Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1984, Blaðsíða 10
íí 10 •í'BSI IAM 0C JlUDACHJHIVaiM .Vö: DV. MIÐVIKUDAGUR 30. MAI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fimm fyrrverandi þjóövaröliðar í E1 Salvador voru í síðustu viku fundnir sekir um moröin á banda- rísku nunnunum í desember 1980 sem ollu hvaö mestri úlfúð í Banda- ríkjunum og urðu til þess aö Carter- stjórnin á sínum tíma tók fyrir alla hernaðaraöstoö viö stjóm E1 Salva- dor gegn skæruliðum vinstrimanna. Naumast hafði úrskuröurinn um sök mannanna fyrr verið lagöur fram en Bandaríkjaþing samþykkti tillögu Reagans forseta um aukna aöstoö við E1 Salvador, enda má bú- ast við því að tengsl landanna aukist eftir að moröingjar nunnanna hafa veriö látnir svara til saka og eins eft- ir að frambjóöandi hófsamari afl- anna í E1 Salvador náði kjöri sem forseti. Moröin á þessum fjórum kirkjunn- ar konum vöktu almennan hrylling í Bandarikjunum og töfin á dómsmeö- ferö málsins hefur spillt fyrir sam- búö ríkjanna. Þaö var 2. desember 1980, aö þær Ita Ford, Maura Clark og Dorothy Kazel, allar nunnur, voru myrtar og meö þeim sjálfboðaliöinn Jean Donovan en þær höföu allar starfaö aö trúboöi í E1 Salvador og líknarmálum. Akæruvaldiö segir aö þjóövaröliöamir fimm hafi tekiö konumar til fanga þar sem þær voru á leið til höfuðborgarinnar frá alþjóðaflugvelli landsins. Einhvern veginn fengu þeir þá flugu aö þær væm á snærum skæruliöa og drápu þær. Líkin fundust sundurskotin tveim dögum síöar í gmnnt teknum gröfum nærri bænum Zacateluca í miöju landinu þar sem réttarhöldin hafa fariðfram. Þótt átta Bandaríkjamenn hafi veriö myrtir í borgarastríðinu i E1 Salvador og þúsundir landsmanna pyndaöir og myrtir af „dauðasveit- um” hægri öfgaaflanna, þá hefur ekkert óhæfuverkiö haft jafnmikil áhrif á almenning í Bandarikjunum og drápin á varnarlausum trúboöun- um, sem á engan hátt haföi veriö hægt aö bendla viö pólitíkina. — Auk þess höföu líkin boriö merki kyn- ferðislegra misþyrminga. Hinir fjórir Bandaríkjamennimir sem myrtir voru höföu þó á einhvem máta veriö tengdir pólitíkinni. Tveir vora verkalýðsmálaerindrekar sem; Umsjón: Gunnlaugur A. lónsson og Guðmundur Pétursson systram, nunnureglu sem aðalaöset- ur hefur í Bandaríkjunum. Reglan lýsti því fljótt yfir eftir morðin aö allt benti til þess að nunnumar hefðu veriö myrtar af ráönum hug af þjóð- varöliðinu eöa stjórnarhernum. — Þegar úrskurðurinn lá fyrir á fimmtudag lýsti áheyrnarfulltrúi reglunnar, systir Helena O’Sullivan, því yfir aö þetta væri aðeins fyrsti áfanginn. Þær mundu fylgja málinu eftir og krefjast rannsóknar á til- buröum til yfirhylmingar og hlut- deild háttsettra foringja í málinu. Foringjar í hernum, sem oft hafa verið oröaöir viö dauðasveitimar ill- ræmdu, hafa sjaldan veriö ákæröir fyrir hlutdeild í morðum og enn sjaldnar dæmdir. Hinn nýkjörni forseti E1 Salvador, Jose Napoleon Duarte, hefur heitið því aö hefta uppivöðslu dauðasveit- anna, og hafa málalokin út af nunnu- moröunum og sú yfirlýsing auöveld- aö Reaganstjóminni að fá samþykkt áform sin um aukna aðstoö viö stjórn E1 Salvador. Duarte, sem tekur við embætti núna í vikunni, hefur þegar mælst til þess viö æðstráðendur hersins að þeir foringjar öryggislög- reglunnar sem hvað