Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 32
I Fréttaskotið 68-78-58 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist efla er notað i DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga athugar kaup á togara: Hafa skoðað Runólf í Grundarfirði Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefur nú til athugunar kaup á togara fyrir frystihús sitt á Höfn í Hornafirði og fór hópur manna frá KASK nýlega til Grundarfjarðar þar sem þeir skoð- uðu togarann Runólf. Hermann Hansson, kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, staöfesti þetta í samtali við DV en sagöi að málið væri á algjöru frumstigi hjá þeim og að fleiri skip en Runólfur væru í sigtinu. Hvað ákvarðanatöku í þessu máli varðaði sagöi hann að hún gæti jafnvel legið fyrir í þessum mánuði en einnig gæti hún dregist eitthvað fram yfir þann tíma. „Astæður fyrir togarakaupum okkar eru að tryggja meiri festu í atvinnulíf- inu hér, ” sagöi Hermann Hansson. -FRI Kartöflu- undir- skriftir „Undirritaðir skora á stjórnvöld að gefa innflutning frjálsan á kartöflum og grænmeti á þeim tíma sem innlend gæðaframleiðsla annar ekki eftir- spurn.” Þetta er yfirskrift undir- skriftasöfnunar sem ráðgert er að standi yfir í dag og á morgun. Það eru Neytendasamtökin sem hafa hrundið þessari undirskriftasöfnun af staö. Jón Magnússon, formaöur samtakanna, sagði að reynt yrði að dreifa listunum í sem flestar matvöruverslanir. Listun- um verður síðan safnaö saman og afhentir ríkisstjóminni. Húsmæðrafélag Islands, Manneldis- félag Islands, Félag Matvörukaup- manna, Kaupmannasamtök Islands, Verslunarráð Islands hafa lýst yfir stuðningi viö þessa undirskrifta- söfnun. -APH LUKKUDAGAR 13. MAÍ 38418 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKAIMUM AÐ VEROMÆTI KR. 400,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Fíest er nú apað eftir Svíumf HUSNÆÐIS- FRUMVARPIÐ STRANDAÐ? v I Vafllil/lflr ■ Ekkert samkomulag er enn milli stjómarflokkanna um hvemig af- greiða eigi húsnæðisfrumvarpið þrátt fyrir stöðug fundarhöld í allan gærdag. Sjálfstæðismenn munu vera ósveigjanlegir i þeirrí afstöðu sinni að Búseti fái ekki rétt til lána úr Byggingasjóði verkamanna en þau nema sem kunnugt er 80% af bygg- ingarkostnaði. Vilja sjálfstæðismenn annað hvort fresta afgreiðslu frum- varpsins fram á næsta þing eða taka af öll tvímæli um að Búseti falli ekki undir ákvæði frumvarpsins um félagslegar íbúðabyggingar. — „Við viljum stefna að því að koma öllum húsnæðislánunum í 80%, ekki bara til þeirra sem vilja leigja út húsnæði eins og Búseti heldur einnig til þeirra sem vilja eiga húsnæði. Við viljum ekki fallast á þá mismunum sem felst í túlkun félagsmálaráð- herra,” sagði Olafur G. Einarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt heimildum DV lagði félagsmálaráðherra fram mála- miðlunartillögu í gær þar sem lagt var til að gildistöku þeirrar greinar laganna sem um er deilt verði frestað en frumvarpið samþykkt að öðru leyti. Sjálfstæðismenn höfnuðu þeirri tillögu. Virðist ýmislegt benda til þess að frumvarpið verði ekki af- greitt á þessu þingi. OEF Sæmundur Pálsson, lögreglumaður á Seltjarnarnesi, ræöir við sjónarvotta sem telja sig hafa séð lítinn kafbát isjónum út afnesinu. D V-mynd S. KAFBÁTUR í SJÓNUM? „Þaö fór lítil flugvél í sjóinn út af Sel- tjarnamesi og hana rekur nú í átt aö Gróttu.” Þessa tilkynningu fékk lögreglan á Seltjarnarnesi í gær- morgun laust fyrir kl. 9.30 og var mikiö lið sent út á nesið til leitar. SVFI hóf þegar aögerðir en þegar samband var haft við Flugmálastjórn kom í ljós aö engin flugvél var þarna á ferð. Þyrla Landhelgisgæslunnar varð einskis vör er hún flaug yfir svæðið. Sjónarvottar báru síðan