Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR11. MAÍ 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson MITTERRAND SVEIGÐUR TIL HÆGRI — eftir 3ja ára st jórnarsetu Þrem árum eftir að Frakkar kusu sér að forseta mann sem lofaði þeim lausn á atvinnuleysinu með blöndu af sósíalisma og frjálshyggju eru þeir enn að reyna að glöggva sig á því hvenær bóla muni á efndunum hjá Francois Mitterrand. Það var 10. maí 1981 sem Mitter- rand og sósíalistar unnu kosninga- sigur sinn á Valery Giscard D’Estaing en á þessu þriggja ára afmæli eimir lítið eftir af sigurgleði vinstrimanna. Það er ekki aðeins Kommúnistaflokkurinn heldur og áhrifamiklir hópar innan Sósíalista- flokksins sem eru farnir aö nöldra opinberlega yfir þrákelkni stjórnar- innar við sparnaöarstef nuna. Kurr á vinstri arminum Vonbrigði vinstrimanna komu hvaö berlegast í ljós í apríl síðasta þegar sárgramir starfsmenn stáliöj- unnar brenndu myndir af forsetan- um og kölluðu Mitterrand „svik- ara”. Og á meöan bræði stáliönaðar- manna hefur breyst yfir í stöku götu- uppþot, hefur fyrrum iðnaöarráð- herra Mitterrands, Jean-Pierre Chevenement, gengið fram til þess aö opinbera þá spá sína að núverandi stefna forsetans sé dæmd til að mis- takast. Cnevenement er leiðtogi Ceres- armsins vinstrisinna í Sósíalista- flokknum en hann gekk úr ríkisstjóm Pierre Mauroy forsætisráðherra í mars 1983 þegar Mitterrand ákvað eftir nokkurt hik að kúvenda stjórnarskútunni og taka upp stranga sparnaðar- og aðhalds- stefnu. Meira á línu Thatcherismans Þrettán mánuðum síöar fylgir Mitterrand sem fastast „stjarfa- stefnunni” svokölluðu sem dyggilega er framkvæmd af Jacques Delors fjármálaráðherra. Delors hefur sett á oddinn aö ná niður verðbólgunni í Frakklandi en hún er um 7% á árs- grundvelli og hærri en hjá flestum nágrönnunum. Stjarfastefnan hefur ekki lengur það bráöabirgðayfirbragö sem henni var ætlað að vera á rósrauðri braut sósíalista til meiri atvinnu og betri kjara heldur viröist hún til frambúðar. Mörgum sósíalistanum í Frakk- landi finnst sú slóð sem Mitterrand treður ekki vera sú sama sem þeir kusu 1981. Þeim finnst sú stefna meir í ætt við jafnaðarmenn í Vestur- Þýskalandi og á köflum óhugnanlega lík því sem þeir kalla erkiíhald Margaretar Thatcher, forsætisráð- herra Breta, eða jafnvel Reagan- isma. Og atvinnuleysiö, sem Mitterrand setti á oddinn og notaði sér öðru fremur til þess að sigrast á stjórn D’Estaing 1981, hefur fariö vaxandi en stöðnun einkennt efnahagslífið. — Fyrir utan þaö að vera kosningamál 1981, sem Mitterrand hefur ekki tekist að ráöa bót á, þá þykir það hálfu verra fyrir þá sök að á sama tíma hefur efnahagslíf annars staðar á Vesturlöndum tekið að dafna að nýju eftir lömun olíukreppunnar. Horfinn frá þjóðnýtingu og treystir á einkaframtakið Chevenement beinir gagnrýni sinni að Delors en ekki Mitterrand í orðum en hlýtur þó að hæfa forset- ann jafnframt. Hann spáir því að at- vinnulausir veröi orðnir 2,8 milljónir og að vinstriflokkarnir hljóti að tapa kosningunum 1986. Mitterrand telur að ekki sé ann- arra kosta völ en fylgja gildandi stefnu ef franskur framleiðsluiðn- aöur á aö vera samkeppnisf