verst orð hefur fariö af og tíðast verið nefndir í sam- bandi viö dauðasveitirnar verði fluttir á milli embætta. Erindrekar frá alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa haft hönd í bagga með yfirvöldum E1 Salvador viö rannsókn nunnumoröanna en hún; hefur staöið í þrjú ár. Tafimar á meöferö málsins mæltust illa fyrir í| Bandarikjunum og þóttu bera vitni. tregðu yfirvalda í E1 Salvador til þess að upplýsa málið. — Sakborningar hafa borið þaö í viö- tölum við fréttamenn aö þeir hafi veriö pyndaöir til játninga og ýmist hótað illu eða heitið mútum. Ekki. hefur verið lagöur mikill trúnaður á þaö. — Þeir eiga yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi. -GP* Ólympíuleikarnir í Los Angeles í sumar: Margra íþróttastjama verður sárlega saknað Ueberroth, framkvæmdastjóri bandarísku ólympíunefndarinnar, lýsti því yfir í síöustu viku aö ólym- píuleikamir í Los Angeles yrðu hinir fjölmennustu í sögunni þrátt fyrir aö Sovétríkin og flest bandalagsríki þeirra hafi ákveðið að taka ekki þátt í leikunum. En ljóst er þó aö fjarvera Austur-Evrópuþjóöanna breytir gifurlega miklu því síðast þegar full- trúar bæöi austurs og vesturs mættu til leiks á ólympíuleikum í Montreal 1976 unnu Austur-Evrópuþjóöimar meir en helming allra verölauna. Sovétríkin og Austur-Þýskaland heföu orðið aöalkeppinautar Banda- ríkjanna á þessum leikum ef þau heföu mætt til leiks. A því er tæpast nokkurvafi. Fengu 114 af 198 guliverðlaunum Á ólympíuleikunum 1976 fengu þær þjóöir sem nú hafa ákveðið að mæta ekki til leiks 114 af 198 gullverölaun- um sem veitt voru í leikunum. Af 21 íþróttagrein sem keppt er í á ólympíuleikunum er Ijóst að fjarvera Austur-Evrópuþjóöanna hefur alls staðar mikil áhrif. Hér veröa rakin nokkur dæmi til að sýna fram á það. Svo fyrst sé nefnd sú íþróttagrein sem Islendinga varðar mest, þ.e. handknattleikurinn, þá er þaö aö segja aö þar hafa Austur-Evrópu- þjóðirnar haft talsveröa yfirburði um árabil. Sovétríkin eru viður- kennd sem sterkasta handknattleiks- þjóö heimsins. En hættulegustu keppinautar þeirra taka hins vegar þátt í leikunum þar sem eru Rúmenar og Júgóslavar og Vestur- Þjóöverjar hafa ætíö veriö í hópi sterkustu þjóöa heims í þeirri íþróttagrein. Einnig Norðurlanda- þjóðirnar, einkum þó Danir. Frjálsar íþróttir draga ætíö til sín mesta athygli allra íþróttagreina á ólympíuleikum. Þar hefur fjarvera sósíalísku þjóöanna mjög mikil áhrif. Sem dæmi má nefna að á heimsleikunum í Helsinki í fyrra hlaut austurblokkin 22 af 41 gull- verölaunum. Þaöan minnast menn Jarmilu Kratochilovu, tékknesku hlaupakonunnar vöðvastæltu, sem vann yfirburöasigur bæði í 400 og 800 metra hlaupum. Svo karlmannleg þótti hún aö ýmsir fóru aö tala um „þriöja kynið” á leikunum. Austur- þýsku stúlkurnar reyndust ósigrandi í spretthlaupunum og voru þar fremstar í flokki þær Marita Koch og Marlies Goehr.