Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Síða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. Skákþing Islands í landsliösflokki hófst aö Hótel Hofi í Reykjavík í gær. Keppendur eru fjórtán og þar á meðal flestir bestu skákmenn þjóöarinnar. Urslit í fyrstu umferö uröu þessi: Helgi Olafsson vann Björgvin Jónsson, Jón L. Arnason vann Lárus Jóhannesson, Jóhann Hjartarson vann Ágúst Karlsson, Guðmundur Sigurjónsson og Sævar Bjamason geröu jafntefli, sömuleiöis Dan Hansson og Hilmar Karlsson og Mar- geir Pétursson og Karl Þorsteins. Pálmi Pétursson frá Akureyri for- fallaðist á síöustu stundu og ekki hefur enn tekist aö finna manna til aö fylla hans skarð og tefla við Hauk Angantýsson í fyrstu umferð. Fátt varö því um óvænt úrslit í fyrstu umferö, þeir félagamir og þeir keppendur sem verður aö telja Ásgeir Þ. Ásgeirsson sigurstranglegasta; Helgi, Jóhann og Jón L. Ámason, unnu sínarskákir næsta auöveldlega en jafnteflis- skákirnar voru tefldar til þrautar. Hilmar tefldi traust með svörtu gegn Dan og Sævar baröist eins og grenjandi ljón gegn Guömundi og hélt jafntefli í endatafli meö mis- litum biskupum þrátt fyrir aö hann væri peöi undir. Viöureign Margeirs og Karls vakti mesta athygli; Margeir fórnaöi strax peöi í byrjuninni og leitaði eftir sóknarfærum á kóngsvæng en Karl fékk tvö samstæö frípeð á drottning- arvæng. Helstu spámenn meðal áhorfenda þóttust sjá vinning fyrir Margeir meö biskupsfóm en honum brást kjarkurinn, dró lið sitt til baka og virtist standa höllum fæti um tíma en náöi aö skipta upp í jafnteflis- endatafl. Eftir skákina sýndi Mar- geir viöstöddum góöa vöm fyrir Karl gegn biskupsfórninni en hins vegar átti hann vænlegan peösleik er heföi e.t.v. nægt til vinnings. Skák Jóns L. Ámasonar og Lár- usar Jóhannessonar varö aöeins 22 magnaðir sóknarleikir, haföi Jón hvítt og fer skákin hér á eftir: Skákmennirnir i þungum þönkum skömmu eftir eömótið hófst i gær. D V-mynd Kristján Ari. 1. ejl c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6 exf6 6. c3 Bd6 7. Bd3 0-0 8. Dc2 He8+ 9. Re2 g6 10. h4 Rd7 11. h5 Rf8 12. Bh6 Be6 13. 0-0-0 b5 14. hxg6 fxg6 15. Bxf8 Bxf8 16. Bxg6 hxg6 17. Dxg6+ Bg7 18. Rf4 Bf7 19. Hh8+! Kxh8 20. Dxf7 Bh6 21. Hhl Hel+ 22. Kc2!! og svartur gaf. I dag kl. 18.00 verður önnur umferð tefld og má þá búast viö aö til tíðinda dragi meö því aö Helgi og Jón L. leiða saman hesta sína svo og Mar- geir og Jóhann. Aöstæður allar á skákstað eru mjög góöar jafnt fyrir keppendur og áhorfendur og mikiö til mótsins vandaö af hálfu skáksambandsins. Viröist mótiö ætla aö veröa stjórn þess til sóma. -ÁÞÁ. TOSHIBA stærstir í örbylgjuofnum BESTU KAUPIN ÖRBYLGJUOFN frá TOSHIBA Japan 9.450 stgr. Góöir greiösluskilmálar • Bakar kartöflur á 5 mín. • Steikir roastbeaf á 20 mín. • Bakar sandköku á 6 mín. • Steikir sunnud. læriö á 40 mín. • Sýður fisk á 5—6 mín. • Poppar á 3 mín. Fáöu þér Toshiba örbylgjuofn, — ofn frá stærsta framleiðanda heims á örbylgjuofnabúnaöi. Frá Toshiba koma nýjungarnar. Þaö nýjasta, ofnar meö DELTAWAVE dreifingu, meö eöa án snún- ingsdisks. Ofnar búnir fullkomnustu öryggjum sem völ er á. Fáöu þér ofn meö þjónustu: 190 blaösíöna matreiöslubók og kvöldnámskeið fylgir. Fullkomin námskeiösgögn á íslensku. Opinn símatími og upplýsingar frá sérfræöing okkar í matreiðslu í ör- bylgjuofnum, Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara, menntaöri frá Tilraunaeldhúsi Toshiba í Englandi. Fullkomin þjónusta og þú færö fullkomið gagn af Toshiba örbylgjuofnunum. 