Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR11. MAÍ1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ríkisstjóraarfundur hjá Amin Gemayel, forseta Líbanon. Nsst honum á hægri hönd situr Rashid Karami, forsætisráðherra Líbanon, sem Gemayel fól að mynda þjóðstjórnlna. Þjóðstjómin hélt sinn fyrsta fund — Karami segir að uppbyggingarstarfið sé nú hafið í Líbanon Þjóðstjómin nýja í Líbanon hélt sinn uppbyggingarstarf það í landinu sem fvrsta fund í gær og hóf þar með Karami forsætisráðherra kallaði Báðir frambjóðendurnir í Panama telja sig hafa sigrað i kosnmgunum sem eru þær fyrstu í landinu síðan 1968. Nicolas Ardito Barletta, til vinstri, er frambjóð- andi rikisstjórnarinnar en Arnulfo Arias Madrid, til hægri.er frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Gunnlaugur A. Jónsson Klifu Mount Everest Indverji og f jórir Búlgarar hafa lok- ið við að klífa 8848 metra háan tind Mount Everest, sem er hæsta fjall heims. Indverjinn, Phu Dorjee (35 ára), sem hefur verið leiöbeinandi við fjalla- klifur, náði upp á tindinn á miðvikudag um miðjan dag, en tveir Búlgaranna voru rétt á undan honum. Hinir tveir fylgdu skammt á eftir en lentu í þoku og snjókomu og komust þó sömuleiðis upp á tindinn. Það er ekki vitað hvort þeir félagar hafa rekist á lík Búlgarans, Hristo Ivanov Prodanov, sem fórst eftir að hafa komist upp á fjallið 20. apríl síðastliðinn. I for méð Indverjahum Vár sherpi og indversk kona, Rita Gombu að nafni. Þau urðu bæði að snúa frá þegar þau lentu í erfiðleikum méð súrefnistæki sín. — Gombu ætlaði að verða fyrsta indverska konan og fimmta konan í heiminum sem komist hefur upp á Mount Everest. Faðir hennar var Nawang Gombu sem var fyrstur manna til þess að klífa Mount Everest tvívegis. m---------------------► Indverjinn í hópnum er leiðbeinandi annarra sem byggjast sigrast á voldugum tindum. „gönguna til bjargarþjóðinni.” Stjórnin kemur aftur saman til fundar í dag og mun hún halda áfram vinnu við stefnumörkun stjórnarinnar sem hefur innan sinna vébanda leið- toga stríðandi fylkinga i landinu, þ.e. bæði múslimi og kristna menn. Fundur stjórnarinnar í gær var hald- inn í sumarhöll forsetans í f jallaþorp- inu Bikfaya. Amin Gemayel forseti stýrði fundinum. Gemayel forseti sýndi sáttarhug sinn í verki með því að bjóða Jumblatt leiðtoga drúsa og Berri leiðtoga shiita að setjast i limosín-bifreiö sína ásamt Karami forsætisráðherra. Síðan snæddu þeir saman á veitingastað bæjarins. Níu af tíu ráðherrum hinnar nýju stjómar mættu til fundarins í gær. Aðeins Abdullah Rassi, hinn grískorþódoxi innanrikisráðherra var fjarstaddur. Mikil spenna vegna kosninganna í Panama: Frestað að tilkynna úrslit kosninganna Ríkisstjórn Panama sem nýtur stuðnings hersins í landinu lýsti þvi yfir í gærkvöldi að úrslitin úr forseta- kosningunum siðastliöinn sunnudag y rðu ekki kunngerð f yrir helgi. Frestunin eigi að koma í veg fyrir ólgu meðal stjórnarandstæöinga og hugsanlegar mótmælaaðgerðir. Yfirlýsingin er túlkuð á þann veg að frambjóðandi stjórnarinnar hafi farið með sigur af hólmi. Nicolas Ardito Barletta, 45 ára gam- all hagfræðingur, er frambjóöandi stjórnarinnar og hersins sem i raun hefur farið með völdin í landinu síöast- liðin sextán ár. Andstæðingur hans heitir Arnulfo Arias, 82 ára gamall. Hann nýtur mik- illa vinsælda meðal alþýðu landsins en hefur sakaö stjórnvöld um að hafa haft brögð í tafli við kosningamar. Hann varaði við því að óeirðir kynnu að brjótast út ef á daginn kæmi að and- stæðingur hans hefði unnið sigur. Bæði Barletta og Arias telja sig hafa farið með sigur af hólmi og byggja það á skoðanakönnunum er stuöningsmenn þeirra hafa framkvæmt. LÍBANON FETAR í FÓTSPOR ARABARÍKJANNA Ríkisstjórn Libanons hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi viö Costa Rica og E1 Salvador í gær. Heimildir greindu að ákvörðunin hafi verið tekin af „þjóðsáttarstjórn- inni” undir forsæti Rashid Karani for- sætisráöherra á fundi í gær vegna þeirrar ákvörðunar fyrrnefndra ríkja að flytja sendiráð sin í Israel frá Tel Aviv til Jerúsalem. Líbanon hefur þar með slegist í hóp arabarikjanna sem áöur höfðu slitiö stjórnmálasambandi við rikin tvö vegna fyrrgreindrar ákvörðunar þeirra. Kínverjarstyöja réttlátan málstað Palestínuaraba Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínuaraba, PLO, sagði í gær að leiðtogar Kína hefðu fullvissað hann um einlægan stuðning þeirra við „rétt- látan málstað” Palestínumanna. Arafat sagði þetta er hann ræddi við fréttamenn er hann kom til Kuwait í gær úr heimsókn sinni til Kína og Austurlanda. Mikilflóðf Brasilíu Um þr jú þúsund manns hafa orðið aö flýja heimúi sökum flóöa í fylkinu Rio Grande do Sul í Suöur-Brasilíu. Sex fórust í flóöunum. — Lýst hefur verið yfir neyöarástandi á þessum slóöum. Flóöin fylgdu í kjölfar úrhellisrigninga og mikilla vatnavaxta í fljótinu Jagu- ari sem f læddi y fir bakka sína. haust. SophiaLoren örvæntingarfull Sophia Loren, kvikmyndaleikkonan góðkunna, verður fimmtug í septem- ber næstkomandi. I tilefni af því átti Rómardagblaðið 11 Messaggero viðtal viðhana. „Auðvitað er ég full af ótta og ör- væntingu eins og allir aðrir sem nálg- ast fimmtugt,” segir Sophia. „En hins vegar hef ég þaö gott og ég á lítil börn og þau halda mér ungri.” Sophia Loren leikur nú aðalhlutverk- ið í nýrri kvikmynd er nefnist „Some- thing Blond” og nú er unnið að kvik- myndun hennar í Sbrrento. Edoardo, hinn ellefu ára gamli sonur hennar, fer meö annað aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um dreng sem er næstum blindur og baráttu hans fyrir því að fá næga peninga fyrir uppskurði sem geti bjargaðsjónhans. Sophia Loren getur nú að nýju sýnt sig í heimalandi sínu eftir að hún fyrir nokkrum árum afplánaði sautján daga fangelsi fyrir skattsvik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.