Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 26. APR1L'I984.- DV-myndir: Heiðar Baldursson. Dráttartaugin fór í skrúf u björgunarskipsins er draga átti Boða GK af strandstað í Grindavík: STEFNIGOÐANS LAMDIST NIÐUR í GRJÓTBOTNINN ■X'<'■2* < £/'■; Goðinn, tii bxgri, kominn upp í grjótið vestan megin í innsiglingunni. Dráttartaugin bafði farið í skrúfuna. Vegna fíutnings seljum við næstu daga ýmiss konar hús- gögn, ákiæði og góifteppi. 50°lo htSi Komið og geríð góð kaup. TM-HÚSGÖGN Síðumúla 4. Áhorfendur í landi stóðu á öndinni er björgunarskipið Goðinn virtist ætla að stranda lika við tilraun sina til að ná fiskiskipinu Boða GK af strandstað í austurkanti innsiglingarrennunnar að Grindavíkurhöfn. Goðinn fékk dráttartaugina í skrúf- una. Björgunarskipið barst síðan undan austanáttinni þar til það rak stefnið niður í grjótbotn vesturkants rennunnar. Þar lamdist stefni Goðans í grjótið. Fólk í landi bjóst við hinu versta. Kafari var sendur út fyrir borðstokk Goðans. Hann skar á kaðalinn sem hafði fest í einu skrúfublaðanna. Kafarinn kom aftur upp eftir skamma stund. Goðinn bakkaði siöan úr grjót- inu af eigin rammleik. „Þeir um borð í Boða voru ekki nógu fljótir að festa kaðalinn hjá sér. Við þurftum þvi að fara að bakka,” sagði Kristján Sveinsson, skipstjóri á Goð- anum, er DV spurði hann hvers vegna dráttarkaöallinn hefði farið í skrúfuna. Kristján sagði að Goðinn hefði ekkert skemmst við að fara utan í grjótiö. „Hann er svo sterkur að framan. Skipið er enda byggt sem isbrjótur, með 16 millímetra þykkt stál,” sagðiskipstjórinn. Eftir þetta byrjunaróhapp var gerð önnur tilraun. Goðinn sigldi upp að Boða GK og dráttartaugin var tengd try ggilega. Síðan togaði Goðinn í Boða. Boði hreyfðist strax við fyrsta drátt. Aftur var togaö og enn mjakaðist hið 200 tonna fiskiskip sem þama strand- aði um þrjúleytið í fyrrinótt. I þriðja tosi komst Boði alveg á flot. Klukkan var þá 14.19. Goðinn dró Boða síöan út innsiglinguna og út á haf, áleiðis til Njarðvíkur. Viö könnun á strandstað hafði komiö i ljós aö skrúfa fiskiskipsins var skemmd. Skrokkurinn virtist heill þrátt fyrir að skipið hafði strandað á klöpp. Því hafði verið ákveðið að Goðinn drægi Boða til Njarðvíkur þar sem hann færi í slipp. Eftir að Goðinn hafði dregið Boða nokkra stund var skrúfa fiskiskipsins reynd. Enginn titringur kom fram. Ohætt var því talið að Boði sigldi fyrir eigin vélarafli. Goðinn hætti því toginu en fylgdi Boða þó eftir til öryggis. Til Njarðvíkur komu skipin um kvöld- matarleytið í gær. -KMU. Kristján Sveinsson, skipstjóri á Goðanum, og Bjarni Þórarinsson, hafnarstjóri í Grindavik, skoða kort af binni þröngu innsiglingarrennu meðan beðið er háflóðs. Áhorfendur fylgjast með björguninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.