Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 12
12 DV. EIMMTUÐAGURaSiAFRllt M&b vn Útgáfufélag: FRJÁLS FÓÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjérar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.1 Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrífstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. „ Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Óætar kartöflur einokunar I öllum borgum Vestur-Evrópu og Noröur-Ameríku eiga neytendur greiðan aðgang að mörgum tegundum óskemmdra kartaflna árið um kring. Á útimörkuðum þessara borga er algengt að sjá tíu til fimmtán tegundir af húðsléttum og heilbrigðum kartöflum. Hvergi sést skemmd kartafla. Island hefur þá sérstöðu, að hér er hins vegar einkum boðið upp á húðskemmdar kartöflur, sem sumar duga til skepnufóðurs, en aðrar eru hreinlega óætar. Þetta stafar af, að hér ríkir ekki verzlunarfrelsi meö kartöflur, heldur einokun Grænmetisverzlunar landbúnaðarins. Kartöflur og annað grænmeti er skorið upp á öllum tímum árs eftir löndum og breiddargráðum. Nútíma samgöngutækni veldur því, að nýjar og fallegar kartöflur eru jafnan á boðstólum í öllum nágrannalöndum okkar í austri og vestri. Bara ekki hér á landi. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur hins vegar haft lag á að kaupa til manneldis erlendar fóðurkartöflur á sama verði eða hærra en mannamaturinn. Sem dæmi má nefna, að fyrr í þessum mánuði sýndi athugun Neyt- endasamtakanna, að þriðjungur kartaflna var þriðja flokks. Nýjustu innkaupin á þremur sendingum af hringrotn- um kartöflum frá Finnlandi eru bara yngsti kaflinn í langri harmsögu Grænmetisverzlunar landbúnaðarins. Meðal annars hefur hún flutt inn kartöflur frá sýkingar- svæðum hinnar illræmdu kóloradóbjöllu. Stundum hefur veriö hægt að sýna fram á, að inn- kaupsverð Grænmetisverzlunar landbúnaðarins eru ó- eðlilega há. Fyrir fjórum árum keypti hún til dæmis skemmdar kartöflur af Thorsen í Danmörku á 1,20 danskar krónur kílóið við skipshlið, þegar Færeyingar fengu óskemmdar af sömu tegund á 0,85 krónur. Einnig hefur verið hægt að sýna fram á, að álagning Grænmetisverzlunarinnar er óeðlilega há. Meðan einka- fyrirtækin fá 15% álagningu á hliðstæða vöru, er Græn- metisverzluninni ætluð 37% álagning. Dæmi eru svo um, að hún hafi í raun skammtað sér 54% álagningu. Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur oft verið staðin að hreinum lygum. Hún hefur gefið upp ýktar tölur um innkaupsverð í útlöndum. Hún hefur logið upp út- flutningsgjöldum í útlöndum. Hún hefur haldið því fram, að nýjar kartöflur séu ekki fáanlegar allt árið. Dæmi um þetta hafa verið rakin hér í blaðinu og fyrir- rennurum þess í um það bil áratug. Samt er mjög erfitt aö kanna slík mál, því að Grænmetisverzlun land- búnaðarins er lokuð stofnun, sem stendur engum reikningsskap gerða sinna, ekki einu sinni Verðlags- stjóra. I 25 ár hefur verzlun þessi starfað á vegum Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Það ráð er þungamiðja valdakerfis landeigendafélags Islands, það er að segja fyrirtækja og stofnana hins hefðbundna landbúnaðar. Það rekur Grænmetisverzlunina eins og sjálfseignar- stofnun. Þannig hefur höllin Gullauga verið reist fyrir peninga, sem neytendur hafa neyðst til að greiða fyrir of dýrar, of gamlar og of skemmdar kartöflur. íslendingar hafa neyöst til aö borða skepnufóður meðan aðrar þjóðir hafa fengið úrval ódýrra, nýrra og óskemmdra kartaflna. Ekkert vit er í, að þessi aðstöðumunur verði fram- lengdur. Neytendur þurfa að skera upp herör gegn einokuninni og kvelja trega stjórnmálaflokka til að létta af martröðinni. Verzlunarfrelsi er forsenda þess, að neyt- endur öðlist þau mannréttindi að fá ætar kartöflur. Jónas Kristjánsson. BÁGT ER BÁKNINU AÐ BIFA Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Þá er líklega að mestu búiö að stoppa í landsins frægasta gat og fór svo aö viðgerðin varð býsna flókin eins og vænta mátti. Það sem jákvæðast er við viðgerðina er tvímælalaust ef tekst að gera söluskattsinnheimtuna betri en hún hefur verið. Ekki er vanþörf á, því söluskatti er ýmist stolið eða sleppt að innheimta hann um þjóöfélagið þvert og endilangt. Raunar verð ég að viður- kenna að ég er ekki nema rétt mátu- lega trúaður á þaö að innheimtan batni til muna, menn mega ekki gleyma því að söluskattssvik eða innheimtuleysi eru víða hlekkur í stærri keöju og mikl- ir hagsmunir í húfi fýrir viðkomandi að geta haldið leiknum áfram. Eg full- yrði að undandráttur söluskatts er ekki fyrst og fremst í stóru fyrir- tækjunum í þjóðfélaginu, þótt ef til vill megi finna þar einhver dæmi. Þau eru fyrst og fremst