Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 26. APRIL1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Gunnlaugur A. Jónsson Esquivel færekki vegabréfs- árituntil Póllands Pólska ríkisstjómin virðist hafa neitað Adolfo Perez Esquivel um vega- bréfsáritun til að heimsækja Pólland. Argentínumaðurinn Esquivel hlaut sem kunnugt er friðarverölaun Nóbels áriö 1980 fyrir mannréttindabaráttu sína í Rómönsku Ameríku. Esquivel hafði í hyggju að heim- sækja Pólland í þrjá eöa fjóra daga og hitta að máli félaga í „friðarhreyf- ingu” þjóöarinnar svo og Lech Walesa sem hefur eins og Esquivel hlotiö f riðarverðlaun N óbels. Esquivel sótti fyrst um vegabréfs- áritunina 30. mars síðastliðinn. Hann hélt til Parísar fyrir einni viku og fékk áður að vita hjá pólska sendiráðinu í Buenos Aires að pappírar hans yrðu sendir pólska sendiráöinu í Frakk- landL En þar fékk argentíski nóbels- verðlaunahafinn að vita að engin um- sókn hefði borist frá honum. „Viö teljum því að þeir séu í raun að neita honum um vegabréfið,” sagöi talsmaður friðar- og réttlætis- hreyfingarinnar í Rómönsku-Ameríku. Genscher frestar heimsókn sinnitil Líbýu Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, hefur frestað fyrirhugaðri heimsókn sínni til Líbýu vegna atburöanna við sendiráð LíbýuíLondon. Talsmaöur vestur-þýska utanríkis- ráðuneytisins sagöi að Genscher hefði enn í hyggju að heimsækja Líbýu en ráðamenn í Bonn hefðu viljað taka til- • lit til þess viökvæma ástands sem nú ríkir. Raunar hafði aldrei veriö skýrt frá því af hálfu stjómvalda hvenær heim- sókn Genschers ætti að eiga sér stað en vestur-þýsk blöö höfðu ítrekað skýrt frá því að hún væri fyrirhuguð á mánudag samtímis sem þau gagn- rýndu stjómvöld mjög fyrir hina fyrirhuguöu heimsókn. Talsmaður utanríkisráöuneytisins sagði aö Vestur-Þjóðverjar vildu sýna samstöðu með Bretum í deilum þeirra við Líbýumenn: „Við gerum allt sem nauösynlegt er en þó ekki meira en ætlast er til af okkur,” sagði hann. Rudolf Hessá 90ára afmæli ídag Rudolf Hess, fyrrum staögengill Hitlers,á 90 ára afmæli í dag þar sem hann dvelur í Spandau-fangelsinu í Vestur-Berlín eins og hann hefur gert síðastliðin 37 ár. Vestur-Þýska stjórnin fór í gær fram á það við Sovétríkin aö þau heim- iluöu að Hess yrði látinn laus úr fangelsinu. Fyrir einni viku hafði Kohl kanslari V-Þýskalands boriö fram sams konar beiöni í bréfi til Tsjemenkos leiðtoga Sovétríkjanna. En Tass- fréttastofan skýrði fyrr í vikunni frá því að sakaruppgjöf til handa „stríðs- glæpamönnum nasista” kæmi ekki til greina. Bretar vilja breyta reglum um diplómata Bretland ætlar að leita eftir því að breytt verði reglum um diplómatíska friöhelgi eftir drápið á lögreglu- konunni fyrir utan sendiráö Líbýu í London. Lögmönnum og háttsettum embættismönnum í utanríkisráðuneyt- inu verður falið að endurskoöa Vínar- sáttmálann um diplómatíska friöhelgi og gera tillögur um breytingar. Umsátur lögreglunnar við líbýska sendiráöið hefur nú staðið í tiu daga en menn hafa orðiö þess áskynja að þeir 20 eða 30 diplómatar og námsmenn sem inni í því em séu byrjaðir aö pakka niður til brottfarar. — Innanríkisráðherrann sagði í breska þinginu í gær að Líbýumennimir yrðu fluttir burt með valdi ef þeir ekki færu af sjálfsdáöum áður en