Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 14
14 dv. iviiÐ^ktjbÁfaöá^.^páÍL'i^i''’0 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Kötlufelli 11, þingl. eign Magnúsar Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar brl. og Kópavogskaupstaðar á eigninni sjálfri f östudaginn 27. apríl 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Urðarbakka 34, þingl. eign Pals Björnssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 27. apríl 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Þórufelli 16, þingl. eign Sesselju Svavars- dóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. apríl 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Nönnufelli 3, þingl. eign Valdimars Sigfús- sonar o.fl., fer fram eftir kröfu Guðmundar Péturssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. april 1984 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bakkagerði 16, þingl. eign Ingimundar Konráðs- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri föstudaginn 27. april 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Rauðagerði 55, þingl. eign Sigfúsar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. april 1984 kl. 11.00. Borgarf ógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Keldulandi 15, tal. eign Friðriks Stefáns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri f östudaginn 27. apríl 1984 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Þórufelli 8, þingl. eign Ólafíu Tryggvadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á. Jóns- sonar hdl., Veðdeildar Landsbankans og Útvegsbanka tslands á eign- inni sjálfri f östudaginn 27. april 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Rjúpufelli 2, þingl. eign Ingvars Þorvalds- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 27. aprii 1984 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Rjúpufelli 23, þingl. eign Gunnars Ingólfs- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 27. april 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Þórufelli 10, þingl. eign Ragnhildar Eiðs- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Iðnaðar- banka íslands hf. og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri föstu- daginn 27. aprU 1984 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skeggrætt um lifið og tilveruna. Ryðja þeir brautina fyrir aðra sem vilja dvelja um lengri eða skemmri tima i sólarlöndum ? er spurt i þessari grein. GAMUR VERDA GJALDGENGIR Sannleikurinn hefur sjaldan verið auðveldur viðfangs. Að viðurkenna eitt og annað fyrir sjálfum sér er svo sem nógu erfitt þótt ekki bætist sannleikur- inn við þá byrði. Við Islendingar höfum löngum átt í erfiðleikum með hvort tveggja, aö viðurkenna fyrir sjálfum okkur og öðrum og aö ýta sannleikanum upp á yfirborðið. Hugmynd gripin Það verður að teljast merkileg til- breyting frá vananum þegar fólk tekur nokkurn veginn möglunarlaust undir hugmyndir. Þannig var það með kjallaragrein undirritaös, en hún birtist hér í DV hinn 13. f.m. undir heitinu „Hvílum fjallkonuna”, að fjölmargir aðilar höfðu samband við greinarhöfund og vildu koma á framfæri frekari hug- myndum um hvernig standa mætti aö fjöldaflutningum landsmanna til dval- ar i sólarlöndum. Grein undirritaðs var eins konar „óniðursoönar” vangaveltur um hvort ekki væri tímabært að Islendingar lok- uðu hjá sér aö fullu í svo sem fjóra mánuði ár hvert og efndu til sameigin- legrar ferðar til sólarianda og dveldu þar dimmustu mánuði ársins. Mánuðimir nóvember, desember, janúar og febrúar eru, þegar allt er skoðað, ömurlegastir og viösjár- verðastir, að ekki sé minnst á kostnað sem þeim er samfara. Þeir sem kynnu að hafa hneykslast á hugmynd af þessu tagi hefðu betur sest niöur og reiknað út sparnaðinn af öllu saman. Ætla verður hins vegar að Is- lendingum gangi annað til en hneyksl- un þegar feröalög eru til umræðu, svo fast sem landsmenn sækja í utanlands- feröir. — Hugmynd