Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR11. MAÍ 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd María Estela Peron skuldar rikissjóði 9 milljónir. SKULD MARÍU PERON Einn af dómurum Argentínu úr- skurðaði að tilskipun yfirvalda um að gefa Maríu Estela Peron, fyrrum for- seta landsins og ekkju Juan Peron, eftir níu milljón dollara skuld við ríkis- stjóð, stríddi gegn stjómarskránni. Raul Alfonsin hafði undirritað tilskipunina til þess að greiða götu þess að María Peron sneri aftur heim til Argentínu úr útlegð sinni á Spáni til þess að vera fulltrúi flokks Perónista í viðræöum við hann og stjórn hans um samstöðu allra flokka og verkalýðs- samtaka í aðgerðum til þess að leysa efnanagsvanda Argentínu. Dómarinn úrskurðaöi aö Alfonsin forseti heföi gengið lengra en valdum- boð hans náöi og að einungis þing landsins gæti gefið eftir slíka skuld við ríkissjóö. SJÓRÁN í GYANA Fiskimenn í Gyana krefjast auk- innar löggæslu og verndar vegna sjó- rána. Nýlega var ráðist þar um borð í togbát, en ræningjamir myrtu skip- stjórann og vörpuðu honum og áhöfn- inni fyrir borð. Togarinn fannst síðar yfirgefinn en af li og talstöð voru horfin frá borði. 88 togbátar aðrir frá sama útgerðar- félagi eru lagstir í höfn og áhafnimar neita að fara út á sjó aftur, nema þeim verði tryggð öragg vernd gegn slíkum atburðum. Duartefagnar samþykktBanda- ríkjaþings Jose Napoleon Duarte, sem almennt er talinn hafa farið með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosningum í E1 Salvador þó úrslit liggi enn ekki fyrir, fagnaði í gærkvöldi þeirri samþykkt fulltrúadeildar Bandaríkjaþings aö verja 1,3 mUljörðum Bandaríkjadoll- ara til stuönings við Mið-Ameríku. „Eg er mjög ánægöur að vita af því að þingið skyldi sýna okkur þetta traust með því að styrkja okkur með fjárframlögum og lánum,” sagði Duarte í samtaU við Reuters-frétta- stofuna. Hann sagði að sú staðreynd að þing- ið setti engin skilyrði varðandi mann- réttindamál „hvetur okkur tU að berj- ast enn harðar fyrir mannréttindum og gegn misbeitingu valds og dauða- sveitunum, þannig að við getum öU ööl- astfrið.” , ... . , . .?ií’¥0O«fe,«hi^iteNg»sál i| W Einn af forvígismönnum ólympíu- hreyfingarinnar kemur til Moskvu í dag í sömu mund sem afstaöa austan- tjaldsríkjanna tU ólympíuleikanna í Los Angeles í sumar er að byrja aö skýrast. Mario Vazquez Rana, forseti sam- taka ólympíunefnda þjóðanna, vonast tU þess að geta taUð forystumönnum í- þróttahreyfingarinnar í Sovétrikjun- um hughvarf um leikana sem eiga að byrja í júlí. Búlgaría og nú Austur-Þýskaland hafa sagt aö þau ætli að sniðganga leikana og bera viö samskonar á- stæðum og Sovétmenn. Nefnilega kvíöa fyrir öryggi íþróttamanna þeirra, misnotkun Bandaríkjastjórnar á leikunum í pólitískum tilgangi og fleira. LUdegast þykir að önnur austantjaldsríki muni fara að þessu fordæmi, að undanskiUnni kannski Rúmeníu, sem oft sýnir meira sjálf- stæði í utanríkisstefnu sinni, en ná- grannaríkin, og hefur gefið til kynna aö hún muni senda íþróttaUð. Rana sagði á miðvikudag að ferð hans til Moskvu hefði verið ákveðin í desember í vetur en að hann mundi færa ákvörðun Sovétstjómarinnar í tal við íþróttafrömuði og ræða við ólympíunefnd Sovétríkjanna. — „Viö munum berjast fyrir því aö Sovétríkin taki þátt í leikunum,” sagði hann, og upplýsti að hann færi þessa ferð að beiðni Samaranch forseta alþjóðlegu ólympíunefndarinnar. Fjöhniölar í Sovétríkjunum em nú teknir til við að gagnrýna alþjóðlegu ólympíunefndina jafnt sem bandarísk yfirvöld. Liggja