Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 32
32 DV. MIÐVKUDAGUR 25. APRIL1984. Andlát Dr. Einar Olafur Sveinsson prófessor veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Ásrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona, Víðimel 19, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju' fimmtudaginn 26. þ.m. kl. 10.30. Elínborg Geirsdóttir, Smáratúni 1, Svalbaröseyri, sem lést 17. þ.m. verður jarðsungin frá Svalbarös- strandarkirkju 25. apríl kl. 14.00. Guðmundur Þorkelsson húsgagna- smíðameistari, Nýlendugötu 13, Reykjavík, sem andaðist 14. apríl sl., veröur jarðsunginn frá Fossvogs-, kirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.30. Sigríður Lilja Jónsdóttir, Skipholti 26, sem lést 18. apríl, veröur jarðsungin frá kirkju Oháöa safnaðarins við Há- teigsveg föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. SIOAN '32 QGENN AFULUJ I/INNUFÖT VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS, REYKJAVÍK.SÍMI: 16666 Sæmundur Pálsson múrari, Byggöar- enda 16, veröur jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudag- inn26. aprilkl. 13.30. Guðrún Björnsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag miövikudaginn 25. þ.m. kl. 13.30. Eiríkur Ágústsson kaupmaður, Bólstaöarhlíö 12, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25., apríl kl. 15.00. Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir, fyrr- verandi matráðskona Sjúkrahússins á Patreksfirði, verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Þór Hólmkelsson, Klapparstíg 5, Keflavík, varð bráökvaddur að morgni mánudagsins 23. apríl. Guðný Sigriður Kjartansdóttir, Víði- hvammi 24, Kópavogi, lést að morgni skírdags. Jarðsett veröur frá Foss- vogskapellu föstudaginn 27. apríl kl. 16.30. Ragnar Kristjánsson vörubifreiðar- stjóri andaöist 21. apríl. Laufey Bryndís Jóhannesdóttir, Garðastræti 43, andaöist þann 20. apríl. Gene Du Pont, andaðist á heimili sínu Oakland, Kaliforniu 18. þ.m. Berge Bildsoe-Hansen, Sporðagrunni 6, lést í Landspítalanum á páskadag. Sálumessa fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Halldór Gunnlaugsson, fv. hreppstjóri og bóndi á Kiðjabergi, lést i Land- spítalanum í gærmorgun, 24. apríl. Dr. Halldór Pálsson, fv. búnaðarmála- stjóri, lést 12. apríl sl. Hann var fæddur 26. apríl 1911. Halldór stundaði nám í búvisindum við Háskólann í Edinborg og lauk þaðan kandidatsprófi 1936. Hann stundaði framhaldsnám í Eng- landi og lauk doktorsprófi 1938. Hann var ráöinn sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands árið 1937 og gegndi hann því starfi þar til hann var ráðinn búnaðarmálastjóri 1963. Eftir- lifandi eiginkona hahs er Sigríður Klemensdóttir. Utför Halldórs var gerð frá Dómkirkjunni í morgun kl. 10.30. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Skriðustekk 19, tal. eign Andrésar Sighvatssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri föstudaginn 27. april 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Arnarbakka 2, þingl. eign Guðmundar H. Sigmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Axels Kristjánssonar hrl., Óiafs Gústafssonar hdl. og Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 27. apríl 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. VAIMTAR BLAÐBERA í KEFLAVÍK. Upplýsingar gefur Ágústa Randrup í s. 92- 3466. Um helgina Um helgina Snákurinn snákaðist og brást algjörlega Snákurinn, nýi ítalski sakamála- þátturinn sem hóf göngu sína í sjónvarpinu í gærkvöldi, var lélegur. Hann missti marks á allan hátt. Lé- legur leikur, léleg kvikmyndun og ófrumleg saga einkenna þáttinn. Við gláparar