Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 17
25
Tll'TyO'ÍI 'TíT
DV. FÖSTÚDAGUR11. MAl'l'984.
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
s Angeles-leikana:
TÓLFEN SIÖ
ÞJÁLFARAR
eir júdómenn þegar valdir
íska ólympíuhópinn
Sigurðsson, Vésteinn Hafsteinsson og
Þórdis Gísladóttir úr frjálsum íþrótt-
um, júdómennirnir Bjarni Friðriksson
og Kolbeinn Gíslason og sundfólkið
Tryggvi Helgason og Guðrún Fema
Ágústsdóttir.
Þeir fjórir íþróttamenn sem enn á
eftir að velja eru að öllum líkindum
einhverjir þessara: Haraldur Olafsson
lyftingamaður og frjálsíþrótta-
mennirnir Oskar Jakobsson, Þráinn
Hafsteinsson, Sigurður Einarsson og
Kristján Harðarson.
Akveðið er aö aðalfararstjóri veröi
Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam-
bands Islands, en enn er ekki ákveðið
hverjir hinir sex verða. Einn þjálfari
fer frá hverri íþróttagrein og verða
þeir að öllum likindum fjórir og farar-
stjórarnir því þrír. Samkvæmt kvóta
sem settur hefur verið er hverri þjóð
heimilt að senda vissan fjölda farar-
stjóra og þjálfara miðaö við fjölda
keppenda frá viökomandi þjóö og 12
keppendur gefa rétt á sjö fararstjórum
og þjálfurum. Einn OL-nefndarmanna
sagði á fundinum í gær að þessi sjö-
manna kvóti yrði örugglega nýttur.
Lokafrestur til að tilkynna þátt-
takendur á leikana í Los Angeles
rennur út nákvæmlega kl. 11.59 þann 2.
júní.
-SK.
Lárus Guðmundsson í leik með Waterschei,
VILDIHELDUR LARUS
EN SKOTANN MCGHEE!
— Lárus Guðmundsson hefur skrifað undir samning hjá Bayer Uerdingen íV-Þýskalandi
og kaupverðið var milli 8 og 9 hundruð þúsund mörk
Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni
DVíBelgíu:
„Eg vildi heldur fá Lárus
Guðmundsson í lið mitt en Skotann
Mark McGhee. Lárus kemur til með að
falla vel inn í lið Baycr Uerdingen.
Okkur hefur gengið vel á þessu
leiktímabili og ég þarf ekki að breyta
leikaðferð liðsins vegna hans. Það
hefði ég hins vegar orðið að gera ef
Bayer Uerdingen hefði keypt
Skotann,” sagði Timo Konietzka, hinn
kunni þjálfari Bayer Uerdingen, eftir
að Lárus Guðmundsson hafði skrifað
undir tveggja ára samniug við þýska
liöiö seint á miðvikudagskvöld. Hann
fer frá Waterschei í Belgíu til Uerding-
en eftir þetta leiktimabil. Kaupverðið
var milli átta og niu hundruð þús.
vestur-þýsk mörk. Sem sagt toppsala
eða um níu milljónir islenskra króna.
Þá hefur Bayer Uerdingen einnig
keypt leikmanninn unga, Wolfgang
Schafer, frá Solingen en hann er einnig
miðherjt eins og Lárus.
„Eg er mjög ánægöur með þennan
Timo Konietzka, þjálfari Bayer
Uerdingen.
samning viö þýska liðið þó ég hefði
heldur kosið að fara til Standard Liege
og halda áfram að leika í Belgíu. Það
var mjög svekkjandi að samningurinn
við Standard fór út um þúfur, þegar
liðið gat ekki selt belgíska landsliðs-
manninn Plessers til Hamborgar,”
sagði Lárus eftir að hafa skrifaö undir
samning við þýska liðið.
