Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 28
36 HEMMIGUNN - FRÍSKUR OG FJÖRUGUR:! IAN DURY — 4000 WEEKS HOLIDAY: Dury kominn í fönkið Sú var tíðin að Ian Dury og þver- hausar nans voru í framvarðasveit pönkara og sungu um Sex and drugs and rock’n roll. En nú er öldin önnur. Dury hefur losað sig við þverhausana og fengið tónlistarstúdentana til liös við sig í staðinn. Jafnframt hefur tón- listin breyst og þaö æði mikið. Ekki svo að skilja að Duiy sé hlaup- inn yfir i einhvem commercialisma, sei sei nei, nú er það fönkið. Fönkið set- ur sem sagt mestan svip á þessa nýju plötu Dury með léttri jasssveiflu í bland. Inn á milli eru róleg lög sem Dury gerir skemmtileg skil með sinni djúpu rödd. Stundum minnir hann mig á Lee Marvin í laginu Wondering Star sællar minningar. Tekið skal þó fram að Dury getur sungið, en það var varla hægt að segja um Lee Marvin. Eins og vera ber í fönki eru blást- urshljóðfæri mjög áberandi ásamt þéttum bassa- og trommuleik. Lögin eru mjög misjöfn að gæðum og á heild- ina litiö er platan ekki mjög aðlaðandi. Textar Durys hafa alltaf verið at- hyglisverðir og þaö eru þeir líka á þessari plötu. Hann hefur greinilega gaman að rími og orðaleikjum og stundum virðist hann leggja meira upp úr þessum þáttum en innihaldi text- ans. Engu að síður getur þetta oft á tíð- um verið hinn fyndnasti samsetningur. Dury hefur alla tíð verið maöur sem er ófeiminn við að taka afstöðu og á þessari plötu skipar hann sér í sveit friðarsinna og eldflaugnaandstæðinga. Utan á plötunni skartar hann friðar- merkinu kunna og í einu laganna hvet- ur hann til þess að sprengjan verði bönnuð áður en hún drepi okkur öll. Heyr. -SþS Að gera gott úr öilu eins og framleiðendur sælgætis Hemmi blessaður Gunn gerir það ekki endasleppt og nú er komin sóló- plata með Hemma; Friskur og f jörug- ur heitir hún og er víst réttnefni. Þaö er óþarfi að hafa mörg orð um dreng- inn þann er vippaöi sér frá knettinum upp í útvarp og reif íþróttaþættina upp með eftirminnilegum hætti þannig að nú hlustar hálf þjóðin. Það er nú einu sinni svo með okkur Islendinga aö við eigum ekkert yfrið nóg af skemmtilegu fólki. Afleiðingin er sú að þegar fréttist af einum slíkum er hann svo umsetinn og eftirsóttur að engu lagi er líkt. I samræmi við þetta hefur Hemmi kom- ið nærri nokkrum hljómplötum á síð- ustu misserum. Rúnar Júl. og Geim- steinn, að ógleymdum Gylfa Ægissyni, . nældu í kappann og hafa nýtt hann vel. Hemmi sendir vinum sinum nokkur vel valin orð á plötuumslaginu og þar getur hann þess meðal annars að þetta sé „partí-plata” sem ætluð er „fjör- ugu fólki á fullri ferð í fagnaði”. Orð- sendingu sina endar hann svona: „Listin (lystin) er hverful,”' sagði gömul kona í Keflavik einu sinni og bætti við, að þetta væri ágæt plata, en roskinn maöur á Reyðarfirði sagði að þetta væri lélegt.” Eg held að þetta sé kjami málsins. Hemmi er að gera það sem hann gerir best; að vera skemmti- legur og enga tilgerð þarf hann. Þetta er skemmtiplata fyrst og siðast og þannig ber aö skoða hana og dæma. Hún hefur sina kosti og sína galla eins og allar plötur. Sumum