Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Ólympíuhugsjónin eyðilögð Ákvöröun Sovétríkjanna um að ta'ka ekki þátt í ólympíuleikunum þarf ekki að koma á óvart. Eftir að Bandaríkin hættu við þátttöku í Moskvuleikunum fyrir fjórum árum til að mótmæla innrásinni í Afghanistan hafa Sovétmenn beðið færis til að koma fram hefndum. Stórveldaslagurinn gengur nefnilega út á að gjalda líku líkt, jafnvægið nær ekki aöeins til vígbúnaðarins, það verður einnig að vera fullt jafnræði í fýluköstum. Úr -því að Bandaríkin neituðu að koma til Moskvu af pólitískum ástæðum geta Rússarnir auðvitað ekki verið minni menn. Þeir verða einnig að finna sér mótmæli. Olympíuleikarnir eru sem sagt ekki merkilegri í augum þessara stórbokka en svo að það þykir sjálfsagt að draga leikana niður í lágkúru kalda stríðsins. Ölympíuhugsjón- in og íþróttirnar eru eins og hvert annað peð á skákborði barnalegs rembings stríðandi fylkinga. Er nema von að illa gangi í samningum um afvopnun og flókin deilumál, þegar einföld og saklaus mál á borð við íþróttamót eru virt að vettugi og höfð að leiksoppi, eftir pólitískum geðsveiflum hverju sinni. Ákvörðun Bandaríkjanna um að hætta við þátttöku í ólympíuleikunum fyrir fjórum árum mæltist illa fyrir meðal allra þeirra sem unna íþróttum. Iþróttum og pólitík á ekki að blanda saman. Hins vegar var afstaða Bandaríkjamanna skiljanlegri fyrir þá sök aö Sovétríkin höfðu þá nýlega ráðist með heri sína inn í Afghanistan. Sá atburður var þess eðlis að frjálsar og sjálfstæðar þjóðir hlutu að mótmæla harkalega svo fólskulegri árás. Við getum ekki látið sem ekkert sé þegar heilar þjóðir eru murkaðar niður, jafnvel þótt mótmælin breyti engu um atburðarásina. Sovétríkin hafa enga slíka ástæðu til að skírskota til. Þeir bera fyrir sig tylliástæður. Það eitt vakir fyrir Sovétríkjunum aö koma höggi á Bandaríkjastjórn, jafnvel þótt það kosti eyðileggingu á sjálfum ólympíuleikunum og stefni framtíð þeirra í hættu. Helsta friðarvon mannkyns felst í auknum sam- skiptum, leik og starfi, þar sem þjóðir mætast og kynnast og pólitísk landamæri eru ekki til. Iþróttasamskipti, heilbrigð og heiðarleg keppni og kynni æskufólks alls staðar að úr heiminum er ákjósanlegasta aðferðin til að skapa friðvænlegan heim. Fordómum er eytt, vinátta og gleði fær útrás og íþróttafólkið, áhorfendurnir og frétta- mennirnir í þúsundatali blanda geði, friðmælast og vakna til vitundar um aö heimsmyndin er ekki eins óskapleg og hræðileg og stórveldin vilja vera láta. Svarthvíta myndin breytist og það verður erfiðara fyrir einangraða valda- kónga í fílabeinsturnum að etja þjóðum og herjum saman í dauðastríð, þegar kynni hafa skapast og vináttu- bönd verið hnýtt. Ölympíuleikarnir þjóna ekki aðeins tilgangi sem glæsileg íþróttahátíð. Þeir eru mikilsvert framlag í þeirri friðarviðleitni sem af einlægni hefur eflst á allra síðustu árum. Fyrir einræðisherra og valdabraskara, sem áfram vilja skáka mannkyninu fram og aftur á taflborði úreltr- ar heimsvaldastefnu, er það eitur í beinum ef fólkið og þegnarnir uppgötva að heimsveldin hafi rangt fyrir sér. Það er dapurlegt til þess aö vita að örfáir fýlupokar og smásálir austur í