Þeirra verður saknaö á ólympíuleikunum í Los Angeles. Hefðu ekki veitt Carl Lewis keppni I spretthlaupum og millivega- lengdum í karlagreinum verður f jar- vera Austur-Evrópuþjóöanna ekki eins áberandi því snilhngurinn Carl Lewis er yfirburöamaöur í sprett- hlaupum og langstökki og helstu keppinautar hans eru landar hans. I millivegalengdum er breska tríóið Sergei Bubká og Sergei Litvinov sigraöu í hástökki, stangarstökki og sleggjukasti í Helsinki og veröa illa fjarri góöu gamni í Los Angeles. Pól- verjarnir Edward Sarul og Zdzislaw Hoffman sigruöu í kúluvarpi og þrístökki. Tékkinn Imrich Bugar sigraði í kringlukasti og Austur- Þjóðverjinn Detlef Michel í spjót- kasti. Sú grein veröur sérstaklega spennandi fyrir okkur Islendinga þar sem tveir af okkar mönnum hafa tryggt sér rétt tU þátttöku í þeirri grein, þeir Siguröur Einarsson og iHMHk Bandariskí spretthlauparinn og langstökkvarinn Cari Lewis verður án efa talinn verðugur sigurvegari, sigri hann á ólympíuleikunum i Los Angeles þvi hættulegustu keppinautar Lewis um þessar mundir eru landar hans. Margir spá því að Lewis takist að endurtaka hið ótrúlega afrek Jesse Owens frá ólympíuleikunum i Berlin 1936 er hann hlaut gullverðlaun i fjór- um greinum þ.e. 100 og 200 metra spretthlaupum, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. Steve Cram, Sebastian Coe og Steve Ovett líklegast til að skipa sér í fremstu röð. Rússamir Gennadi Awdejenko, Einar Vilhjálmsson, og raunar hef- ur Einar bestan árangur í ár af þeim keppendum sem mæta í Los Angeles. En heimsmeistarinn Petranoff er bandarískur og verður ekki auösigraöur, hvorki fyrir Einar né aöra keppendur. I körfuknattleik hafa Sovétmenn ætíö verið í fremstu röö og kvennaliö þeirra hefði a.m.k. mjög líklega farið meösiguraf hólmi. I hnefaleikum veröur fjarvera Kúbumanna mjög áþreifanleg því á ólympíuleikunum í Moskvu unnu þeir sex af ellefu titlum. Sovésku stúlknanna saknað í fimleikum I fimleikum verður sovésku stúlknanna saknað því aö á síðustu 32 árum hafa þær aöeins tvisvar misst af sigri í liðakeppninni en mikil bót er aö rúmensku stúlkurnar veröa með því þær hafa ekki gefið þeim sovésku mikið eftir. I karlaflokki hafa Kínverjar leyst Sovétmenn af hólmi sem forystuþjóö og þeir mæta til leiks í Los Angeles eins og kunn- ugt er. I júdó hefðu Austur-Evrópumenn verið líklegir sigurvegarar í þremur þyngdarflokkum af átta og í róöri hafa Sovétmenn og Austur- Þjóöverjar barist um sigur- verölaunin ó alþjóðamótum undan- farin ár. Svipaöa sögu-*-er aö segja af sundinu. Þar verður einkum fjar- vera Sovétmanna og A-Þjóðverja til- finnanleg. Vladimir Salnikov hefur veriö yfirburöamaöur í lengri vega- lengdum skriösundsins undanfarin sjö ár og í heimsmeistarakeppninni í Ecuador 1982 unnu a-þýsku stúlk- umar 11 af 14 gullverðlaunum. En keppnin nú hefði staöið milli þessara þjóöa og Bandaríkjanna. Þannig mætti lengi telja. Ljóst er aö þó hugsanlegt sé að fjöldi þátt- tckuþjóða á þessum ólympíuleikum veröi meiri en nokkru sinni áöur þá er ljóst aö í fjölmörgum greinum veröa þaö ekki bestu íþróttamenn heimsins sem fara meö sigur af hólmi í viðkomandi greinum. -GAJ Þrjár bandariskar nunnur krjúpa á bæn yfir likurn myrtra systra sinna iE! Salvador. Málalok nunnumorð- anna bæta sambúð El Salvador við USA skotnir voru í kaffiteríu hótels síns. látinn svara til saka fyrir hin morðin Pearlman, og Jose Rodolfo Viera Einn var flotamálaráögjafi og annar á bandarísku verkalýöserindrekun- semþeirstóöuíviöræðumviö. blaöamaöur. — Enginn hefur verið um, Michael Hammer og Mark Trúboðamir tilheyröu Maryknoll-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.