ær. Hann heimsótti Bandaríkin í mars síðasta og lét þar orö falla um þörf- ina á aö örva einkaframtakið og fjár- festingar einkaauðmagns í Frakk- landi sem sýnir vel hve mjög hann hefur sveigst til frjálshyggjunnar. I byrjun stjórnarferils síns hafði hann mesta trú á þjóðnýtingu bankanna og stærstu fyrirtækja. — Enda hafa jafnvel skæðustu andstæöingar hans í pólitíkinni, eins og Raymond Barre og Jacques Chirac, fyrrum forsætis- ráöherrar, lokið nokkru lofsorði á efnahagsstefnu hans, en að vísu meö tregðu. Hægriöflin segja að Mitterrand knýi fram jafnvel strangari efna- hagsaðgerðir en þau hefðu nokkru sinni þorað að reyna meðan þau voru við völd. Mannaskipti hugsanleg A næstu mánuöum bíða Mitter- rands ákvarðanir sem tengjast þessum sinnaskiptum hans. Annars vegar hvort hann hefur áfram kommúnista meö í ríkisstjóminni en sósíalistar hafa nægan þingmeiri- hiuta án kommúnista. Hins vegar hvort hann eigi að skipta um for- sætisráöherra og láta Mauroy flakka. Kommúnistar, sem hafa gerst æ Mitterrand Frakklandsforseti. uppreistarsamari á stjórnarheimil- inu upp á síðkastið, haf;a gert það ljóst að þeir ætla ekki aö nlaupast af stjómarskútunni heldur bíða þess að Mitterrand flæmi þá af henni. En það mun þó ekki létt ákvöröun fyrir Mitterrand aö reka þessa fjóra kommúnista sem ráðherraembætti skipa í ríkisstjórninni því að með því mundi hann strika út tveggja ára- tuga þolinmæðisvinnu við aö koma á samstarfi vinstriaflanna. Það gæti um leið skapað jarðveg fyrir Kommúnistaflokkinn að fylkja um sig hinum óánægðari vinstriöflum landsins og taka forystuna af sósíalistum sem leiðandi vinstri- flokkur Frakka. Skoðanakannanir sýna aö óánægjan meö spamaðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar bitna helst á per- sónufylgi Mauroy forsætisráðherra. Hugmyndir eru uppi um að Mitter- rand víki honum frá og fái í tæka tíö fyrir kosningarnar 1986 annan vin- sælli mann í forsætisráöherraemb- ættið. I því samhengi heyrast helst nefndir Michel Rocard land- búnaðarráðherra, Jacques Delors fjármáiaráðherra og Laurent Fabius iðnaðarráöherra. En þeir þykja allir vera fremur á hægrikanti flokksins. HVE LENGIENDIST ÓLYMPÍUHEFÐIN MEÐ ÞESSUM HÆTTI? Þessi sundlaug viö háskólann í Suður-Kalifomíu verður notuð á ólympíuleikunum bæði fyrir sundkeppni og dýfingar. Akvörðun Sovétmanna um aö taka ekki þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles er líkleg til þess að vekja aftur upp gömlu spurninguna um hvort þeir verði ekki lagðir niður senn. I sumra augum er ólympíu- hreyfingin eins og fomaldarskrímsli, sem geti ekki þrifist í nútímaheimi, og þegar ein vandræðin af henni líði hjá steðji önnur að jafnharöan. Mörg saman Þegar ekki hrjáir hana pólitískt þref og milliríkjadeilur þá eru það deilur um hrikalegan kostnað af ólympíumótum seinni ára, sem vekja mönnum efasemdir um hversu lengi verði undir því risiö að halda þessari gömlu hefð viö. Þar á ofan er skrímslið hlaðið kaunum af baráttunni gegn misnotk- un lyfja í íþróttum og fyrir því við- horfi aö íþróttamenn eigi að keppa fyrir heiðurinn en ekki peninga. Og einhvers staðar í hugar- fylgsnum manna leynist ávallt kvíðinn