Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 4
‘on r t T' r i\t' t : t r~. t <*fT t -t'r- rrrrnr ' t y Fylgi ríkisstjómarinnar hefur minnkað síðan í marsbyrjun sam- kvæmt skoðanakönnun, sem DV gerði umsiðustuhelgi. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur ríkisstjóminni? Af öllu úrtakinu í skoðanakönnuninni sögðust 49,5 prósent vera fylgjandi rík- isstjórninni. 23,7 prósent sögðust and- víg stjóminni. 19,2% voru óákveðin í afstööu til þessarar spumingar, og 7,7% vildu ekki svara henni. I skoðana- könnun DV í marsbyrjun sögðust 56,8% af úrtakinu vera fylgjandi ríkis- stjóminni. Fylgi hennar hefur því minnkaö um 7,3 prósentustig. Þá sögð- ust 17,2% vera andvíg stjórninni, og hef ur þeim því f jölgað um 2,3 prósentu- stig. 21,5% voru óákveðin í mars og 4,5% vildu ekki svara þessari spurn- ingu. Ef aöeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, styðja 67,7% ríkisstjórnina, en 32,3% eru henni andvíg samkvæmt könnuninni nú. I mars voru þessi hlut- föll: fylgjandi 76,8%, andvíg 23,2%. Meira en í október Þótt dregið hafi úr fylgi stjórnarinnar síöustu mánuði, er það þó ennþá nokkm meira en það var samkvæmt skoðanakönnun DV í október í fyrra. I október sögöust 48,2% af úrtakinu styöja ríkisstjórnina, 27,7% voru henni andvíg, 20,796 óákveðin og 3,5% vildu ekki svara. Af þeim sem tóku afstöðu í októberkönnuninni, vora því 63,5% fylgjandi stjóminni en 36,5% andvíg. Fylgi ríkisstjórnarinnar er nú einnig meira en fylgi flokkanna, sem mynda hana, Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks, var í kosningunum fyrir rúmu ári. Flokkamir og aukalistar þeirra fengu í kosningunum samtals 58,2% at- kvæða. Fylgi ríkisstjómarinnar er mest meðal karla utan höfuðborgarsvæðis- ins. Þaö er mun meira meðal karla en kvenna á Reykjavíkursvæðinu. Nidurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fy/gjandi stjórninni Andvigir Óákveðnir Vilja ekki svara Nú Mars '84 Okt. '83 297 eða 49.5% 56,8% 48,2% 142 eða 23.7% 17,2% 27,7% 115 eða 19,2% 21,5% 20,7% 46 eða 7,7% 4,5% 3,5% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Nu Mars '84 Okt. '83 Fyigjandi 67,7% 76,8% 63,5% Andvig 32,3% 23,2% 36,5% DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI1984. Urtakið í könnuninni var 600 manns. Þar af var helmingur á Reykjavíkur- svæðinu og því helmingur utan þess. Jöfn skipting var í könnuninni milli kynja. —HH Rikisstjórnin bregður á leik á ársaf- mælisínu fyrir nokkrum dögum. DV-mynd Bj. Bj. Ummæli fólks í könnuninni: „EITT ÁR ENN” ,,Eg er fylgjandi ríkisstjórninni, þótt ég hafi ekki jafnmikla trú á henni og fyrst. En ég vildi ekki láta kjósa núna,” sagði kari í sveit, þegar hann svaraði spumingunni í skoð- anakönnun DV. „Ætli maöur verði ekki að standa meö strákunum,” sagði karl úti á landi.” „Eg vil aö ríkisstjórnin fái að spreyta sig í eitt ár í viðbót,” sagði annar. „Gefum henni vinnufriö. Steingrímur er ekki bara góöur drengur, heldur óskap- lega duglegur líka,” sagði kona á Reykjavíkursvæöinu. „Getum við gert okkur vonir um betri ríkis- stjórn? Rétt að láta hana vera út kjörtímabilið,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu.„Ríkisstjórnin hefur gert margt gott. Ekki er hægt að ætl- ast til kraftaverka,” sagði annar. „Viö eigum að gefa ríkisstjóminni meiri möguleika,” sagði kona á Reykjavíkursvæöinu. ,Jilér finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig vel með almenning að baki sér,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Eg er fylgjandi sjálfstæðismönnum en and- vígur Framsókn og fylgi ríkisstjórn- inni,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Stórkostlegur árangur gegn verðbólgu hlýtur að fleyta þessari stjórn langt,” sagði annar. „Eg er fylgjandi ríkisstjórninni, þótt ég sé ekki fyllilega ánægður með hana,” sagði karl á Akureyri. ,,Eg er með ríkisstjórninni en þó mun óánægðari með hana nú en í byr jun,” sagði kona á Akureyri. „Þetta er góö ríkis- stjórn, og verðbólgan er að hverfa,” sagöikona á Norðurlandi. Fært til fátæktina „Þessi stjóm, sem nú ræður ríkjum, er vond stjóm. Hún hefur fært til í þjóðfélaginu, þjóðarauðinn eða þjóðarfátæktina,” sagöi karl á Akureyri. ,J2g er á móti ríkisstjórn- inni. Hún er á móti launafólki,” sagði karl á Norðurlandi. „Eg er ekki fylgjandi henni, því að ég er hræddur um aö þetta springi einn daginn og við fáum 40—50 prósent verðbólgu,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Stjórnin hefur verið ósköp gagns- laus nema viö