Skoraði alltaf
Timo Konietzka, þjálfari Uerdingen,
fylgdist með Lárusi í þremur leikjum
hans meö Waterschei. Það var í
leikjunum gegn Lierse, Beerschot og
Anderlecht og Lárus skoraði fyrir
Waterschei í öllum leikjunum, eitt
mark í hverjum. Lárus var í toppformi
í þessum leikjum og greinilegt að Timo
var ánægður með það sem hann sá.
Hann var mjög kunnur knattspyrnu-
maður hér á árum áöur. Lék níu lands-
leiki í A-Iandsliði Vestur-Þýskalands,
var sjö ár þjálfari og leikmaður FC
Ziirich í Sviss. Gerðist þjálfari hjá
Bayer Uerdingen í fyrrasumar.
Uerdingen er rétt fyrir norðan
Mönchengladbach, örskammt frá
Diisseldorf.
Lárus fer til Uerdingen í næstu viku
og leikur þá æfingaleik með liðinu.
Uerdingen hefur nokkra möguleika á
að komast í UEFA-keppnina næsta
leiktímabU. Berst þar við Köln og
Bayer Leverkusen. Líklegt er að Lárus
fari síðan í vikufrí til Spánar en kemur
hingað heim í lok maí. I júní fer hann
svo til liðs við þýska liöið.
Lárus Guömundsson verður 23ja ára
á þessu ári og hefur verið atvinnu-
maður hjá Waterschei í tvö ár. Varð
bikarmeistari með Waterschei vorið
1982. Skoraði þá bæði mörk Waterschei
í 2—0 sigrinum á Waregem á Heysel-
leikvanginum mikla í Briissel. Var
kjörinn maður leiksins. I undanúrslit-
um við Beveren skoraði hann öll mörk
Waterschei, eða þrjú, í báðum leikjum.
Hann var því öðrum fremur maðurinn
bak við bikarsigur Waterschei.
Hér heima hafði I.árus vakið mikla
athygli sem miðiierji Vikings og varð
Islandsmeistari með Víkingi 1981. Var
nann þá markhæsti leikmaður Islands-
mótsins með 12 mörk ásamt Sigurlási
Þorleifssyni, IBV. Lárus lék sinn
fyrsta landsleik 1980 og hefur leikið 13
landsleiki fyrir Island.
KB/hsim.
OL í Los Angeles dýrt spaug:
Kosta okkur jaf nvirði
tveggja einbýlishúsa
þátttökugjaldið eitt um 3 milljónir
„Eg á von á þvi að ólympíuleikarn-
ir, og þá á ég við vetrar- og sumarleik-
ana, kosti tslendinga rúmar sex
milljónir í það heila,” sagði Gísli Hall-
dórsson, formaður íslensku OL-nefnd-
arinnar, í samtali við DV í gær.
„Vetrarleikarnir í Sarajevo einir
kostuöu á bilinu 800—900 þúsund en
leikarnir í Los Angeles verða mun dýr-
ari,” sagði Gísli.
Það er greinilegt að dýrt spaug er
að taka þátt í OL-leikum og þátttakan
ein kostar um 3 milljónir ísl. kr. Fyrir
rúmar sex milljónir má hæglega fá sér
tvö einbýlishús í dag og jafnvel eina
bifreiða ef ekki tvær.
Þess má geta að styrkir til íþrótta-
manna og sérsambanda innan ISI
nema í heildina um 2,6 milljónum en
hafa skal í huga að Afreksmannasjóð-
ur ISI kemur inn í þaö dæmi með sína
styrki. -SK.
SANTANDER TAP-
AÐIA SPANI
„Við töpuðum á útivelli fyrir Athlet-
ico Bilbao, sem er efst í 2. deildinni hér
1—2, en við eigum seinni leikinn eftir
og ætlum okkur að hefna ófaranna
þá,” sagði Magnús Bergs í samtali við
DV í gærkvöldi. Hann og félagar hans
hjá Santander léku í fyrrakvöld fyrri
leikinn gegn Bilbao í deildabikamum
spánska. Bilbao-liðið er eitt af liðunum
sem ekki getur unnið sæti í 1. deild.
Aðallið félagsins er þar fyrir.
