Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 34
34 HÆGT AD MINNKA DÁNARTfeNI KRABBA- MEINSSJÚKUNGA? — lögð fyrir ráðherra tillaga um skipulega leit að br jóstakrabbameini hjá konum , ,Brjóstakrabbamein er algengasta tegund krabbameins í konum hér á landi. Aö meðaltali eru skoöaöar um 2000 konur á ári, af þeim greinast 80 til 90 meö brjóstakrabbamein og að meðaltali dregur þaö 30 þeirra til dauöa,” sagöi Olafur Olafsson land- læknir í samtali við DV. Nefnd sem hann er í forsvari fyrir mun leggja fyrir ráöherra tillögu um skipulega leit aö brjóstakrabbameini hjá öUum konum í vissum aldursflokkum. „Þaö bendir margt tU,” sagöi Olafur, „aö skipuleg leit meöal frískra kvenna, þar sem beitt er brjóstamyndatöku og skoðun, minnki dánartíöni fimmtugra kvenna og eldri um 40 prósent. I þremur löndum hafa veriö geröar eða standa yfir slíkar rannsóknir, þaö er í Bandaríkjunum, Hollandi og Svíþjóö, og virðast niðurstööurnar allar benda í sömu átt.” Um þessar mundir eru staddir hér á landi læknar frá Bretlandi, Frakk- landi, HoUandi, Svíþjóö og Kanada til skrafs og ráöageröa við íslenska iækna. „Þaö hefur komiö í ljós, aö æski- legt er aö skoða konur undir 45 ára aldri á eins tU eins og hálfs árs fresti, en þær eldri á 2ja ára fresti. Og meö skipulögöum rannsóknum er unnt aö greina krabbamein í brjósti tólf tU átján mánuðum fyrr en meö hefö- bundnum aöferöum. Þar kemur einkum til þessi brjóstamyndataka, en meö henni er unnt aö greina æxli í brjóstum sem eru mun smærri en finna má meö venjulegri skoðun. Þannig gætum við fundið um 70 pró- sent tUfeUanna á fyrsta stigi, en nú eru þaö um 30 prósent. Þaö gefur því augaleið, hvaöa tilgangi skipuleg leit þjónar.” — Nú hlýtur þetta að vera gífur- lega kostnaðarsamt. Hver á aö borga brúsann? ,,Um leiö og viö leggjum þessa tU- lögu fyrir ráðherra óskum viö eftir fjárveitingu til þessa. Reynsla frá þeim löndum, þar sem þetta hefur verið gert, sýnir aö kostnaður er ná- lægt 900 krónum fyrir hverja rann- sókn. Auðvitað er þetta kostnaðar- samt en er hægt aö verðleggja fimmtuga konu sem feUur frá kannski fjórum ungum börnum?” sagöi Olaf ur Olafsson. -KÞ. DV. MIÐVIKUDAGUR 25. APRlL 1984. Keflavík: Vöraskemma Hafskips tekin í notkun Laugardaginn 14. aprU var formlega tekin í notkun vöruskemma Hafskips í Keflavík. Þaö er trésmiöja Þorvaldar ■Olafssonar sem mun sjá um rekstur skemmunnar, sem er aö IðavöUum 5, og er ráögert aö í framtíðinni verði þar um 5400 ferm svæöi undir vörugeymsl- ur bæði úti og inni. Fyrirtæki þetta hefur fengiö nafnið Hafskip-Suöumes og munu skip Hafskips losa sina vöru í KeflavUc ef meirihluti hennar er á Suðumesin og aka þeirri vöru endur- gjaldslaust tU Reykjavíkur sem þangað á aö fara, eða þá öfugt ef meiri- hlutinn er til Reykjavíkur. Veröur þetta mUcU bót fyrir fyrirtæki hér á Suöurnesjum að þurfa ekki aö fara til Reykjavíkur að leysa út sínar vömr en talið er aö stærstu fyrirtækin þurfi að hafa einn starfsmann í samtals einn mánuö á ári bara tU aö sinna þeim málum. Heiðar/Keflavík. Hestamannamót í Reykjavík: í fyrsta sinn í 30 ár Akveöið hefur veriö að halda fjórö- ungsmót sunnlenskra hestamanna í Reykjavík í júlíbyrjun 1985. Er það í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið í Reykjavík í um 30 ár en það hefur ver- iö haldið á HeUu hingaö tU. Verður mótið haldið á VíöivöUum, félagssvæði hestamannafélagsins Fáks, og að sögn heimUdar DV er þetta talsverð stefnubreyting frá því sem verið hefur þegar fójk hefur farið ríö- andi á mótin á Hellu að sumarlagi. Gífuriegt netatjón grásleppusjómanna á Melrakkasléttu: Netin slitnuðu og komu f haug- um upp Frá Auðuni