Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL1984. ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISS JÓÐI VERZLUNARMANNA Frá 1. maí verður skrifstofan opin frá kl. 8.00 til 16.00, skrifstofan verður opin í hádeginu eins og áður. LÍFEYRISS JÓÐUR VERZLUNARMANNA. STARFSMANNAFÉLAGIÐ SÓKN AUGLÝSIR ORLOFSHÚS ÍSUMAR þrjú hús í Ölfusborgum, þr jú í Húsafelli, eitt í Svignaskarði. Ef til vill koma til greina hús í öðrum orlofsbyggöum. Tekiö verður við umsóknum frá fimmtudeginum 26. apríl á skrif- stofu Sóknar í símum 25591 og 27966. Byrjað verður að úthluta þann 10. maí. STARFSMANNAFÉLAGIÐ SÓKN. Útboð Stjórn landshafnar, Þorlákshöfn, býöur hér með út fram- kvæmdir við byggingu varnargarös við Suðurvarargarð í Þorlákshöfn og nefnist verkið „Landauki við Suðurvarar- garð”. Utboðsgögn verða til sýnis hjá Hafnamálastofnun ríkisins Seljavegi 32 Reykjavík og hjá hafnarstjóranum, Þorlákshöfn, og verða þar afhent bjóöendum. Tilboðum skal skilað í lokuöu umslagi merktu nafni útboðs til Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32 Reykjavík, eigi síðar en kl. 14.00 hinn 30. apríl 1984 og verða tilboöin opnuð þar opinberlega kl. 14.00 sama dag. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HAFNARSTJÓRINN í ÞORLÁKSHÖFN. Veðurathugunarmenn á HveravöUum Veðurstofa Islands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfs- mennimir verða ráðnir til ársdvalar, sem hefst 1. ágúst 1984. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meöferð véla. Tekiö skal fram, aö starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 10. maí nk. Allar nánari upplýsingar gefa deildarstjóri og veðurfræðingar áhaldadeildar Veðursíofunnar, Bústaðavegi 9, Reykjavík. SUMARTISKAN í GARNIKOMIN Nýjar sendingar af bómullargarni. \ Nýjar uppskriftir. BómuH/hör verð frð kr. 51,00 50 g. Slétt 100% bðmuH verð frá kr. 33,00 50 g. BómuH/acryl verð frá kr. 41,00 50 g. RfÚ REIMAGARNID Ennfremur ullargarn og ullarblöndur ýmiss konar, t.d. ull/silki, u/l/acryl og móher blöndur alls konar. Já, listinn ernæstum ótæmandi. Sjón er sögu ríkari. Póstsendum dagiega. HOF - INGÓLFSSTRÆTI1 Simi 16764 KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR BYRJENDANÁMSKEIÐ eru að hefjast hjá Karatefélaginu Þórshamri. Kennt verður shotokan karate. Kennsla fer fram að Brautarholti 18,4. hæð. Karate er alhliða líkamsrækt fyrir alla aldurshópa, kvenfólk jafnt og karla. Innritun og upplýsingar í símum 22225 og 16037. Æfingar á mánud. kl. 20—21, föstud. kl. 18—19. KARATEFÉLAGIÐ ÞÓRSHAMAR. • Húsaleigusamningar (löggiltir) virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kt. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði Viö viljum vekja athygli á að þú getur látiö okkur sjá um að svarafyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA DV VIDGETUV1 LETT t>ER SPORIN OG AUDVEIDAD ÞÉR FYR1RHÖFN þarf hún að hafa boristfyrir kl. 17föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI27022. SóknargjöM 0,2 mo,4% útsvarsstofns Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram á Alþingi í siðustu viku verður sóknargjald ekki lengur nef- skattur eins og verið hefur heldur 0,20 til 0,40% af útsvarsstofni hvers gjaldanda. Jafnframt er það lagt í hendur sóknamefndar að ákveöa hlut- failið innan greindra marka í samráði við héraösprófast. En ef tekjur sóknar- kirk ju hrökkva ekki fyrir útg jöldum þá er heimilt með samþykki safnaðar- fundar að hækka sóknargjald allt að tvöföldu, en til þess þarf þó samþykki kir kj umálaráðherra. Sóknargjald er lagt á sérhvem sem er 16 ára eða eldri og rennur það til þeirrar sóknar sem gjaldandi átti lög- heimili í 1. desember samkvæmt þjóð- skrá. Þeir sem eru utan þjóðkirkjunn- ar skulu greiða til trúfélags síns ekki lægri upphæð en þeir heföu greitt til þjóðkirkjunnar og þeir sem eru utan trúfélaga skulu greiða sömu upphæð í Háskólasjóö. ÓEF StjómSVFÍályktar: Um sleppibún- aðogvélsleða Stjórn Slysavarnafélags Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er hversu lengi hefur dregist að búa skipa- og bátaflota landsmanna sjálfvirkum sleppibúnaði fyrir gúm- báta. Sá dráttur sem orðið hafi í því máli sé óviðunandi og leggja verði á þaö áherslu að þar veröi ekki frekari töf. Þá minnir stjóm SVFI á þá stað- reynd aö ferðir um fjöll og firnindi að vetrarlagi séu oft á tíðum hinar hættu- legustu og varar við þeirri hættu sem þvi er samfara aö stefna fjölmenni saman til ónauðsynlegra mannfunda um hávetur á hálendi landsins. -EIR. Læknaráð vill þyrlur Læknaráð Borgarspítalans hefur hvatt til þess að einskis verði látið ófreistað til aö Islendingar megi sem fyrst eignast á ný eigin þyrlur til land- helgis- og björgunarstarfa. Jafnframt hefur læknaráðið boðið aðstoð sína við þjálfun starfsmanna Landhelgisgæsl- unnar í meðferð sjúkra og slasaðra. Þaö er álit læknaráðsins að þyrlur þær, sem hafa verið notaðar hérlendis undanfarin ár við björgunarstörf á vegum Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins, hafi margsannað gildi sitt. Telja læknar Borgarspítalans sig hafa haft mjög góða reynslu af sam- starfi viö þessa aöila, en sem kunnugt er lenda þyrlur nú iðulega á þyrluvelli spitalans með slasað og f árveikt f ólk. -KMU. Athugasemd við ummæliflugstjóra Amarflugs Sæmundur Guðvinsson, blaðafulltrúi Flugleiða, vill gera athugasemd við ummæli Guömundar Magnússonar, flugstjóra hjá Arnarflugi, i tilefni af þotuflugi Amarflugs til Færeyja. Guð- mundur sagöi í viðtali sem birtist síðasta vetrardag að Flugleiðir heföu hafnað flutningi til Færeyja fyrir Kassagerðina”... þangað til þeir vissu að við gætum tekið hann. Þá vildu þeir aUt i einu taka þetta”, sagði flugstjóri Amarflugs. „Þetta er þvættingur,” sagði Sæmundur Guðvinsson. „Við höfðum ekki vélar í þetta og gátum ekki farið að skera niöur áætlun þann dag sem Kassageröin vildi koma þessu til Færeyja,’ ’ sagöi Sæmundur. -KMU. Olís með kvöldsölu Borgaryfirvöld hafa veitt Oliuversl- un Islands leyfi til að opna kvöldsölu á sælgæti og tóbaki við fimm bensínaf- greiðslur Olís á höfuðborgarsvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.