sem hrifumst jafnan af breskum og bandariskum sjónvarpsþáttum og hömpum þeim jafnan í umræðum, segjum nú aöeins; Meira af sjónvarpsefni frá þessum löndum, takk. Þessi krafa er réttlætanleg. I gegnum árin hefur sjónvarpsefni frá þessum löndum veriö með því skásta í íslenska sjónvarpinu. Þó hafa komið góðir þættir frá Þýskalandi og Frakklandi. Derrick var þar fremstur í flokki. En hvers vegna stóðst Snákurinn ekki prófið? Einfaldlega vegna þess að þátturinn er ekki vandaður. Til þess að maöur hafi gaman af saka- málaþætti þarf hann að vera spennandi. Það er Snákurinn ekki. Hann ,,snákaðist” samt áfram í tæpa klukkustund. Varia biöa margir eftir næsta þætti. Og þó, ég hef frétt um einn sjónvarpsglápara sem var hrifinn af þættinum. Hann mun vera hrifinn af öllu ítölsku sjónvarpsefni. Með von um að Snákurinn efli kröfur okkar um skemmtilega saka- málaþætti í sjónvarpinu. Þætti sem gera þriöjudagskvöldin aftur að þriðjudagskvöldum fyrir framan kassann. Jón G. Hauksson. Tilkynningar Digranesprestakall Kirkjufélagsfundurinn verður i Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30. Þátttakendur í námskeiði um safnaðarstarf greina frá ýmsu er þar bar á góma. Kaffiveitingar. Hallgrímskirkja Starf aldraðra. Farið verður í Norræna húsið á morgun, fimmtudaginn 26. apríl. Bifreið fer frá kirkjunni kl. 14.30. Sýnd verður kvikmynd frá Færeyjum og húsið skoðað. Kaffiterían verður opin. Þátttaka tiUcynnist í síma 39965 í dag, miðvikudag . Safnaðarsystir. HÁLMSTRÁIÐ Út er komið Hálmstráið 1.— 2. tbl. 1984 timarit AA samtakanna á Islandi. I blaðinu er 30 ára afmælis AA-samtakanna á Islandi. I blaðinu er 30 ára afmælis AA-samtakanna á Islandi minnst. Fréttabréf Eðlisfræðifélags íslands nr. 5 er nýútkomið. 1 ritinu eru fjölmargar greinar. M.a. skrifar dr. Guðni Sigurðsson um f jölþjóðarannsóknarstof una CERN í Sviss þar sem margar merkar uppgötvanir síðustu ára í háorkueðlisfræði hafa verið gerðar. Garðar Mýrdal og Gísli Georgsson, geislaeðlis- fræðingar á Landspitalanum, fjaUa um notk- un línuhraðla tU lækninga en hagnýting eðhs- fræðinnar í lækningaskyni á þessu sviði fer ört vaxandi. Tvær fræðilegar greinar eru i ritinu: Dr. Jakob Yngvason skrifar um skammtasviðsfræði og dr. Þorsteinn I. Sigfús- son skrifar grein um lífræna ofurleiðara. Fjöl- margt annað efni er í ritmu sem er 60 bls. að stærð. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur er dr. Þor- steinnl.Sigfússon. Aðalfundur Nemenda- sambands Menntaskólans á Akureyri „NEMA”, var haldinn í Torfunni þriðjudag- inn 21. febr. sl. Þetta var 10. aðalfundur sam- bandsins, sem var stofnað 6. júní 1974, en markmið þess eru m.a. að skapa aukin tengsl miUi fyrrverandi nemenda MA og stuðla að sambandi þeirra við núverandi nemendur og kennara skólans. I stjórn nemendasambandsins voru kjörin: Sjöfn Sigurbjörnsd. formaður, Ingibjörg Bragadóttir, fulltrúi 10 ára stúdenta, Þyri Laxdal, f ulltrúi 25 ára stúdenta, Eggert Stein- sen, fulltrúi 40 ára stúdenta og Pétur Guð- mundsson. I varastjórn: Iðunn Steinsdóttir, Auður Hrólfsdóttir, Vilhjálmur Skúlason og Héðinn Finnbogason. Endurskoðendur: Þórður Olafsson og Þor- steinn Marinósson. Vorfagnaður ncmendasambandsins verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 1. júni nk. og vcrður hann nánar auglýstur síðar. Skógræktarfélag Reykja- vfkur heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 í Félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Jón Gunnar Ottóson skordýrafræðingur flytja erindi um meindýr í görðum. Boðið verður upp á kaffiveitingar og er þess vænst að félagarfjölmenni. Sumarbúðir þjóðkirkjunnar, Laugargerðisskóla 