Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 37
uoor TlrjrjA ?>o n' ir'*h mr\jn DV. FIMMTUDAGUR 26. APRlL 1984. 37 Dæmalaus "Veröld Dæmalaus Veröld Dæmalaus 'Verölp Snú snú í sólar- hring Snú snú og aftur snú snú, snú snú í heilan sólarhring. Þaö voru krakkar í 9. bekk Gagnfræöaskóla Akureyrar sem fóru þá leið til aö afla fjár fyrir skólaferöalag til Vestmannaeyja að hafa maraþon í snú snú 16. apríl síðast- liöinn. Byrjaö var klukkan hálfellefu um morguninn og snúningnum ekki hætt fyrr en hálfellefu daginn eftir. Þegar blaöamaður DV leit inn í íþróttahúsiö rétt áður en maraþoninu lauk var ekki aö sjá mikil þreytumerki á liðinu, kannski þó pínuiitil. Krakk- arnir sögöu aö 31 heföi byrjað, 21 var eftir, enginn haföi týnst síöan eitt um nóttina. En hvaö skyldi nú vera erfiöast við snú snú í heilan sólar- hring? Jú, aö standa og bíöa eftir aö hoppa, sögöu flestir. Erfiðast hafði veriö milli 3 og 6 um nóttina, svo lifnaði yfir fólkinu þegar fór aö birta. Og það var samdóma álit hópsins aö þetta Hoppað á Akureyri og siðan tí! Vestmannaeyja. DVmynd JBH. væri meiri þrekraur, en svo að nokkur glóra væri aö legg ja út í. Ekki vissu 9. bekkingarnir hvernig fjársöfnunin haföi gengið, það komu víst ekki mjög margir að fylgjast með en sama var, sennilega lá heimsmet á boröinu. Að minnsta kosti veröur leitaö til Guinness um skráningu á afrekinu. -JBH/Akureyri. Drottningin og prinsinn. Margrét II. Danadrottning er ákaf- lega listelsk, sumir segja listræn. Nýlega var kynnt í Kaupmannahöfn jólaskeiö ein sem sett veröur á markaö fyrir næstu jól en skeiðin er einmitt hönnuö af drottningunni. Nú ber ekki að skilja þetta þannig aö drottningin hafi hér með hannað einu jólaskeiöina sem Danir framleiða því sú þjóð er afar iöin viö fyrirbæriö og framleiöir afbrigöin í tugatali. Þessi tiltekna skeið er aftur á móti frá A. Michaelsen en sú ætt hefur fengist viö jólaskeiöar í fjóra ættliði. „Innblástur minn má rekja til Verdun- altarisins Klostemeunburg í Vínar- borg og mótíviö er Jesúbamið,” sagði Margrét í hanastéli þar sem skeiðin var kynnt. Á meöan á því stóö var Henrik prins, eiginmaöur hennar, að sinna skyldustörfum í skemmtigarð- inum Dyrehavsbakken þar sem hann opnar „rússíbanann” ár hvert viö hátiölega athöfn. Fær hann sér þá sali- bunu með frægum söngvurum og leikurum og alþýðan horfir á. Jóiaskeið drottningarinnar. „Lucy from lceland” Frægasti hundur í heimi, hún Lucy hans Alberts, prýöir nú dósir sem inni- halda íslenskan hundamat sem fram- leiddur er í Keflavík. Að sögn þeirra sem reynt hafa, þ.e.a.s. að gefa hund- unum sínum, eru skepnumar vitlausar í matinn og sleikja dósina jafnt aö innan sem aö utan. Enda er hráefnið hreint fyrirtak; innmatur úr islenskum stórgripum, lifur, lungu, afskurður af hrossakjöti, fiskimjöl og þoL skhrogn svo eitthvað sé nefnt. Framleiðendumir hyggja á útflutn- ing og þá er ekki verra að hafa lit- mynd af Luey á dósinni en eins og allir vita sem komnir era til ára sinna hefur næstfrægasti hundur í heimi, hún Lassie, prýtt hundamatardósir svo áratugum skiptir. Á myndinni má s já Albert meö mynd af Lucy, dósirnar og svo framleiðand- ann, Gunnar Pál Ingólfsson. -DV-mynd Bjarnlelfur. HEIMSLJÓS Boy George græðir Boy George hefur grætt fyrsta tnilljón punda seöilinn sinn (41,6 millj.) og þykir í frásögur færandi að það tók hann skemmri tima en bæði The Beatles, Rod Stewart og Elton John —18 mánuði. Caine leikstýrir Eftir að hafa staðið fyrir framan kvikmyndavélarnar í yfir 50 kvikmyndum ætlar Michael Caine nú að reyna fyrir sér sem ieikstjóri. Hefur keypt kvikmynda- réttindin að skáldsögunni Paris One eftir Jim Brady og leikur einnig aðalhlutverkið. Frú Carter Rosalynn Carter, eigin- kona Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur skráð æviminningar sinar. Þar segir m.a. að hún sakni þess að vera ekki lengur í eld- línu stjórnmálanna og hún myndi berjast við hlið manns síns ef hann færi aftur í fram- boð. „Ég er metnaðargjarn- ari og pólitiskari en Jimmy,” segir frúin. Kvennahósi kvænist Roger Vadim, sá er eitt sinn var kvæntur Brigitte Bardot, Jane Fonda og fleiri frúm, hyggst nú ganga í það heilaga eina ferðina enn. Ann Bidermann heitir hún i þettá sinn og samtímis ætlar sá franski að gefa út fyrstu skáldsögu sina, Hungraða engilinn. Nærbuxna- 18 ára gamall Dani var hand- (tekinn fyrir skömmu eftir aðl I 300 kvennærbuxur höfðu fund-j ist á herbergi hans. Voru þærj I af öllum stærðum og gerðumj | og flokkaðar eftir litum. Hafðij ! strákur stolið buxunum af j snúrustaurum og eina afsökun j . hans var: — Þær voru svo| j fallegar. SueEllen í eldsvoða Sue Ellen hefur óskað eftir | | að hætta í Dallas. Uppsagnar- frestur er 6 mánuðir og þá mun ] frúin farast í eldsvoða á South- fork þegar hún er að bjargaj j litla John Ross úr eldhafinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.