að þeir teldu sig hafa séð kafbát en ekki flugvél í sjónum en skipverjar á olíuskipinu Héöinn Valdimarsson og flutninga- skipinu Langá sem voru á þessum slóðum urðu ekki varir við neitt. JGH/FRI Hraðbraut hf.: Selurtværaf blöndunar- stöðvum sínum Hraðbraut hf. hefur ákveðið að selja hluta af eigum sínum, þar á meðal 2 blöndunarstöðvar og standa nú yfir samningar við nokkra aðila vegna söl- unnar. Benedikt Bogason, stjórnarfor- maður í Hraðbraut hf., sagði í samtali viö DV að ljóst væri að verkefni væru ekki fyrir hendi til að halda starfsem- inni áfram óbreyttri og því hefði verið gripið til þess að selja eigumar en Hraðbraut á alls 5 blöndunarstöðvar auk annarra tæk ja og véla. Samhliða sölunni á eignunum verður dregin verulega saman starfsemi Hraöbrautar hf. Ekki hefur fengist uppgefið hvaöa verðhugmyndir eru á þeim blöndunarstöðvum, sem selja á, en ný blöndunarstöð af minnstu gerð kostar nú á bilinu 8—9 milljónir kr. -FRI M jólkursamlag KASK býður út mjólkurflutninga: Lægsta tilboð er30% undir kostnaðarverði Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á HöfníHornafiröi: Mjólkursamlag KASK hefur ákveöið að bjóða út mjólkurflutninga sína en á svæði þeirra eru 44 framleiðendur. Alls bámst 8 tilboö í flutningana, hið lægsta þeirra um 30% undir núverandi kostnaðarverði þeirra. Ef lægsta tilboðinu verður tekiö þýðir það að flutningskostnaður á hvern lítra mjólkur fer úr 94 aurum í um 60 aura sem þýðir um 450 þúsund kr. spamað á ári eða um 10 þúsund kr. áhvem bónda. -FRI SJÓÐANDI HEIT HÚS Þeir eru ekki í vandræðum með kyndingarkostnaðinn í Hveragerði. I Borgarheiði 11 þar í bæ er nú verið að grafa frá húsi til að hleypa jarðhita í aðra átt en beint upp í stofur. „Við fórum aö taka eftir hitanum hér í húsinu fyrir 2 árum og ágeröist hann svo að um tíma var gólfið orðiö nær því 40 stiga heitt og vart verandi inni, allir gluggar opnir en kom fyrir lítið,” segir Geir Ágústsson, sem býr í húsinu. -EIR Nýstof nuð Samtök fatlaðra ungmenna á íslandi: „Enginn vildi vera með okkur’” „Eg vil ekki segja að þessi samtök séu stofnuð til höfuðs öörum samtðk- um fatlaðra í landinu. Hins vegar erum viö með þessu að vekja þetta f óik til umhugsunar um stöðu sína og reyna að virkja það,” sagðí Rögn- valdur Oðinsson, formaður nýstofn- aðra Samtaka fatlaðra ungmenna á Isla ndi í samtali við DV. „Það hefur aldrei verið til neitt sem heitlr æskulýðsstarf fyrir þenn- an hóp. Við reyndum að fá ýmsa til að vinna fyrir okkur í tengslum viö æskulýðsárið, en næsta ár er tileink- að æskulýð um heim allan. Okkur tókst þaö ekki og því drifum við í því að stofna okkar eigin samtök,” sagöi Rögnvaldur. Hann sagði ennfremur að þessi samtök væru byggð upp á sama grundvelli og önnur æskulýðssamtök i landinu og væru þau fyrir fólk á aldrinum 16til35ára. — Hvert er markmiðið með samtökum þessum? „Viö munum berjast fyrir hags- munum þessa hóps. Þar er fyrst að nefna menntunarmáiin en þau eru í molum. Fötluöu fólki er gert mjög erfitt fyrir aö komast í gegnum skólakerfið. Að vísu eru hér reknar ýmsar sérdeildir, en okkur finnst að með því að draga þetta fólk í sér- dilka, sé það úr öllu raunverulegu sambandi við þjóðfélagið. Við viljum að fatlað fólk fái að vera með hinum áskóiabekk. Atvinnumálin eru og ofarlega á baugi. En þetta tvennt er samhang- andi. Það er erfitt fyrir fatlað fólk að komast út á atvinnumarkaöinn, en þar er það einkum menntunin sem stendur þvi fyrir þrifum.” — Hvert verður fyrsta verkefni samtakanna? „Viö ætlum aö kynna þessi samtök og vekja fólk til umhugsunar. Svo er það auðvitað undirbúningurinn að æskulýösárinu á næsta ári,” sagði Rögnvaldur Oðinsson.. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.