmanninn fari ískaldur hrollur þegar hann sér það svart á hvítu að gamla Tímanum hefur verið breytt yfir í nútímann í þágu frjálshyggj- unnar. En auðvitað er það svo að blað sem vill ástunda sjálfstæða stjórnmálastefnu verður að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að frjáls- hyggjan er betri en Framsóknar- flokkurinn þegar nýl tíminn gengur í garð. Svona geta nú örlögin leikið gamla flokka grátt þegar tengdasynirnir taka við af tengdapöbbunum. Dagfari. «.•• 't.t’ i.i «r'í nfnorjagíííifí'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.