1 sumar verða starfræktar sumarbúðir þjóö- kirkjunnar í Laugargerðisskóla á Snæfells- nesi. Þar verða 12 daga flokkar, fyrir telpur og drengi samtímis, og hefst hinn fyrsti 18. júní og verður hann fyrir 7—9 ára börn en hins vegar verða hinir flokkamir fyrir 10—12 ára börn. Við Laugargerðisskóla er sundlaug og góð aðstaða til leikja en í sumarbúðunum verða einnig helgistundir og uppfræðsla í kristinni trú. Lögð verður áhersla á að hvert barn njóti sín og þroskist í öruggu umhverfi. I sumarbúðunum starfa vanir sumarbúðar- stjórar ásamt unglingum sem aðstoða þá. Innritun í búðirnar hefst fimmtudaginn 26. april og fer hún fram hjá æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, Klapparstíg 27, þar sem allar frekari upplýsingar eru veittar. Sími þar er 12445. Fundur í fulltrúa- ráði Framsóknarfélaganna í Vestmannaeyjum, haldinn miðvikudaginn 4. apríl 1984 ályktar eftirfarandi: Eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð undir forsæti Steingríms Hermannssonar hefur náöst verulegur árangur í baráttunni við verðbólguna. Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna í Vestmannaeyjum hvetur ríkisstjórnina, til að hvika hvergi frá þeirri baráttu. Nú hefur hins vegar komið illilega í ljós að einn af aðalhom- steinum stjómarsamstarfsins, fjárlagagerðin fýrir árið 1984 sem sjálfstæðismenn hafa haft ráö og forystu um, er það óábyrg, aö marklítil er. Þess vegna höfum við miklar áhyggjur af áframhaldandi árangri af baráttunni við veröbólguna. Fjármálaráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Albert Guömundsson, ber höfuðábyrgð á marklitlum fjárlögum fyrir árið 1984. Hækkun skatta og á allri opinberri þjónustu ríkisins, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar fjár- málaráðherrans Alberts Guðmundssonar um aö hækka ekki álögur á almenning eru að öðm leyti á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, og teljum við slík vinnubrögö fjármála- ráðherrans við gerð f járlaganna vítaverð. Hvetjum við því eindregið ráðherra og al- þingismenn Framsóknarflokksins til að hvika hvergi frá settu marki og berjast með öllum ráðum við frekari hækkunarstefnu Sjálf- stæðisflokksins. Ferðalög Útivistarferðir Myndakvöld Útivistar verður fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 að Borgartúni 18 (Sparisj. vélstj.) 1. Gústav Gústavsson og Gústav Sveinsson sýna góðar myndir víða að, m.a. úr Otivistarferðum. 2. Hornstrandakynning. Otivist skipuleggur 8 ferðir á Hornstrandir í sumar. Þessar ferðir verða kynntar sérstaklega og sýndar myndir af þeim leiðum sem famar veröa. AJlir eru velkomnir, jafnt félagsmenn sem aðrirrKaffi- veitingar í hléi. Sjáumst. Otivist, ferðafélag. Fró aðalfundi Ferðafélags íslands Aðalf undur Ferðafélags lslands var haldinn á Hótel Hofi 13. mars sl. Fundarstjóri var Ey- þór Einarsson, formaður Náttúruverndar- ráös. Davíð Olafsson, forseti félagsins, setti fundinn og minntist tveggja látinna félaga: Helgu Teitsdóttur og Jóhannesar Asgeirs- sonar. Þau voru bæði kjörfélagar í Ferða- félagi Islands. Helga Teitsdóttir starfaði á skrifstofu Ferðafélagsins í 37 ár, frá árinu 1937. I skýrslu stjórnar kom fram að Ferða- félagið hefði verið aö byggja sæluhús fram á síðustu ár, þó ekkert byggt á árinu 1983. Og enn koma fram tillögur og óskir um byggingu húsa á nýjum stöðum. Sæluhúsin eru nú orðin 16 og á öllum aldri, þaö elsta í Hvítárnesi, frá 1930. Mikill og vaxandi kostnaður fylgir því að halda við sæluhúsunum og fyrirsjánlegt aö allvemlegum f jármunum af tekjum félagsins verður varið í viðhald húsanna. Ymsar endur- bætur eru fyrirhugaöar til að koma til móts