Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 12
12 Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur ogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórl og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuði 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr. Helgarbla025kr. ov Við erum tvöfalt dýrarí Japanir veröa manna elztir eins og íslendingar. Þar eins og hér er ungbarnadauði ekki nema sjö af þúsundi fæðinga. Og þar eins og hér eru ævilíkur við fæðingu 77 ár. Engar þjóðir standa framar Islendingum og Japönum á þessum mælikvörðum heilsugæzlu og heilsufars. Til samanburðar má nefna, að ungbarnadauði í Vestur- Þýzkalandi er þrettán af þúsundi og tólf af þúsundi í Bandaríkjunum. Og ævilíkur Vestur-Þjóðverja við fæð- ingu eru 73 ár og 75 ár hjá Bandaríkjamönnum. Þessar tvær ríku þjóðir hafa lakari heilsu en við og Japanir. Það skilur hins vegar á milli Islendinga og Japana, að við höfum tvöfalt meiri kostnað af okkar heilbrigöisþjón- ustu. I ár kostar íslenzk heilbrigðisþjónusta 1000 dollara á mann, en japönsk ekki nema 500 dollara. Mismunurinn felur í sér verulega fjárhæð í heild. Gera má ráð fyrir, að kostnaður ríkis, sveitarfélaga, sjúkrasamlaga og einstaklinga af heílbrigðisþjónustu verði um 6,6 milljarðar króna á íslandi á þessu ári. Þjóð- hagsstofnun áætlar, að kostnaður við heilbrigðisþjónustu sé um þessar mundir 9,8% af þjóöarútgjöldum. Ef við hefðum japanska heilbrigðiskerfið, væri kostn- aður okkar í ár 3,3 milljarðar í stað 6,6 milljarða. Þessi munur er svo hrikalegur, að margumtalað fjárlagagat bliknar í samanburði viö hann. Hann bendir til, að við gætum lært sitthvað af Japönum á þessu sviði. Með þessum samanburði er ekki verið aö segja, að ís- lenzka heilbrigðiskerfið sé ómögulegt. Sem annað dæmi má nefna, að það nær fyrir 1000 dollara á mann á ári mun betri árangri en bandaríska kerfið nær fyrir 1500 dollara á mann á ári. Við erum ekki dýrastir allra. En þessar tölur sýna, að við eigum frekar að læra af Japönum en Bandaríkjamönnum. Vestan hafs hefur kerfi sjúkrasamlaga leitt til óhóflegrar áherzlu á sjúkrahús og á dýrustu tegundir rannsókna og lækninga. I Japan er hins vegar mest áherzla lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir. Yfirmaður við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sagði ný- lega, að við hefðum byggt sjúkrarými 10—15 ár fram í tímann. Þar að auki höfum viö farið glannalega í smíði heilsugæzlustöðva, sem kostar of fjár að reka. Okkur dugöi ekki minna en ein á Hvolsvelli og önnur á Hellu. Sem dæmi um kostnað við sjúkrahús má nefna, aö í Bretlandi þjóna þau 2% sjúklinga og nota til þess 67% af fé heilbrigðismála. Markvissar aðgerðir í heilsuvernd stuðla að því, að færri tilfelli en áður verði svo alvarleg, að leggja þurfi fólk á spítala. Japanir leggja mikla áherzlu á skoðanir á heilbrigðu fólki í svipuðum dúr og ýtarlegri en hér eru framkvæmd- ar af þjóðþrifastofnunum á borð við Hjartavernd og Krabbameinsfélagið. Þeir geta því varað fólk við í tæka tíð og fengið það til að breyta lífsháttum sínum til batnað- ar. Ölafur Ölafsson landlæknir hefur oft vakið athygli á, að heilsuvernd sé sparnaður og að vænlegra sé að f járfesta í heilsuvernd en sjúkdómum. Þá hefur verið talað um, að verðreikna þurfi þjónustu sjúkrahúsa, svo að læknar og sjúklingar viti, hvað hlutirnir kosta. Þegar heilbrigðisþjónusta landsins er komin upp undir 10% af þjóðarútgjöldum, er ljóst, að lengra verður ekki komizt. Eftir það verður bætt heilsugæzla þjóðarinnar að koma fram í tiltölulega ódýrum fyrirbyggjandi aðgerð- um, þar sem ein króna í dag sparar þúsund á morgun. Jónas Kristjánsson taei iam .oe auoAauxivaxM va DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI1984. botninn vantar ssg® s?