Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. 13 Aðfór að námsmönnum og LÍN I vetur hefur verið unnin, fyrir tilstuðlan menntamálaráðherra, skýrsla um stöðu og afkomu Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Að sögn skýrsluhöfundar er markmiö skýrsl- unnar að gera grein fyrir þróun sjóðsins og huga aö hagræðingu í rekstri hans. 011 viðleitni er gæti bætt stöðu LIN er góðra gjalda verð og henni ber að fagna. Staðreyndin er hins vegar sú að skýrsla þessi er gróf aðför að námsmönnum og LIN. Tilgangurinn með LÍN er fyrst og síðast sá að tryggja öllum jafna aöstöðu til að afla sér þeirrar mennt- unar sem hugur þeirra stendur til án tillits til efnahagslegrar eða félags- legrar stööu. Enginn námsmaður á að þurfa aö hætta námi vegna slíkra þátta, svo fremi hann standist þær námskröfur er viðkomandi mennta- stofnun gerir. Það er ljóst að LIN býr við mikinn vanda um þessar mundir. Fjárþörf sjóösins hefur fjórfaldast að raun- gildi á tímabilinu 1971—1984 og hefur hann þurft að taka þungbær lán til að uppfylla skyldur sínar því að framlög ríkissjóðs hafa ekki dugað. Þetta er kjami málsins. Vandi LIN er ekki til kominn vegna aukinnar fjárþarfar nema, ekki vegna aukins verksviðs sjóðsins og ekki vegna þess að rekstrarkostnaður sjóðsins hafi aukist. Nei, vandi LIN er til kominn vegna þess að ríkissjóöur hefur ekki uppfyllt skyldur sínar við hann. Markmið tillagna A einum stað segir höfundur: „markmið þessara tillagna er ann- arsvegar aö hafa áhrif á eftirspurn eftir lánum þannig að kostnaður viö langskólanám verði metinn á raun- hæfan hátt af þeim einstaklingi sem hyggur á langskólanám og gleggri kostnaðarleg tengsl myndist milli HJÖRLEIFUR RAFN JÓNSSON, FORMAÐUR SAMFÉLAGSINS, FÉLAGS ÞJÓOFÉLAGS- FRÆOINEMA VIÐ HÍ framboðs og eftirspurnar eftir menntun.” Þessu mótmælum við. Við teljum að hér sé á ferðinni hættuleg þróun. Ef þessi hugsun yröi höfð að leiöarljósi við úthlutun náms- lána er ljóst að hún myndi greiða fjölda námsbrauta innan Háskóla Islands banahögg. Það köllum við ekki aö efla Háskóla Islands. I skýrslunni kemur fram sú hug- mynd að gera námslán að fjár- festingarlánum. Þessu mótmælum við. Námsmenn hafa alltaf lagt á það þunga áherslu að námslán séu fram- færslulán, þau séu notuð til almennr- ar framfærslu, ekki til fjárfestingar. Námslán eiga alltaf að vera í hópi hagstæöustu lána sem völ er á í þjóð- félaginu. Við höfnum öllum hug- myndum um vaxtabindingu lána ofan á verðtryggingu. Aö auki leggur höfundur til að kröfur um námsafköst verði auknar. Af þessu mætti ætla að hann teldi námsafköst lítil. Við teljum á hinn bóginn að samkvæmt núverandi skipan mála séu gerðar fyllilega sanngjarnar og réttlátar kröfur um námsafköst. Enn heldur höfundur áfram. Nú er lagt til að dregið verði úr hinu félags- lega tilliti. Þessu vísum við alfarið á bug. Það hefur verið, allt frá stofnun sjóðsins, meginhlutverk hans að jafna aöstöðu nemenda því að það er deginum ljósara að nemendur búa við mismunandi félagslegar aðstæöur. Sumir búa í foreldra- húsum, en aörir hafa hins vegar fyrir fjölskyldu að sjá. Fjárþörfin er því mismikil. Við höfnum því að hluti af starfsemi LIN verði settur í hendur tryggingakerfisins í landinu. Þetta segjum við af ótta við að slíkt fyrir- komulag gæti reynst of þungt í vöfum, námsmönnum til mikils óhagræðis. Tekjumark eða framfærslukostnaður Höfundur leggur ennfremur til að upphæð námslána svari til ákveðins tekjumarks í stað þess að miða við