Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Qupperneq 11
DV.' f’lMMTUDÁGDR’26. APR1L1984: 11 Hrapaði i klettum Hollenskur maöur slasaöist illa er hann féll ofan af átta metra háum hamri viö Hellna á Snæfellsnesi annan dag páska. Maðurinn hefur til skamms tíma unnið hér á landi sem sjúkraþjálfari. Hann var á feröalagi meö TJtivist er slysið átti sér stað. Var hann að klifra í klettum við Hellna er hann féll niður og mjaðmagrindarbrotnaði auk þess sem hann skarst á höfði og hlaut aðrar minniháttar skrámur. Hann var fluttur á heilsu- gæslustööina í Olafsvík og þaðan á gjörgæsludeild Borgarspitalans. Líðan hans er eftir atvikum góð. Lögreglan var ekki látin vita um slysið fyrr en síðar um daginn. Að sögn Ingólfs Ingvarssonar, yfir- lögregluþjóns í Stykkishólmi, er mál þetta nú í rannsókn. Sagöi Ingólfur að lögreglunni væri lítið um svona aðfarir gefið þar sem slys sem þessi gætu orðið erfiö varðandi tryggingar ef lögregluskýrslur væru ekki til staðar. -OEF. Flensufarald- uríReykjavík Inflúensufaraldur gengur yfir borgina og samkvæmt upplýsingum hjá embætti borgarlæknis í morgun er um inflúensu af A stofni að ræða sem lýsir sér í háum hita, beinverkjum, höfuðverkjiun og kvefi. Aðrar vírussóttir eru enn- fremur í gangi og skráö tilfelli í Reykjavík í apríl af hvoru tveggja eru hátt á þriðja hundrað. Ráðleggur borgariæknisembættið fólki að hvíla sig vel og hafa samband viö lækni ef það er veilt fyrir eöa ef flensan stendur í sex daga eða lengur en engin lyf eru til við þessu. -HÞ. Íslenskurísá Ameríkumarkað? Islenskur ís er heiti á nýju út- flutningsfyrirtæki hér á landi. Þetta mun vera hlutafélag og er Helgi Jakobsson, starfsmaður á Keflavíkur- flugvelli skráður eigandi þess ásamt nokkrum erlendum aðilum. „Þetta er algjört leyndarmál ennþá,” sagði Helgi, „en skýrist með haustinu.” Ekki vildi Helgi segja hverjir væru með honum í fyrirtækinu nema það væru „nokkrir erlendir aðilar.” — Enhvaöáaðflytjaút? Is? „Það mætti álykta sem svo eftir nafninuaðdæma.” — Eðafisk? „Eg vil ekkert um þetta segja á þessustigi.” — Er meiningin að flytja vöruna á Ameríkumarkað? „Já,” sagði Helgi Jakobsson. -KÞ. Skiptalok íþrotabúi Iðntækni hf. Forgangskröf- ur óvenju- miklar I Lögbirtingi birtist nýlega aug- lýsing um skiptalok Iöntæknigjald- þrotsins. Skiptunum í þrotabúi Iðn- tækni hf. í Reykjavík, sem var úr- skurðað gjaldþrota þann 3. febrúar 1977, er lokið á þann veg að allar for- gangskröfur greiddust aö fullu, að fjárhæð kr. 173.889, og upp í almennar kröfur 138.156 kr„ eða 12,6 prósent, en eftir standa ógreiddar kr. 954.437 auk vaxta og áfallins kostnaðar. Að sögn Sigurðar M. Helgasonar skiptaráðanda voru forgangskröfur í þessu tilfelli óvenjumiklar, aðallega launakröfur, en alls höfðu starfað hjá fyrirtækinu á bilinu 20 til 30 manns. Fyrirtækið átti engar fasteignir, eingöngu verkstæðisvélar og verktæki, að sögn skiptaráðanda. -HÞ. UM LANDIÐ MnárO| KYNNT Á 21 STAÐ HDAGAN A 27.-30. APRÍL Suður- og Austurland: Föstudagur 27. apríl Laugardagur 28. apríl Sunnudagur 29. apríl Mánudagur 30. apríl v/söluskálann Vík v/hótelið á Höfn 1 Hornafirði Djúpivogur Breiðdalsvík Stöðvarfjörður Fáskrúðsfjörður Norðfjörður Eskifjörður Reyðarfjörður Seyðisfjörður Egilsstaðir kl. 12-14 kl. 10-12 síðdegis síðdegis siðdegis síðdegis kl. 10-12 kl. 14-15 kl. 16-18 kl. 10-12 ki. 16-20 Norðurland: Föstudagur 27. apríl Laugardagur 28. apríl Sunnudagur 29. apríl Mánudagur 30. apríl Blönduós Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Vesturland: Laugardagur Sunnudagur Mánudagur 28. apríl Borgarnes 29. apríl Búðardalur Stykkishólmur 30. apríl Grundarfjörður Ólafsvík Hellissandur kl. 16-20 kl. 14-16 kl. 10-16 kl. 16-20 kl. 13-15 kl. 10-12 kl. 15-17 Komið og skoðið og reynsluakið hinum frábæra Lada LUX sem þegar nýtur mikilla vinsælda á íslandi. ★ Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Verð við birtingu auglýsingar kr. 213.000,- Lán í 6 mán. 107.000,- Þér greiðið 106.600,- Verðlisti yfir Lada-bifreiðar fyrir handhafa örorkuleyfa: Lada 1200 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 station kr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canada kr. 128.000 Lada Lux kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600 Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er LADA mest seldi bíllinn á fyrsta ársfjórðungi 1984. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14, sími 38600. Söludeild, simi 31236.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.