Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI1984. hh^hmsk i V Sl Það voru Steingrimur Hermannsson. Aibert Guðmundsson, Magnús Torfason, Ármann Snævarr, Eirikur Pálsson, Kjartan Guðjónsson, Halldór E. Sigurðsson og Jón Aðaisteinn Jónas- son sem báru kistuna úr kirkju. Næst kistunni er frú Dóra Guðbjartsdóttir ásamt Dóru Ólafsdóttur. Fyrír aftan þær er Kristin Ólafsdóttir ásamt eiginmanni sinum, Einari G. Péturssyni. D V-myndir G VA. Utför Olafs Jóhannessonar, fyrrum forsætisráðherra, var gerö frá Dóm- kirkjunni í gær. Var athöfnin virðuleg og látlaus og kirk jan þéttsetin. Það var séra Þórir Stephensen sem jarösöng. Lagði hann út af kvæði eftir Einar Benediktsson þar sem segir: Táp var þitt eðli/trúr til góðs þinn vilji/stofnsettur varstu á traustri rót. Þórir rakti feril Olafs og líkti honum við bjarg sem aldrei brást. Hann sagði foringja fallinn sem heföi veriö með fingurna á slagæð þjóöarinnar. Olafur heföi verið þeim eiginleikum búinn aö vera hafinn yfir alla flokkadrætti, harður málafylgjumaður og trúr hug- sjónumsínum. „Hann var maður sem lét framtíð- arhag þjóðarinnar ráöa en ekki ein- staklingsins. Hann var glöggur á menn og málefni enda ungum falin ábyrgð- arstörf. Hann sá ekki bara syndarann í manninum heldur manninn í syndar- anum.” Við athöfnina söng Dómkórinn, Marteinn Hunger Friðriksson lék á orgel og Gunnar Kvaran lék einleik á selló. Það voru félagar Olafs og vinir gegnum tíðina sem báru kistuna úr kirk ju. Það voru Albert Guðmundsson, Steingrímur Hermannsson, Magnús Torfason, Armann Snævarr, Eirikur Pálsson, Kjartan Guðjónsson, Jón Aðalsteinn Jónasson og Halldór E. Sig- urðsson. Fyrir utan kirkjuna hafði safnast hópur fólks sem vildi meö því votta hinum látna virðingu sína en lög- reglan stóö heiðursvörö. Olafur Jóhannesson var jarðsettur í Fossvogskirkjugaröi en þar báru ætt- menn hans kistuna síðasta spölinn. -KÞ Fjölmenni var við útförina. Á myndinni má sjá meðal annarra Vigdisi Finnbogadóttur for- seta, Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs þings. Halldór Reynisson forseta- ritara, Alfreð Guðmundsson, forstöðumann Kjarvalsstaða, Guðmund Einarsson, forstjóra' Skipaútgerðar rikisins, og Guðmund Benediktsson, ráðuneytisstjóra i forsætisráðuneyti. Séra Þórir Stephensen jarðsöng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.