Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 26. APRIL1984. TIL LEIGU - FRYSTIHÚS Til leigu er frystihús á Suðurnesjum, hentar vel til humar- vinnslu o.fl. Þeir er áhuga hafa sendi nafn og símanúmer til auglýsinga- deildar DV, Þverholti 11, fyrir 11. maímerkt „Frystihús”. Útboð: Nýborg hf., Annúla 23, óskar eftir tilboöum í smíöi við 2. áfanga nýbyggingar viö Skútuvog 4. Helstu magntölur: — Klæðning meö Barkareiningum 2775 m2 — Blikkáfellur og tengingar 968 m — Lokunglugga 310 m2 Útboösgögn fást á skrifstofu Nýborgar hf., Ármúla 23 Reykja- vík, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Viljum ráöa sem fyrst eftirtalda starfskrafta: Bílamálara sem verkstjóra á málningarverkstæði. Aöstoðarmenn á málningarverkstæöi. Bifreiðasmiði eða réttingamenn á réttingaverkstæði. Góö vinnuaðstaða, góð laun. Fyrirspurnum svarað á skrif- stofu og farið með þær sem trúnaöarmál. BÍLASMIÐJAN KYIMDILL, Stórhöfða 18. Útboð Hafnarstjórn Hafnarfjarðar og Hafnamálastofnun ríkisins bjóða út og óska eftir tilboðum í framkvæmdir við II. áfanga Suðurbakka í Hafnarfirði. Verkið felur ísér: 1. Grafa niður rör til ídráttar og koma fyrir brunnum. 2. Jafna undir og steypa um 1.185 m2 þekju. 3. Steypa ljósamasturshús. Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofunni í Hafnarfirði og skrifstofu Hafnamálastofnunar ríkisins, Seljavegi 32 Reykja- vík, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarverkfræðings í Hafnar- firði, Strandgötu 6, eigi síöar en kl. 11.00 miövikudaginn 9. maí 1984 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. EE9 I BYGBIMCAtfÖBURl Hjá okkur færðu allt sem þarf til breytínga eða nýbygginga. Staðgreiðsluafsláttur eða ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Útborgun allt niður í 20% og lánstími allt að 6 mánuðum .sérstaka A.im J ',,swS—Mr ndor húsbV99‘e' Komið og kynnið ykkur vöruúrvalið. Málning og rnálningar Flisar, blondunnrtæki og hreinlntistœki i miklu úrvali. Gólfdúkar — góHkorkur Portúgalskur gölfkorkur mjög hagstœðu verði. Parket — panill — spónlagðar þiljur. Sœnska gœðaparketið frá Tarkett er tilbúið til lagningar og fulllakkað. Gólfteppi og stak- ar mottur i miklu úrvali Opið Mánud — fii^imtud. kl. 9 — 18 Föstudaga kl. 9—19 Laugardaga kl.9-12 B3 I bycgincavobubI Hringbraut 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu) Bygging^uórur. 28-600 HarAviðarsala. 28-604 Sölustjóri. 28—693 Góffteppi..28 - 603 Málningarvörur og verkfæri. 28 - 605 Skrifstofa. 28-620 Flisar- og hreinlætistæki. . . 28-430 wmmmmm^mmmm Guömundur Þorkelsson bygginga- meistari lést 14. apríl sl. Hann fæddist að Þúfum í Reykjafjarðar- hreppi viö Djúp þ. 29. október áriö 1912. Sonur hjónanna Petrínu J. Bjarnadóttur og Þorkels Guö- mundssonar. Guömundur kvæntist Karólínu Sigríöi Olsen, en missti hana frá fjórum börnum þeirra áriö 1959. Sambýliskona hans síðar á lífsleiöinni var Magnfríöur Dís Eiríksdóttir og gekk hann í föðurstað tveim drengjum sem hún á en saman áttu þau eina dóttur. Utför Guðmundur verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Einar Úlafur Sveinsson prófessor er látinn. Hann fæddist aö Höfðabrekku í Mýrdal, sonur hjónanna Sveins Olafs- sonar og Vilborgar Gunnarsdóttur. Einar lauk meistaraprófi í norrænni málfræöi viö háskólann í Kaupmanna- höfn 1928. Áriö 1940 varö hann forstöðu- ■ maöur Háskólabókasafns. Fimm árum síöar varö hann prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskólann og gegndi því starfi uns hann var skipaöur forstööumaöur hinnar nýju Handritastofnunar Islands — sem nú heitir Stofnun Arna Magnússonar — árið 1962. Því embætti gegndi hann til ársloka 1970 er hann lét af því fyrir aldurs sakir. Hann var kvæntur Kristjönu Þorsteinsdóttur. Eignuðust þau einn son. Utför Einars verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Guðbjörg (Stella) Stefánsdóttir er látin. Hún fæddist 18. október 1922 aö Hvalskeri viö Patreksf jörð. Foreldrar hennar voru Valborg Pétursdóttir og Stefán Olafsson. Stella starfaöi lengst af sem matráðskona á sjúkrahúsinu á Patreksfiröi. Utför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Jarösett veröur í Gufuneskirkjugaröi. Sæmundur Pálsson múrari lést 16. apríl sl. Hann var fæddur í Reykjavík hinn 28. júlí 1908, sonur hjónanna Sigrúnar Sæmundsdóttur og Páls Einarssonar. Sæmundur lauk Sveins- prófi í múrsmíöi 1933. Hann kvæntist Guörúnu Oddsdóttur og eignuðust þau þrjá syni. Utför Sæmundar verður gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag Andlát Ásrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona lést 13. apríl sl. Hún var fædd á Einars- stöðum í Reykjadal, dóttir hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Sigurjóns Friöjónssonar. Ásrún