í smærri fyrirtækjum bæði í þjónustu og framleiöslu. Og þar sem þau eru gjama hlekkur i stærri keðju mun það hvergi nærri verða auð- velt að uppræta þau. Það sem mestum vonbrigðum veldur í sambandi við þær aðgerðir sem nú hefur verið gripiö til er tvímælalaust það hve litlum hluta er náð meö spam- aði í ríkisrekstrinum. Það er augljóst að tregðulögmálið hefur orðið góðum áformum yfirsterkara og slíkt verður að harma. Við könnumst öll við það úr umræðu liðinna ára um efnahagsmál að þegar rætt hefur verið um að þjóðin þurfi að færa fórnir til þess að ná tök- um á stjórn efnahagsmála, þá hafa allir verið sammála um að það veröi að gera. Sammála, alveg þangað til að framkvæmdinni hefur komið, þá hafa menn sagt „já, já, bara ekki ég”. Því miður hefur hið sama greinilega orðið uppi á teningnum hjá ráðherrunum núna. Þótt þeir væru sammála um að spara þyrfti í ríkisrekstrinum hefur hver og einn þeirra greinilega verið tregur til þess að spara i rekstri síns ráðuneytis. Margt má færa fram þeim til afsökunar í afstöðu þeirra. I öllum ráðuneytunum bíða fjölmörg mál úr- lausnar, i öllum áttum er unnt að benda á brýnar þarfir, og gerviþarfir ef ekki vill betur. Enginn vafi er á því að embættismannakerfið getur fært fram þúsund haldbær rök gegn hverj- um niðurskurði, hvort heldur er í rekstri eða framkvæmdum, og enginn ráðherra kærir sig um þau eftirmæli að loknum starfsferli að engu hafi verið þokaö áleiöis í stjórnartíð hans. Þess vegna er það ekki nema mannlegt að þeir reyni að komast hjá því hver fyrir sig aö þurfa að beita hnifnum. Engu að síður bjóst maður viö stór- mannlegri afstöðu, einkum hjá þeim sem hafa háð sína baráttu undir kjör- orðum eins og Báknið burt. En hvar var hægt að spara meira? Auðvitað er því hvergi nærri auð- svarað. Svarið „alstaðar” er jafngott og „hvergi”. Eg held hins vegar að ekki fari á milli mála aö á ýmsum sviðum í heilbrigðismálum, mennta- málum og félagsmálum væri unnt að spara álitlegar upphæðir frá því sem nú er, að minnsta kosti á meðan sú kreppa gengur yfir er óneitanlega herjar á rikisfjármál okkar um sinn. Hitt skal fúslega viðurkennt að „kerfið” er búið að búa þannig um sig sjálft að ákaflega erfitt er að komast að meinsemdunum. Líklega er fyrsta skilyrðið stórbætt stjómun á nútíma- vísu. Innan þessara víðfeðmu mála- flokka hafa hlaðist upp stór bákn, sem meira og minna ganga sjálfala. Grunn- skóli sem hýsir um eitt þúsund nemendur eða meira er engin smá- ræðisstofnun og hið sama má segja um sjúkrahúsin okkar. Sú þróun hefur yf irleitt þótt sjálfsögð að þessum stóru stofnunum sé stjórnað að mestu leyti AÐ LIFA AF ÞVÍ SEM HAFIÐ GEFUR ísland—Færeyjar Milli 70 og 80% af útflutningi Islend- inga í dag er fiskur og fiskafurðir. I Færeyjum er þetta hlutfail yfir 90%. Þrátt fyrir að meirihluti íslenskra út- gerðarmanna sé kafsokkinn í skuldum, og sumir upp fyrir höfuð, þá eru erlendar skuldir sjávarútvegsins ekki nema 16% af heildarskuldum þjóðar- innar út á við. 2600—2700 tonna fiskirí er nóg til að tryggja afkomu nýs fær- eysks skuttogara. Togarinn ,,Snoddið” er byggður af Langsten slip og bát- byggery A/S í Noregi. Veröið er 43 milljónir færeyskar, eða 130 milljónir islenskar. Eg minnist þess úr út- gerðardeild Tækniskóla Islands að skuldabyröi upp á 55—60 milljónir ísl. var hámark þess er togari, er fiskaði 1000 tonnum meira en sá færeyski, (sem er rúmlega tvöfalt dýrari) að hinn íslenski togari næði endum sam- an. Mismunurinn á fiskverðinu sér um það. Hvað skyldi íslenskur togari, verð 130 milljónir, þurfa að fiska til að standa undir öllum sínum greiðslum? Kjallarinn SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STÝRIMAÐUR „Sjórinn getur líka verið gjöfull sem flutningaleið”. Færeyingar hafa mikla þörf fyrir að renna fleiri stoðum undir atvinnuvegi sína. Um langt árabil hafa allt aö 20% yfirmanna á danska kaupskipaflotan- um veriö Færeyingar. Þá reynslu nýta þeir sér nú í ríkum mæli og eiga nú, er þetta er skrifað, fleiri kaupskip en Is- lendingar. Samkvæmt hinni þekktu höfðatölureglu vantar oss Islendinga ca 190 kaupskip, til viðbótar því er við eigum, ættum við að standa Færeying- um á sporði í þeim efnum. Fyrir rúmu ári lét Global Chemical Tankers í Thorshavn byggja tvö 4000 tonna kemikal-tankskip, í ár fá þeir 2 í viðbót og ætla sér laust byggingapláss fýrir önnur tvö, jafnvel á næsta ári. Færeyingar eiga skipin og manna þau, en A.P. Moller sér um útvegun verk- efna. önnur færeysk skipafélög hafa samið við skipamiðlunarfélög í Dan-: mörku um verkefnaútvegun fyrir skip sín. Norröna hefur gengið á milli Korsör

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.