Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MIÐ VIKUDAG UR 25. APRIL1984. Flutningavagninn sem Herjólfurá. Vélsmiðja Ævars Axelssonar: Framleiðir yfir- byggingar úr áli Vélsmiðja Ævars Axelssonar í Hveragerði framleiðir flutningavagna og yfirbyggingar á alla bíla, smáa og stóra. Forráöamenn vélsmiðjunnar sýndu nýlega flutningavagna sína en einn þeirra er í eigu þess fyrirtækis sem rekur skipiö Herjólf sem notar hann í flutningum milli lands og Eyja. Er sá 12 m iangur, 2,30 m á hæð og 2,50 m á breidd. Er vagninn notaöur til þunga- vöruflutninga ýmiskonar sem sett er í hann í Reykjavík eöa á Selfossi. Vagn- inn er síöan hægt að keyra beint um borð í Herjólf og sparast þannig mikil vinna við útskipun/uppskipun. Vör- umar fara vel í vagninum og verða ekki fyrir hnjaski á leiöinni. Vélsmiðjan flytur inn efnið í yfir- byggingamar frá Danmörku og eru þær geröar úr áli að undanskildu þakinu sem er úr trefjaplasti og er yfirbyggingin þvilauflétt. .Frágangur frá okkur er allur einstaklega fallegur og smíðin vönduð,” sagði Omar Erlendsson, einn af eigendum vélsmiðjunnar, í samtali við DV. Eg óska Omari og Ævari allra heilla með fyrirtæki sitt og þaö er ánægjulegt að sjá unga menn, með velsnyrt skegg, sem þora að setja upp sitt eigið fyrir- tæki en þeir hafa nú 6 manns í vinnu. Regína/Selfossi. Hinn 24. febrúar sl. var opnuð i Keflavík byggingarvöruverslunin Bygginga- val. í versluninni, sem er til húsa að Iðavöllum 10, er mikið úrval byggingar- vara og verkfæra. Á myndinni eru eigendur Byggingavals hf. (f.v.l. Guðmundur Ragnarsson, Magnús Þorgeirsson, Jón Norðfjörð, Hermann Ragnarsson, Halldór Ragnarsson, Ragnar Ragnarsson, Valdimar Þorgeirs- son og Jónas Ragnarsson. Á myndina vantar Jón Sigurðsson. Forsvarsmenn undirbúningsfólags rafeindaiðnaðarins. Frá vinstri: Stefán Guðjohnsen, Gylfi Aðalsteins- son og Arnlaugur Guðmundsson. D V-mynd Bj. Bj. Geta fslendingar orðið stórveldi í rafeindaiðnaði? „Verð eins skuttog- ara gæti ráðið úrslitum þar um” „Rafeindaiðnaðurinn er sá iðnað- ur á Vesturlöndum sem á hvaö mesta vaxtarmöguleika. Við verðum aö taka þátt í þeim leik. Fjármagn á borð við einn skuttogara gæti gert þann draum aö veruleika.” Þetta kom meðal annars fram á fundi meö undirbúningsfélagi rafeindaiðnaðar- ins á dögunum. Fyrir tæpum tveimur árum gerðu íslensk fyrirtæki í rafeindaiönaöi með sér starfssamning, þar sem stofnað yrði undirbúningsfélag raf- eindaiðnaðarins, er ynni að mark- vissri uppbyggingu islensks raf- eindaiðnaöar á breiðum grundvelli. Skyldi markmið félagsins meðal annars vera aö gera úttekt á stööu rafeindaiönaðarins á Islandi, aö gera úttekt á markaði fyrir íslenskar raf- eindavörur og að koma á fót aðstööu sem nauösynleg er til að rafeindaiðn- aður geti þróast hér og þrif ist. Undirbúningsfélagið hefur nú eft- ir um tveggja ára starf skilað skýrslu um málið, sem nefnist Atak til eflingar rafeindaiönaði á Islandi 1984 til 1987. Er ætlunin að leggja þá skýrslu fyrir iönaðarráðherra á næstu dögum. „Við erum sannfærðir um'að væri einhverju fé varið í rafeindajöhaðinn myndi það skila sér margfalt aftur, gæti gefiö um 25 prósent raunvexti á ári af því sem lagt væri í hann sé mið tekið af öörum löndum,” sagði Stefán Guðjohnsen. „Það gefur þvi augaleið að mjög skynsamlegt er aö fjárfesta í slíkum smáiönaöi sem gefur arð svo fljótt og vel. Meö rafeindafyrirtæki er átt við fyrirtæki sem á grundvelli markaös- þekkingar og framleiðsluhugmynda vinnur að hönnun og þróun rafeinda- búnaðar og framleiðir, sérsmíðar eða lætur framleiða búnaö sem þró- aður hefur verið af fyrirtækinu eða fyrir það. Rafeindafyrirtækið gæða- prófar framleiðsluna, markaðssetur hanaogselur.” — En hverjir eru markaösmögu- leikamir? „Þeir eru miklir en það sem kannski stendur okkur næst