lauk hjúkrunar- námi við HSI í maí 1942 og stundaði framhaldsnám í geöhjúkrun viö Kleppsspítalann. Lengst af starfaði hún sem hjúkrunarkona viö Hvíta- bandið. Utför hennar var gerö frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. kl. 13.30. Borge Bildsoe-Hanseu, Sporöagrunni 6, lést í Landspítalanum á páskadag. Sálumessa fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 27. apríl kl. 13.30. Olafur Ottósson, Vallholti 18, Selfossi, lést 23. apríl. Rósmundur Sigfússon, Rauöalæk 40, andaöist í Landakotsspítala 24. apríl. Áki Kristjánsson, Ljósheimum 16, fyrrum bifreiðarstjóri á Akureyri, lést í Landakotsspítala 24. þ.m. Guðlaugur G. Jónsson, fyrrverandi pakkhúsmaöur, Vík í Mýrdal, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Selfossi 24. þ.m. Guömundur Tómasson og Steinunn Þorvaldsdóttir, Mónageröi 4, Grinda- vík, veröa jarösungin frá Grindavíkur- kirkju föstudaginn 27. apríl kl. 14.00. Guölaug Elliöadóttir Nordahl, Brekkubæ 2, veröur jarðsungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. Sigurfinnur Guðmundsson bóndi, Hæðarenda, andaöist á heimili sínu þann 21. apríl. Jaröarförin fer fram frá Stóru Borgarkirkju laugardaginn 28. apríl kl. 14.00. t Öllum þeim er vottudu mér samúd sína viö fráfall félaga minna, er fór- ust meö mb. Hellisey, og sendu mér hlýjar kvedjur med bréfum, skeytum, blómum og gjöfum þakka ég af alhug og bid landi ogþjóð guðs blessunar. Guðlaugur Friðþórsson. Karólína Sigfriður Stefánsdóttir, Njálsgötu 6, Reykjavík, veröur jarösungin föstudaginn 27. apríl kl. 13.30 frá Nýju kapellunni, Fossvogi. Eric C. Greenfield lést 21. apríl sl. á heimili sínu í London og veröur jarö- sunginn föstudaginn 27. apríl. Dagbjört Sæmundsdóttir frá Siglufiröi veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Jarösett veröuríKeflavík. Magnús Jensson, fyrrum loft- skeytamaöur, Skálageröi 3, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 10.30. Marteinn Guðberg Þorláksson jám- smiður, frá Veiðileysu, Köldukinn 16, Hafnarfiröi, sem andaðist 18. apríl, veröur jarðsunginn frá Hafnarfjaröar- kirkju föstudaginn 27. apríl kl. 15.00. Tilkynningar Hvað er svo glatt Samkór Selfoss og Ameskórinn halda söng- og f jölskylduskemmtun í íþróttahúsinu á Sel- fossi föstudaginn 27. april kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá: Kórsöngur, einsöngur, dixiland-hljómsveit, Litli-Sam, o.n. Happdrætti innifalið í aögöngumiöanum og frítt fyrir 12 ára og yngri. Laugardaginn 28. apríl halda 3 kórar, þ.e. Samkór Selfoss, Arneskórinn og Árnesinga- kórinn í Reykjavík, tónleika í Arnesikl. 21.00, þar verður einnig mjög f jölbreytt efnisskrá. Ekkna- og ekklafélagið heldur fund og bingó föstudaginn 27. apríl kl. 20aðFreyjugötu27. Stjómin. Aðalfundur Landfræðifélagsins verður haldinn í kvöld 26. april á Hótel Loft- leiðum (Kristalsal) kl. 20.30. Strætisvagn nr. 17 fer frá Lækjartorgi aöHót- el Loftieiðum á heilum og hálfum tíma. Grensáskirkja Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. Breiðfirðingafélagið Hinn árlegi vorfagnaður félagsins verður haldinn föstudaginn 27. april í Domus Medica oghefst kl. 21.30. Skemmtinefndin. Kvenfélag óháða safnaðarins Fundur í Kirkjubæ laugardaginn 28. apríl kl. 15 e.h. Gestur fundarins verður Baldur Kristjánsson. Fjölmennið. Borgfirðingafélagið í Reykjavík efnir til hópferðar að Logalandi í Reykholts- dal á harmóníkudansleik laugardaginn 28. apríl kl. 19. Þátttaka tilkynnist í síma 38174, ekki seinna en á hádegi á föstudag. Frá utanríkisráðuneytinu Hinn 17. april sl. afhenti Pétur Thorsteinsson, sendiherra Sir Ninian Stephen, landstjóra Astralíu, trúnaðarbréf sem sendiherra Islands í AstraUu með aðsetur í Reykjavík. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundurinn veröur í Safnaðar- heimiUnu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30. Þátttakendur í námskeiöi um safnaðarstarf greina frá ýmsu er þar bar á góma. Kaffiveitingar. Tapað - fundið Páfagaukur tapaðist Hvítur og blár páfagaukur tapaðist frá VesturvaUagötu þriðjudaginn 24. apríl. Finn- andi vinsamlegast hringi í sima 28126. Tapað Þessi köttur fór frá heimUi sínu að Urðar- bakka 20 í Breiðholti fyrir rúmum hólfum mánuði. Hún er svört og ljósbrún þar sem dökku fletirnir á myndinni eru en hvít annars. Hún er einnig með svarta hálsól og er heima- ] símanúmer hennar merkt inn í. Þeir sem hugsanlega hafa orðið ferða hennar varir eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 74721. Púki þyngdifisk I Veiðivonarþætti í DV í gær var greint fró sjóbirtingsveiöi. Prent- villupúkinn var hins vegar í stuði og breytti þyngd fisks í fyrirsögn úr 8 pundum í ótján. Leiöréttist þetta hér meö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.