Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKODAG UK 25: APRIL 1'984. V' Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FÚÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Framkvæmdastjóribg útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.1 Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. n Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: i Árvakur hf., Skeifunni 19. - j Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. ^ . Bastaróur Ráðherrarnir lögðu á sig þá vinnu yfir páskana að berja í fjárlagagatið. Það var vonum fyrr, enda hefðu þeir ekki þurft að fremja þau helgispjöll ef eitthvert vit hefði verið í vinnubrögðum. I margar vikur hefur ekki gengið á öðru en yfirlýsingum í bak og fyrir sem hafa verið aðhlátursefni almennings og ráðherrunum til at- hlægis. Eitt hefur verið sagt í dag og annað á morgun og nú er ljóst að niðurstaðan verður ein allsherjarmoðsuöa sem hefur marga galla en fáa kosti. Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Ráðstafanir þær sem nú liggja á borðinu eru því miður bastarður sem hefur ekki önnur einkenni en þau að ráðherrarnir hafa í rauninni gefist upp við að leysa fjár- lagavandann á eigin kostnað. Að langmestum hluta til er byröinni varpað yfiur á herðar skattborgaranna og þjóðarinnar. Niðurgreiðslur eiga að lækka án þess þó að þar sé um neina stefnubreytingu aö ræða í allri niðurgreiðslu- og landbúnaðarvitleysunni. Söluskattsundanþágum á að fækka sem virðist afar tilviljunarkennt fálm út í loftið. Bensínskattur skal lagður á bifreiðaeigendur og gefur sáralítið í aðra hönd. Skuldum ríkissjóðs verður velt áfram með nýjum lán- tökum. Allt eru þetta ráðstafanir sem hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir almenning, hærri framfærslu fyrir launþega sem hafa rétt nýlega skrifað undir kjarasamninga í þeirri góðu trú að kaupmáttur veröi ekki frekar rýrður með auknum skattaálögum af hálfu ríkisvaldsins. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar að þessu leyti eru óneitanlega eins og köld vatnsgusa framan í verkalýðs- hreyfinguna. Enn frekar hljóta þessar ráðstafanir að vera teknar óstinnt upp þegar í ljós kemur að útgjöldum ríkissjóðs vegna kjarasamninganna er að verulegum hluta mætt með breytingum á tekjuskatti og auknum álögum gagn- gert í því skyni. Nokkur hundruð milljóna króna sparnaður er fyrir- hugaður í ríkisgeiranum og er það góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Sá sparnaður er hins vegar óskil- greindur og í lausu lofti. Því miður má ætla að sá liður ráöstafananna sé meira til að sýnast þegar litið er til þeirrar tregðu og fyrirstöðu sem fram hefur komið hjá einstökum ráðherrum í hvert skipti sem minnst er á niðurskurð í þeirra ráðuneytum. Ekki er að heyra að menntamálaráðherra eigi auðvelt með niðurskurö á lánasjóði námsmanna. Ekki er aö heyra að landbúnaðarráðherra sé tilbúinn að fækka undanþágum frá söluskatti í sínum málaflokki. Ekki hefur heilbrigðisráðherra gengið of vel að skera niður í heilbrigðiskerfinu. Ekki hefur félagsmálaráðherra í hyggju niðurskurð á f járveitingum til húsnæðismála. Þannig mætti áfram telja. Ráðherrarnir og stjórnar- flokkarnir hafa kastað þessum bolta á milli sín og þrauta- lendingin er sú að láta almenning borga brúsann. Viður- kenna má að fjárlög eru ekki einkamál nokkurra ráð- herra; vandinn er þjóðarinnar alirar. En þess var vænst í lengstu lög að ríkisstjórnin mannaði sig upp í hressilegan niðurskurð á útgjöldum og herti sína eigin sultaról eins og aðrir hafa þurft að gera. Þær vonir hafa brugðist með þeim bastarði sem nú er að sjá dagsins ljós. ebs DV Er notkun bílbelta ,félagslegt vandamál?’ Menn nota margar reglur í lífi sínu og flestar án þess aö vita af þeim. Slíkar reglur eru faldar forsendur í öllum umræðum. Þaö, sem er sagt, skiptir oft miklu minna máli en hitt, sem er látiö ósagt, því að þaö er talið svo sjálfsagt. Og það verður stund- um hlutverk heimspekingsins að draga slíkar reglur fram í dags- ljósið, jafnvel að efast um þær, fá menn til aö standa sjálfum sér og öörum reikningsskil gerða sinna. Mál eitt hefur síðustu vikurnar borið á góma, sem tilteknum. reglum er beitt um í nokkru hugsunarleysi: notkun bílbelta. Eru bflslys ekki einkamál? Alþingismenn segja, að bílslys séu ekkert einkamál. Og starfsmenn Umferðarráðs