framfærslukostnað eins og nú er. Þeirri spurningu er hins vegar ósvarað við hvaða tekjumark skuli miöaö. Krafa okkar er skýr og ljós: að upphæð námslána eigi skilyrðis- laust að miðast við f ramfærslu hvers og eins. Höfundur telur að efla beri Há- skóla Islands. Auövitað ber stjórn- völdum þessa lands að sjá til þess að Háskóli Islands geti gegnt hlutverki sínu og þurfi ekki sérfræðiálit utan úr bæ til að segja ráðherra slíkt. Við mótmælum ástandi mála við Há- skóla Islands eins og það er í dag. Skólinn býr við fjársvelti, nemendum hefur stórfjölgað en á sama tíma hefur fjárveitingarvaldið lítið sem ekkert aðhafst í málinu. Þessari öfugþróun ber að snúa við. Við teljum skýrslu þessa hrein- ustu móðgun. Hún er grófleg aðför að hagsmunum og réttindum náms- manna. Hún er aðför aðþví réttlætis- kerfi sem viö höfum barist fyrir langa lengi. Við viljum benda á aö höfundur er ekki eingöngu að fást við hagfræðilegar stæröir. Námsmenn eru ekki breytur í hagfræðilíkani. Við erum fólk og krefjumst lausna sem taka tillit til mannlegra þátta. Það er staðreynd að námslán eru lán sem við borgum að fullu verðtryggð til baka. Viö bendum á að hluti ráðamanna í þjóðfélaginu fékk á sínum tíma „námslán”, sem á þeim tíma voru hreinar gjaf ir eins og önnur „lán”. Við teljum þaö alger- lega siðlaust að þeir aðilar sem nutu þessara „lána” á sínum tíma ætli nú að láta okkur gjalda þess hversu illa var staðið að hlutunum áöur fyrr. Ef þær hugmyndir sem fram koma í skýrslunni ná fram að ganga munum við stíga stórt og dapurlegt skref út í hin ystu myrkur. ,Það hefur verið, allt stofnun “ sjóðsins, meginhlutverk hans að jafna aðstöðu nemenda því að það er deginum ljós- ara að nemendur búa við mismunandi félags- legar aðstæður.” Þá er forsetakosningunum lokið í f?l Salvador. Leiðtogi kristilegra demókrata, Napóleon Duarte, sigraði í þeim kosningum. Er þetta í þriðja sinn sem hann verður forseti E1 Salvador. I fyrsta sinn var honum steypt af stóli og rekinn úr landi, eða slapp, eftir að hafa þolað pyntingar, m.a. rifnar af honum neglur. I annað sinn varö hann forseti eftir þá stjórn- arbyltingu sem varð upphaf þeirra lýðræðislegu stjórnarhátta sem nú er verið að koma á í E1 Salvador. Duarte er hófsamur maður á evrópska vísu, en talinn róttækur í Suður-Ameríku. Hann hefur mikiö fylgi meðal almennings, einkum smábænda, sem sjá í honum von til þess að auðskipting verði réttlátari og þeir fái möguleika á að eignast land sitt. Til hliðsjónar er rétt að benda á, að þessi breyting varð á Is- landi um aldamótin 1800 þegar jarðir biskupsstólanna voru seldar. Það varð bylting í landinu og þegar Alþingi var endurreist var komin fjölmenn stétt sjálfseignarbænda, sem var bakhjarl forystumanna Islendinga í sjálfstæöisbaráttunni. Vilja lýðræði Kosningamar í E1 Salvador sýna ótvírætt að skæruliðar og ránsmenn kommúnista hafa litinn hljómgrunn meðal almennings. Þrátt fyrir hótanir kommúnista og árásir á k jör- staði og heimili varð kosningaþátt- takan slik að hún þætti góö í þróuðum lýðræðisríkjum. Nú kunna menn að halda því fram aö þátttakan skipti ekki öllu máli því aö skylda hafi verið að kjósa. Þaö er út af fyrir sig rétt. En hver segir að menn hefðu ekki kosið hvort eð var? D’Aubuisson leiðtogi landeigenda tapaði í þessum kosningum. Hann hefur þó verulegt fylgi meöal kjós- enda. A Vesturlöndum hefur hann hlotið hin verstu orð og honum kennd hin og þessi hryðjuverkin, t.d. tekur Ogmundur ætíö fram að hann sé