-asií.á£Sít S* á undanfornum »n"•*. ^tminna i „>,,«»1 teljasl go»‘ « *“ . ugs (••'tr“V”?Br„lbykktum SJáU- man. éghaCilesiöIlesUr Uk viö uppwote M6Un*h gegn lkyidi eklu mega gera isl og inni i Undsiundar mþy ^ hideg HannesH.Gissurarson >ik)aU»ranum lesi6 IJesUr manuöum. E* tU a sknl- ‘"““SoT’íS 2*“». 1“*“ borftmu mmu h-ndumar á mer íM, tzssz-zsSF. Irröur upp á nofc»r» uv inga t-aö má ^nn<* ‘^’^Aikaviröa .idreilelB^gur ^ honumþaö‘U‘« kemur eru á somu ^ er Jafnan tU dýTanna j* tJ, Cram U*»»* ^M^Únleg.veU .6 undaníomum irat R- vfirgangi 4"'“1 08 "*!• h*mmr iúJenikum stjörnmál- alvarlega minnt .uiv .1 á. hviun ... lU haja ekki ssjrtárssaa BSSSjS—i— hinum megin. tunumi‘“6*— * &**££ et£ttlþ«» útfyrir. _____t*» * svörtum ’'*'**°mtÞoti gilt’ - ™„.. td|u> •■*> “ J,, M ,í„, .kyUt “«* f" .' _ t.trtvel rrr.rÆ— Iof»Jön.stJörnaþ»roUu segja NA 8nn,!*LrXr^ck« Amma Hannes og Jo**' 0. enpnn mynd frjálshygtí hana. - hef ég engan rétt « «. vU (á aö Elnhverkynniaö.v.r.^ etgl eiga ömmu mina og, a eftB mig. hv0rt,“Teí«í 61 «r »‘i6rnar' kenningar Eg og hún skrirmn»r um •**»“**■ ^ hinn amm, min e*u?wtant,^»iefla rétt, sem engin ^r. Og okkur skrá getur tAiö ra o* hefir aVdrei komiö tu nug» hvor«öra"! gj.n«tM<lismtinnum m/l ftkaoll ... i KoA S«1 Sluart MUl. Jíol Wrlit,^1 « í?r hidegisveri.) M*r hinn SÍMWM-tt -g,, , ,**. í l"t» ve,t», »sís=— _ ftktirkaírelsi. mar »ju«aw»— '■„“"■‘rUp.vt- t.t»“»« **~’S‘SS£TS£ /. Wmb.r» mlni'isbtaöt |Wrl.im'iI.™ im, lonrnrml S»U„m vaiab,ust tmfir ÍSSííiS*^—11*1^ sakahollráft. SSSmr "I- SSJrlWt. .» Mg: sigublaug D IARNADOTTIH icUi. aniölki Páskahreingemingar Sigurlaugar Bjarnadóttur Kunningjakona min, Sigurlaug Bjamadóttir frá Vigur, greindi fyrir skömmu frá því hér i blaöinu, að hún heföi í árlegri páskahreingemingu sinni fundið nokkrar ótímabærar athugasemdir eftir mig, sest niöur og séö, aö fleira þyrfti aö ræsta en húsiö eitt. Hún gerði sér því lítiö fyrir og samdi smápistil um þessar athugasemdir. Og ekki var að sökum aö spyrja: hún hafnaði þeim flestum. Mig langar þó til aö bæta nokkrum orðum við, ef ég má, því aö ég er ekki viss um, aö þessi síöari páskahrein- geming Sigurlaugar hafi tekist sem skyldi. Heiður afþakkaður Sigurlaug kvartar yfir því, aö ég sé stundum talinn „hugmyndafræöing- ur Sjálfstæöisflokksins”. Má ég segja henni, að ég er henni hjartan- lega sammála? Eg kvarta ekki síöur yfir þessu og ætla að nota þetta tæki- færi til aö afþakka heiðurinn. Eg hef enga löngun til aö vera talinn ein- hver hugmyndafræðingur Sjálfstæöisflokksins. Eg ber enga ábyrgð á þessum flokki fremur en hann á mér. Eg kæri mig ekki um að fá á mig óorö af hrossakaupum og málamiðlunum sumra foring ja hans, og ég veit, aö þeir kæra sig ekki um aö fá óorð á sig af óviöráöanlegri til- hneigingu minni til aö reyna aö hugsa, rökræöa, rekja hugmyndir fram og aftur. Aðrir menn eru miklu heppilegri hugmyndafræðingar flokksins — sléttgreiddir, mjúkmál- ir, ungir menn með hrifninguna aö atvinnu. Mörg ár eru síðan ég komst aö því, aö sannleikurinn hefur ekki tekið sér bólfestu í neinum einum stjómmálaflokki. En ég bið Sigur- laugu um aö misskilja mig ekki. Mér dettur ekki í hug að afneita Sjálfstæðisflokknum, hann er þrátt fyrir allt langvænlegasti kostur fr jálslynds fólks. Frelsi án ábyrgðar Siguriaug víkur síöan aö frelsis- hugmyndinni. Hún segir: „Um þaö er ekki deilt... meðal allra sæmilega siömenntaöra manna, aö frelsi án takmarkana og ábyrgðar leiðir fyrr en varir til glundroða — stjómleysis, haröstjómar.” Enn er ég hjartan- lega sammála Sigurlaugu. Hún virö- ist halda, aö ég aðhyllist ótakmarkaö frelsi. En því fer fjarri. Frelsi eins manns veröur aö takmarkast