skrifa, að frelsis- reglan eigi ekki við, því að frelsi þeirra, sem lendi í slysum, komi niður á þeim, sem ekki lendi í slys- um. Hvaða reglu notar þetta fólk sennilega án þess að vita af því? Hvaöa forsendu hsfa þessir kátu karlar án þess að efast um hana? Þá reglu eða forsendu, að ríkiö beri ein- hverja ábyrgð, þegar menn lendi í slysum. En er þessi óskráða regla meö öllum sinum afleiðingum ekki heldur hæpin? Er ekki haldið út á hála braut með henni? Hin reglan er skynsamlegri aö mínum dómi, að menn háfi frelsið og beri síðan ábyrgð á því sjálfir, hvernig þeir nota það, skaði þeir ekki aðra en sjálfa sig. Þeir, sem nota ekki bílbelti, eru ekki hættulegir öörum en sjálfum sér. Þess vegna er það og á aö vera einkamál þeirra, hvort þeir nota þau eða ekki. Það er ekki, fyrr en ríkið tekur á sig skaðann, sem málið breytist. Maður, sem hefur ekki tryggt sig eða notar ekki bílbelti og verður þess vegna fyrir skaða, á sjálf ur að g jalda þess, en ekki aðrir. Gallinn við rökræðumar um notkun bílbeltanna í islensku blöðunum er, að allir ræðumennirnir hafa rétt fyrir sér, en að rök þeirra ná of skammt. Það er eölilegt, að rikið lögleiði gætnina, ef þaö á að bera kostnaöinn af ógætninni. En þaö er líka eðlilegt, að menn telji það sitt einkamál, hvort þeir séu gætnir eða ekki — noti bílbelti eða ekki. Valið er því um tvær óskráðar rgglur, sem draga verður fram í dagsljósiö — hvort ríkið er velferðarríki og tekur á sig allan skaða, sem einstaklingur- inn vinnur sjálfum sér, eöa réttar- Ótímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. ríki, þar sem einstaklingarnir hafa frelsið, en einnig ábyrðina. Laga- setningin um notkun bílbelta er ekk- ert annað en rökrétt afleiðing af vel- ferðarrikinu. Óheppilegar afleiðingar af lagasetningunni Eitt er ónefnt. Lagasetning er í góðum tilgangi — og ég efast ekki um, að bílbeitamönnum gangi gott eitt til — getur haft ýmsar óheppi- legar afleiðingar, þegar til langs tíma er litið. Lagasetning um notkun bílbelta hefur líklega haft þær af- leiðingar, aö færri slasast en ella í hópi þeirra ökumanna, sem nota bílbelti. En rannsóknir í Bandaríkj- unum sýna, að slysum hefur ekki fækkað, þar sem sett hafa verið lög um notkun bílbelta, heldur verður annaö fólk fyrir þeim — færri öku- menn slasast, en fleiri vegfarendur. Þetta má orða svo, að dreifing um- ferðarslysanna breytist, en ekki tíðni þeirra. Skýringin er sú, að þeir, sem nota bílbelti, telja sig öruggari og taka því meiri áhættu en þeir hefðu ella gert. Bilbeltamenn hafa sennilega ekki séð þessar afleiðingar fyrir í ofur- kappi sínu viö að bjarga fólki frá sjálfu sér. Þeir skilja iila eða alls ekki það lögmál h'fsins, að menn bregðast við kostnaðinum af eigin gerðum. Því ódýrari sem ógætni er ökumönnum, því minni tilhneigingu hafa þeir að öllu jöfnu til gætni. Eg er að reyna að segja með þessu, aö nytjarökin með lagasetningu um notkun bílbelta — þau rök, að þau spari ríkinu fé — eru hæpin. Og slík rök geta reyndar tekið óvænta stefnu. Ökumenn, sem nota ekki bíl- belti, eru ekki öðrum hættulegir fyrir vikið. En segja má, að ökumenn, sem noti bílbelti, séu öörum hættu- legir vegna aukinnar öryggiskennd- arsinnar! Frelsisrökin á móti lagasetningu Nytjarökin með lagasetningunni eru hæpin. En síðan má ekki gleyma frelsisrökunum á móti henni. Það verður sennilega ekki brýnt of oft fyrir mönnum, að frelsið er einnig frelsi til að skaða sjálfan sig, þvi að maðurinn á sjálfan sig og hefur leyfi til þess að fara vel eða illa með sjálf- an sig — að því ógleymdu, að við vit- um ekki alltaf, hvað hefur heppileg- ar og óheppilegar afleiöingar í okkar óraflókna heimi. Eg er ekki að skrifa þessa grein gegn notkun bílbelta. Sennilega er hún skynsamleg — að minnsta kosti frá sjónarmiði ökumannanna séð. Eg er að skrífa hana til að sýna, aö málið er allt annaö en bilbeltamenn segja. Eg vona, að mér hafi tekist að sýna, að notkun bílbelta sé ekki „félagslegt vandamál” nema í vel- feröarríki, þar sem ábyrgðin er tekin af borgurunum. En í ríki, þar sem á- byrgðin á eigin verkum er tekin af borgurunum, þurfa menn ekki að bíða lengi eftir því, að frelsið sé líka tekið af þeim.. . g|| „Lagasetningin um notkun bílbelta er ^ ekkert annað en rökrétt afleiðing af vel- ferðarríkinu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.