Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 19
DV .‘‘sir'ÐviktjD/tó'tífi! aoí'i&ö' i&4?! Fréttaljós ekki í vafa. um aö þeir hafi haft áhrif á stjórnmálaumræðuna. „Það er engin tilviljun að Páll Pétursson flytur þings- ályktunartillögu um lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra. Það hefur ein kona setið á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn en það er engin eins og er,” segir Sigríður Dúna. „Eg held að ég geti fullyrt að samþykkt miðstjóm- ar Framsóknarflokksins, sérstaklega hvað varðar framtíðarsýn í atvinnu- málum, hefði verið á annan veg ef við hefðum ekki verið til staðar. Menn eru nú einnig famir að tala meira um kerfisbreytingar en áður var,” segú- Stefán Benediktsson. Þegar DV innti menn eftir áliti þeirra á framtíð nýju flokkanna og hvort þeir myndu lifa af næstu kosn- ingar, viku menn gjarnan að ólíku skipulagi þeirra. Kvennalistinn hefur um sig meira flokkskerfi og virkari stuðningsmenn að því er talið er. Kvennalistinn er í beinu samstarfi við Kvennaframboðið og konumar hafa þótt drjúgar við að nýta sér ýmis þver- pólitísk hliðarsamtök kvennabarátt- unnar. Bandalagið er hins vegar allt mun laustengdara og að þvi standa ekki nein öflug hliðarsamtök. Þegar um svo litla þingflokka er að ræða skiptir miklu máli að virkir og starfandi stuðningsmenn standi að baki þeim, þannig að vinnunni sé dreift á fleiri hendur. Þetta þykir hafa tekist betur hjá Kvennalistanum þótt sumir segi að það hafi ekki sést í þingstörf- um. Kvennalistinn sendir mörg frum- vörp til umsagnar stuðningsmanna þegar um er að ræða flókin mál sem þingmennirnir hafa ekki tima til aö gaumgæfa. Þingflokkurinn fundar einnig reglulega með sínum samráðs- hóp. Nú um helgina hélt Kvennalistinn ráðstefnu þar sem átti að undirbúa þmghaldið næsta vetur. „Þetta verður eins konar frumvarpasmiðja til að við komum betur undirbúnar en var á ný- loknu þingi,” sagði ein stuðningskona Kvennalistans. Bandalag jafnaðar- manna mun hins vegar ekki hafa nein slik fundahöld í bígerð. Stefán Benediktsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna. Guðmundur Einarsson, þingmaður Bandalags jafnaðarmanna. Texti: ÓlafurL Friðriksson Myndir: GunnarV. Andréssonog EinarÓlason Þingmenn Bandalags jafnaöar- manna kvarta ekki undan þessu að sama skapi. En báðir nýju flokkamir eru í þeirri stöðu að hafa ekkert mál- gagn. Kvennalistinn er þó útgáfuaðili að Veru, tímariti sem kemur út nokkr- um sinnum á ári. A þingi í vetur fluttu þingmenn Bandalagsins þó tillögu um að komið yrði á beinu útvarpi frá Alþingi til að almenningur gæti betur fylgst með umræðum þar en hægt væri í gegnum fjölmiðlana. Þingmenn Kvennalistans voru þessari tillögu samþykkir, en hún náði ekki fram aö ganga. Margir þingmenn eru þó þeirrar skoöunar að tilvist nýju flokkanna hafi breytt stjórnmálaumræðu utan þings sem innan að nokkru leyti. Margir nefna að umræður um málefni kvenna hafi orðið nokkuð áberandi á þinginu í vetur og að þingmenn Kvennalistans hafi getað komið á samstöðu meöal kvenna á Alþingi um sérstök kvenna- mál. Gagnrýni Bandalags jafnaðar- manna á ýmislegt það sem misfarist hefur í kerfinu þykir einnig hafa fengið góöan hljómgrunn. „Þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna hafa verið fljótir aö gripa upp mál sem heitar umræður voru um í fjölmiðlum og vekja athygli á þeim og sjálfum sér með fyrirspum- um og þingsályktunartillögum” sagöi einn þingmanna. Áhrifin á Framsóknar- flokkinn Sjálfir eru þingmenn nýju flokkanna Hagsmunapólitík Kvennalistans Það sem ræður þó úrslitum um f ram- tíð þessara flokka er hugmyndafræðin og stefnan. „Þingmenn Kvennalistans eru trúlega hreinustu hagsmunapóli- tíkusar á þingi því þeirra hagsmuna- hópur er svo skýrt afmarkaður,” sagði einn þingmanna. Kvennalistinn minnir um margt á gömlu stéttaflokkana. Þær skoða öli mál út frá hagsmunum kvenna og öll stjómmálabarátta er auðveldari eftir því sem skýrar er hægt að afmarka kjósendahópinn. „Eg held að konur séu mikið tiyggari stuðningshópur að baki stjórnmála- flokki en til dæmis Vinnuveitendasam- bandið er fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða SIS fyrir Framsóknarflokkinn,” sagði einn þingmanna. Bandalag jafnaðarmanna byggir hins vegar á hugmyndafræði en ekki hagsmunum og slikum flokkum geng- ur erfiðar að vinna fylgi. Bandalagið var líka á sinum tima myndað í kring- um einn mann, Vilmund heitinn Gylfa- son, og fylgi þess var að miklu leyti hans persónulega fylgi. Ymsir nefna að það hafi