Kreml geti kippt fótunum undan háleit- ustu hugsjón allra friðelskandi manna, eyðilagt ólympíu- hátíðina og sáð frækornum illgresis og tortryggni, án nokkurrar frambærilegrar ástæðu. Það er ekki einu sinni hægt að fyrirgefa þeim, því þeir vita hvað þeir eru að gera. Tilgangurinn-helgar-meðaiið. ------*ebs: AF GRUNDVALL- ARVERÐIOG NIÐ- URGREIDSUUí —greinarhluti tekinn til skoðunar I Dagblaöinu og síðar DV hafa falliö mörg gervigullkom um íslenskan landbúnaö. Þeim ófögnuöi hefur einkum sjálfvalinn hópur manna slett á síöur líkt og kálfar losa úr klaufum. Þaö hefur veriö þessum hópi sameiginlegt, fyrir utan þaö aö heita sumir sama nafninu, aö þeir hafa stuöst viö víötækt þekking- arleysi á umræöuefninu. Ymsumhefur þótt aöbændurhafi verið seinir til svars gagnvart skrifum þessum og þagaö oftast þunnu hljóði þótt klifað hafi verið á rangfærslum og lygum dag eftir dag, árum saman, landbúnaöi til hnjóös og þjóðinni til vansæmdar. En hafa ber í huga aö margir okkar bænda hafa taliö aö rógurinn væri svo yfir- drifinn að flestir lesendur vissu hann aö stærstuin hluta framsettan til að þjóna lund þeirra einkennilegu manna sem hafa af því lifibrauð að framreiöa og selja æsifréttir og annansora. Dæmigerður greinarhluti Þaö er ekki vegna þess aö þú, Jón- as minn Guömundsson, rithöfundur m.m., hafir slegið eitthvert nýtt met í opinberun þekkingarskorti í grein þinni í DV sl. föstudag (föstudaginn 27. apríl), að ég drep nú penna niður. Hitt mun sannari orsök aö eftirfar- andi greinarhluti er dæmigerður fyrir málflutning ykkar nafna og hálfnafna og hl jóðaði svo: „Það ér auðvitað vel skiljanlegt fyrir neytendur, að maður meö slíka þekkingu á kýrinnar náttúru og hegöan skuli vera valinn til æöstu metorða í samtökum bænda. En hinsvegar vita neyt- endur að kýrnar mjólka meira þegar þær ganga í kafgresi á sum- ardögum, en þá skammdegis- daga, er þær híma liðstirðar og nytlitlar í f jósi, dópaöar af lyf jum og slagandi af fóðurbæti.” I þessari málsgrein ert þú Jónas (fyrir kaup líklega?) aö gera tilraun til þess, óvart eða vísvitandi, að mis- skilja þau orö formanns Stéttar- sambands bænda, er hann lét falla í útvarpi um þaö aö ekki væri öruggt aö mjólkuraukningin nú í vetur þýddi endilega aö framleiðsla ykist að sama skapi út allt árið. Þ.e. aö aukning á sumarframleiddri mjólk miðað viö fyrri ár væri ekki örugg afleiöing mikillar vetrarframleiðslu. Kjallarinn BIRKIR FRIÐBERTSSON BÓNDI, BIRKIHLÍÐ, SÚGANDAFIRÐI Eins og vikiö er aö hér aö framan tel ég aö þekkingarleysið sé þinn þröskuldur í þessu efni frekar en ein- ber illgirni, að ég segi ekki óþverra- háttur. Fróðleiksmolar Því verð ég aö trúa því aö þér og e.t.v. sumum lesendum þínum gæti verið akkur í aö fá brot þeirrar vit- neskju sem er enn utan þíns f jölhæfa höfuðs og þekkingarsviös, en snertir mjög þann greinarhluta sem hér er til umræöu og nýtur þeirra for- réttinda aö vera hér aleinn dreginn til skoöunar af þeim f jölmörgu rang- færslum sem grein þín geymir og eru svo ósköp keimlíkar innbyrðis aö minnt gætu á samstofna bakteríur, og látum þær kyrrar liggja, en hyggjum aö vissum f róðleiksmolum. 