Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 31
.tflet iam ,0£ HUOftauxivaiM .va DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAl 1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Fáránlegar reglur Reglur þær um „snyrtlleg- an klæönað” sem gilda á all- mörgum öldurhúsum geta oft farið út í hið fáránlega. Og nú hefur fregnast að angi af ósómanum hafi borist aila leið til Vestmannaeyja. Segir sagan að þar hafi verið haidinn firnamlkill dansleikur á dögunum. Þar mætti meðal annars hinn brottrekni leikstjóri „Enemy Mine”. Hafði hann búist sinu besta skarti, sem var geim- farabúningur einn mikill. Uf- inn var hann um hausinn og með bandaskó á fótum. Þegar stjórinn kom í þess- um skrúða til samkomustað- arins tók dyravörður að benda og hrista höfuðið. Gekk svo þar til ballgestlnum skild- ist að hann mætti alls ekki fara inn á bandaskóuum. Hann dreif sig þvi til búða sinna, skipti um skótau og kom aftur í blankskóm — og geimfarabúningnum. Og í þetta skipti flaug hann inn. • Tjáskipti I mars síðastliðnum var opnuð félagsmiðstöð fyrir unglinga i Mánakaffi á Isa- firði. Vestfirska fréttablaðið innti síðar Sigríði Maríu Gunnarsdóttur, umsjónar- mann miðstöðvarinnar, eftir því hvernig starfsemin hefði gengið: „Hún sagði krakkana hafa verið allan daginn og margt verið gert,” segir blaðið. „Mikið hefði verið teflt og spilað og koddaslagur mjög vinsæll. Þá sagði Sigga Maja krakkana hafa talaö mikið saman og þau tjáskipti mikið verið framin með líkaman- um...” Því er svo aðeins við að bæta að félagsmiðstöðinni í Mánakaffi var lokað 4. maí siðastlíðinn! Palme kemur Olaf Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, mun vænt- anlegur í opinbera heimsókn ■ hingað til lands í sumar. Mun Steingrímur Hermannsson bafa gengið frá því að af slíkri heimsókn yrði á fundi þeim er forsætisráðherrar EFTA-landanna sátu í Visby á Gotlandi nú nýlega. Er fyr- irhugað að Palme komi hing- að í ágúst næstkomandi. Þess má geta að Palme þykir mjög félagslega sinnað- ur á alþjóðavísu. Þannig mun hann hafa notað tækifærið þegar EFTA-fundurinn var haldinn og fengið Sorsa, for- sætisráðherra Finnlands, til sín í opinbera heimsókn fyrir fundinn. Soares, forsætisráð- herra Portúgals, var svo væntanlegur í opinbera heim- sókn til Svíþjóðar eftir fund. Sjálfur mun Palme hafa áhuga á að halda i opinbera heimsókn til Sovétrikjanna einhvern tima á þessu ári. Hvíta kistan Tvær systur norður á Akureyri, sem báðar voru komnar yfir áttrætt, höfðu alian sinn aidur búið saman og aldrei gifst. Svo gerðist það að önnur þeirra dó og pantaði bin því likkistu. Kvaðst hún vilja hafa kistuna mjallahvíta því svo hefði líf systur hennar verið, hvítt sem mjöllin og óspillt, svo hvergi hefði skugga borið á hrcinleikann. „Já, haföu hana mjalla- hvíta,” sagði hún við smið- inn. „Og svo ætla ég að panta aðra kistu sem ég ætla sjálfri mér. Því ég á varia langt eft- ir.” „A hún að vera mjallahvít líka?” spurði smiðurinn. Andartaks hik kom á þá gömiu, svo svaraði hún: „Ætli það sé ekki betra að hafa hana örlitið kremaða.” •> Umsjón: ' Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Bílaleigukostnaður tveggja f iskmatsmanna: bílum á vegum rikisins. Hafa þeir 1 vetur komift með reikninga upp á hundruA þúsunda á mánuOi. Hefur koatnaðurinn meAal annars farifl svo fram úr hófi vegna þess afl þeir hafa tekifl á lcigu bila fyrir böm sín, sem svo hafa ekifl um landifl á kostnaö 'rOdsins. PA6BÍ SE<ZIR,A& ÞS/R UJA ''EFTIR- Ll TtlsIU *t AOCKt E/CKJ fAOMl tJ/J A f MltlNQPRnt/n OQ WAKKAöRMfM • HÚSGÖGN í SUMARBÚSTAÐI Höfum til sölu nokkur sett af Ijósum furusófa- settum ásamt boröum á hagstæðu verði. Hentug í sumarbústaði. HÚSGAGIMAIÐJA K.R. Sími 99-8121 og 8285. KENNARAR Lausar stöður við Brekkubæjarskóla á Akranesi. Altnenn kennsla í 7.