af sama frelsi allra annarra manna. Og maöurinn verður að bera ábyrgö á eígin gerðum. Hann veröur aö taka afleiðingum þeirra, góöum og slæm- um. Eg er einmitt á móti velferðar- ríkinu, af því að þaö tekur ábyrgðina á eigin geröum af mönnum. Maöur, sem lendir í fjárþröng og reynir aö bjarga sér út úr henni með okurláni, veröur aö taka afleiöingunum sjálf- ur, en reyna ekki aö koma þeim yfir á aöra. Kona, sem giftist ofdrykkju- manni, hefur gert mistök, en það er hennar mál og ekki almennings. Einstaklingur í fullkomnu markaös- skipulagi, sem hefur ekki lagt fyrir til elliáranna eða tekiö sjúkratrygg- Ótímabærar athugasemdir HANNESH. GISSURARSON CAND. MAG. ingu, getur engum kennt um nema sjálfum sér, ef út af bregöur. Eg fæ ekki betur séö en viö Sigurlaug deilum sömu siðferðilegu forsend- unni, þótt hún treysti sér síðan ekki til að rekja hugmyndina um ábyrgö fólks á eigin geröum út í ystu æsar — hafna velferðarríkinu. Hvenær verður hjálp- semi að óþolandi afskiptasemi? Mér er ekki ljóst, hverju Sigurlaug er í rauninni að mæla á móti í páska- pistli sínum. Hvaö gæti hún gert, kæröi hún sig um aö rökræöa viö mig? Hún gæti í fyrsta lagi hafnaö frelsisreglunni, sem ég hef gjarnan vísað til — þeirrar reglu, aö menn hafi frelsi til allra þeirra viöskipta, sem eru þeim sjálfum aö nauðungar- lausu og öörum að kostnaöarlausu. En hún yröi aö vera viöbúin því, ef hún hafnaði henni, að aörir reyndu að takmarka frelsi hennar til þess, sem henni finnst sjálfsagt, svo sem til þess aö semja páskapistil í blaö. Hún gæti í öðru lagi samþykkt frelsisregluna, en reynt aö sýna, aö ég misnoti hana — sumt þaö, sem ég segi, aö sé öörum en viðskiptavinun- um aö kostnaöariausu, sé þeim alls ekki aö kostnaöarlausu. Sigurlaug tekur því miöur hvorugan þennan kost, heldur lætur sér nægja að fara mörgum oröum um þær tilfinningar, sem hún beri í brjósti til bágstaddra. Ur þessu geta því ekki orðið neinar umræður um annað en tilfinningaiíf okkar Sigurlaugar, og hygg ég, að lesendur hafi meiri áhuga á mörgu öðru. Sigurlaug spyr aö vísu: „Er þaö nokkuð annað en kaldrif jaö afskipta- leysi, ómanneskjuleg einangrun, alger skortur á samfélagslegri ábyrgð?” — ef fólk er látiö í friöi meö sín einkamál. Eg svara því svo, aö ég hef ekkert á móti þeim ágætu liknar- og mannúðarfélögum, sem hjálpa bágstöddum. En ég hef mikiö á móti því fólki, sem reynir aö nota ríkis- valdið til að neyða aöra til aö hjálpa bágstöddum. Eg segi því við Sigur- laugu: Þú skalt gera góðverk þín á eigin kostnað, en ekki annarra! Og sannleikurinn er auðvitaö sá, aö hjálpsemi getur oröiö aö óþolandi afskiptasemi og hnýsni um einka- hagiannarra. Hagvöxtur og friður Sigurlaug segir í lok greinar sinnar, aö hagvöxtur skipti litlu máli, því aö „þaö, sem mest á ríöur nú, er aö skapa samstööu og frið um skiptingu þess, sem tii skiptanna er”., Eg er eins ósammála henni um þetta og ég er sammála henni um hitt, aö frelsi án ábyrgðar er orðiö tómt. Þetta hagvaxtartal hennar er satt aö segja lítt ígrundaö. Friöur næst aldrei um skiptingu þjóðartekn- anna, ef þær eru fastar, því aö við slík skilyröi er þaö, sem einn fær, tekið af öörum, og sá sættir sig vitan- lega illa viö það. Friöur næst miklu fremur, ef þjóöartekjumar eru vax- andi, því að við slík skilyrði þurfa kjarabætur ekki aö vera á kostnað neinna annarra. Hagvöxturinn er þannig langbesti sáttasemjarinn í kjarabaráttunni. En kunningjakona mín, Sigurlaug, hefur ,af sínum al- kunna dugnaöi þyrlað upp svo miklu ryki í páskahreingemingunni, aö hvorki sér í þetta né annaö. • „Ég er einmitt á móti velferðarríkinu, af því að það tekur ábyrgðina á eigin gerð- um af mönnum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.