1. Framleiösla mjólkur vissa vetr- armánuöi er minni en innanlands- neysla á mjólk og mjólkurvörum. Sumarframleiðslan umfram neyslu byggir upp smjör- og ostaþörf vetrarins. Umframfram- leiðsla ársins eöa útflutnings- hlutinn verður einnig til þá. 2. Forusta bændasamtaka og for- sjármenn mjólkursamlaga hafa reynt aö fá framieiösluna jafnaða milli árstíða t.d. meö hærri greiðslum fyrir vetrarframleidda mjólk en skerðingu á veröi fyrir sumarframleiðslu. Verömun- urinn hefur skilaö ómældum árangri, en betur má. 3. Hin mikla sumarframleiösla er ekki vegna þess að vor- og sumar- bærur skili meiri ársnyt heldur en haust- og vetrarbærar kýr, nema síður sé. Þetta vita bændur eins og formaður þeirra og einnig fjöldi annarra neytenda. 4. Þrennt veldur mikilli árstiöa- sveiflu í mjólkurframleiöslu ööru fremur. a) Kúnum er eölilegra aö bera að vorinu og festa þá frekar fang á þeim tíma sem leiðir til vor- buröar. b) Kýr mjólka mun meira á fyrri hluta mjólkurskeiös en hinum síöari. (Þetta hefur þig kannski grunaö, Jónas). c) Ymsir framleiðendur telja aö núverandi mismunur á vetrar- og sumarverði sé of lítill Vegna aukins fóðurkostnaöar þegar kýr eru í hæstri nyt vetrarmánuöina. 5. Þrátt fyrir þessa annmarka er það von margra aö umbeðin og æskileg tilfærsla á buröartíma sé m.a. orsök hinnar auknu framleiðslu í vetur. 6i Aö aukinni framleiöslujöfnun þarf að vinna, vegna markaöarins og vegna þess aö vinnslukostnaður vegna manna- halds og nauösynlegrar um- setningargetu samlaganna er hærri en vera þyrfti ef árstíðar- sveiflan væri minni eða nær engin. Þess vegna er þaö hlutverk okkar bænda aö bæta þar um eftir bestu getu. Til þess að svo megi takast þurfa fleiri kýr aö bera síðsumars eöa fyrri hluta vetrar og færri á öörum árstímum. 7. Hirðing íslenskra kúa, fóðrun og aöbúö er tvímælalaust á þann veg að bændur þekkja lítt til þess aö þær hími um skammdegisdaga „liðstirðar og nytlitiar í fjósi” og hvergi mun þekk jast aö slíkar kýr Séu „dópaðar af lyfjum og siag- andi af fóðurbæti.” (Svo menntaöar kýr hef ég ekki séö). Þaö er fagvinna aö viðhalda hreysti afuröamikilia kúa, ekki síst þeirra, sem framleiöa megin- hluta mjólkurinnar á langri inni- stööu, en samkvæmt niöurstööum úr skýrslum nautgriparæktar- félaganna er augljóst aö stærstum hluta íslenskra mjólkur- framleiöenda er sú list lagin og þeir fá kýr til hærri ársafuröa ef aðalframleiðsia á mjólkurskeiöi er meðan skammdegið ríkir. Samkvæmt nefndum gögnum eru jafnminnstar ársafurðir hjá þeim kúm sem bera á tímabilinu júní, júlíogágúst. Þekkingarauki „Þeir kaupa ekki á sig gáf urnar þó aö þeir fari í þessa skóla,” sagði kerling ein hér vestra og þótti skemmtilega til orða tekið. Þú veröur heldur ekki greindari, Jónas minn, þó aö þú lesir þetta tvisvar. En þegar að þú hefur lesið þetta svo vel aö þú skiljir, vil ég trúa því aö þekk- ing þín hafi aukist frá því sem áður var, því ekki vil ég meina að umrædd skrif þín með skáldlegu oröfæri hafi til orðið gegn betri vitund. Því biö ég þér og þinum blessunar. A „Hin mikla sumarframleiðsla er ekki vegna þess að vor- og sumarbærur skili meiri ársnyt heldur en haust- og vetrarbærar kýr, nema síður sé.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.