Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL1984. 3 NYTT GAT UPP A RÚMAN MILUARÐ —f járskorturinn þegar f arínn að koma niður á húsbyggjendum Fjármögnunar- leiðirtil Húsnæðisstofnun arreynast götóttar: Nú rétt í þann mund sem verið er að loka fjárlagagatinu margfræga upp á liðlega 1,8 milljarða, er nýtt gat upp á liðlega milljarð að koma i ljós. Við blasir að byggingasjóði ríkisins (Húsnæðisstofnun) og Byggingasjóð verkamanna muni vanta einn til 1,3 milljarða til að geta staðiö við skuld- bindingar sínar í ár og er þessi fjár- skortur þegar farinn að koma niður á húsbyggjendum. Skv. ábyggilegum heimildum DV telur Húsnæðisstofnun sig vanta 269 milljónir þótt svo að allar fyrirhug- aðar fjármögnunarleiðir stæðust. Tala Verkamannabústaða af sama toga er 149 milljónir. I fjáröflunar- áætlunum félagsmálaráðherra er m.a. gert ráö fyrir að Atvinnuleysis- tryggingasjóöur kaupi skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 115 milljónir. En nú hefur sjóðurinn tilkynnt stofnuninni aö hann hafi ekki bolmagn til aö kaupa neitt. Þaö gerði hann reyndar ekki í fyrra heldur. Ut úr skylduspamaöi átti Húsnæðisstofnun aö fá 45 milljónir skv. áætlun ráðherra, en sú tala verður stofnuninni líklega neikvæð um 45 milljónir þannig að fjárvöntun af þeim sökum verður 90 milljónir. Þá gerði ráöherra ráð fyrir 200 milljónum til stofnunarinnar með sölu á sérstökum skuldabréfum, sem gefin voru út sl. haust, en sala þeirra hef ur gengið'mjög treglega. Gert er ráð fyrir að lífeyris- sjóöirnir leggi stofnuninni og verka- mannabústöðum til samtals 690 milljónir, sem er 96 prósent hækkun frá í fyrra, á meðan ráöstöfunarfé sjóöanna hefur aðeins vaxið um 36 prósent og ávöxtunarkjör þeirra hafa einnig breyst. Er áætlað að 200 milljónir muni vanta upp á þeirra framlag. Húsnæðisstofnun á lögum samkvæmt að fá árlega framlag úr ríkissjóði skv. fjárlögum upp á 40 prósent af samþykktri útlánaáætlun og ætti skv. því að fá 467 milljónir. En upphæðin er skorin niður í 200 milljónir svo að þar vantar 267 milljónir. Loks eiga Verkamannabústaöir svo aö fá eitt prósentustig af launa- skatti, sem gerir 270 milljónir, en f járlög skera þar einnig 70 milljónir 8lJf. Niðurstaðan er því fjárskortur til húsbyggjenda upp á röskan 1,1 milljarð. Þá er ekki tekið tillit til hversu mikiö eða litiö hefur selst af áöurnefndum sérstökum skulda- bréfum upp á 200 milljónir. Ekki heldur til þeirra vilyröa sem Byggingasamvinnufélagið Búseti telur ráðherra hafa gefiö sér um verulega fyrirgreiðslu til sinna framkvæmda. Umræðan um fjár- lagagatið verður því vart hljóðnuð þegar umræðan um húsnæðisgatið tekur við í sölum Alþingis. -GS. Tölvuborð stöðluö eöa sérsmíöuö aö óskum kaupanda ^' ' , ... —Jrn&s- •*'. f Eins og kom fram iblaðinu igær hefur orðið mikið tjón iAkraneshöfn vegna oliumengunar. í rúmar tvær vikur hefur verið unnið að hreins- un hafnarinnar, á bátum og bryggjum. Engin skýring hefur enn fund- ist á hvaðan olían kemur og vinnur rannsóknarlögreglan á Akranesi að málinu. Á þessari mynder unnið að hreinsun bryggjunnar. -KÞ/D V-m ynd Dúi Landmark Númerakerfi heimilislækna lagt niður að hálfu: Vinnuhvetjandi kerfí í staöinn „Það má segja að númerakerfið sé lagt niður aö hálfu leyti og að kerfiö nú sé millistig á milli þess og heilsugæslu- stöðvakerfisins,” sagði Leifur Dungal' læknir í samtali við DV en hann er stjórnarmaður i Félagi íslenskra heimilislækna. „Læknar munu halda áfram að fá borgað fyrir hvert númer en það er minna en áður, auk þess að sett hefur verið þak á númerin og fá læknar nú þannig ekkert borgað fram yfir 1750 manns. I stað þessa kemur launahvetjandi kerfi þannig að heimilislæknir fær borgað fyrir hvert læknisverk eins og tiðkast á heilsu- gæslustöðvum,” sagði Leifur. Hann taldi að nýja fyrirkomulagið ætti að koma fólki til góöa, læknar yröu nú að leggja fram meiri vinnu til að halda sömu launum. „Þetta kerfi er ekki varanlegt heldur er stefnt að því að allir heimilislæknar verði á sama kerfi og heilsugæslustöðvalæknar,” sagði hann. „I raun þýðir þetta breytta fyrir- komulag að þeir númeralæknar, sem unnið hafa mikið og hægt hefur verið að ná ávallt í, halda sínu en þeir sem lítið hafa verið við og erfitt hefur verið að ná í en hafa samt fengið borgað sína ákveðnu upphæð eftir númerakerfinu veröa nú aö halda á spööunum til aö halda sömu launum eftir sem áöur. „Megingalli á heimilislæknakerfinu í Reykjavík hingað til hefur verið að það er vinnuletjandi, menn hafa fengið borgað eftir því hvort sem þeir hafa unnið eða ekki. Sérfræðingakerfiö aftur á móti hefur verið vinnuhvetj- andi;, méúp' hafúiféójgið borgað fyrir hvert verk. Því hefur heimilislæknir í mörgum tilfellum sent sjúklinga sína til sérfræðings. Nú reiknum við hins- vegar með að meiri samkeppni verði þama á milli,” sagði Leifur. -FRI. Spítalar semja við Bæjarleiðir Nýlega var undirritaður samningur um leigubilaakstur miili Rikisspítala og leigubilastöðvarinnar Bæjarleiöa til eins árs samkvæmt útboði Innkaupa- stofnunar ríkisins. Samningurinn kveður á um að Ríkis- spítalar skipta nú eingöngu við Bæjar- leiðir um fólksflutninga meö leigu- bílum. Hér er einkum um að ræða samningsbundinn akstur á starfsfólki vegna útkalla og vinnu utan áætlunar- tíma strætisvagna, einnig flutning á sjúklingum milli stofnana. Bilastöðin Bæjarleiðir gefur magnafslátt af viöskiptunum. Einnig munu þessir aðiiar í sameiningu skipuleggja flutningana og nýta betur akstur leigu- bíla en verið hefur, að því er segir í fréttfrá Ríkisspítölunum. Reikna Ríkisspitalar með að spamaöur af samningi þessum verði um 1 til 1,5 milljónir króna á þessu ári. STÁLHÚSGAGNAGERD STEINARS HF. SKEIFUNNI 6,SÍMAR: 33590,35110, 39555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.