Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 31
31 DV. MIÐVIKIJDAGUR 25. APRlL 1984. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Nýr Tími - ný sjónarmið Tímamlr breytast og Tíminu líka og er nú oröinn Nýr Tími, stokkinn alskapað- ur út á markaðinn eins og Paiias Aþena úr höfðu Seifs forðum. Og eins og gyðjan heilsaði samtíma sinum með herópi, hefur hinn Nýi Tími sitt nýja slagorð; „Málsvari frjálslyndis, samvinnu og frjálshyggju.” Já, „frjálshyggju” merki- legt nokk! Hin nýja mánudagsútgáfa Nýja Timans verður ekki send til áskrifenda, heldur aðeins seld i lausasölu. Skýr- ingin á því mun vera sú að að- standendur blaðsins vildu ekki hrella áskrlf endur blaðs- ins, sem auðvitað em Fram- sóknarmenn allir með töiu, með málsvöm sinni fyrir frjálshyggjuna, strax. Það verður eflaust kref jandi starf fyrir eina rit- stjóra að verja hugsjónlr samvinnuhreyfingar og frjálshyggjunnar á sömu síð- um daglega. Hvað svo sem hinn pólitiski armur sam- vinnuhreyfingarinnar, Fram- sóknarflokkurinn kann að 'hafa um málið að segja er önnur saga. Mikill léttir Þeir ero ótrúlega margir 309 kitó af mör er onginn smáskammtur. sem þurfa að berjast vlð aukakilóin frá degi til dags. Hinir sömu vita svo sannar- lega að sú barátta er enginn dans á rósum. Og elns og gengur ná sumir árangri en aðrir ekki. Einhvers konar hópvinna virðlst gefast best i bardag- anum við óvelkomnar hita- einingar. Þaö hefur til að mynda sannað öflugur megrunarklúbbur sem starf- ræktur er í Grindavik. Hann var stofnaður i nóvember síðastliðnum og sækja um 30 konur að staðaldri þau nám- skeið sem þar era haldin. Og þegar konuraar höfðu þolað saman súrt og sætt um 14 vikna skeið höfðu þær losað sig vlð hvorki meira né minna en 309 kíló samtals. Geri aðrir betur. Enda reyndist það svo, þegar ljósmynda átti sama magn af mör og konurnar höfðu iosað sig við, þá reyndist það hreinlega ekki til í verslunum bæjarins. Billegt símaat Það hefur löngum verið landlægur siður hér að gera símaat. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þar eiukum verið að verki böra og unglingar. En nú bregður svo við að fullorðnir ero farair að iáta til sín taka á þessum vett- vangi. Að undanförau hefur nefnilega gengið mikill hring- ingafaraldur yfir borgina. Eru þar að verki karlmenn sem segjast vera að gera svo- kallaða kynlifskönnun. Scgjast þeir hringja í nafni afþreyingaritsins Samúels og sé könnunin gerð á vegum þess. Þeir sem þaraa eru að verki munu eingöngu vilja ræða við konur. Spyrja þeir djarfra spurainga og láta heldur dólgslega við viðmæi- endur sina, að því er sagt er. En líklega fer hver að verða síðastur til að leika slíkan leik, því að linni honum ekki munu hafnar aðgerðir til að hafa upp á sökudólgunum og láta þá standa fyrir máli sínu. f fyrsta sinn I tilefni af nýafstöðnu Islandsmóti í bridge látum við eftirfarandi Dagskrár- skrýtlu flakka: I tvimenningskeppni á bridgemóti í fyrra hafði einu parinu gengið afar illa svo að ekki sé meira sagt. Var auð- séð, að maðurinn kveinkaði sér oft vlð sagnir og útspil konunnar, en hann hvorki kvartaði né kenndi henni um ófarirnar. Eitt sinn er þau skyldu færa sig milli borða vantaði kon- una. Andstæðlngarair voru þegar sestir við borðiö og maðurinn settist einnlg og beið. Eftir drykklanga stund gekk mótstjórinn að borðinu og sagði þeim sem biðu að frúin myndi koma eftir skamma stund. „Hún þurfti að skreppa á snyrtinguna,” sagðihann. „Jæja”, andvarpaði mót- spilari hennar þreytuiega. „Þetta er þá i fyrsta sinn í kvöld sem ég veit hvað hún er aögera”. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Fiárlagagatinu lokað að mestu í dag og á morgun: Enn verður rifa á ríkiskassanum Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir BÍÓHÖLLIN: SILKWOOD Sveiflukennd Heiti: Silkwood. Þjóðerni: Bandarisk. Leikstjórn: Mike Nichols. Handrit: Nora Ephron og Alice Arlen. Kvikmyndun: Miroslav Ondricek. Staðurinn er Kerr-McGee kjarn- orkuverið í smábæ í Bandaríkjunum. Einn starfsmaöur þess kemst að því að mikilvægar filmur eru faisaðar til að spara við kostnað á rekstri kjam- orkuversins. Starfsmaðurinn, sem er kona, kemst einnig að því að þessi svik gætu grandað öllu líf i I fylkinu ef eitthvað f æri úrskeiðis. Konan hefur því bæði leynda og ljósa baráttu gegn yfirmönnum fyrirtækisms. Hún skiptir sér mikið af aliskyns hagsmunamálum um leið og hún vinnur að því að afhjúpa svikin. En svo fær hún innvortis