Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 26. APRtL 1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd -Wxtmr <■ ' v '^í wSníSMS* ' ' . '' & ' ' •"* * TS . David Kennedy, 28 ára gamall, glimdi við f íkniefnavandann sem um hríð stóð lög- frsðinámi hans fyrir þrifum. Enn eitt dauðs- fall í Kennedy- fjölskyldunni Læknar rannsaka í dag og næstu daga dánarorsök Davids Kennedys sem fannst látinn á hótelherbergi í Palm Beach í Flórída. Beinist athugun þeirra í fyrstu aðallega að því hvort fíkniefni eða áfengi hafi átt einhvern hlutaðmáli. Hinn 28 ára gamli David var sonur Roberts heitins Kennedys þingmanns og fyrrum dómsmálaráöherra (í for- setatíö John F. Kennedy) en hann hefur á seinni árum átt við fíkniefna- vandaaðstríða. Komið var að David liggjandi á gólfinu í hótelherbergi hans í Brazilian Court-hótel en þar hafði hann ritaö sig inn á föstudag, kominn til Palm Beach til þess aö heimsækja ömmu sína Rose sem býr skammt frá hótelinu. — Fleiri Kennedyar, þar á meöal frænka hans Caroline, eru þar staddir í heimsókn. Það var starfsstúlka á hótelinu sem kom að honum. Sagði hún að einhver „frú Kennedy frá Boston” hefði hringt og óskað þess aö hún gengi úr skugga um hvort David væri á herbergi sínu. — „Konan í símanum sagði aö David hefði ekki sést kvöldið áður en hefði veriö væntanlegur með flugvél um morguninn,” sagði starfsstúlkan. David Kennedy var fjórði 11 bama Roberts og Ethel Kennedy. Tólf ára að aldri var hann áhorfandi aö því í sjón- varpinu, þegar faðir hans var skotinn til bana í júní 1968 í Los Angeles. — Það er sagt að hann hafi byrjað að fikta með fíkniefni ári síðar og 1979 hafi hann verið byrjaður að nota heróín reglubundið. Það ár varð hann fyrir árás í skuggalegu hóteli í Harlem, þar sem heróínsala var iðkuö. Viku síðar lagðist hann inn á sjúkrahús til með- ferðar vegna hjartakrankleika sem rakinn er til ofnotkunar fíkniefna. Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaöur lét eftir sér hafa við dánar- fréttina: „Við reiðum okkur á Guð og biðjum þess aö David hafi nú fundiö þann friö sem hann fann aldrei í lif- anda lifi. Okkur þótti ölium mjög vænt umhann.” Joseph og Rose Kennedy hafa ekki átt bamaláni aö fagna því að þrír fjög- urra sona þeirra voru drepnir og ein fimm dætranna fórst í slysi. Joseph Kennedy yngri féll í síðari heimsstyrjöldinni og John F. Kennedy forseti var myrtur í Dallas 1963 og Robert Kennedy öldungadeildarþing- maður var skotinn til bana í Los Angel- es. — Fjórði bróðirinn Edward var einnig hætt kominn í flugslysi. — Ein dætra þeirra fæddist andlega fötluð og önnur, Kathleen, fórst i flugslysi. Engin heróínsprauta eöa neitt það annað fannst í herberginu hjá David, að sögn lögreglunnar, sem bent gæti sérstaklega til þess að fíkniefni heföu átt beinan þátt í dauösfallinu. VORIVIN 3 VALKOSTIR: Flug og bíll frá kr. 9.850,- Fjölskylduhótel kr. 15.900,- Lúxushótel kr. 18:400,- Innifalið: Beint flug og gisting um Vín og óperumiði. — íslensk fararstjórn — skoðunarferð & OG <rrc<*<vTi« bjóða áskrifendum DV í vikuferð I til Vínarborgar 6. til 12. maí nk. Meflal listaviðburða í Vín á þessum tíma verða óperurnar: Salome — Carmen — Aida — Daphnis og Cloé/Eldfuglinn — Viva la Mamma — Greifinn frá Lúxemborg — Zarewitsch — Wiener Blut. Einnig getur hver og einn fundið skemmtanir við sitt hæfi í hinum ótrúlega fjölda leikhúsa, klúbba og skemmtistaða í hinni margrómuðu Vinarborg. Frá Vínarborg liggja vegir (og fljót) til allra átta. Kappkostað verður afl mæta óskum farþeganna um ferðir frá Vín. Greiðslukjör. upplýsingar hjá: \ u iciuii Iiú VIII. <rrtf*vTi« FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580 •fffrf’ rt ■usjaaaaimuaaaætaaiMaaBBa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.