finnst hún góð, öörum léleg. Lögin eru í takt við tilganginn; létt og leikandi hröð og textar sömuleiðis. A fyrri hliðinni eru erlend lög sem ekki hafa heyrst í íslenskum búningi fyrr (utan eitt eftir Sigvalda Kaldalóns). Seinni hliðin er hins vegar eign Gylfa Ægissonar. Fyrst er Minning um mann og er það eina lagið sem ég tel að hefði mátt sleppa. Hemmi veldur því tæp- ast. Fjögur síðustu lög plötunnar eru einnig gömul og hafa áður komið á Halastjörnuplötum í sama búningi. Má auðvitað deila um réttmæti slíkra ráð- stafana. Verður það látið liggja milli hluta aö sinni. Utsetningar eru í Geimsteinsstíl og auðheyrt að Þórir Baldursson stýrir þar málum. Er notkun hljómborða tæpast fyrir minn smekk. Hemmi sjálfur syngur með sínu nefi, hann er orðinn vel „miðlungs partífær”. Sem sagt: skemmtiplata með Hemma Gunn í búningi Þóris Bald. -TT. VAN MORRISON - LIVE AT THE GRAND OPERA HOUSE: MORRISON A HEIMASLOÐUM Van Morrison er einn af þeim tón- listarmönnum sem vilja láta taka sig alvarlega, enda eru textar hans oft á tíöum beitt ádeiluljóð sem vert er aö taka eftir. Morrison er fæddur í Belfast á Norður-Iriandi og því hefur honum þótt við hæfi að halda konsert í hinu stríðshrjáða heimalandi sínu, þar sem bræður berjast, konsert sem hefur verið settur á plast. Live At The Grand Opera House Belfast heitir platan og mun vera önn- ur hljómleikaplata hans. Fyrir réttum tíu árum kom tvöfalt hljómleikaalbúm frá honum sem nefndist It’s To Late To Stop Now og er óhætt að telja þá plötu með allra bestu „live” plötum sem gerðar hafa verið. Nýja platan er einnig að mörgu leyti vel heppnuð og eru lögin góður samnefnari fyrir sköpunarverk mikils listamanns sem búinn er að vera í bransanum í tuttugu ár. Byrjaði í hljómsveit er kaliaðist Them, og vakti þar nokkra athygli, en hefur síðan 1967 veriö einn á ferö þó hann hafi við ýmis tækifæri stofnað hljómsveitir með vinum og kunningj- um og hefur haldið sínu striki í tón- listarsköpun sinni þrátt fyrir breytta tíma. Einn af þeim sem aödáendur geta alltaf treyst á. Það eru tíu lög á Live At The Grand Opera og eru níu þeirra eftir Van Morrison en hann hefur látið fylgja með gamlan slagara, It’s All In The Game, í eigin útsetningu. Það er eigin- lega ekki hægt að taka eitt lag fram yfir annað á þessari plötu, þau mynda eina sterka heild og þótt platan taki um fimmtíu mínútur í spilun er hún ekki einninótuoflöng. Þegar hlustað er á Live At The Grand Opera getur maður verið öruggur um að þannig var þetta á tón- leikunum, það er ekkert stúdíófiff komið inn á eftir á. Hljómurinn er passlega hrár og hentar vel lögunum. Þó er einn annmarki á konsertinum sem ég sætti mig ekki við. Van Morri- son hefur fengið til liðs við sig þrjár söngkonur í bakraddir og finnst mér nokkur ofnotkun á þeim. Kemur stundum fyrir að hálfgerður soulfíling- ur verði sem ekki passar við lögin. En i heild er Live At The Grand Opera hin ágætasta eign og góður vitnisburður umsannanlistamann. HK. | SCORPION — LOVE AT FIRST STING: | Tilbreytingarlaust Hljómsveitin Scorpion er eldri í hett- unni en flesta grunar, búin að gefa út sjö