frestur rennur út á miönætti næsta sunnudag. Sendiherra Breta í Trípóli, Oliver Miles, sagöi í gær að búið væri aö leggja drög aö því að starfsliö breska sendiráðsins fari næstu daga og að líbýsk yfirvöld hafi heitið aðstoð sinni til þess að brottförin geti gengið snurðulaust fyrir sig. Ronald Reagan Bandarikjaforseti og Zhao Ziyang forsætisráðherra þegar sá síðarnefndi heimsótti Bandarikin fyrr á þessu ári. Stórstjörn- urnar hæla Andrew prins Breskar kvikmyndastjömur, þar á meðal Michael Caine, Julie Andrews og Roger Moore, sendu Andrew Breta- prins skeyti í gær og hældu honum á hvert reipi fyrir „hlýleika, persónu- töfraogkímni”. Skeytiö virðist hafa verið sent til þess að bæta prinsinum upp leiðinda- fréttimar af því þegar hann í ógáti úöaði málningu yfir ljósmyndara í heimsókn hans til Los Angeles á dögunum. Annars fól skeytið í sér þakkir til prinsins fyrir að hafa setið veislu sem haldin var síðasta miðvikudag til fjár- söfnunar fyrir breska ólympíuliðið en út á veisluna söfnuðust inn 310 þúsund dollarar. Reagan til Kína Reagan Bandaríkjaforseti flaug til Kína í dag til að fagna nýjustu fram- vindu í bættri sambúð Kína og Bandaríkjanna en um leiö fullvissaði kínverskur talsmaður stjómina í Kreml um að sú þróun fæli ekki í sér neina ógnun við Sovétríkin. En þar sem bæði Kína og Bandaríkin hafa æ ofan í æ fordæmt þaö sem þau kalla útþenslustefnu Sovétmanna í Asíu er viöbúið að það beri meðal annars á góma í tveggja daga viðræðum Reagans við Deng Xiaoping, leiðtogaKína. I viðkomu sem Reagan haföi á leið- inni til Peking á Kyrrahafseyjunni Guam á þriðjudag hvatti hann Kína og nágranna þess í Asíu til þess aö snúast gegn „árásarstefnu útþenslunnar”. Breskt herf ræðitímarit skýrir f rá: íran með kjamorku- sprengju á lokastigi Breskt vamarmálatímarit skýrði frá því í gær að Iranir væru nú að smíða kjarnorkusprengju og yrði hún trúlega tilbúin innan tveggja ára. Það var tímaritið Jane’s Defence sem flutti fréttina og hafði hana eftir ótilgreindum heimUdum viö Persa- flóann. Robert Hutchinson fréttastjóri sagði í samtaU við Reuters-frétta- stofuna: „Við bárum þessa frétt undir heimUdarmenn okkar og hún reyndist á rökum reist.” 1 fréttinni sagði að vestur-þýskt fyrirtæki hefði sent fjömtíu sér- fræðinga tU að halda áfram uppbyggingu kjamorkustöðvar i íran sem átt hefur í stríði við írak síðastliðin f jögur ár. Haft var eftir heimfldum innan vestur-þýsku leyni- þjónustunnar að framleiðsla kjara- orkusprengju væri komin „á loka- stig”. Tímarltið sem hefur fengið orð á sig fyrir að vera áreiðanlegt í frétta- flutningi af hermálum segir að vinnu við kjamorkustöðina í borginni Boushahar í suðurhluta irans hafi verið frestað 1979 eftir að keisaranum hafði verið steypt af stóU. Khomeini, trúarieiðtogi Írans. Þjóð hans hefur undanfarin f jögur ár átt í blóðugri styrjöld við irak. Flestum hermálasérfræðingum hefur borið saman um að tæpast sé þess að vænta að annarri hvorri þjóðinni takist að vinna hemaðar- sigur þar í bráð. En það kann að breytast ef Uðsmenn Khomeini komast yfir kjamorkusprengju og víst er um það að umheimurlnn vUdi síður vita af sliku vopni í höndum Khomeinis. UIIU'IIHIlll WgWWffiWWWtW WW1WI IWWWWWfWWHWfTTmTTWfW

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.