Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁPRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Atkvæðagreiðs/a iÆðsta ráðinu (þinginu), en fremstur i vinstra horninu er hinn nýkjörni for- seti, Konstantin Tsjernenko. Að baki honum eru miðstjórnarmennirnir (frá vinstri ta/ið) Mikhaii Solomentsev, Vitalji Vorotnikov, Viktor Grisjin og loks Mikhail Gorbatsjoff, sem tekið hefur stöðu Suslovs heitins. VAR ARFTAKINN VAUNN UMLEIÐOG TSIERNENKO FÉKK FORSETAEMBÆTTH)? um Æösta ráösins. Þvi embætti gegndi Tsjernenko sjálfur þegar Brezhnev hampaöi honum sem mest og þótti þar með viöurkenndur sem hugmyndafræðingur flokksins því aö á undan honum haföi gegnt því embæti mjög lengi sjálfur Suslov. Suslov var viöurkenndur hugmynda- fræöingur flokksins um langa hríð og óopinberlega álitinn næstvaldamesti maður í Kremlbákninu. Tekið tillit til ungu mannanna Ut úr kjöri Gorbastjoffs í þetta embætti má lesa hvernig Tsjern- enko hefur friömælst viö ungu menn- ina til þess aö tryggja sjálfan sig í sessi. Hann hefur friöaö þá meö því aö taka foringja þeirra inn í innsta valdahringinn eins og til skólunar hjá eldri mönnunum til þess að taka við leiötogastarfinu þegar tími þykir til kominn. Það hefur aldrei gerst fyrr hjá Kremlverjum aö þeir hafi svo augljóslega sýnt strax viö eigin valdatöku hvem þeir telja heppileg- an arftaka sinn. Sagan hefur raunar kennt einvöldum að þaö er ekki góö stjómkænska, ef völdin eru þá ekki arfborin að segja, aö setja í slíka aöstööu mann, sem siöar gæti misst þolinmæðina í biöinni eftir aöalsæt- inu. Tsjernenko ekki eins orðhittinn En af ræðunum, sem fluttar voru á miðstjómarfundinum í síöustu viku og síðan þingi Æösta ráösins, var ekki unnt aö marka aö menn teldu Tsjemenko sestan í valdasætiö til skamms tíma. Enda er persónu- dýrkunin, sem speglast hefur á Tsjemenko síöustu tvo mánuðina, mjög í anda Brezhnevstímans, þótt hún hafi ekki náö eins langt. Þó veit hver Sovétborgari í dag aö Konstan- tín Ustinovitsj var hraustur her- maður í landamærasveitunum á fjóröa áratugnum og markhæfin.n handsprengjukastari. Hann hittir kannski ekki jafnvel í mark i ræöum sínum í dag, sem þykja ekki sérstaklega skörulegar hvorki í oröum né í flutningi, en boðskapurinn, sem hann flytur í „viötölum” í Pravda, aöalmálgagni flokksins, og endurvarpað er af APN-fréttaþjónustunni annars stað- ar, kemst vel til skila. Enda berg- mála aðrir Kremlverjar sama er- indið hvarsemþeirfara. Horft í gegnum gömlu gleraugun Eldri mennirnir, sem hafa greini- lega enn föst tök á öllum valda- taumunum, hafa allir veriö meö viö að reisa sovéska stórveldið frá grunni. Þaö ævistarf ætla þeir ekki að láta neinn ungæðing rífa niöur og enn síður Ronald Reagan eða ein- hvern annan Bandaríkjaforseta. Því er þaö þvert „njet” viö öllum tilmæl- um um að taka aftur upp viðræður um takmarkanir á vígbúnaöarkapp- hlaupinu, sem slitnuöu í Genf þegar Sovétmenn gengu frá samningaborö- inu, þótt þeir í dag kenni Bandaríkja- mönnum þar um. Sú túlkun er kannski að vonum hjá mönnum sem horfa á atburöina í gegnum sömu gleraugun og Alexander Koldunov marskálkur þegar hann á degi flughersins vék aö því aö suöur-kóresk farþegaþota meö 269 manns innanborðs var skot- in niöur fyrir aö villast inn í lofthelgi Sovétríkjanna. Þaö kallaöi hann að „1. september 1983 heföu verið stöðvaðar ögranir sem leyniþjónusta Bandaríkjanna haföi í frammi og notaðist viö suöur-kóreska flug- vél”. — Þar var sett jafnaöarmerki á milli 270 manna farþegaþotu og U-2 njósnaflugvélarinnar sem Sovét- menn skutu niður 1960. Brezhnev lognmollan I ræðu sem Tsjernenko flutti á miö- stjómarfundinum, þar sem Gorba- stjoff stakk upp á honum sem for- seta, hét hann því að fylgja áfram þeirri umbótastefnu sem mörkuö hafði veriö. Skildist mönnum aö áfram skyldi haldiö hreinsunum á spilltum embættismönnum. Síöari fréttir bera þó hinu meira merki að hjól sögunnar hefur snúist aftur til loönari tíma Brezhnevsstjórnar- innar. Nýrrar stefnu er naumast aö vænta í innanríkismálum. Þar veröur sjálfsagt haldið áfram þeim tilraunum í efnahagslífinu