Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984.
3
MEIRIHLUH FYRIR
AFNÁMITEKJUSKATTS
— búist er við að þingsályktunartillaga þess efnis verði samþykkt fyrir þinglok
Allt bendir til aö þingsályktunar-
tillaga nokkurra þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins um afnám tekju-
skatts af almennum launatekjum
muni ná fram að ganga á þessu
þingi.
I þingsályktunartillögunni er f jár-
málaráöherra falið að skipa nefnd til
þess að gera tillögur um á hvern hátt
megi hagræða og spara í rekstri
ríkisins og ríkisstofnana með tilliti til
þess að tekjuskattur verði afnuminn
í áföngum af almennum iaunatekj-
um. Tillögur nefndarinnar skulu
lagðar fyrir Alþingi í upphafi næsta
þings.
I framsöguræðu sinni fyrir
tillögunni í gær sagði Gunnar G.
Schram að ekki færi milli mála að
tekjuskatturinn væri ranglátasti
skatturinn sem lagður væri á hér á
landi. Það væri vegna þess að hann
væri fyrst og fremst skattur á laun-
þega og þá sér í lagi á starfsmenn
ríkis og sveitarfélaga. Jafnframt
væri það alkunna að ýmsir aörir
hópar í þjóðfélaginu borguöu minni
tekjuskatt en þeim bæri og sumir
raunarallsengan.
Gunnar benti á að hugtakiö
almennar launatekjur væri óskil-
greint hugtak en ef miðaö væri við
áætlaðar meöaltekjur á árinu 1983,
sem taldar væru um 270 til 300
þúsund, þá heföu um 80% skattgreið-
enda verið tekjuskattslausir á þessu
ári. Þetta sýndi glöggt hversu mikil-
vægt mál væri hér á ferðinni fyrir
þorra landsmanna.
*
Gunnar benti ennfremur á að
tekjuskatturinn næmi aðeins um 10%
af tekjiun ríkissjóðs og væri
áætlaður 1,8 milljarðar króna á fjár-
lögum þessa árs. Þessum tekjumissi
mætti mæta með sparnaði og nýjum
tekjustofnum. I þvi sambandi nefndi
hann að hvert söluskattsstig gæfi
rikissjóði rúmlega 300 milljónir
króna í tekjur. Þá nefndi hann aö það
væru augljós rök fyrir afnámi tekju-
skattsins að við það myndu ráð-
stöfunartekjur alls almennings
aukast og hlyti það að hafa bein áhrif
á samninga um kaup og kjör.
Þá nefndi Gunnar G. Sehram að
mikilvægt væri að ríkisstjómin
framfylgdi því atriði stjómarsátt-
mála að jafna tekjur hjóna fyrir
skattlagningu. Sem dæmi um órétt-
lætið í þessum málum tók hann barn-
laus hjón sem höföu 550 þúsund í
árstekjur á síöasta ári. Ef annað
þeirra aflar teknanna verður tekju-
skattur þeirra og sjúkratryggmgagjald
á þessu ári 110 þúsund krónur. En et
annað hefði haft 300 þúsund í tekjur
og hitt 250 þúsund væm skattar
þeirra aðeins 70 þúsund krónur eða
40 þúsund krónum lægri en í fyrra til-
fellinu.
Þess má geta að þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa borið fram sambæri-
lega tillögu um afnám tekjuskatts.
Meirihluti virðist vera fyrir málinu á
Alþingi og er búist við að það verði
afgreitt fyrir þinglok.
Concorde til Kef lavíkur:
KAMPAVÍNSFLUG
YFIR NORDURPÓL
Islendingum gefst kostur á að fljúga heimskautsbaug á leið sinni hingað til
með Concorde þotunni hljóðfráu yfir' lands. Verður gerður stuttur stans,
norðurpólinn í ágústmánuði og þiggja farþegum boðið í útsýnisflug svo og
kampavínsveitingar á meðan. Miða- rútuferð um landið og á meðan gefst
verð verður ekki undir 12.000 krónum. Islendingum kostur á pólarflugi með
Concorde þotan er væntanleg til kapmavínsveitingum. Flugið tekur
Keflavíkur 18. ágústnk. meðlOOferða- aöeins 84 mínútur og á meðan flýtur
langa frá Lundúnum sem fljúga yfir kampaviniðómælt. -EIR.
Þingsályktunartillaga:
Þjóðarátak í trjárækt
Sex þingmenn úr öllum f lokkum hafa
lagt fram á Alþingi þingsályktunartil-
lögu þar sem lagt er til að ríkisstjómin
hlutist tU um aö 40 ára afmælis
lýðveldisstofnunar á Islandi verði
minnst með þjóöarátaki í trjárækt í
þéttbýli og dreifbýli.
I greinargerðinni segir aö gert sé ráð
fyrir að rikisstjórnin skipi 10 manna
framkvæmdanefnd sem í ættu sæti
þingmenn ásamt fulltrúum frá
Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélagi
Islands og Sambandi íslenskra sveitar-
félaga. Nefndin legði fram fram-
kvæmdaáætlun í stórum dráttum en
síðan kæmi tU kasta sveitarstjórna
víðs vegar um land aö ákveða hvernig
heppilegast væri að standa að fram-
kvæmdum. Þáttur ríkisvaldsins yrði
fyrst og fremst að leggja eitthvað af
mörkum tU kynningar og fræðslu
varðandi átakiö.
Fyrsti flutningsmaður tUlögunnar er
Gunnar G. Schram en meðflytjendur
Eiður Guðnason, Guðmundur Einars-
son, PáU Pétursson, Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir og Svavai- Gestsson.
OEF
EV-SALURINN í FIATHÚSINU
1929 notadir bílar í eigu umbodssins 1984
- ALLT Á SAMA STAÐ EGILL ,
-VILHJALMSSON HF
YFIR HALFA 0LD.
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944— 79775