Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL1984. 35 Mezzoforte í Mozart-sal Gömlu óperunnar í Frankfurt. Tónleikar Mezzoforte í Þýskalandi: Allt á iði í salnum Frá Hans Sætran, fréttaritara DV í Frankfurt: Mezzoforte, sem aö undanförnu hefur verið á hljómieikaferöalagi í Þýskalandi, lék í Mozart-sal Gömlu óperunnar í Frankfurt 26. mars sl, Áheyrendur voru um 350 manns og voru í daufara lagi framan af en svo kviknaði neistinn og hrifning gagntók viðstadda; fólk klappaöi, stappaði og dillaði sér við tóntaktinn — bara allt á iði í salnum. Tónlist Mezzoforte féll í ágætan far- veg í Frankfurt, um þaö voru allir sammála. T.d. sagði einn á miðjum aldri: — Þegar hlustirnar höfðu jafnað sig eftir fjrstu tvö lögin heyrði maður að þeir piltar kunnu sitt fag — en hjálpi mér, hávaðinn, og ekki var hljómsveitinni sleppt fyrr en eftir nokkuraukalög. Reyndar er Mezzoforte ekki ýkja kunn í umhverfi Frankfurt; helst hafa útvarpsstöðvar í S-Þýskalandi leikiö tónlist hennar en hver veit nema tón- leikarnir hafi áhrif til hins betra? Piltarnir sjálfir sögðu Þýskalands- yfirreiðina hafa annars tekist hið besta, reyndar aðeins miðlungs í Frankfurt en í Hamborg og Berlín hefði það veriö alveg frábært. Frá Frankfurt fóru þeir til Ziirich i Sviss en svo var haldið áfram í Þýska- landi, samtals 20 tónleikar á jafn- mörgumdögum. Annars er nóg um að vera hjá þeim drengjum, t.d. jass-hátíðin í Sviss en þangaö er nú ekki boðið neinum milli- stærðum. Piltarnir sögðu Þýskalandsferðina hafa tekist vel. Kristinn og Friðrik í léttri sveiflu. Kennarafélag Idnskólans í Reykjavík varö 40 ára 20. mars sl. og var l því tilefni efnt til fagnadar í Borgartúni 6. Við þad tœkifœri var Óli Vestmann Einarsson yfir- kennari heiðradur fyrir langt og frábœrt starfí kennara- félaginu um leið og hann var gerður að heiðursfélaga þess. Á myndinni er Sigurður Guðnason að fara nokkrum lofsamlegum orðum um Óla áður en hann afhendir honum heiðursskjal. SigA Staðgreiðslukerf i skatta tekið uppíFæreyjum: SNIÐIÐ AÐ DANSKRI FYRIRMYND Frá Eðvarði T. Jónssynl, frétta- ritara DV í Færeyjum: Staðgreiðslukerfi skatta hefur veriö tekiö upp í Færeyjum. Kerfið er að nokkru leyti sniðið að danskri fyrirmynd en gerir þó atvinnurek- endum léttara fyrir en danska kerfið. Fram til þessa hafa Færeyingar fengið kaup sitt óskert og séö sjálfir um aö greiöa sína skatta til gjald- heimtunnar með gíróseðlum. Menn hafa staðið misjafnlega í skilum og er talið að í Þórshöfn einni nemi skattaeftirstöðvar undanfarinna ára um 200 milljónum ísl. kr. Framvegis verða öll laun lögð inn á reikning í banka eða peningastofn- un sem sér um að draga tilskilda upphæð af laununum og senda síðan launþegum afganginn. Nýja kerfiö er „kumulatift”, þ.e.a.s. sú upphæð sem dregin er af laununum kann að breytast frá einum útborgunardegi til annars í samræmi við tekjur viðkomandi og er þetta gert til þess að innheimtan samsvari sem næst raunverulegum skatti sem reiknaður er út í desem- ber hvert ár. Ljóst er að kaupmáttur einstakl- inga mun minnka verulega með þessari skipan mála og eru kaup- menn og ferðaskrifstofur uggandi vegnaþess. Það misrétti sem ríkt hefur i færeyskri skattheimtu hefur ekki verið leiörétt meö nýja kerfinu og láglaunafólk mun eftir sem áður bera þyngstu byrðarnar. Skattaprósenta getur aldrei farið yfir 50% hjá einstaklingum og félögum en lágtekjufólk og fólk með meðaltekjur borgar á bilinu 40—45% af launum sínum. -FRI. Trausti Bergsson, t. v., ásamt aðstoðarmanni sinum i nýju bón- og *-"" stöðinni fyrir bila i Kolaportinu. Hvegið og öónao í Kolaportinu Opnuð hefur verið bílaþvottastöð í Kolaportinu — bílageymslunni nýju í Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Eigandi hennar er Trausti Bergsson. Þv.9^§tö$ÍR er.ppiíi alla virka daga. Þar geta bíleigendur fengið vagna sína þrifna að utan og innan fyrir mjög vægt gjald. Geta þeir skilið þá eftir þar á meðan þeir fara í vinnu eða versla í miðbænum og sótt t^feaa&að(^pr 4ðpr..MiR,dagjr»nÆr glansandi fina bæði að utan og innan. Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra afhenti nýlega Þjóðminjasafni Islands brjóstmyndina af dr. Kristjáni Eldjárn. Ljósm. Gunnar Vigfússon. Brjóstmyndir af KHstjáni Eldjárn, forseta íslands I tilefni af sextugsafmæli dr. Geröar hafa veriö þrjár afsteypur í hina Þjóöminjasafni Islands, þar Kristjáns Eldjárns, forseta Islands, brons eftir brjóstmyndinni. sem dr. Kristján heitinn var ákvað þáverandi rikisstjóm að láta Steingrímur Hermannsson forsætis- þjóðminjavöröur. gera af honum brjóstmynd. Myndina ráöherra hefur fyrir hönd ríkis- Þriðjaafsteypanveröurvarðveittí gerði Sigurjón heitinn Olafsson stjómarlslandsafhenttværafsteyp- Stjórnarráðshúsinu. -myndhöggvari. anna, pöra frú HaUdórji.Eldjárn óg , ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.