aö krukka í launin hjá þeim lægst launuðu, ráðherramir eyða s jálfir fé úr vösum skattborgar- anna,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „Þaö er ekki hægt að ganga svona á hlut launafólksins,” sagði önnur. „Þaö hækkar allt. Svona get- um við ekki haldið áfram lengur. Þaö verður að skipta um stjóm,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Það ætti að skjóta þessa kóna,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ríkis- stjórnin hefur svikið allt, sem hún hefur lofað,” sagði annar. „Ríkisstjórnin hefur gert margt gott en jafnmargt slæmt,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Hvorki ánægður né óánægður,” sagði annar. „Alveg sama, hvorum megin hryggj- ar hún liggur,” sagði karl úti á landi. —HH Idag mælir Dagfari Idagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari Heimspólitík Alþýðubandalagsins Mörgum hefur þótt skrítiö hversu lítið hefur farið fyrir Alþýðubanda- laginu undanfarna mánuði og miss- eri. Sumir hafa haldið því fram að ástæðuna megi rekja til þess að flokknum hafi verið úthýst í verka- lýðshreyfingunni. Aðrir segja að flokkurinn haldi ekki lengur höfði eftlr aö hafa setið í þrem ríkisstjóm- um án þess að stugga við heraum og Nato. Og enn era þeir sem einfald- lega benda á að foringjar Alþýðu- bandalagsins séu litlir karlar sem enginn nenni lengur að hlusta á. Eitthvað kann að vera til í þessu öilu en Dagfari hefur þó enn eina skýr- ingu sem hefur nú á vordögum verið að koma betur og betur í ljós. Al- þýðubandalagiö er búið að missa áhuga á íslenskum þjóömálum. Það hefur ákveðið að hasla sér völl á er- lendum vettvangi. ísland er ekki lengur nógu spennandi fyrir svo víð- sýnan og alþjóðlega sinnaðan flokk. Fyrst er á það að minna að fyrr- verandi ritstjóri og varaformaður Alþýðubandalagsins, Kjartan Olafs- son, lagðist í útlegð á síðasta ári og kom heim á útmánuðum til þess eins að segja af sér bæði ritstjóra og varaformennsku, sennilega af þeirri skynsamlegu niðurstöðu að smáskit- leg þjóðmái uppi á Fróni væra hon- um ekki samboðin. Næst gerist það að Einar Karl Haraldsson, annar ritstjóri Þjóðvilj- ans, leggur land undir fót og heim- sækir Nicaragua og gerist fráhverf- ur landsmálapólitík að þeirri ferð lokinni. Næst og langmerkilegast er þó framlag Oiafs Ragnars Grimssonar til þessarar hugarfarsbreytingar al- þýðubandalagsmanna. Olafur hefur undanfarna mánuði ferðast vítt og breitt um heiminn og er nú að eigin sögn að verða að einum áhrifamesta alþjóðaleiðtoga samtímans. Olafur stóð fyrir alþjóðaráðstefnu í Portúgal um málefni norðurs og suðurs og vakti að sjálfsögðu strax athygli fyrir eldmóð sinn og alþjóða- hyggju. Sannaðist þar sem endranær að enginn er spámaður í sinu föður- landi enda mun Olafur um þessar mundir vera virtur og dáður hjá þjóðarleiðtogum viða um heim i öf- ugu hlutfalli við vinsældir sinar á heimaslóðum. Arangurinn af alþjóðlegri fram- göngu Olafs Ragnars hefur orðið sá að sex kunnir þjóðskörungar með Olaf Palme í broddi fylkingar, hafa beðið Olaf um að semja sögulega yfirlýsingu fyrir sina hönd sem geng- ur út á það að breyta heimsmyndinni og skapa frið á jörðu. Hrökk þetta upp úr Olafi á dögunum í viðtölum við islenska fjölmiðia, nánast alveg óvart, og hefur þessi höfundarréttur Olafs vakið heimsathygli hér á landi þótt þjóðarleiötogarair sex hafi enn ekki látið svo lítiö að geta þess ann- ars staðar. Dlkvittnir andstæðingar Ölafs Ragnars hafa lagt sig niður vlð að benda á að ályktun i þessum dúr sé sú þúsundasta í röðinni sem lögð er fram á alþjóðavettvangl, en söm er gjörðin samt, og Dagfara finnst eðli- legt að nafn Ölafs verði haft i huga næst þegar friðarverðlaunum Nóbels verður úthlutað. Framtak hans ber vott um að alþjóðastefna Alþýðu- bandalagsins sé að ná árangri. Nú síðast er þess getið í Þjóðvilj- anum i gær að Alþýðubandaiagið hafi loks látið verða af þvi að færa formlega út kvíaraar og hefur flokk- urinn teklð sér aðsetur i Lundi í Svi- þjóð, eftir þvi sem segir i blaðlnu. Islendingar fagna þessari þróun. Alþýðubandalaginu hentar ekki svo lágkúrulegt verkefni að eyða kröft- unum í innanlandspólitík á helma- velli. Um leið og flokkurinn er kvadd- ur er honum óskað langra lífdaga á erlendrl grund. Að gömlum og góðum íslenskum sið biðjum við útlendinga vel að njóta og segjum: verði ykkur að góðu. Dagfari. [Fyrsta Alþýðubandalagsfélagið á erlendri grund - - ai; þýði íban dai lagi! ð í Lundi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.