Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 1
40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG RITSTJÓRN SÍMI 86611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 108. TBL.—74. og 10. ÁRG.—FÖSTUDAGUR 11. MAÍ1984. Kynning verður á keppendunum i keppninni „Fegurðardrottning íslands 1984" á Broadway i kvöld og þá verður vaiin ijósmyndafyrirsæta ársins og vinsælasta stúlkan. Myndin er tekin íBroadway á æfingu hjá stúlkunum. DV-mynd GVA „Eg er mjög eindregið þeirrar skoðunar aö þaö eigi að leyfa frjáls- an innflutning á kartöflum að því marki sem innlend framleiösla getur ekki fullnægt þörfinni," sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra er DV innti hann álits á hvernig afgreiða ætti þær umsóknir sem sendar hafa verið til landbún- aðarráðherra um leyfi tQ að flytja inn kartöflur framhjá Grænmetis- verslun landbúnaöarins. Steingrímur sagðist þeirrar skoðunar að ekki ætti að binda þessi leyfi við ákveðna aðila en hafa þyrfti stjóm á því að innflutningurinn yrði aðeins umfram það sem innlend framleiðsla fullnægði. Aðspurður um hvenær ákvöröun yrði tekin í málinu sagði hann að þaö væri á valdi land- búnaðarráðherra en sjálfur hefði hann lagt áherslu á að afgreiðslu málsins værihraöað. „Eg vil fá þetta mál út úr heiminum sem fyrst til að viö' getum fengið almennilegar kartöflur,” sagði forsætisráðherra. -OEF. Fimm aðilar hafa sótt um innf lutningsleyf i á kartöf lum: Hægt að leyfa innf lutn- ing án lagabreytinga enmáliðí athugun, segir lónHelgason landbúnaðar- ráðherra „Þessi leyfi verða veitt,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra á fundi hjá Rotaryklúbbi Reykjavíkur í gær. Fyrirspumum var beint til hans um hvort þeir inn- flutningsaðilar sem sótt hafa um kartöfluinnflutning fái leyfi. Mikill hiti var í fundarmönnum vegna kartöflumálsins. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra, en í hans valdi er að veita inn- flutningsleyfin, sagði i samtali við DV að máliö væri í athugun. Beiðnirnar þurfa að fara til umsagn- ar til Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins og verða teknar fyrir á fundi þar á miövikudag. „Þeir bændur sem sæti eiga i ráöinu em önnum kafnir yfir sauðburði,” sagði Gunnar Guö- bjartsson framkvæmdastjóri við blm. DV í gær en ráðgert er að ná ráðsmönnum saman á miövikudag. Innflutningsbeiðnir um kartöflu- innflútning framhjá Grænmetis- versluninni hafa borist frá Hag- kaupi, Eggert Kristjánssyni hf., Björgvin Schram hf., Dreifingu hf. og Miklagarði. Ummæli forsætisráðherra vom borin undir landbúnaðarráö- herra, sem svaraði: „Hann metur þetta þannig. Það væri til lítils að leita umsagnar hjá framleiðsluráði ef málið væri þegar ákveðið.” Samkvæmt reglugerö þarf aö leita umsagnar ráösins. En möguleiki er að leyfa innflutning á kartöflum án lagabreytingar að sögn land- búnaðarráðherra. -ÞG Basl í st jómarsamstarf inu: Sjálfstæðismenn ,þreifaf hjá stjómarandstöðunni Ekki hefur farið fram hjá neinum umýmismál. stöðunni, bæði jafnaðarmanna- heldur „þreifingar” nokkurra bandalagsmenn mundu mynda ríkis- að töluvert basl er í stjómarsam- Nokkrir úr forystuliði sjálfstæðis- flokkunumogAlþýðubandalaginu. manna. stjóm með Framsókn, „vinstri starfi sjálfstæðis- og framsóknar- manna hafa því að undanförnu verið Þessir sjálfstæðismenn vilja vita stjóm”, ef slitnaði upp úr núverandi manna. Agreiningur er nú i þinglok að þreifa fyrir sér hjá stjómarand- Þetta em ekki formlegar viðræður hvort jafnaðarmenn og Alþýðu- stjómarsamstarfi á næstunni. Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra: Vilfrjáls- an innf lutn- ingá kartöflum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.