þeir Samaranch á hálsi fyrir að hafa ekkert aðhafst í um- kvörtunarefnum Sovétmanna varð- andi undirbúninginn í Los Angeles. — Þykú- þessi gagnrýni ekki auka líkurnar á að Sovétmenn muni tilleið- anlegir til aö skipta um skoðun. Málinu hefur raunar lítið verið haldið á lofti í sovéskum f jölmiðlum. Los Angeles, gestgjafi sumarleikanna 1984. Ballerínan krefst 25 milljón dollara í skaðabætur Ballerínan, Natalía Makarova, hefur höfðað skaðabótamál þar sem hún krefst 25 milljóna dollara bóta vegna meiðsla hennar þegar hluti af sviöinu hrapaði á hana í Kennedy-miðstöðinni í Washington 1982. Segist hún hafa hlotið varanleg örkuml í slysinu sem varð við sýningu á ballettinum „On your toes”. Strigi og járnpípur höfðu fallið á hana. Hlaut Natalia Makarova, fyrram stórstjáraa viö Kirov-ballettinn, segir að meiðslin spilli dansi hennar. hún höfuöhögg og auk þess brotnaði annað herðablaðið. Slysiö varð 18. desember 1982, þegar Makarova, sem áður var ballett- stjama við Kirov-ballettinn í Moskvu, var að koma í fyrsta skipti fram í grín- ballett. Dansaöi hún aðalhlutverkið, en það var skapmikil ballerína í sovésk- um ballettflokki í heimsókn í New York. — Sjálf stakk Makarova af til Vesturlanda frá Sovétríkjunum 1970. I málshöfðuninni heldur hún því fram að framkvæmdastjórn Kennedy- miðstöðvarinnar hafi vitað að slysa- hætta stafaöi af sviðinu í því ástandi semþarvar. Yf irlýsing ísraelsks ráðherra veldur hneyskslun: 4 fleiðingar hryðju- verkanna jákvaeðar” Yuval Neeman, vísinda- og þróunarmálaráðherra Israels, hefur þyrlað upp miklu pólitísku moldviðri heima fyrir með því að gefa í skyn að bílsprengjuárásir á tvo palestínska borgarstjóra á hinum hertekna vesturbakka Jórdanár 1980 hafi haft jákvæð áhrif. Neeman, sem er úr hinum mjög svo þjóðemis- og hægrisinnaða Tehiya-flokki, sagði í útvarpsviðtali: „Eg er ekki að segja að ég réttlæti þær (sprengingarnar) en ég tel að þegar á heildina er litið hafi þær haft góðáhrif.” Aðrir ísraelskir stjómmálamenn voru fljótir aö taka afstööu gegn um- mælum hans og átti það einnig við um flokksbræður hans í Tehiya. Nú eru í haldi ísraelsku lögregl- unnar 25 Israelsmenn, flestir land- nemar á vesturbakkanum og í Golanhæöum, sem gmnaðir era um aö tilheyra neðanjaröarhreyfingu er hefur kosið að berjast með hryðju- verkum gegn Aröbum. Fréttir greina að sumir hinna handteknu hafi játað að hafa staðið á bak við árás á islamskan skóla í Hebron í júlí síðastliönum þar sem fjórir Arabar létu lífið. Heimildir innan lögreglunnar segja að sami hópur hafi sennilega staðið á bak við bílasprengjuárásirnar 1980 sem særðu borgarstjórana í Nablus og Ramallah. Er Neeman bar saman þessa tvo atburði sagði hann að bíla- sprengjumar hafi „ekki verið eins alvarlegur glæpur í mínum augum og morð á saklausu fólki sem svar við morði á saklausum gyðingum.” Annar borgarstjóranna missti báða fætur fyrir neöan hné í sprengjuárásinni. Neeman er fyrsti ráðherrann til að gefa í skyn að slíkar árásir á hinum herteknu svæðum geti haft jákvæð áhrif í för með sér. Geula Cohen, þingmaður Tehiya- flokksins, gagnrýndi Neeman fyrir yfirlýsinguna og sagði aö ekki væri unnt að hafa mismunandi stig yfir þaö að hafna hryðjuverkum. Þingmaöurinn Mordecai Virshussky úr miðflokknum Shinui hvatti Shamir forsætisráðherra til að reka Neeman úr stjórninni vegna yfirlýsingarinnar. S3p!T5T RÆÐIRIDAG VIÐ ÍÞRÓTTAFRÖMUÐI SOVÉTRÍKJANNA Fjölmiðlar í Sovétríkjunum gera sem minnst úr ólympíumálinu en gagnrýna IOC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.