fyrir því að hvenær sem veröa vill geti þessi mannmörgu mót umbreyst í martröð hryðjuverka. Þótt draga megi úr þeirri hættu með meiri andvara þá verður hún seint útilokuðmeð öllu. Hefur staðið allt af sér Juan Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar, er meðal þeirra sem líta raunsætt á áhrif pólitísks þrefs á ólympíu- hreyfinguna, enda var hann sendi- herra Spánar í Moskvu. — „Viö verðum að viðurkenna þá staðreynd að heimurinn skiptist í tvo hluta ólika pólitískt og íþróttalega séö. Ólympíunefndin veröur aö reyna að vera brúin þeirra á milli.” Enda hafa ólympíuleikamir staðið af sér margan styrinn án þess að lognast út af. Þannig var í Montreal þótt íþróttafólk hinna svörtu lýð- velda Afríku og annarra þriðja heims ríkja sniðgengju þá. Og aftur héldu leikarnir velli þótt Jimmy Carter Bandaríkjaforseti fyrirskip- aði að bandarískt íþróttafólk skyldi ekki sækja ólympíuleikana í Moskvu 1980. Og þótt svo færi að austantjalds- ríkin afréðu að efna til eigin íþrótta- móts í Búlgaríu á sama tíma og ólympíuleikarnir fara fram í Los Angeles þá búast menn við aö ólympíuhreyfingin standi það af sér einnig. Hrikalegur kostnaður Fyrir um áratug horfði þó illa fyrir hreyfingunni, þegar reikningamir af Montreal-leikunum ruku upp í stjamfræðilegar summur og skildu borgina eftir í eins milljarðs dollara skuld. Af því leiddi að flestir kinokuðu sér við að axla þessa byröi. Þegar staðarvaliö fyrir leik- ana 1984 var til ákvörðunar hjá alþjóða ólympíunefndinni 1978 var aöeins einn umsækjandi sem bauðst til að vera gestgjafinn. Það var Los Angeles sem fullyrti að borgin gæti haldiö leikana fyrir minna en 500 milljónir dollara, án þess að þurfa eyri af skattpeningum alþýöu. Viðhorfin breyttust töluvert þegar það barst út aö hugsanlega þyrfti stórborg ekki endilega aö steypa sér í skuldir sem sliga mundu hana fram á 21. öld til þess að standa fyrir leikunum. Nú er það um tylft aðila sem sækjast eftir því að halda leik- ana 1992. Lyf og atvinnumennska Lyfjanefnd ólympíuhreyfingar- innar telur sig þurfa aö vera for- göngumann og fordæmi öllum íþróttahreyfingum í baráttunni fyrir því að eyða lyfjanotkun í afreks- íþróttum. A seinni árum hafa verið þróaðar ýmsar aðferðir til þess að kenna hvar notuð hafa verið lyf, sem eru á bannlista nefndarinnar. En þama er á brattann að sækja, því að þjálfarar og keppendur sjálfir leita eilíft nýrra bragöa og nýrra lyfja semerfitt er aörekja. Olympíunefndin hefur einnig leit- ast við að sporna gegn atvinnu- mennskunni, en ekki tekist að öllu leyti. Hún hefur orðiö aö láta undan síga í ýmsu og meöal annars viður- kenna að þeir sem eru fullgildir áhugamenn í dag eru kannski íþróttamenn sem enga vinnu stunda aðra, þótt þeir þiggi ekki laun þann tímann, í voninni um að ólympíuheiðurinn eigi eftir að bæta fjárhag þeirra meö margföldum tekjumöguleikum. Þeir eru ófáir sem telja að skilyrði til þess að ólympíuleikamir leggist ekki af sé aö besta afreksfólki íþrótt- anna verði leyfð þátttaka í þeim, jafnvel þótt það sé atvinnumenn, sem nefndin leyfi ekki þátttöku eins og nú er um hnútana búiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.