5 geröir fyrir heimili, 2 geröir fyrir hótel og __________________ mötuneyti. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 Jan Mayen-deilan: VERDUR AÐ LEYSA MEÐ VIÐRÆÐUM — segir forsætisráðherra „Eg lít svo á að Grænlendingar hafi ekki heimild til aö semja svona við Færeyinga. Efnahagsbandalagiö hefur ennþá ráöstöfunarrétt yfir þessum miöum,” sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra. , ,Þetta kom mér aö vísu ekki á óvart. Ég hef alltaf verið viss um aö Græn- lendingar myndu reyna aö sækja sér þær tekjur sem þeir gætu fundið,” sagöi forsætisráöherra. Grænlendingar hafa úthlutað Færey- ingum 27.900 íesta loðnukvóta á um- deilda svæöinu viö Jan Mayen. Fær- eysku fiskiskipin greiöa Grænlending- um fyrir veiðileyfið, aö því er talið er. Þaö er hins vegar ekki fyrr en um næstu áramót sem Grænland gengur úr Efnahagsbandalaginu. „Ég tel aö þaö veröi aö leysa þetta mál með viðræðum. Stefnt er aö viö- ræðum þjóöanna þriggja í lok septem- ber þegar Jonathan Motzfeldt kemur hingaö til Islands í opinbera heimsókn. Viö erum aö kanna hvort ekki sé hægt aö fá lögmann Færeyinga hingað á sama tíma,” sagöi Steingrímur. -KMU. Ólæti á ísafirði Fjör var í hópi ölvaðra unglinga í miðbæ Isaf jaröar í fyrrinótt. Mikil há- reysti var höfö í frammi og þaö haft að leik að skemma umferöarskilti. Þann- ig var einstefnumerki rifiö upp úr jörö- inni, gangbrautarmerki snúiö niöur og strætisvagnamerki lá fyrir framan dyr hótelsins um morguninn. Aö sögn lögreglunnar var enginn handtekinn en veriö er aö kanna hverj- ir skemmdu umferðarmerkin. -KMU. Fylliri i miðbænum Mikill fjöldi ungs fólks skemmti sér í miöborg Reykjavíkur eftir aö dimma tók á föstudags- og laugardagskvöld. Bakkus var hafður meö í leiknum hjá mörgum. Töluvert var drukkiö og neyddist lögreglan tii aö færa marga í gistingu í fangaklefa. „Þaö var mikiö fyllirí en átaka- laust,” sagöi varöstjóri hjá lögregl- unni. Hann taldi væntanlega byrjun skól- anna skýringu á fólksfjölda í miöbæn- um. Skólafólk væri aö koma úr vinnu utan af landi meö fullar hendur f jár. Skildi bílinn eftir í gangi Bíleigandi komst aö því um helgina aö ekki er óhætt í Reykjavík að skilja bílinn eftir í gangi meðan rétt er skroppið inn í hús. Skynsamlegra er aö drepa á bílnum og læsa honum. Bíleigandinn átti stutt erindi inn í hús við Þingholtsstræti síödegis á laugardag. Hann taldi ekki taka því að drepa á bílnum. En á meðan hann var inni gekk fram hjá maður, sem stóðst ekki freistinguna. Sá settist inn í bílinn og ók af stað. Nokkrum mínútum síöar var lögregl- an komin í máliö. Hún fann bílinn 40 mínútum síðar í Háuhlíð, mannlausan en óskemmdan. Ibúi viö götuna haföi hins vegar séð pilt hlaupa frá bílnum og gat gefiö góöa lýsingu á honum. Lögreglan vonast til aö finna piltinn. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.