Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMT ÚD’AGUR'26 rAPRIL 1984; ’" 15 Menning Menning Menning Vivaldi i Kópavogi Tónleikar Kórs Menntaskólans f Kópavogi í Kópavogskirkju 15. aprfl. Stjórnandi: Martial Nardoau. Einsöngvarar: Þórunn Guömundsdóttir, Elfn ósk Óskarsdóttir, Ingibjörg Marteinsdóttir, Þorgeir Andrósson. Einleikari: Guðrún Sigríður Birgisdóttir. Efnisskrá: Antonio Vivaldi: Konsert í a-moll fyrir strengi og sembal; Konsert í g-moll fyrir strengi sembal og flautu; Beatus Vir; Magnificat. Einn ánægjulegasti fylgifiskur fjölgunar menntaskólanna og upp- lausn þeirra í svonefnda fjölbrauta- skóla hefur veriö sú mikla blómgun listalífs á þeirra vegum. I eina tíö stunduöu fáir menntaskólanemar aörir músík á opinberum vettvangi en þeir sem meö rektorsleyfi voru leiguþý sinfóníunnar þegar hún þurfti á liðsauka aö halda og svo þeir sem sungu í Pólýfón. Skólakór var hóaö saman við hátíðleg tækifæri — piltar sem lásu nótur látnir syngja tenór; stúlkursemsunguíalvörukór látnar sjá um sópran og þá þurfti ekki aö æfa nema alt og bassa. Sannarlega vinnuhagræðing í lagi, enda kúnstin algjör aukagrein sem nákvæmlega ekkert vó á einkunna- skalanum. En með tónlistarvali á námsskrá hafa oröið breytingar á og væntanlega tekur enginn sér nærri þótt því sé haldið fram aö frábær árangur Kórs Menntaskólans viö Hamrahlíö hafi orðiö öörum hvatning til aö reyna líka. Afskipti Kór Menntskólans í Kópavogi er ekki gömul stofnun og einhvern veg- inn finnst manni aö skólinn hafi ekki hampað honum sem skyldi. En hann hefur þó sýnt að hann er alls góðs maklegur. Því miöur fóru tónleikar hans í fyrra fram hjá þar eö þá bar upp á einn af þessum dögum sem höfuðborgin skákar jafnvel stórborg- um í tónleikahaldi. Samhljómurinn er góöur og söngurinn ber merki smekkvísi stjómandans. Tempóval til dæmis þannig aö texti skilaði sér skýr, tónninn hreinn og blærinn því allur hinn þokkalegasti. Ef þannig veröur unniö áfram má ætla aö úr veröi góður kór því þótt æ skipti um meðlimi verður alltaf til staðar kjarni sem mótar starfið. Gaman að merkja framför En hlutur kórsins fannst mér veröa fulllítill á kostnaö einleikara og einsöng vara. Þó heföi ég óg jaman viljaö veröa af framlagi þeirra. Þaö var einstakur þokki yfir flutningi flautukonsertsins og framlag ein- söngvaranna var í flestu gott. Þaö var mjög ánægjulegt aö heyra hvað röddum Ingibjargar og Þorgeirs hef- ur farið fram. Tvísöngur Þórunnar og Elínar Oskar var á köflum sam- stilltur og vel mótaöur. Þómnni hef ég ekki heyrt syngja fyrr og þykir mér sem hún ætli að veröa engu síöri söngkona en flautuleikari. Elín Osk er í stööugri framför og þótt ein- söngsþættirnir hjá Vivaldi gæfu henni kannski ekki allra bestu tæki- færí til að sýna getu sína, nægöi þaö til aö minna fólk á hve feikna efnileg söngkona er hér á ferö. Þaö er sannarlega mikils aö vænta af rödd sem er svo voldug á svo víöu sviöi og veröi rétt unniö má eygja í henni eina af stórsöngkonum framtíöarinn- ar. EM SELLOTON- I FIKAR THOMAS AUSTIN Sollótónleikar Thomas Austin á Kjarvals- stööum 16. aprfl. Efnisskró: Georg Crumb: Sónata fyrir einleiks- selló; Snorri Sigfús Birgisson: Dans; Paul Hindemith: Sónata fyrir einleiksselló, op. 25 nr. 3; Zoltán Kodóly: Sónata op. 8. Thomas Austin, sellóleikari, sem um þessar mimdir er fyrsti sellóleik- ari þess víðfræga óperuhúss, Gran Teatre del Liceu í Barcelona, hélt á mánudagskvöld í dymbilviku, ein- leikstónleika á Kjarvalsstööum. Thomas Austin mun hafa verið sam- tíöa nokkrum af okkar fremstu ungu strengjaleikurum í námi hjá Georg Neikrug og þvi ekki meö öllu ókunnugur hérlendis. í fjötrum kyrrðarinnar I efnisvali réöst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Sónötu Crumbs hef ég ekki heyrt áð- ur, en hugnaðist vel, að minnsta kosti eins og Thomas Austin lék hana hér. Næst lék hann Dans, fyrir selló — kyrralíf sdansinn sem viö heyrðum frumfluttan á Myrkum músíkdög- um. Athyglisvert var að það var eins og honum væri ekkert um þaö gefiö aö vera fastur í fjötrum þeirrar kyrr- látu spennu sem verkið njörvar flytj- andann í. Þegar líða tck á reyndi hann Tónlist Eyjólfur Melsted ítrekaö aö losna úr þeim en vitaskuld án árangurs og uröu þær tilraunir einungis til aö auka á spennu kyrrðarinnar. Aöur en varir semur einhver danshöf undur dans viö þessa músík og upp frá því verður hvorugt flutt án hins. Míkill metnaður Hindemithsónötuna lék Austin með miklum þokka. Aö vísu ekki alveg áfallalaust en meö þeim blæ aö vel hugnaðist. Lokaverkið var eitt erfið- asta verk allra sellóbókmenntanna, Sónata Kodálys. Sellistar hafa yfir- leitt um hana þau orö aö hún sé heill- andi, en hrikalega erfiö. Og hér má segja að Thomas Austin hafi spennt bogann um of. Hann kom efninu að vísu allvel til skila. En þaö er bara fyrsta skref. Næsta skref er aö „spila”, og það skref á Thomas Austin enn eftir að stíga. Leikur hans lofar samt góðu. Hann hefði eins getaö fariö auðveldari leiö, leikið eitthvaö viðráöanlegra og brilleraö. En hann hefur líka sýnt okkur að hann hefur metnaö til aö takast á viö hin erfiðustu verkefni og vafalaust nær hann, áöur en varir, þeim tökum á þeim, aö allir megi af hrífast. EM Utiiiuiöii — Gluggai Fullkomin samsetning Ódýrara, sterkara og mun fallegra Þéttigrip Fúavariö í gegn Gerum verötilboö Sendum gegn póstkröfu. TRÉSMIÐJAN MOSFELL H.F- HAMRATÚN 1 MOSFELLSSVEIT SÍMI 6 66 06 >S SÍHHPIMHH SOLUBOÐ LENI ELDHUS- RULLUR ^ IVA FRÍGG ÞVOTTAEFNI 2,3 kg <£> ÞVOL frÍgg ÞVOTTALÖGUR1/2 fI TOMATSOSA 500 gr SINNEP 500 gr KORNIHROKKBRAUÐ 250 gr ...vöruverö í lágmarki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.