Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR11. MAI1984. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald DV: Matarkostnaður yfir 3 þús. kr. —á mann í fjögurra manna f jölskyldum Meöaltal einstaklinga eftir fjöl- skyldustærðum er ákaflega misjafnt í marsmánuði, samkvæmt niðurstöðum í heimilisbókhaldi þess mánaðar. Venjulega hefur þumalfingursreglan verið sú að hæst hefur meöaltalið verið hjá einbúum en síðan farið lækkandi eftir fjölda einstaklinga í fjölskyldum. Nú bregður svo við að meðaltal einbú- ans er lægst 1.880 krónur en hæst meöaltal á einstaklinga í fjögurra manna fjölskyldum 3.118 kr. I febrúar var meöaltal einbúans 2.862 krónur en einstaklinga í fjögurra manna fjöl- skyldum 2.140 krónur. Og þá var meðaltal hæst í þriggja manna fjöl- skyldum 2.508 krónur. En síðasta uppgjörsmánuðinn, mars, er meöaltal einstaklings, í þriggja manna fjölskyldu 2.956 krónur. Frá því var greint í gær að lands- meðaltal samkvæmt innsendum upplýsingaseðlum um matarkostnað hefði hækkað um 20,5% á milli tveggja síðustu uppgjörsmánaða. Landsmeðal- talið í mars er 2.753 krónur en var í febrúar 2.285 krónur. Landsmeðaltalið er meðaltal allra einstaklinga sem senda okkur tölur úr sínu heimilisbókhaldi. Ásamt heildar- niðurstöðum flokkum við upplýsinga- seðlana eða tölur á þeim eftir fjölda heimilismanna. Síðan reiknum við meðaltal einstaklinga innan hverrar Matur- og hreinlætisvörur. Kostnaður einstaklinga í mars. fjölskyldustærðar fyrir sig. Að því loknu eru upplýsingaseðlar flokkaðir eftir stöðum víðs vegar um landið og fundiö út meðaltal á hverjum stað. Meöaltal einstaklinga eftir fjöl- skyldustærðum birtum viö í dag, sundurliðað og það er sem hér segir: Einstaklingur kr. 1.880,- 12ja m. f jölsk. kr. 2.230,- samtals: kr. 4.460,- í 3ja m. f jölsk. kr. 2.956,- samtals: kr. 8.868,- Í4ram. fjölsk. kr. 3.118,- samtals: kr. 12.472,- í 5 m. f jölsk. kr. 2.599,- samtals: kr. 12.995,- Í6m. fjölsk. kr. 2.195,- samtals: kr. 13.170,- í 7 m. f jölsk. kr. 2.601,- samtals: kr. 18.207,- Samkvæmt meðaltalstölum þessum eru matarreikningar mánaðarins hjá sjö manna f jölskyldum á nítjánda þúsund króna og hjá fimm og sex manna f jölskyld- um um þrettán þúsund krónur. -ÞG. I til samanburóar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega scndið okkur þennan svarseóil. Þannig eruö þér orðinn virkur þitttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks--- Kostnaður í apríl 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr.. FÖSTUDAGSKVÖLD í Jl! HÚSINUI i Jl! HÚSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD Réttir dagsins í dag og laugardag: London lamb Kínverskurpottréttur. og súpa. og súpa. EURXARD OPIÐ Á MORGUN, LAUGARDAG, KL. 9-16. , j VfSA 1 i | Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála A A A A A A % □ cgj ami-ímK rjíZCC J {]? Jón Loftsson hf. rTfTOffl Hlltl'|lll Hringbraut 121 Sími 10600 OPIÐ ALLAR HELGAR Laugardaga kl. 9—19, sunnudaga kl. 10-12 og 13-19. SUMARDEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR, BÆÐI SÓLUÐ OG NÝ • REYNIÐ VIÐSKIPTIN HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓIMS 'HÁTÚNI 2A-SÍM115508

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.