er fædd og ótrú- lega margir hafa þegar tekið til við aö heimfæra hana undir slagorð um nýjan og nauðsynlegan lífsstíl. Vinna eða afþreying? Nú er það svo aö mat fólks á lífinu er mjög misjafnt. Sumir eru sívinnandi alla ævi og unna sér aldrei hvildar, eru óþreytandi við að finna sér hugðarefni, ásamt vinnunni, og síöar eftir aö skráðu ævistarfi lýkur. Enn aðrir ætla aö ærast þegar kemur að þeim tímamótum að formlegum starfsferli er lokið og telja brotin á sér mannréttindi með þvi að fá ekki að halda áfram störfum. Og enn eru til þeir sem fagna inni- lega þeirri stundu þegar þeir mega Kjallarinn GEIR ANDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI hætta aö ganga til daglegra skyldu- starfa, sem mörg hver hafa verið viðkomandi langvarandi kvöl. Annað- hvort finna þeir sér áhugamál við hæfi eða þeir vilja bara njóta hvíldar og eyða tímanum við afþreyingu og hóg- lífi. Við allt þetta er óþarfi að gera athugasemdir. Allir eiga sitt lif. Q „En fólk lítur líka misjöfnum augum hvað eigi að telj- ast afþreying.” Það má þó til sanns vegar færa aö hérlendis séu allar aðstæður mjög ólík-. ar þeim er fólk á að venjast annars staðar, þótt ekki sé litiö nema til ná- grannalanda í Evrópu, að ekki sé nú talað um Vesturheim. Þar kemur veðrátta fyrst til. Vor- og sumartíð kemur mun fyrr í þessum löndum en hér og gerir fólki líflð létt- ara utanhúss sem innan. En annaö kemur einnig til. Margbreytileg menning og afþreying í ýmiskonar formi er uppistaða i daglegu lífl fólks í þessum sólarlöndum. En fólk lítur líka misjöfnum augum hvað eigi að teljast afþreying. Hér á landi er afþreying oftar en ekki flokkuð undir hégóma, markleysu. Eldra fólk á Islandi á ekki aðgang aö margbreytilegri afþreyingu sem getur stytt stundir og slétt misfellur á sveiflukenndu sálarlífi. Fólk í löndum Vestur-Evrópu, ekki sist það sem er komið af léttara skeiði, myndi örugglega telja þaö mannrétt- indabrot ef t.d. væri lagt bann við sölu á áfengu öli eða því yrði gert aö sætta sig við íslenskt ástand í sjónvarpsmál- um, hafandi aðra möguleika tiltæka, — eins og hér er. — Vinna eða afþreying? Fólk á að geta valið. Breytt viöhorf aldraðra Sú kynslóð sem nú telst til hinna öldruöu var upp á sitt besta í lok sið- asta stríðs. Hún var í forsvari fyrir framgangi mála, öflun gjaldeyris og þeirri uppbyggingu sem við nú bú- um við. Þessi kynslóð hefur önnur og breytt viöhorf miðað við þær kynslóðir sem á undan eru gengnar. Þaö hefur enda komið í ljós nú upp á síðkastið að einstaklingar úr þessari kynslóð kveðja sér hljóðs og vilja vita rétt sinn og möguleika til dvalar i sólarlöndum um lengri eða skemmri tíma. Sumir þessara eldri borgara eiga nú þegar ibúö eða hús erlendis þar sem þeir dvelja allt árið eða hluta úr ári eft- ir eigin geðþótta. Enn aðrir eiga hér hús eða ibúðir og hafa vel efni á að veita sér þá tilbreytingu sem felst í því að dvelja annars staðar en hér dimm- asta og kaldasta tíma ársins. Ef að líkum lætur munu t.d. ferða- skrifstofur og samgöngufyrirtæki ekki láta þessa öldu nýrra og breyttra viö- horfa hjá líða án þess að þreifa fyrir sér um þátttöku og markaðshorfur. Það er þeirra lífsviðurværi og ekkert nema gott um þaö að segja. En þaö þarf meira til. Réttarstaöa þessara eldri borgara til að skipta um dvalarstað um stundarsakir verður að vera ljós, t.d. meö tilliti til slysa- trygginga, eftir- og ellilaunagreiðslna, gjaldeyrisyfirfærslu o.þ.h. — Þaö er hins vegar ekki sæmandi að eldri borgurum sé „beitt fyrir vagninn” í þessum efnum og látnir ryðja brautina fyrir þá yngri og óþreyttari sem gjarn- an vilja flytjast úr landi undir yfir- skini „langrar sumardvalar”. Þá er jafngóð hugmyndin um sam- eiginlega sólarlandaferð landsmanna sem varir í f jóra mánuöi. En hvemig svo sem sannleikanum er hagrætt verðum viö að viðurkenna að hinir gömlu eru í þann veginn að verða gjaldgengir, svo um munar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.