Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 10
DV. FIMMTUDAGUR-26. APRIL1984. 10 rl Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Tundurduflin geta reynst Reagan alvar- legt glappa- skot fyrir kosningarnar Lagning tundurduflanna viö hafnir Nicaragua, þar sem skæruliðar gagnbyltingaraflanna, rækilega studdir af Bandaríkjastjórn og CIA, leyniþjónustunni, herða róöur sinn gegn stjóm sandinista, hefur valdið Reaganstjóminni miklum póli- tískum skaða. Ut á við hefur álit Bandaríkja- stjómar beðið mikinn hnekki viö fréttirnar af því að leyniþjónusta hennar aöstoöi gagnbyltingarmenn við að leggja tundurdufl á leiðir þar sem skip eríendra þjóöaeru á ferð í friðsömum kaupsiglingum. Jafnvel eindregnustu bandamönnum Banda- ríkjanna þykir þaö rammur biti aö kyngja. Hitt jók heldur ekki hróöur Reag- anstjómarinnar í málinu þegar hún lýsti því yfir að hún viðurkenndi ekki umboð alþjóöadómstólsins í Haag til þess að fjalla um málið þegar sandinistastjómin hugðist kæra at- ferli Bandaríkjamanna til dóm- stólsins og fá hann til þess aö f jalla um máliö. Skiljanlega finna fáir málsbætur fyrir Reaganstjórnina í þessu þegar jafnvel flokksbræður forsetans eiga erfitt með að sætta sig við tundur- duflalagninguna. Speglast það kannski einna best í bréfi sem einn hægrisinnaöasti öldungadeildarþing- maður repúblíkana, sjálfur Barry Goldwater, skrifaði til vinar síns, William Casey, forstööumanns CIA: „Ég hef verið aö leita að réttu orðunum til þess að lýsa tilfinningum mmurn í þessu máli en ég finn ekki annað sem nær því betur en að ég er bálreiður. . . Forsetinn hefur beðið okkur að styðja utanríkisstefnu sína, Bill, en hvemig getum við stutt utanríkisstefnu hans, þegar við vitum ekki hvem árann hann er að UÐUST AF DUFL- UNUM Tundurduflin sem gagn- byltingarmenn hafa með stuðningi CIA lagt við hafnir í Nicaragua eru sögð af ýmsum stærðum og gerðum, sum tæknileg en önnur handsmíðuö eða heimatilbúin. Þau 30 eða 40 dufl sem CIA-erindrekar aðstoöuðu .kontrana” viö aö leggja eru talin hafa valdið mestum skaðanum. Vitað er um sex skip heimamanna sem laskast hafa af tundurduflunum og sex erlend kaupskip. Ekkert þeirra er talið hafa sokkið og ekki er vitað um að neitt manntjón hafi orðið þótt tíu sjómenn hafi slasast; alvarlega. Algengasta gerðin er 4 metra langur sívalningur með 125 kg af C- 4 plastsprengiefni. Tundurduflin voru flutt meö sérstöku móöurskipi sem sigldi að uns það átti 30 mílur eftir að landi en lét síðan hraðbáta um að flytja þau inn undir land og varpa þeim í sjóinn á siglinga- leiðum við hafnir. Þessi gerð hefur kveikjubúnað sem nemur hreyfinguna í sjónum þegar þungt stálskip siglir yfir þaö. Ef skynjararnir nema nógu mikla hreyfingu hleypir sjálfvirkur Sandinistar bjuggu sér til frumlega tundurduflaslæöara sem hafa reynst þeim furðanlega vel. « búnaöur rafstraumi á hvellhett- una og sprengjan springur. — Raf- hlöðurnar glata hleöslu sinni á sex vikna legu í sjó, eöa svo segja sér- fræðingarnir, og þá eiga tundurdufl þessi að verða óvirk. Ef ýeim er komið fyrir á djúpu vatni' þykir draga úr hættunni á að' tundurdufl þessi valdi alvarlegum skemmdum á skipum. Þau geta gert rifu á samskeyti og hrist áhöfnina ónotalega. Sandinistar segja aö önnur tundurdufl, heimagerð, hafi fundist í höfnum og í Nicaragua-vatni og er hugsanlegt að gagnbyltingarmenn óháðir CIA hafi lagt þau. Sum þeirra hafa verið dulbúin svo að þau líta út eins og sker. Þau springa þegar skip siglir hjá. Sandinistar brugðu við og út- bjuggu nokkra fiskibáta með heimatilbúinn slæöingarbúnað og hafa náð furöu miklum árangrí við að slæða upp tundurduflin og hreinsa skipaleiðir. Dómstóll sem ekki er viðurkennd- ur nema þegar henta þykir Sú ákvörðun Reaganstjómar- innar að viöurkenna ekki lögsögu alþjóðadómstólsins í málum sem varða aðgerðir Bandaríkjanna í Mið-Ameríku um tveggja ára bil undirstrikar enn einu sinni tak- mörk þessarar stofnunar. Slíkt á sér þó ýmis fordæmi og til dæmis hefur Island eitt sinn tekið sams konar afstöðu þegar fiskveiðideilan við Bretland kom til kasta dóm- stólsins. Þegar alþjóðadómstóllinn í Haag var stofnaður 1945 var honum ætlaö að vera lagalegur úrskurðaraðili til þess að setja niður deilur railli rikja innan Sameinuðu þjóðanna og vera ráðgjafaraöili fyrir Sameinuðu þjóöimar í alþjóöa- lögum. Dómendur em fimmtán og af mismunandi þjóðerni, valdir til níu ára setu í dómnum í senn. Á þessum árum semidómstóllinn hefur starfað hefur hann ekki tekið til meðferðar nema tæplega fimmtíu mál sem flest hafa verið af