geisla- virkni, ólæknandi. Hún á að deyja. S jálf heldur hún því fram að það hafi veriðmeð viljagert. Hún ákveður því að tala við blaðamann New York Times og ljóstra svikunum upp. Hún kemst aldrei þangað. Bíll hennar finnst úti í skurði, klessukeyrður. Engin gögn fundust á henni en mikiö lyfjamagn mældist í blóðinu í henni. Hún var Karen Silkwood. Hinn geigvænlegi söguþráður kvikmyndarinnar Silkwood er sóttur í sanna atburði. Enginn vissi ná- kvæmlega hvernig dauða Karenar Silkwood bar að höndum en ég held að handritahöfundar hafi höggvið ansi nærri sannleikanum. Ekki síst með tiliiti til þess að ári eftir dauða hennar var kjarn- orkuverinu lokað af öryggisástæðum. Og um leið og myndin heggur nærri sannieikanum um afdrif Karenar Silkwood, þá heggur hún einnig nærri hinum viðbjóðslega fylgifiski kapítalismans, græðginni. Það er einskis svif ist til að næla sér í pening og útrýmingarhætta nokk- urra milljóna manna er að engu höfð, hvað þá líf eins vesalings sem var á leiöinni til fóiksins með sann- leikann. Séð út frá sjónarhorni kvikmynd- arinnar sem listiðnaðar er þessi mynd feikilega sveiflukennd. Hún er góð og leiðinleg, spennandi og dauf, vel og illa gerð. Það koma tímar þar sem handrit, klipping, kvikmyndun og leikur fellur eins og nagli í einangrunarplast, eins og í upphafs- senunni þegar vinimir þrír koma til vinnu. Svo verður hún svo bragðdauf að ég var hissa á að heyra ekki píp frá tölvuspili í salnum. Orsökin er fyrst og fremst lengdin á myndinni. Það er verið að hnýta alskyns óþarfa öngum í aðalsöguþráðinn sem skipta engu máli. Tiigangurinn virðist vera að lengja myndina, sem aftur eru stór mistök. Eg vil t.d. leyfa mér að halda fram að ein aðalpersóna sögunnar, sú er Cher leikur, sé algerlega óþörf og hefði vel mátt hverfa. Leikararnir fylgja línuritinu upp og niöur og ég var svolítið svekktur aö Streep skyldi ekki geta haldið beinni línu. Hví Cher var útnefnd til óskarsins er í mínum huga ráðgáta ársins. En þessi mynd á, eins og fyrr sagði, góða spretti og sérstaklega þegar viðvörunartækin fara í gang og boöa þann hræðilega atburö að nú sé einhver geislavirkur. Þegar Silk- wood (Streep) uppgötvar að hún er með ólæknandi geislavirkni er góður punktur, sérstaklega frá hendi Meryl Streep. Þá er ónefndur besti punktur myndarinnar, útfærsla höfunda á hvernig dauða hennar bar að höndum. Þaö eru hins vegar mistök að iáta myndina ekki enda þar með eftirmælum í letruðu formi. Þegar 0 og 4 eru lagðir saman og deilt í meö tveimur þá koma út tveir, ekkisatt? Sigurbjöra Aðalstelnsson. Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Axel Blöndal læknir hættir störfum sem heimilislæknir 1. júní nk. Þeir samlagsmenn sem hafa hann fyrir heimilislækni eru beðnir að koma í afgreiðslu S.R. og velja sér nýjan heimilislækni. Eru menn vinsamlegast beðnir að hafa sjúkrasamlagsskír- teini meðferðis. 5AMVINNU TRYGGINGAR ARMULA3 SIMI 81411 AÐALFUNDIR Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins Andvöku verða haldnir í Samvinnutryggingahúsinu, Ármúla 3 Reykja- vík, föstudaginn 25. maí nk. og hef jast kl. 10 fyrir hádegi. STJÓRNIR FÉLAGANNA. TSíú.amaíkú2utinn ^Q-tettisqötu 12-18 GALANT GLX station árg. 1982, hvitur, okinn 26 þús. km, 2000 vél, *njó- og sumardekk. Verö 320 þús. kr. Skipti ath. SUZUKI FOX árg. 1982, rauður, ekinn 22 þús. km, útvarp, segulband. Verð 250 þús. kr. DODGE 024 árg. 1982, brúnsans., ekinn 19 þús. km, sjálfskiptur, aflstýri, útvarp, segul- band, snjó- og sumardekk. Verð 420 þús. kr. Skipti. DATSUN LAUREL disil árg. 1983, maron rauður og grár, ekinn 52 þús. km, sjálfskipt- ur, m/overdrive, aflstýri, útvarp, segulband, sóllúga, rafdrifnar rúður og speglar. Verö 500 þús. kr. Skipti á ódýrari. HONDA QUINTET árg. 1982, grásans, ekinn 28 þús. km, sjálfskiptur, útvarp, segulband, snjó- og sumardekk, 5-dyra. Verð 320 þús. kr. VANDADUR JEPPI. WAGONEER árg. 1979, maron rauður, ekinn 52 þús. km, 8 cyl., sjálfskiptur, m/öllu. Quadratrack o.fl. Verö 420 þús. kr. Skipti ath. „VINSÆLL SPORTBÍLL '. Toyota Celica coupé ST., 1981. Rauður, 5 gira, ekinn 10 þús. km, útvarp + segulband. Verð kr. 370 þús. TOYOTA HILUX disil turbo árg. 1982, rauður, ekinn 39 þús. km. Ath. aflstýri. Yfirbyggður hjá R. Valssyni. Verð 580 þús. kr. Skipti á ódýrari. SAAB 900 GLE 1981, blár, ek. 56 þúsund, sjálf- skiptur aflstýri, útvarp, segulband, snjó- og sumardekk. Verð 390 þúsund. (Skipti).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.