„Eg meiddist á æfingu um daginn
og hef verið slappur siðan. Þetta
versnaöi síðan í leiknum gegn Bilbao
og ég fór út af snemma í leiknum en ég
vonast til að verða oröinn góður fyrir
næsta leik,” sagði Magnús Bergs.
-SK.
íttir
íþróttir
íþrótt
íþróttir
íþróttir
A-Þjóðverjar
líka hættir
— við þátttöku á ólympíu-
leikunum íLos Angeles
Oly mpíunef nd Austur-Þýskalands tilkynnti í
gær að Austur-Þýskaland myndi ekki taka
þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles síöar i
sumar. Hin opinbera fréttastofa landsins,
ADN, sendi út tilkynningu ólympíunefndar-
innar og þar var vitnað í sömu atriði og var í
tilkynningu sovésku óiympiunefndarinnar sl.
þriðjudag, þegar tilkynut var að Sovétríkin
myndu ekki taka þátt í leikunum. Þar með
hafa þrjár þjóðir tilkynnt að þær séu hættar
við þátttöku, Sovétríkin, Austur-Þýskaland —
tvær stigahæstu þjóðirnar á ólympíuleikunum
í Moskvu 1980 — og Búlgaría. Fleiri fylgja ef-
laustáeftir. hsim.
Nú þurfa Vals-
menn aukastig
— til að hljóta meistara-
titilinn — í síðasta leik
sínum á Reykjavíkurmótinu
Valur sigraði Víking 2—0 í Reykjavíkur-
mótinu í knattspyrnu á Melavelli í gærkvöld
og þarf nú aukastig gegn Ármanni í síðasta
ieik sinum á mótinu til að hljóta Reykjavíkur-
meistaratitilinn. Þeir Hilmar Sighvatsson og
Jón Grétar skoruöu mörk Vals í gær. Ögmund-
ur Kristinsson markvörður Víkings, slasaðist í
leiknum og kom kornungur markvörður, á
sextánda ári, í hans staö. Jón Otti Jónsson,
varamarkvörður Víkings, slasaðist i leik í 2.
flokki fyrr í vikunni.
Staðan á Reykja víkurmótinu er nú þannig
Fram 6 4 1 1 12—4 12
Valur 5 3 2 0 9—4 10
KR 6 3 2 1 15—11 10
Fylkir 5 2 0 3 9—16 6
Þróttur 5 1 2 2 4—2 5
Víkingur 6 1 2 3 7—10 4
Armann 5 0 1 4 4—13 1
16 með 12 rétta
! 34. leikviku Getrauna komu fram 16
seðlar með 12 réttum og var vinningurinn fyrir
hverja röð kr. 23.875,00 en 231 röð reyndist
vera með 11 rétta og var vinningur fyrir
hverja röð kr. 708,00.
Lokaumferð ensku deildakeppninnar fer
fram laugardaginn 12. mai og um leið verða
siðustu getraunalelkirnir að sinni.
Þrenna hjá
Mr. Hat-trick
— og hann skoraði hjá
Halmstadmarkverðinum
Eggert Guðmundssyni
Ef til vill hefði ungi markvörðurinn hjá
Halmstad, Eggert Guðmundsson, átt að koma
í veg fyrir fyrsta mark Lasse Larsson með því
að yfirgefa mark sitt fyrr, skrifaöi Dagens
Nylie1 :r eftir að Malmö FF hafði sigrað
Hr.lmstad 3—1 í 1. deildinni sænsku í Málmey
á sunnudag. Lasse Larsson skoraði öll þrjú
mörk Maimö FF og er nú kallaður „Mr. Hat-
trick” í Svíþjóð. Önnur þrenna hans i fyrstu
fjórum umferðunum í Allsvenskan og auðvit-
að er Malmö FF efst í deildinni. Halmstad er
um miöja deild með þrjú stig. Á myndinni
hefur Lasse Larsson leikið á Eggert, sem
liggur á vellinum, og rennir knettinum í mark-
ið. Þriðja mark hans í leiknum. hsím.
íþróttir