leið- togi svonefndra dauðasveita. D’Aubuisson hefur ætíð neitað þess- um ásökunum. Hins vegar hefur hann margoft lýst því yfir að það þurfi að ganga á milli bols og höfuðs Lýðræðið sigrar í Ei Salvador á kommúniskum skæruliðum og er þaðskiljanlegt. Hvaða dauðasveitir? En hverjar eru svo þessar dauða- sveitir hægri manna. Daglega hafa borist fréttir af skæruliðum í E1 Salvador. Þessir skæruliðar ráöast á þorp og friösæla bændur og drepa allt kvikt. Skæru- liöarnir beita einkum fyrir sig þeirri gömlu aðferð að slátra þeim sem veita fólkinu forystu — drepa hrepp- stjóra, presta, kennara og aðra þá sem almúginn í þessu landi treystir. Skæruliðar hafa ekki hingaö til fariö að neinum „reglum um meðferð fanga”. Hins vegar eru þeir ekki aöili að ríkisstjórn og þess vegna falla hryðjuverk þeirra utan við „Bæði Duarte og d'Aubuisson eru úr þeim hópi sem vill tryggja lýðræði i landinu." „Kosningarnar í E1 Salvador sýna ótvírætt að skæruliðar og ránsmenn kommúnista hafa lítinn hljómgrunn meðal al- mennings.” starfsvettvang mannréttindasam- taka eins og Amnesty Intemational. Dauðasveitimar eru samtök manna sem ákváðu að gjalda skæruliðunum í sömu mynt. Þær fara um og drepa þá sem þær gruna um stuðning við skæruliða. Eg ætla ekki að verja aðgerðir dauöasveit- anna. Hins vegar er rétt að menn átti sig á því að þær em afleiðing af hryðjuverkum kommúnista. Til samanburðar má nefna of- beldissamtök mótmælenda á Norður- Irlandi sem stofnuð eru tU mótvægis við hryðjuverkasamtök írska lýð- veldishersins. Eðlilega kveinka kommúnistar sér undan því ef þeir fá ekki einir að ösla blóðlækina. Kjallarinn HARALDURBLÖNDAL LÖGFRÆÐINGUR Rætur átaka Það má rekja átökin í E1 Salvador áratugi aftur í tímann. Rétt eftir 1930 urðu miklar óeirðir í landinu og í kjölfar þeirra réðust andstæðingar kommúnista á þá og var þeim slátraö í hræðilegu blóöbaði. Þar stjórnuöu ferðinni þeir menn til hægri sem ekki trúðu því að hægt væri að leysa vandamál landsins á lýðræðislegan hátt. Kommúnistar vom þá búnir að berjast gegn stjórnvöldum og predikuðu þá kenningu að gera yrði byltingu í landinu, þ.e. steypa stjóm landsins á annan hátt en í kosningum. Frá þessum árum hefur landið liðiö fyfir átök þessara hópa sem vilja beita vopnum en ekki atkvæða- seðlum. Þeir era ekki fjölmennir og hafa lítinn stuöning. Hins vegar þarf ekki marga menn með byssur til þess að skapa upplausn. Einn dmkk- inn maður á Vesturgötunni getur valdið góðum usla, eins og dæmin sanna. En meginhluti landsmanna vill frið. Bæði Duarte og d’Aubuisson em úr þeim hópi sem vilja tryggja lýðræði í landinu. Þeir em aö vísu ekki sömu skoðunar, frekar en t.d. Þorsteinn Pálsson og Kjartan Jóhannsson. Skoðanaágreiningur þessara manna þýðir hins vegar ekki aö afhenda eigi öll völd í landinu mönnum sem nota byssuna til þess að skjóta sér leiö til valda. Þvert á mól;i á að styðja, þá í tilraunum þeirra til þess að koma á friði og reglu í landinu. Það gerist hins vegar ekki fyrr en skæruliðahreyfing kommúnista hefur verið brotin á bak aftur. Skæruliðarnir hafa samúð sjónvarpsins og Ogmundar. Við munum eftir frásögnunum af Bad- er-Meinhofglæpamönnunum. Þeir fóm um Þýskaland og beittu hryðju- verkum til þess að reyna að steypa stjórn landsins. Vitanlega varð að taka harkalega á. Sú harka varð gagnrýnisefni „frjálslyndra blaða- manna”. Almenningur í Þýskalandi studdi hins vegar stjórnvöld. Og nú er friður í Þýskalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.