Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1984, Blaðsíða 40
I FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68- 78S8. Fyrir hvert fróttaskot, sem birtist eða er notað iDV, greiðast 1.000krónur og3.000krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Futirar nafnieyndar ergætt. Við tökum við fróttaskotum allan sóiar- hringinn. ÆPffb "fO fTQ SÍMINN SEM QO^/O^VO ALDREISEFUR Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL1984. Tæplegaþrítug íslenskkona: járn- umtil lands- ins Tæplega þrítug, íslensk kona kom í morgun til landsins í járnum trá Bandaríkjunum. Var hún framseld af dómstólum þar í landi vegna fíkni- efnamáls. Forsaga málsins er sú aö áriö 1977 flæktist hún inn í fíkniefnamál hér á landi, sem snýst um innflutning og dreifingu á nokkrum kilóum af hassi. Sex manns komu við sögu þessa máls, meöal annars sambýlismaður konunnar, sem sakfelldi hana þegar hann greindi frá sínum þætti. Var kveðinn upp handtökuskipun yfir konunni í júlí ’79. Flúði hún þá til Kalifomíu áöur en til handtökunnar kom. Hinir fimm hafa afplánað sinn dóm, sem fólst í nokkurra mánaöa f angelsun og sektum. Konan kæröi handtökuskipunina til hæstaréttar en þar var hún staðfest. Þegar hún kom til Kalifomíu fór hún með málið fyrir bandaríska dóm- stóla og þar hefur styrinn staðið um hvort framselja ætti hana eða ekki eftir að íslenska fíkniefiialögreglan krafðist þess að hún yrði framseld. Þar féll svo dómur henni í óhag og á föstudaginn var var hún handtekin á heimili sínu í Kalifomíu snenuna morguns. Hún var síðan í haldi ytra þar til i morgun er hún kom til landsins. Að sögn fíkniefnalögreglunnar er veriðaöyfirheyrakonunanúna. -k> LUKKUDAGAR k 25. aprfl NR. 5005, } REIÐHJÓL FRÁ FÁLKANUM i AÐ VERÐMÆTI KR. 10.000. Vinningshafar hringi í síma 20068 H LOKIi Ritstjóri NT segir að nafnið megi hver skiija á sinn hátt. Hvað um Nei Takk? Frekar meiri lán og minni skatta, segir fjármálaráðherra: Átta hundruð milljóna lán í gatvð — niðurskurður 800 milljónir, ný skattheimta 400 milljónir „Ég tel það stórárangur ef okkur tekst að skera niöur 800 milljóna út- gjöld ofan á fyrri niðurskurð upp í f járlagagatið. Raunar nærri milljarð ef viö reiknum meö áætlaöa lækkun niöurgreiðslna á búvörar. Það er siðan persónuleg skoðun mín að sem mest af því sem á vantar eigi að taka að láni nú,” segir Albert Guðmunds- son f jármálaráðherra. Stjómarflokkamir era að loka fjárlagagatinu eftir margra vikna stapp. Samstaða er nú líkleg um sparnað og tiifærslur sem lækka f jár- lagaútgjöld um 800 milljónir. Einnig um lækkun niðurgreiðslna um 150— 200 milljónir. Og loks um að taka upp söluskatt á þjónustu lögfræðinga, endurskoðenda, verkfræðinga og arkitekta og ná þannig og meö hertri innheimtu almennt 200 milljónum í nýjartekjur. Þama er kominn hlemmur á rúm- lega hálft gatið, kannski 1.200 milljónir af 2.000. Hugmyndir um annaðhvort bensíngjald, tvær krónur á iitra, eða veggjald, krónu á kíló í ökutæki, sem gæfi 140 milljónir, hafa mætt harörí andstöðu, einkum hjá sjálfstæðismönnum. Og fjármála- ráðherra berst gegn frekari skatt- heimtu. „£g hef verið að lækka skatta og tolla og finnst ég verða að beygja mig langt til þess að fallast á það sem þegar er kornið í niður- greiðslum og söluskattL ” , 3g hef margsagt að þennan f yrir- séða vanda eigi að leysa að hluta til á Iengri tíma. Sumt á næsta árí og sumt á kjörtímabilinu öllu. Það er ekkert athugavert við þau vinnu- brögð, nema siöur sé. Og þau raska