er skipa- stóllinn, fiskiönaðurinn. Að búa þar til sérhæfð tæki sem auðvelda myndu vinnu um borð í fiskiskipunum. Meiningin hjá okkur er að vinna á sama grundvelli og Danir, sem sagt að vera ekki í f jöldaframleiðslu held- ur búa til og gera sérhæfð eftirsótt tæki eftir pöntun. Þetta er auövitað áhættusamt fyrirtæki en gróðavonin er miklu meiri,” sagði Stefán. Það kom ennfremur fram að á þessu ári, að öDum líkindum, yrði ráðinn starfsmaöur á vegum félags- ins sem yrði tengiliður milii stjórn- valda og þeirra fyrirtækja er að raf- eindaiðnaöi starfa hérlendis. Einnig væri ráðgert að hefja einskonar ”þemastarf”, þar sem tekin væri fyrir á hverju ári ein sérstök iðngrein og gerð úttekt á og kynnt hvernig tæki frá íslenskum rafeindaiðnaði gæti komið á vinnusparnaði og hag- ræðingu. Þá væri og ráöstefna um þessi mál fyrirhuguð á næstunni. -KÞ. í Fossálum: Fengu átján punda fisk Flugu kastað fyrir sjóbirting i Leirá á föstudaginn langa, en hann hafði ekki áhuga. Veiðimaðurinn er Steinar Björgvinsson. DV-mynd G. Bender. Þá frídaga sem körlum, konum og krökkum buöust um páskana mátti nota á ýmsa vegu eins og aö renna fyrir sjóbirting. Sem betur fer varð veöurfarið töluvert skárra en veður- fræðingar höfðu spáö og lítiö um slæmt veður. Laxá í Kjós hefur boðið upp á töluverðan sjóbirting á hver ju vori en veiðin byrjaði þar um miöjan apríl og stendur til 15. maí. Nokkrir sjóbirting- ar hafa veiðst. Bæði er þetta nýgeng- inn fiskur og svo niðurgöngufiskur. Veitt er um Laxá alla og í Bugöu. Þó vel væri leitað að fiski á skírdag, með maðk og flugu að vopni, fannst enginn sjóbirtingur. En hann kemur segja fróðirmenn. Leirá er viðkunnanlegveiðiá sem gaman er að renna fyrir íísk í. Töluvert veiðist af sjóbirtingi þar á vorin og á haustin líka. Laxveiði er töluverð á sumrin. Er við renndum í Leirá á föstudaginn langa, veiddum við einn sjóbirting 1,5 punda, en nokkuð sáum við af s jóbirtingi um ána, en hann hafði bara ekki minnsta áhuga á aö taka. Minkur er víst eitthvaö við ána og gerir sjóbirtinginn tauga- veiklaöan. Eða þannig. Veiðimaðurinn Jón Áskelsson með fallega veiði úr Geirlandsá nýlega, stærri fiskurinn er 6 pund, sá minni 2 pund. DV-myndS. Björgvinsson. Við fréttum af tveimur veiðimönnum sem renndu í Laxá í Leirársveit fyrir skömmu og fengu 5 punda s jóbirting og lax, já, lax, mjög fallegan og voru i vafa hvort þetta væri niðurgöngulax (hoplax). Fengu þeir fiskifræðing til að kanna máliö og var hann líka í vafa en eftir að hafa skorið laxinn upp kom sannleikurinn í ljós, þetta var niður- göngulax. Þvímiður. En hvað skyldi vera aö frétta af víg- stöðvum vorveiðimanna. Við slógum á þráðinn til að kanna málið í gærdag. „Heldur tregt í Tungufljótinu, var farið aö veiðast dálítið fyrir páska, en þá kólnaði,” sagði Sveinn Gunnarsson í Flögu. „Það hefur verið veitt alla páskana, en veiðin hefur verið treg, reytingur. Sá stærsti sem veiðst hefur var 7 pund, veitt er á 3 stangir og kostar stöngin 650 kr.” Neðst við Olfusá að vestan er bærinn Hraun og þar fréttum við af h'tilli veiði á Hrauninu ennþá, eitthvað hefur veiðst af bleikju, nokkuð vænni. Það hefur verið svo kalt að sjóbirtingurinn er ekkert kominn, í gær var fyrsti hlýi dagurinn í langan tíma. Dagurinn á Hrauninu kostar 200 kr. Veiðivon GunnarBender Menn leggja mikiö á sig fyrir veiðina og fara langt. Þrír galvaskir veiði- menn fóru á laugardag austur aö Klaustri og renndu fyrir fisk. 1 Brunná fengu þeir fjóra 4—5 punda og í Foss- álum fengu þeir fjóra hka 5—8 punda. En þetta er allt niðurgöngufiskur og finnst mörgum synd að veiða hann. Dagurinn í Brunná og Fossálum kostar 650 kr. Eitthvað hefur veiðst í Eystri- Rangá, veiðimenn sem veiddu þar um daginnfengu tvo. G.Bender.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.