sem hóf- ust á fyrstu stjórnarmánuðum Andropovs og naumast verður öðru- vísi tekið á andóf smönnum. I utanríkismálum má búast viö jafnóskýrri stefnu og í tíö Brezhnevs. Margur valdamaöurinn á Vestur- löndum gæti öfundaö Konstantin Ustinovitsj Tsjernenko af einu. Hann þurfti ekki aö flengjast um fimmtán lýöveldi Sovétríkjanna þver og endilöng til aö safna fylgi né heldur hrista hendur þúsunda eöa kyssa smábörn. Og ekki þurfti hann að troða upp í sjónvarpi til orða- skylminga viö keppinauta. Samt er hann oröinn forseti Sovétríkjanna. Virðingarstaða meir en valdaembætti Að vísu er forsetaembættið í Sovét- ríkjunum, eöa réttara sagt for- mannsembættiö í forsætisnefnd Æðsta ráösins, ekki eins valdamikiö og til dæmis forsetaembættið í Bandaríkjunum. Þegar 1500 nýkjöm- ir fulltrúar þingsins réttu allir sem einn upp hönd í síöustu viku til þess aö velja Tsjemenko var þaö í raun- inni ekkert annaö en opinber staö- festing á völdum hans sem hann haföi þegar á hendi þegar hann fyrir tveim mánuöum var valinn eftir- maöur Andropovs sem aöalritari eöa framkvæmdastjóri sovéska komm- únistaflokksins. Leiötogar Sovétrík janna hafa fæst- ir gegnt forsetaembættinu. Forset- inn hefur jafnan horfiö í skuggann af aðalritaranum, sem hefur hin raunvemlegu völd á hendi. En í tíö Brezhnevs varö sú nýbreytni að aöal- ritarinn var einnig gerður aö forseta. Þaö þótti hentugt í „prótókol” dipló- matsins, svo að aðalritaranum yröu tryggöar móttökur erlendis sem sæmdi þjóöhöfðingja, og gæti fyrir þá sök setið viö sama borð og aðrir þjóöarleiötogar, jafnfætis til dæmis leiötoga Bandarikjanna, sem er for- setinn. — Eftir aö Andropov haföi tekið viö af Brezhnev látnum var sami hátturinn haföur á en ekki eins fljótt og núna í tilfelli Tsjernenkos. Löng og ströng barátta En þótt lítið hafi borið á opinberu kosningabrölti í baráttu Tsjemenkos fyrir tveim æöstu embættum Sovét- ríkjanna, valdaembættinu og viröingarembættinu, þýöir þaö ekki endilega aö þaö hafi gengið allt átakalaust fyrir sig. Forsetakjörið staöfestir aö Tsjemenko hefur treyst sig í sessi og var ekki valinn í aöalritarastarfiö til málamiðlunar einvöröungu eöa bráöabirgöa. Til þess hefur hann þurft að heyja stranga baráttu og iengri en til dæmis framboðsefni Demókrata- flokksins í forkosningunum sem mjög hefur boriö á í fréttunum aö undanförnu. Sigurinn hlaut hann eftir aö hafa þraukaö lengi og getur aö miklu leyti þakkaö hann því aö vamarmálaráöherra, Andrei Gromyko (74ára) utanríkisráöherra og Nikolaj Tíkhonof (78 ár) for- sætisráöherra. Gorbastjoff rís upp Af öllum sólarmerkjum aö dæma hefur nú bæst inn í þennan innsta valdakjama einn af yngri mönnun- um, eins og þeir em kallaðir. Þaö er Hinn „hrausti hermaður" Tsjernenko, sem hór er merktur með ör á þessari gömlu mynd frá þvi að hann var i landamærasveitunum iAsiu á fjórða áratugnum, hefur færst á löngum tíma úr öftustu röð og í þá fremstu. Juri Andropov naut ekki valdanna nema skamma hríö áður en hann varö tekinn af alvarlegum sjúkdómi sem um leiö lamaði hann póiitískt. Deilir völdum með öðrum Á ýmsan máta þykir Tsjemenko heppilegur sameiginlegur leiötogi valdaklíkunnar og til þess að vera andlit hennar út á við og til þess hefur hún ætlast þegar hann var val- inn. I öllu lofinu, sem yfir hann hefur veriö ausið síðustu tvo mánuöi, dylst þó ekki aö Tsjernenko veröur aö deila völdunum með þrem öðrum úr eldri manna hópi valdaklíkunnar. Þeir em Dmitri Ustinov (76 ára) hinn 53 ára gamli Mikhail Gorbastjoff sem sté í pontu á miðstjórnarfundinum áöur en Æðsta ráðið kom saman (Sovétþingiö) og stakk upp á Tsjernenko sem forseta. — Gorbastjoff er landbúnaðarsér- f ræöingur og þykir af ar hæfur maður en hann hefur verið fremstur í hópi yngri mannanna í Kreml. A meöan Andropov lá banaleguna haföi mikiö veriö velt vöngum yfir því á Vestur- löndum hvort Gorbastjoff kæmi til greina sem eftirmaður hans. — A sama þingi æösta ráösins, sem kaus Tsjernenko forseta, var Gorbastjoff valinn formaöur annarrar af viröingarmeiri utanrikismálanefnd-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.