ekki þvi marki aö halda eriendum lánum innan við 60% af þjóðarfram- leiðslu ársins,” segir Albert Guðmundsson. -HERB. Vörubiisijóri missti pallinn af bíi sínum undir brú á Ártúnshöfða i gœr. Hann hafði veriö að losa efni af paiiinum skammtþar frá en gleymdi að setja hann niður þegar hann ók afstað. Ók hann á fullri ferð undir brúna með pallinn uppi og sviptist hann afbílnum þegar hann skall á henni. Þessi mynd er tekin þegar verið varað takapallinn af götunnien tilþessþurftikranabíl. DV-myndS. Ammoníakleiðsla sprakk í verbúð — hefði getað orðið mannskaði, segir slökkviliðsstjórinn í Grindavík Mikil hætta skapaðist er ammoníakleiðsla sprakk í tækjasal Hraðfrystihúss Grindavíkur í fyrra- kvöld. Tækjasalurinn er á neðstu hæð í þrílyftu húsi og er verbúð á efri hæöunum þar sem um 40 manns hafa aðsetur. Lekans varð vart um klukkan 22 um kvöldið og tókst að koma öllu fólkinu út án þess að nokkur slasaðist. „Hefði þetta gerst að nóttu til er ekki aö vita hvaö hefði getað gerst. Það hefði þá getað orðið mikill mannskaði þvi þetta var það mikið sem lak út og ekkert viðvörunarkerfi i húsinu,” sagði Magnús Ingólfsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í sam- taliviðDV. Að sögn Magnúsar var lekinn svo mikill að húsið fylltist allt af ammoníaki og ekki var verandi þar inni nema með reykköfunartæki. Slökkviliðsmenn fóra inn í húsið og tókst að gera við slönguna. Húsið var síðan loftræst með blásurum fram undir hádegi í gær og var þá fýrst taliö óhætt aö hleypa fólki aftur þar inn. Ammoníak er baneitraö og sagði Magnús Ingólfsson slökkviliðsstjóri að mjög varasamt væri að hafa tækjasal frystihúss og verbúðir í sama húsinu þar sem opið væri á milli og ekkert viðvörunarkerfi á staðnum. Ef þessar leiðslur hefðu sprungið um nóttina hefði lekinn get- aö staðið alla nóttina án þess að nokkur yrði þess var fyrr en um seinan. -ÖEF. Síminnsem aldreisefur — stöðugt samband viðlesendurDV Enn heldur fréttaskot DV áfram við góðar undirtektir lesenda. Allt frá því að DV hóf þessa nýbreytni í íslenskri fréttamennsku hafa stöðugar ábendingar borist blaðinu og margar hverjar leitt til athy glisverðra frétta. Ahugasamir lesendur geta eins og kunnugt er hringt í símann sem aldrei sefur, 68-78-58, allan sólar- hringinn og skotið að okkur fréttum. Verðlaunað er fyrir hverja á- bendingu sem leiðir til fréttar með eitt þúsund krónum en jafnframt er verðlaunað fyrir besta fréttaskot hverrar viku með þrjú þúsund krón- um. DV gætir þess vandlega aö full- komin nafnleynd ríki um þá sem starfa með blaðinu á þennan hátt. -óm. Ábyrgðimarfallaá Ríkisábyrgðasjóð og ríkið: Rauðartölurupp á 200 milljónir Af 202.5 milljóna króna vanskilum á ríkislánum og lánum með ríkis- ábyrgð er innheimta á um 130 millj- ónum talin vafasöm. Og ennfremur vafasamt að 50,2 milljóna verðbréf í eigu Ríkisábyrgðasjóðs fáist greidd. Við þessar vafasömu 180 miUjónir má síðan bæta vöxtum, dráttar- vöxtum og kostnaði. I ársreikningi Rfldsábyrgðasjóðs, sem er í vörslu Seðlabankans, er ekki gerð nánari grein fyrir verðbréfaeigninni. En þess getið að 130 milljónirnar standi einkum vegna Herjólfs hf., Skipaút- gerðar rfkisins og olíusjóös fiski- skipa. I ársreikningnum er einnig að finna athugasemdir þær sem byggt er á hér um að tilteknar vanskila- skuldir kunni aö falla á rflrið. Þar er viðhaft varfærið orðalag um skuld- imar eins og „líklegt er að sumar þeirra muni ekki innheimtast”. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.