plötur. Hún er líka þýsk sem sjálf- sagt kemur einhverjum á óvart. Plata hennar, LoveatFirst Sting, er nú í áttunda sæti bandariska listans, sem auðvitað er (svo aö segja) ein- stætt afrek af þýskri sveit. Við fljóta hlustun myndi tónlist ,sveitarinnar skýlaust flokkast undir þungarokk, en þegar betur er að gáð þá spilar hún ekki þetta týpíska þunga- rokk á enska vísu. Enda segir það sig sjálft að normalt þungarokk færi ekki að vaða í áttunda sæti í Ameríkunni. Tónlist Skrópajónanna er nákvæm blanda af bandarísku suðurstrandar- rokki (að hætti Journey) og svo breska bárujárninu. Ekki ósvipað Loverboy. Fyrir vikið er tónlistin melódískari en þárujámið og líka betri. Það er ekki þar meö sagt að þetta sé einhver gæða- Nýjar plötur tónlist, því fer fjarri. Lögin eru öll svipuð og flækjast öll fyrir hvert öðru. Það er helst aö veðja á ,Coming Home’ þegar á að fara að útnefna eitt lag öðru betra. Annars segir umslagið nokkuð vel til um innihald plötunnar. Sama myndin er á báðum hliðum þess og svo aftur utan á nærhaldinu. Sem sagt. Tilbreytingarlaust. SigA IDV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1981 • 1 • Sæl nu! Eitthvað frett- næmt? Sjáum tii... Flciri stórsöngvarar t*n Mick Jagg- cr cru upptcknir við gcrð sólóplatna. Arciðanlcgar heimildir cru fvrir þ\í að Frcddie Mcrcury, söngvari Quccn, se mcð eina í burðar- liðnum og viuni að hcnni t Þýskalandi. Mercury hcfur citthvað vcrið að dcdúa mcð Michacl Jackson cn óvíst cr hvort það cfni verður a pliit- unni... Jackson cr drengur góðhjartaður og liösinnir ymsum vinum sínunr, hann cr til dæmis nýbúinn að syngja dúctt mcð bróöur sm- unt Jeremy cn kemur aftur á móti ckki fram a fyrstu plötu svstur sinnar: Latovu... r Gömlu jálkarnir í Decp Purple hafa ákveðið aö rcisa hljómsveitina upp frá dauð- um og allir upphafsmennirn- ir eru með í spilinu: Ian Gill- an, Ritchie Blackmore, Jon Lord, Roger Glover og Ian Paice... Amóta gamlar hljómsveitir, Troggs og Dave Dee, Dozy og félagar, hafa nýlega gefið út plötur sem ekki hafa farið hátt...Rokk- rásin kynnti í gær niðurstöö- ur úr vinsældakosningu sinni: bestu popplög síðustu tveggja áratuga. ’Urslitin geta tæpast komið á óvart en í fimm efstu sætunum voru: Stairway to Heaven/Led Zeppelin, Bohemian Raps- ody/Queen, Yesterday/Thc Beatlés, Money/Piiik Floyd og House Of the Raising Sun/Animals... A fimmta hundrað manns tóku þátt í könnuninni, meðalaldur rúm- lega tuttugu ár, og miðað við það er merkilegt hvað sigur-’ lögin eru komin til ára siiina... Nýja breiðskífa Echo & the Bunnymen, Ocean Rain, hefur fengið frábæra dóma og sömu sögu er að segja um plötu Cure, The Top... Nýja platan frá Hum- ( an League, Hysteria. kom ut i byrjun mai og þar er meðal annars að finna lag James Bond með lengsta nafni sem um getur í poppsögunni: Rock Me 'Again And Again And Again And Again And Again And Again!... Minnstu rokkstjörnurnar samkvæmt síðustu talningu í sentímetr- um eru þessir: Nik Kershaw, Elton John, Phil Collins... Dallas-stjarnan Howard Keel (Clayton) á lag á breska breiðskífulistanum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.