Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Side 34
34 Tölvublaðið kemur út um mánaðamótin Sýningarskálarnir á Hannover-sýningunni. Gólfflötur tölvusýningarbásanna var um 13 hektarar. Hann- over-sýningin er stærsta tölvusýning sem haldin er áriega i Bvrópu. Stærsta tölvusýning í Evrópu, Hannover-sýningin: Mikil gróska í sér- hæfðum notenda- búnaði — segir Guðni Sigurðsson verkf ræðmgur sem fór á sýnmguna „Þaö var margt athyglisvert á sýn- ingunni. En þaö sem mér fannst þó hvað athyglisverðast var hve grelni- lega það kom fram hve mikilvægi hug- búnaðar fer vaxandi. Og þá einnig hin mikla gróska sem er á framboði sér- hæfðs notendahugbúnaöar.” Þetta sagöi Guöni Sigurðsson verk- fræöingur en hann sótti Hannover-sýn- inguna i Þýskalandi sem haldin var dagana 3. til 11. april siöastliöinn. Hannover-sýningin er stærsta tölvu- sýning sem haldin er í Evrópu árlega. Alls sýndu þar aö þessu sinni 1150 tölvufyrirtæki á hvorki meira né minna en 128 þúsund fermetrum. — Er samkeppnin í vélbúnaölnum eitthvað aö minnka? „Svo virðist ekki vera miðað við það sem maöur sá á þessari sýningu. Það kom þó fram aö menn spó því að fram- leiöendum vélbúnaðar fari fækkandi á næstu árum.” Guðni sagði ennfremur að því væri einnig spáð að framleiðendum staðlaðs kerfishugbúnaðar myndi fækka. „A sýningunni var mikið af verk- fræðistofum sem sýndu sérhæfðan not- endahugbúnaö og mér virðist sem á þessu sviði séu góð tækifæri fyrir lítil fyrirtæki að njóta sín.” — Hvað um tölvunetin, voru þau sýnd? „Já, þarna sýndu fyrirtæki sem hafa sérhæft sig í gerð tölvuneta. Og það er greinilegt að mikilvægi netanna vex stöðugt því svo virðist sem það sé að aukast að i stað skjáa komi litlar einkatölvur með eigin vinnslugetu. Og þær eru þá tengdar við meðalstóra eða stóra tölvu innan sama fyrirtækis eða stofnunar.” -JGH. H ANNOVER-PUNKT AR Á Hannover-sýningunni kom glöggt í ijós að tölvuiðnaöurinn er far- inn að eignast sínar hliðargreinar. Mikið framboð virðist til dæmis vera á skrifstofuinnréttingum, prentun, ljósritun, míkrófilmum, upp- lýsingabönkum og öryggiskerfum. Allar tengjast þessar greinar tölvum með einum eða öðrum hætti. Alls komu yfir 5 hundruö þúsund gestir á Hannover-sýninguna. Er þá bara rætt um þá sem sáu tölvusýninguna en margir aörir vöru- framleiðendur sýndu einnig, svo sem raftækjaframleiðendur svo eitt- hvaðsé nefnt. Rætt hefur verið um að 200 islendingar hafi sótt Hannover- sýninguna. -JGH. —áætlað að gef a fjögur tölublöð út á þessu árí Fyrsta tölublað Tölvublaðsins á þessu ári er væntanlegt á markaðinn nú um mónaðamótin. Að sögn Helga Viggóssonar, ritstjóra blaðsins, eru áætlanir í gangi uro að koma blaðinu oftar út en veriö hefur til þessa. „Það var í lok ársins 1982 sem ég byrjaði að gefa Tölvublaöiö út. Tvö blöð komu út í fyrra en á þessu ári er meiningin að gefa út fjögur blöð,” sagðiHelgi. „Um þrjú þúsund áskrifendur eru að blaðinu og það verður að teljast nokkuð gott þegar tillit er tekið til þess hve lítið við höf um auglýst. Og það er eðlileg krafa þessa fólks að blaðið komi oftar út. Til aö svo megi verða hef ég fengið til liðs við mig tuttugu þekkta menn í tölvubrans- anum sem munu skrifa reglulega i blaðið.” Helgi sagði ennfremur að næsta töiu- blað örtölvunnar, sem hann gefur einnig út, væri væntanlegt á markaðinn í júní. „1 því blaði verður heimilistölvum meira sinnt en í Tölvu- blaðinu.” DV. FIMMTUDAGUR 26. APRlL 1984. SAMTENG- INGAR SKRÁA Fjármálaráðuneytið fær leyfi til að tengja upplýsingar úr skattskrám og framtalsgögnum við upplýsingar úr iögjaldsskrám lífeyrissjóða (7/1983). Reykjavíkurborg, skráningardeild fasteigna, fær leyfi til aö tengja saman skrár um tekjulága elli- og lifeyrisþega og fasteignaskrá Reykjavíkurborgar til þess að unnt sé að ákveða hverjir eiga rétt á lækkun fasteignaskatts (14/1983). Vinnueftirlit ríkisins, Vilhjálmur Rafnsson læknir fær heimild til að tengja krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands við skrá um vélstjóra til að kanna tíðni krabbameins vegna asbestmengunar (30/1983). Heimild: Arsskýrsla tölvunefndar 1983. -JGH. Kæri póstur: A góðri leið með að rífa af mérhárið „Eg keypti nýlega Memotech Því að í augnablikinu er ég á góðri MTX 512 tölvu. Þó aö tölvan sé mjög leið með að rífa af mér hárið, drepa góð á ég í vandræöum með aö læra ó fjölskyldu mína, senda sprengju til hana. Memotech og verða gjörsamlega vit- laus.” Þetta er mín fyrsta tölva og ég StuartUwersí verð að læra á hana með því að fá Popular Computing Weekly. leiðbeiningabók. Það virðist hins vegar ómögulegt. Og hvað þýðir að Svar: eiga góöa tölvu geti maður ekki Gran'ada er að gefa út bókina Memo- notaðhana. tech Computing eftir Ian Sinclair Veist þú um einhvem sem er að þann 22. mars. Bókin kostar 5,95 gefa út leiðbeiningabók fyrir MTX? pund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.