Benediktssyni, fréttarit- ara DV é Kópaskeri: Ljóst er oröið að tjón grásleppusjó- manna héðan frá Kópaskeri og Sléttu hefur orðið mikið í brælu þeirri sem var síðastliðna viku. Síðustu daga hafa menn verið að draga net sín, sem þeir áttu í sjó er norövestanáttin skaU á 10. þ.m., og er ljóst að hjá sumum hafa öll net sem þeir áttu í sjó eyöilagst. Allnokkuð af netum þeim sem lögð höfðu verið grynnst slitnuðu upp og komu í haugum upp í fjörumar fyrsta sólarhringinn, sérstaklega á í fjörur Sléttunni, og eru þau undantekningarlaust ónýt en það sem hélst kyrrt á sínum stað er ýmist fulit af þara eöa riðiilinn í því stórskemmdur og teinar meira og minna í sundur. Þetta tjón nú er þeim mun tilfinnanlegra fyrir þá sök að sl. vor varð hér enn meira netatjón á sama hátt og nú og eru sumir sjómenn búnir aö missa bróðurpartinn af netum sínum 2 ár í röð en dæmi eru þess að einstaka sjómenn hafi nú misst allt að 50—60 net í einu. -FRI Alls komu 7.902 útlendingar tU íslands á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Erlendir ferðamenn 10% fleiri Erlendir ferðamenn fyrstu þrjá mánuöi þessa árs voru um tíu af hundraði fleiri en á sama tíma í fyrra. Þessar upplýsingar má lesa úr yfirUti UtlendingaeftirUtsins um komu far- þega tU Islands. Alls komu 7.902 útlendingar til lands- ins frá janúarbyrjun til marsloka. I fyrra var fjöldinn í sömu mánuðum 7.155. Fjöldi Islendmga, sem ferðaðist út fyrir landsteinana á fýrstu mánuðum þessa árs, er svipaður og í fyrra. Komum Islendinga til landsins f jölgaði þó UtiUega eða um tvö prósent. Alls komu 11.106 Islendingar til landsins á fyrstu þrem mánuðum ársins. -KMU. Aðalf undur Samvinnubankans: TÖLVUVÆÐING í SJÓN- MÁU HJÁ SAMVINNUBANKA Á aöalfundi Samvinnubankans fyrir skömmu lagöi formaöur bankaráðs, Erlendur Einarsson, fram mjög ítar- lega skýrslu um starfsemi bankans á si. ári. Sagöi hann aö rekstur bankans heföi gengið vel 1983 þótt ýmsar ytri aöstæður heföu haft neikvæð áhrif á þróun innlána. Kvað hann bankann standa á krossgötum og væru mikUr umbrotatímar framundan. Þjónustu- sviö bankans hefði aukist og í garð væri að ganga aUsherjar tæknivæðing ásviði tölvumála. Kristleifur Jónsson bankastjóri gerði grem fyrir tækjakaupum vegna „beinh'nutengingar” bankaafgreiðsUia á Reykjavíkursvæðinu og búast mætti við aöf „beintenging” færi fram 1985. Bankastjóri gerði síðan að umtals- efni þær reglur sem gUtu um bindi- skyldu innlána í Seðlabankanum og þær breytingar sem þar kynnu að verða á, m.a. með aukinni þátttöku viðskiptabankanna í afurðalánakerf- inu. Næði það f ram að ganga kynni inn- lánsbindingin aö verða afturvirkt hag- stjómartæki til jöfnunar á sveiflum á peningamarka ðin um. A fundinum lagði bankastjóri fram endurskoöaða reikninga bankans og stofnlánadeUdar og skýrði einstaka þætti þeirra. Heildarinnlán í Sam- vinnubankanum námu 1.319 mUlj. kr. í árslok 1983 og höföu aukist um 70,5 prósent. HeUdarútlán bankans í árslok 1983 voru 1.058,6 mUlj. króna og höfðu hækkað um 73,5 prósent. Stofnlána- deild úthlutaði 11 lánum að upphæð 39,5 mUlj. króna samanborið við 13 lánveitingar aö upphæö 33,6 mUlj. króna árið á undan. I árslok 1983 var innstæða bankans á viðskiptareikn- ingi í Seölabanka 5 miUj. kr. en á móti skuldaöi bankinn skammtíma vixU aö upphæð 60 miUj. króna. Á aðalfundinum var samþykkt heimUd til bankaráðs að auka hlutafé bankans um aUt aö 60 miUj. kr. og skulu hluthafar hafa f orkaupsrétt. HÞ Frá aðalfundi Samvinnubankans. Erlendur Einarsson, formaður banka- ráðs, er i ræðustóli en Kristieifur Jónsson bankastjóri situr annar frá hægri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.