-8. bekk, almenn kennsla í 1,—6. bekk, tónmennta- kennsla. Uppl. gefa Grímur Bjarndal skólastjóri í síma 93-1938 og 93- 1516 og Guðjón Þ. Kristjánsson í síma 93-1938 og 93-2563. Umsóknarfrestur til 8. júní. Umsóknir berist formanni skóla- nefndar, Ragnheiöi Þorgrímsd., Vallarbraut 9,300 Akranesi. Skólanefnd. ORÐSENDING TIL AUGLÝSENDA Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Regnboginn: Innsýn. Framkvœmd: Finnbjöm Finnbjömsson. Tónlist: Ingemar Fridell. Eg býst við að í sjálfu sér sé þessi mynd svo „djúp” aö meðaljóninn sjái hvergi til botns í henni, og f jandinn ef ég geri það heldur. A yfir- borðinu er „Innsýn” leikur að litum og formum þar sem sólarlagiö er lagt til grundvallar en ef gluggað er í prógrammið með þessari mynd, létt- an bleðil í mjúkum ofskynjunar- litum, er þar að finna frasa eins og: „Bein lína er aöeins til sem hluti af Regnboginn/lnnsýn: Innsýn íhvað? hring”, „Hver litur hefur sína sólar- upprás”, „Allt hefur andstæöu” og ,3ólarlag sýnir hvernig kveðja á náungann”. Hvað síöastnefnda fras- anum viðkemur hefur maður þaö á tilfinningunni aö ef áhorfandinn veit fyrirfram hverju hann á von segi hannbless íhvelli. Persónulega hafði ég lúmskt gaman af litadýrðinni en þótt mynd- in sé varla lengri en „kveikurinn á feita manninum” nær hún því samt að verða langdregin, einkum vegna mikilla endurtekninga þeirra forma sem notuð eru. Nafnið Innsýn bendir til þess að meö áhorfandanum eigi að kvikna djúpt innsæi við skoöun filmunnar og vel má vera að það gerist í hugarbúi einhverra. Ef svo er hefur tilgangin- um verið náö. Aðrir geta bölvað og bitið sig í handarbökin. Friðrik Indriðason. Vinsamlegast athugið! SKIL fyrir stærri auglýsingar þessa viku: Vegna laugardags 2. júní — fyrir kl. 12.00 — miðvikudag 30. maí. Vegna mánudags 4. júní — fyrir kl. 17.00 — miðvikudag 30. maí. Lélegur skóli þetta Laugarásbíó/ Private School: Helti: Private School. Þjóöerni: Bandarísk. Leikstjórn: Noel Black. Handrit: Dan Groenburg, Susan O'Malley. Kvikmyndun: Walter Lassally. Hórgreiðala: Peter Tothpal. Aðalhlutverk: Phoebe Cates, Betsy Rus, Matthow Modline, Michaol Zorek, Kathleen Wilhoite. „Hvað er skemmtilegra eftir próf- stressið undanfarið en að sjá hressi- lega gamanmynd um einkaskóla stelpna?” (Sjá auglýsingar í dag- blöðum.) Að henda sér fram af björgum? Nei. Að ganga rólegur inn á bar sem Hell’s Angels gengiö hefur hertekið, labba aðforingjanumogsegja: Ettu skít ? Neeei. Að henda sér á kaf í kúamykju? Jaah, ég segiþaðnú ekki en það er flest undir sólinni skemmti- legra. Að vísu er hægt að brosa nokk- uð oft, hlæja örfáum sinnum og jafn- vel skella upp úr einu til tvisvar sinnum. En allt þetta getur maður líka afrekað á fimm mínútum með Tomma og Jenna. Hví þá að vera að eyða tímanum í að þurfa að bíða eftir næsta glotti? Vegna allra föngulegu stelpnanna? Vafasamt. Myndin fjallar um stelpur i heimavistarskóla, sumar brókar- lausar, aörar ekki eins áræðnar, svona eins og gengur og gerist. Svo heppilega (!) vill til að rétt hjá er sams konar skóli fyrir stráka og þeir eiga það til að koma í heim- sókn. Svo eru tvær stelpur sem berj- ast um hylli eins stráksins og í kring- um það og eitthvað fleira spinnst söguþráðurinn. Þetta er léleg vísa sem hefur verið kveðin of oft, alltof oft. Kvikmynda- taka Walters Lassally ber þess merki að hann hefur verið mikiö í tónlistarmyndbandabransanum og er kvikmyndatakan hans reyndar oft nokkuð hnittin og eina sólarglætan í þessarimynd. Sigurbjörn Aðalsteinsson. kemur ekki út uppstigningardag 31. maí. Með bestu kveðju Auglýsingadeild Síðumúla 33 Sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.