Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 18
18 DV. FÍMMfÚDAGUR 26. APRIL1984. Matráðskona óskast til starfa í sumar við félagsheimilið Árnesi, Gnúp- verjahreppi. Upplýsingar í síma 99-6044,99-6037 og 99-6076. Loftræstikerfi Viðgerðir og stillingar á öllum gerðum loftræsti- og loft- hitunarkerfa. Hönnun rafstýrimynda fyrir sjálfvirkan stýribúnað. Nýsmíði og viðhaldsþjónusta. STÝRITÆKNI sf.f Njörvasundi 22. Simi 30381. VIÐSKIPTAVINIR VÖRU- LEIÐA HF. ATHUGIÐ Hinn 1. maí 1984 flytjum við afgreiðslu okkar i Reykjavík frá Kleppsmýrarvegi 8 i nýtt húsnæði að Súðarvogi 14 (á horni Dugguvogs og Tranavogs). Við munum sem áður kappkosta að veita fljóta og góða þjónustu. Vinsamlega athugið að frá 1. maí verðum við með afgreiðslu fyrir Stefni hf. til Akureyrar og nágrennis, Þórshafnar og Vopnafjarðar, Hveragerðis, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN, ÞÖKK FYRIR VIÐSKIPTIN. VÖRULEIÐIR HF., SÚÐARVOGI 14 (Á HORNI DUGGU- VOGS OG TRANAVOGS). SÍMI 83700. OPIÐ FRÁ 8-18 ALLA DAGA NEMA FÖSTU DAGA TIL KL. 17. 9 ÓDÝRAR * BÓKAHILLUR fáanlegar úr eik og teak ogfuru Stœrð: Hœð 190 cm Dýpt 26 cm Breidd 60 cm Breidd 90 cm Breidd 120 cm íþróttir íþróttir íþróttir Island án atvinnu- gegn Noregi —á Laugardalsvellinum 20. júní. Norömenn koma af tur á móti með sjö atvinnumenn til Reykjavíkur Atvinnumenn íslands í knattspymu, sem leika í V-Þýskalandi og Belgíu, leika að öllum likindum ekki með landsliðinu gegn Norðmönnum ó Laugardalsveilinum 20. júní þegar þjóðirnar leika þar vináttulandsleik í knattspymu. Þeir verða þó komnir í sumarfrí og verða ó ferðalögum víðs vegar um Evrópu og Ásgeir Sigurvins- son verður í keppnisferð með Stuttgart um Bandaríkin. Þetta kom fram á fundi landsliðs- mannanna með Tony Knapp, landsliðs- þjálfara í Diisseldorf og Brugge um páskana. Atvinnumennirnir fara í sumarfrí í byrjun júní og þar sem þeir fá ekki nema fjögurra vikna frí og sumir minna ætla þeir að nota tímann vel til að hvila sig frá knattspyrnunni. — Það væri ekki rétt af okkur að gefa kost á okkur í landsleikinn gegn Norðmönnum í miðju sumarfríi, þegar við værum ekki búnir að snerta bolta lengi, sagði Atli Eðvaldsson hjá Diisseldorf. Nick Faldo. Norðmenn koma með sitt sterkasta lið Norðmenn koma aftur á móti með sitt sterkasta landsliö til Islands — með því koma margir snjallir atvinnu- menn eins og Kai Erik Herlovsen, Bor- ussia Mönchengladbach, Hallvar Thoresen, Eindhoven, Arae-Larsen Ökland, sem leikur með franska liðinu Eacing París, Roger Albertsen, sem leikur með griska liöinu Olympiakos, Anders Giske, Niimberg, Erik Solér, sem hefur gerst leikmaöur með Ham- burger SV og Age Hareide hjá Nor- wich. • Tony Knapp landsliðsþjálfari getur ekki séð um undirbúning lands- liðsins fyrir leikinn gegn Norömönnum þar sem hann er þjálfari i Noregi. Hann kemur þó til Islands og sér lands- leikinn og þá fær hann tækifæri til að sjá þá leikmenn sem leika hér heima leika. Guðni Kjartansson, sem verður aðstoðarmaður Knapps, mun sjá um undirbúning landsliösins fyrir ieikina gegn Norðmönnum. -SOS m------------------► Age Hereide — sem leikur með Nor- wich. „Tony Knapp var mjög ánægður með móttökumar — sem hann fékk hjá atvinnumönnum okkkar/’ segir Gylfi Þóröarson, formaður landsliðsnefndar KSI — Tony Knapp var mjög ánægður með móttökur þær sem hann fékk hjá atvinnumönnum okkar í V-Þýskalandi og Belgíu enda tóku þeir honum mjög vel, sagði Gylfi Þórðarson, formaður landsliðsnefndar KSl, sem er nýkom- inn heim frá V-Þýskaiandi og Belgíu. Gylfi sagði að það væri mikill hugur í strákunum aö standa sig sem best í HM-keppninni og legðu þeir mikla áherslu á að undirbúningur íslenska landsliösins fyrir HM-leikina yrði sem bestur og ef möguleiki væri að leiknir yrðu æfingaleikir fyrir þá. — Þetta var mjög gagnleg ferð í alla staði og allar umræður um landsliðs- málin mjög gagnlegar, sagði Gylfi. Gylfi sagði að Tony Knapp kæmi til Islands til aö sjá landsleik Islands og Noregs. Hann kæmi síðan til landsins aftur í júlí og yrði þá hér í viku til tíu daga til aö sjá leiki og ræða við leik- menn sem væru hér heima. — Við munum þá koma á einum æfingaleik fyrirlandsliðið.sagðiGylfi. -SOS er úr leik Það vakti geysilega athygli á heims- meistaramótinu í snóker, sem stendur nú yfir í Sheffield, að Alex Higgins, fyrrum heimsmeistari, var sleginn út i fyrstu umferð af 20 ára gömlum Eng- lendingi, N. Foulds, sem vann 10—9 í einhverri mest spennandi keppni í knattborðsleik. Fyrirkomulagið er þannig í HM að sá sem fyrr vlnnur tíu leiki fer með sigur af hólmi. -SOS Loksins breskur golfsigur i USA /A A A A A A~ v _J QjqUj 1 '-Í-5 Húsgagnadeild Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 -- Juuuqj — — _J U i J □ }J | -j j;Ó —Nick Faldo sigraði á móti atvinnumannanna í Suður-Karólínu ■uHnuuiiuuHiaa^ Enski golfleikarinn Nick Faldo sigr- aði á Heritage golfmótinu i Suður- Karólinu á sunnudag og það er fyrsti sigur bresks golfmanns á stórmóti i Bandaríkjunum í 12 ár. Faldo lék hol- uraar 72 á 270 höggum og jafnaði þar með vallarmetið á vellinum í Suður- Karólínu. Það var 14 höggum undir -pari vallarins.. I öðru sæti. varð.Tom. Kite, USA, með 271 högg. Kann dró verulega á Faldo í lokaumferðinni. Lék þá á 66 höggum en sá enski á 69. Nær allir golfleikarar heims tóku þátt í mótinu. Þetta er í fyrsta skipti, sem Faldo sigrar á golfmóti. Eftir þriðju umferð- 4na haföi hann náð f jögurra högga for- - ustu en sigur var þó ekki í höfn. Snjall- ir goifmenn auk Klte í næstu sætum eins og Tom Watson og Hubert Green. Suður-Afrikumaðurinn Dennis Watson lék á 63 höggum í þriðju umferðinni. Jafnaði þar með vallarmct Jack Nicklaus frá 1975 — en var þá níu högg- um á eftir Faldo. ............hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.