við breyttar kröfur um slík hús. Nýbreytni í félagsstarfinu er útgáfa , Fréttabréfs”, sem hófst á síðasta ári og hafa þegar komið út tvö tbl. Þórunn Lárusdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, las upp endurskoðaða reikning fyrir árið 1983 og skýrði þá. Fundarmenn samþykktu þá einum rómi. Að þessum hefðbundnu aðalfundarstörfum loknum hóf- ust umræður um lagabreytingar, en var svo visað til nefndar sem á að undirbúa laga- breytingar fyrir næsta aðalf und. Tónleikar Tónleikar í Norræna húsinu Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 heldur gítar- leikarinn Pierre Laniau tónleika í Norræna húsinu. Pierre Laniau fæddist í París árið 1955. Hann stundaði tónlistamám viö Conservatoire de Poissy og síðan við Ecole Normale de Musique de Paris, þar sem hann sótti tíma hjá Alberto Ponce. Hann hóf að leika á tíu strengja gítar árið 1972, sama ár og hann hélt fyrstu einleikstónleika sína og 1975 hélt hann áfram námi undir handleiðslu Narciso Yepes. Síðan hefur Pierre Laniau oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur einnig leikið á mörgum listahátíðum, s.s. Parísarsumarhátíðinni í Hotel de SuIIy 1975, listahátíðinni í Marais 1977, Satiehá- tíöinni i Róm 1981, Parísarhátíðinni í Marais 1977, Satiehátíðinni í Róm 1981, Parísarhá- tíðinni í Conciergerie 1982. Auk þess hefur hann haldið tónleika í flestum löndum Evrópu og í Mið-Ameríku og leikið inn á hljómplötu helgaðri Erik Satie, sem kom út hjá Pathé- Marconi útgáfunni (C 069-73127). (Hljómplat- an veröur til sölu á franska bókasafninu). Miðaverð á tónleikana er 200 kr. Meðlimir A.F.: 150 kr. Vortónleikar Karlakórsins Stefnis Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit heldur sina árlegu tónleika í Hlégarði miövikudaginn 25. apríl kl. 21.00 og sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00. I Félagsgarði í Kjós föstudaginn 27. apríl kl. 21.00 og í Fólkvangi á Kjalamesi mánudaginn 30. apríl kl. 21.00. Kórinn flytur fjölbreytta efnisskrá undir stjórn Helga R. Einarssonar. Tónleikar Karlakórsins Fóst- bræðra Karlakórinn Fóstbræður heldur árlega tónleika fyrir styrktarfélaga sína í Háskóla- bíói fimmtudaginn 26. apríl kl. 19.00 og laugardaginn 28. sama mánaðar kl. 15.00. Söngstjóri kórsins er Ragnar Bjömsson. Píanóundirleikari er Jónas Ingimundarson. Einsöngvarar með kórnum eru Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Bjöm Emils- son,einnkórfélaga. A tónleikunu koma fram í boði kórsins og syngja einsöng nokkrir nemendur sem stunda söngnám við tónlistarskóla i Reykjavik, en þeireru: Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík: Anders Torsten Josepsson. Frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar: JóhannaSveinsdóttir. Frá Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík: Bjöm Bjömsson og Sigríður Elliðadóttir. A efnisskrá tónleikanna er tónlist frá Bandarikjunum, Islandi, Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ongverjalandi og Sovétríkjunum. Mörg þessara laga eru vel þekkt og hafa notið mikilla vinsælda. Meðal verka á efnisskrá má nefna Bolero eftir Ravel, Rimnalög eftir Ragnar Björnsson, rússnesk þjóðlög þ.á m. Stenka Rasin o. fl. Potturinn gleymdist á eldavélinni Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að húsi í Norðurmýrinni í gær en þar haföi kviknað í potti á eldavél. Húsmóðirin hafði aðeins brugöiö sér frá og gleymt að slökkva undir pott- inum. Böm sem voru á heimilinu uröu vör við eldinn og hlupu í næsta hús og báöu um hjálp. Var hringt þaðan á slökkviliöið sem réð niðurlögum eldsins á skömmum tíma. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.