verið pólitiskt kraftaverk þegar honum tókst að gera hugmyndir sínar um stjórnkerfisbreytingar að kosningamáli. Við skulum leyfa manni utan þings, en sem fylgst hefur vel með þingstörf- um í vetur að hafa lokaorðin i þessum vangaveltum um framtíð nýju flokk- anna tveggja: ,,Eg held að ef kosning- ar stæðu fyrir dyrum myndi Kvenna- listinn fá meiri hljómgrunn. Þótt Kvennalistinn hafi verið veikari i mál- flutningi á þingi þá er auðvelt fyrir þær að höfða til kvenna sem hóps og virkja þær til fylgis gegn launamismun og að- stöðumun. Eg held að Kvennalistinn verði aldrei mjög stór, hafi ekki mikla vaxtaimöguleika, en þær munu halda sínu. Hvað Bandalag jafnaðarmanna varðar eru óvissumörkin stærri. Það gæti tapað meiru og einnig unnið stærri sigra. Þingmenn Bandalagsins hafa staðið sig betur á þingi, en stefna þeirra er ekki eins „konkret”. Þeirra fylgi er væntanlega meira lausafylgi og afdrif þeirra kynnu að ráðast af svo óljósum atriðum eins og stemmningu i kosningum. Eg gæti þó trúað að þeir færu illa í næstu kosningum. ” 19 • FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA SUTID Attunda starfsári og sextándu önn í Fjölbrautaskóla Suðumesja lauk með skólaslitaathöfn i Grindavíkurkirkju laugardaginn 19. maí. 57 nemendur luku námi á önninni: 2 flugliðar, 2 tækniteiknarar, 13 nemar af tveggja ára námsbrautum, 17 iðnnemar og 23. stúdentar. 32 luku námi í desember- mánuði og hafa þvi alls brautskráðst 89 skólaárið 1983—1984. Alls hafa 609 lokaprófsskirteini verið gefin út, þar af 200 til iðnnemá og 210 stúdentsprófs- skírteini. Athöfnin hófst með því að Svavar Árnason lék á kirkjuorgelið, en siðan flutti Ingólfur Halldórsson aöstoðar- skólameistari yfirlit um starfsemi í skólanum á önninni. Þar kom m.a. fram að nemendur i dagskóla voru 524, en nemendur í bóklegu námi í öldunga- deild 125. A önninni voru haldin all- mörg og fjölþætt námskeið á vegum skólans og stefnt er að því aö auka þá starfsemi verulega. Jón Böðvarsson skólameistari af- henti prófskírteini, en Helgi Eiríksson kennari afhenti verðlaun sem að þessu sinni voru óvenjumörg. Þorvaldur Amason af eðlisfræðabraut hlaut verð- laun fyrir frábæran árangur ástúd- entsprófi, Gunnar Valdimarsson hlaut verðlaun Iðnaðarmannafélags Suðumesja fyrir bestan árangur í fag- greinum í iðnnámi og afhenti Eyþór Þórðarsonþau. Edda Rós Karlsdóttir og Una Steúis- dóttir, formaður og ritari nýkjörinnar stjórnar nemendafélagsins, léku á hné- fiðlu og slaghörpu Ave María eftir Bach-Gounod. Sigrún Oddsdóttir flutti ávarp af hálfu kennara, en Agúst As- geirsson af hálfu brautskráningar- hópsins. Baldur Sigurðsson skýrði frá stofnun tækjasjóös sem kennarar hafa stofnsett og afhenti Halldóri Guömundssyni, varaformanni skóla- nefndar, sjóðinn og stofnskrá hans. Loks ávarpaði skólameistari braut- skráða nemendur og kvaddi þá i nafni skólans. Dalvík: Bæjarstjórn- in styrkir afreksmann á skíðum Bæjarstjóm Dalvíkur hefur sam- þykkt verulegan fjárstuðnúig við mesta afreksmann bæjarins í iþrótt- um, Daníel Hilmarsson skíðamann. Daniel hefur verið í fremstu röð ís- lenskra skiðamanna í nokkur ár og minnti Skíðafélag Dalvikur bæjarfull- trúa á þá staðreynd í bréfi. Þar var drepið á hvort ekki væri rétt að styrkja hann f járhagslega þannig aö hann gæti stundað skíðaíþróttina af enn meira kappi. Bæjarfulltrúar bragðust sérlega vel við og á fundi sínum 3. maí síðastliöinn samþykkti bæjarstjómin aö styrkja Daníel með 140 þúsund krónum. JBH/Akureyri Hekla hf. 50 ára: Dregið úr lausnum í verðlaunagetraun Nýlega var dregið úr réttum lausn- um í verðlaunagetraun sem Hekla hf. gekkst fyrir vegna 50 ára afmælis fyrirtækisins. Vinningshafar voru: Olafur E. Olafsson í Þorlákshöfn, sem hlaut 1. verðlaun, far með Flug- leiöumtilLondon. Guöný Svemsdóttir, Reykjavik, sem hlaut Qóra sumarhjólbarða í önnur verðlaun. Kari J. Karlsson, Reykjavík, sem hlaut Kenwood hrærivél í þriðju verðlaun. A meðfylgjandi mynd era vinningshafar ásamt fulltrúum Hekluhf. Hella: Annar áfangi elliheimilisins í smíðum Frá Halldóri Kristjánssyni fréttarit- ara DVéSkógum: Nú er að hefjast 2. áfangi elli- heúnilisins á Hellu þ.e. hjúkranar- og legudeild. Verið er að steypa kjallar- ann. I fyrsta áfanga þessarar nýbygging- ar er gert ráð fyrir 28 rúmum, en ekki er ljóst um framhaldið. Mjög brýnt er að fá annan áfangann í gagnið sem fyrst enda hefur sýnt sig að mikil er þörfin. A gamalsaldri er breytúigin oft skjót f rá heilbrigði til lasleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.