Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984. 11 Guðfmnur Emarsson, annar fra vinstri, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, afhendir Haraidi Henryssyni, forseta Slysavarnafélags íslands, hina höfðinglegu gjöf. Lengst til vinstri á myndinni er Gisli Ólafsson, framkvæmdastjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Lengst tilhægri er Ester Kláusdóttir, varaforseti slysavarnafólagsins. T ryggingamiðstöðin gaf Slysa- varnafélaginu eina milljón Seljum d dag BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMI 81530 Saab 99 GL super '78, 4 dyra, sjálf- skiptur, rauður, bill sem nýr að innan sem utan. TÖCCURHR SAAB UMBOÐIÐ verður notuð í sjóbjörgunarstöð Tryggingamiðstöðin M. gaf Slysa- varnafélagi Islands nýlega eina millj- ón króna til eflingar slysa- og tjóna- vömum vegna sjóslysa. Er það ósk Tryggingamiðstöðvarinnar að Slysa- vamafélagið ráðstafi þessu fé til kaupa á tækjum og búnaöi. , ^lysavarnafélagið metur ákaflega mikils þessa gjöf. Hún er höfðingleg og er í rauninni viöurkenning á starfi fé- lagsins. Eg vil nota tækifæríö og minna á að þetta er ekki í fyrsta skigtið sem Tryggingamiðstöðin styrkir myndar- lega starf Slysavamafélags Islands,” sagði Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins. Hannes sagði ennfremur að gjöfin flýtti mjög fyrir því að láta draum björgunarmanna um öflugri og betri báta rætast. „Við höfum ákveðið að stofna sérstaka sjóbjörgunarstöð til þessara verkefna og mun gjöf Trygg- ingamiðstöðvarinnar lögð sem stofn- framlagíþannsjóð.” -JGH Frá afhendingu 500. Caterpillarvélarinnar. Hekla hf.: 500 Caterpillar- vélar seldar Frá árinu 1947, er Hekla hf. gerðist umboösaðili fyrir Caterpillar á Islandi, hefur fyrirtækið flutt inn og afgreitt 500 vinnuvélar af ýmsum stærðum og gerðum frá þessum heimsþekkta framleiðanda. Þaö er verktakafyrirtækið Ellert Skúlason h/f, sem kaupir 500. vélina og er hér um að ræða jarðýtu af gerðinni D9L, en hún er önnur af tveim sömu gerðar sem Hekla hf. hefur selt og era afkastamestu jarðýtur hérlendis. Jarðýtan vegur 60 tonn, er með 12 strokka 460 hestafla dísilhreyfli og tog- krafturinn er 76 tonn. Þessa risatækis bíða nú ýmis stór- verkefni úti á landi á vegum Ellerts Skúlasonar h/f, en það fyrirtæki hefur til umráöa allmargar Caterpillar vinnuvélar og hefur verið í viðskiptum við Heklu hfi sl. 30 ár. Fyrrum Vökumenn fylkja liði Gamlir Vökumenn hafa stofnaö Fé- lag lýðræðissinnaðra háskólamanna. Er hér um að ræða féiagsskap fyrrver- andi félaga í Vöku, félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta við Háskóla Islands. Til- gangur félagsins er að styðja við bakið á Vöku og efla þá grandvallarhugsjón sem Vaka starfar eftir. Helstu verkefni félagsins hingað til hafa verið að safna félögum. I fyrstu hefur verið leitaö til þeirra sem störf- uöu í Vöku undanfarin ár en nú er fyrirhugað að leita liðsinnis þeirra sem starfað hafa í f élaginu frá upphafi. A komandi vetri stendur til að minn- ast þess að fimmtíu ár eru frá stofnun Vöku en Vaka er elsta starfandi stúdentahreyfing hér á landi. For- maður Félags lýðræðissinnaðra há- skólamanna er Oskar Einarsson læknir. AMERISKU UTIGRILLIN Kolagrill, 2 stærðir. Verð frá kr. 4.995 - 6.190 Gasgrill kr. 19.786. Ferðagrill frá kr. 2.525 SIMI82922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.