svipuöum toga og deilur okkar viö Breta um fiskveiöiréttindi. Flestar þjóðir hafa verið tregar til þess að skjóta til hans deilum sem þótt hafa meira brennandi. Af 158 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hafa rúmlega tveir þriðju tekið þá afstöðu aö viðurkenna ekki fulla lögsögu dómstólsins í alþjóða- málum sem þau eru aöilar aö. Þar á meðal eru ríki eins og Vestur- Þýskaland, Sovétríkin, Kína, Frakkland, Italía og fleiri. — Mætti jafnvel segja að almennt viður- kenni þau ekki lögsögu dómstólsins nema þegar þeim sjálfum hentar. Á sjötta áratugnum neituðu'Ind- land, Ástralía og Bretland að gang- ast undir úrskurði alþjóöa- dómstólsins. Kanada greip til þess 1970 að tilkynna dómstólnum að þaö mundi ekki viðurkenna úr- skurö hans ef Bandaríkin ætluðu að reka mengunannál á hendur Kanada á þeim vettvangi eins og búist var við þá. 1973 afneitaði Frakkland lögsögu hans þegar Nýja-Sjáland og Astralía héldu því fram að kjarnorkusprengju- tilraunir Frakka í Kyrrahafi vörðuðu við alþjóöalög. Bandaríkjastjóm hefur verið aðili að málum sem rekin hafa verið fyrir dómstólnum í Haag. Hafnbannið sem Kennedy-stjómin setti á Kúbu 1962 kom til kasta hans. 1980 vildu Bandaríkin að dómstóllinn tæki fyrir gislatökuna í Teheran og það þótt Iran vildi ekki þá viðurkenna lögsögu dómstólsins ímálinu. Hvíta húsið og þinghöllin í Washington a ondverðum meiði ut af utanrikisstefnunni. — Tveir gagnrýnendur úr þing- sölum, O’Neill, leiðtogi demókrata í stjóraarandstöðunni, og Goldwater, flokksbróðir Reagans. Reagan forseti og William Casey, forstjóri CLA leyniþjónustunnar sem aðstoðað hefur gagnbyltingarmenn í Nicaragua. gera? Líbanon? Gott og vel, við vissum að hann var að senda herlið þangað. En tundurdufl í hafnir Nicaragua? Það er brot á alþjóða- lögum. Það eru hemaðaraögerðir, stríð. Þótt ég ætti líf mitt að leysa get ég ekki skiliö hvernig við getum út- skýrt það eða réttlætt þaö.” Bandamenn ókyrrast Innan NATO hafa bandamenn Reagans ókyrrst og fá sumir ekki á sér setið heldur láta í ljós vand- lætingu sína. Frakkar hafa tii dæmis boðist til þess að ljá aðstoö sína við að slæða upp tundurduflin og sýna þannig í verki hvaöa álit þeir hafa á málinu. Hinar pólitísku afleiðingar þess geta orðið hinar alvarlegustu. Framundan eru síðar á árinu for- setakosningar og hingað til hafa skoöanakannanir bent til þess aö demókratar hafi naumast nokkurn frambjóðanda sem duga mundi að tefla fram til sigurs gegn Reagan. I fyrri kosningum, þar sem sitjandi forseti hefur ekki náð endurkjöri, hefur ein meginástæðan verið einhver mistök í utanrikismálum. En allt fram á þetta síðasta ár kjör- tímabilsins hefur Reagan komist hjá því að misstíga sig í því tilliti. Hann þótti tefla djarft þó þegar hann stóö að innrásinni á Grenada, sem mæltist misjafnlega fyrir, en slapp Japanska flutningaskipiö Miyashima Mara, eitt þeirra erlendu skipa sem skaddaöist af tundurduf li. skaðlitið frá því máli. Tilraunir hans til málamiðlunar í Líbanon báru ekki árangur og mikið manntjón friðar- gæsluliðsins, sem hann sendi til Beirút, var töluverður álitshnekkir fyrir hann heima fyrir. Stuðningurinn við gagn- byltingaröflin í Nicaragua og stjórnina í E1 Salvador, þar sem hægri öfgar vaða uppi, hefur lengi átt undir högg að sækja og hlutdeild leyniþjónustunnar í því aö leggja tundurdufl á leiðir friðsamra kaupskipa gæti verið hið örlagaríka glappaskot sem riöi persónufylgi Reagans að fullu. Þingmenn gramir Viðbrögð Bandaríkjaþings sjálfs gengu í þá átt. Þingmönnum gramd- ist mjög að þeim fannst að stjórnin hefði reynt að blekkja þá varðandi stefnuna um málefni Mið-Ameríku. Oldungadeildin samþykkti með 84 at- kvæðum gegn 12 álýktun Edwárds Kennedys þar sem krafist var þess að ekki færi króna af fjárveitingum til Mið-Ameríku í að styrkja tundur- duflalagnir í landhelgi Nicaragua. Flokksbræður Reagans eru þó í meirihluta í öldungadeildinni en jafnvel nánir vinir Reagans eins og Paul Laxalt frá Nevada, sem hefur verið kosningastjóri hjá Reagan, greiddi atkvæði meö ályktuninni. Fulltrúar forsetans í Hvíta húsinu flýttu sér að lýsa því yfir að tundur- duflalagningunni hefði verið hætt viku áður en málið kom til umræðu í þinginu og virtist það ásamt með af- greiöslu ályktunarinnar friða í bili marga óánægða þingmenn. Ýmsir í liði stjómarandstöðunnar vilja þó ekki láta sér það lynda og hyggjast jafnvel ekki hætta fyrr en tekið hafi verið fyrir alla aðstoð Banda- ríkjamanna við gagnbyltingarmenn íNicaragua.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.