Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Page 12
12 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. ■ Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. 'Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. 'Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI ',27022. ;Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. ISími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helqarblað28 kr. Ýmsargóðar hugmyndir Formenn stjórnmálaflokkanna hafa kallaö marga menn sér til ráðuneytis. í tillögum þeirra kennir margra grasa. Sumt er þar býsna gott. Eftir er að sjá, hvernig niðurstaðan verður í laginu, eftir umfjöllun formanna, ríkisstjórnar og þingflokka stjórnarliða. Á borði formannanna hafa verið tillögur um verulegar breytingar á Framkvæmdastofnun. Rætt hefur verið um að leggja áætlanadeild niður, breyta byggðasjóði töluvert og flytja framkvæmdasjóð yfir í bankakerfið. Verði af því, er það til mikilla bóta. Framkvæmdastofn- un er óþurftar bákn. Þó væri hætt við, að byggðasjóður yrði áfram þjóðarbúinu til skaða. Færsla framkvæmda- sjóðs til bankanna gerði líklegra, að arðsemissjónarmið réðu um úthlutun fjármagns, þótt ekki yrði það tryggt. Þá hafa komið fram hugmyndir um breytingar á sjóða- kerfinu, þannig að sjóðunum fækki. Slíkt yrði til bóta, en áfram mun öllu skipta, hvernig á verður haldið. Hið flókna sjóðakerfi okkar hefur verið rót spillingar í ýms- um efnum. Formennirnir hafa rætt tillögur frá sjálfstæðismönnum um afnám hins óréttláta kjarnfóðurskatts. Þeir hafa rætt möguleika á frjálsari innflutningi á grænmeti. Líklegt er, að frelsið, sem þeir kunna að bjóða, verði áfram ófrelsi. Engar líkur eru til, að nú verði gengið nógu langt í frjáls- ræðisátt. Formennirnir hafa fjallað um hallalaus fjárlög. Fjár- lög með halla eru einn helzti verðbólguhvatinn. Miklu skiptir, að ekki verði þar halli enn eitt árið í röð. En menn munu spyrja: Verða þetta ekki enn ein gervifjárlögin? Mun fjármálaráðherra ekki enn stíga fram upp úr.jólum og lýsa því, að stefni í halla? Stjórnarliðar hafa rætt hugmyndir um að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum í áföngum og svo sem þremur árum. Landsmenn bíða spenntir niðurstaðna af þeirri umf jöl- un. Tekjuskatturinn er uppspretta óréttlætis í þjóðfélaginu. Margir hinir tekjuhæstu komast undan skattinum. Engin leið er að lappa upp á skattinn, svo að verða mætti að gagni. Réttast er því að leggja skattinn niður og láta menn greiða af eyðslu sinni í óbeinum sköttum í staðinn. Formennirnir hafa fjallað um fækkun ríkisbankanna. Sú aðgerð yrði hagkvæm. Þá ber að veita einkabönkum meira svigrúm til athafna. Eftir að leyft var aukið frjáls- ræði í vaxtamálum, hefur farið að gæta nokkurrar sam- keppni milli banka, þá samkeppni verður að efla. Hér hefur verið stiklað á stóru um þær tillögur, sem for- menn stjórnarflokkanna hafa haft á borði sínu síðustu daga. Nú munu málin brátt skýrast og sjást, hvað kemur út úr meðferð formannanna, ríkisstjórnar og þingflokka í dag og á morgun. Af íenginni reynslu er ástæða til að vera aðeins hóflega bjartsýnn í því efni. Formennirnir fengu til ráðs ýmsa sérfróða menn, sem skilja betur en stjórnmálamenn, hvað þjóðarbúinu er fyrir beztu. Hætt er við að hugmyndirnar spillist við meðferð stjórnmálamanna. Hætt er við, að „framsóknarmennirnir” í báðum stjórnarflokkunum verði sterkir, þegar á reynir. Stjórnmálamenn hafa löngum misnotað Framkvæmda- stofnun og sjóðakerfið. Erfitt verður að breyta því. Haukur Helgason. Einkaskólar: Kjarabót fyrir kennara? Um fátt er nú meira rætt meöal kennara en lág laun. Aöalorsakirnar fyrir hinum alvarlega vanda í launa- málum núna eru óréttlát kaupskerð- ingarstefna ríkisstjómarinnar og aukiö frelsi gróöamanna þjóðfélags- ins sem hafa sand af seðlum sem aldrei fyrr. Áhrifin eru ekki enn komin í ljós. Spáö hefur veriö atgervisflótta úr kennarastéttinni og raunar úr fleiri starfsgreinum þar sem fengist er viö uppeldi og hjúkrun. Víst er aö þeir sem eftir sitja reyni aö veröa sér úti um yfirvínnu annars staöar — sé hana að fá. (Þaö verður aö vera ann- ars staðar en í skólanum því aö kenn- arar mega ekki vinna nema 30% yfir- vinnu þar skv. ráöuneytistilskipun- um.) Fjölmargir kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af því aö þetta bitni á kennslunni, m.ö.o. aö launalækkun- INGÓLFUR Á. JOHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI um andsnúnir fram til þessa, m.a. á þeirri forsendu aö tryggja bæri aö ríkidæmi foreldra mismunaöi ekki bömum. Þessi rök eru vart haldbær lengur í ljósi þess hvernig til hefur tekist. Þótt ríkið sé nærri einráöur rekstraraðili hefur ekki tekist aö út- rýma því aö böm búi viö misjöfn skilyrði í uppeldi og námi. Auk þess er vert aö huga aö því aö fjölda nem- enda er fleytt gegnum menntaskóla (og reyndar efstu bekki grunnskóla líka) meö einkatímum. Á slíku hafa alls ekki allir efni. Framsæknir einkaskólar Veröi stofnun einkaskóla aö veru- leika gæti þaö ekki oröiö ööruvísi en í samvinnu viö hæfileikaríka kennara sem hafa þekkingu til að þróa fyrir- myndarskóla, jafnt í tækjabúnaði sem kennsluháttum. Slík stofnun „Fjölmargir kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af því að þetta bitni á kennslunni, m.ö.o. að launa■ lækkunarstefnan valdi þvi að börn og unglingar fái lakara uppeldi og minni fræðslu." arstefnan valdi því aö börn og ungl- ingar fái lakara uppeldi og minni fræðslu. Launalækkunarstefnan bitnar harkalegar á kennumm en mörgum öðmm ríkisstarfsmönnum þar sem ríkið þarf í engu aö hygla þeim vegna þess aö kennarar geta ekki ráöiö sig hjá öðrum til kennslu. Ríkiö þarf t.d. aö borga verkfræðingum í sinni þjón- ustu meira kaup en hjúkrunarfræö- ingum og kennurum þrátt fyrir svipaöa menntun aö áraf jölda því aö þaö á í samkeppni viö hinn „frjálsa” vinnumarkaö um verkfræðingana. Obbinn af skólum landsins er ríkis- rekinn (sumir í samvinnu viö sveitarfélög) og ríkiö greiðir laun kennara viö þá skóla sem era aö forminu til ekki ríkisreknir. Fáeinir tölvu- og málaskólar eru þó til en starfa einkum á kvöldin. Þeir greiöa kennumm eflaust viðunandi laun. Þeir kennarar ríkisskólanna sem þar fá aukastarf hafa gagn af því. Hvað er til ráða? Er eitthvað til ráöa ef hinum al- mennu ríkisreknu skólum hrakar? Sumir framhaldsskólar hafa hækk- aö skólagjöld á nemendum sínum eöa fariö fram á frjáls framlög þeirra til nauðsynlegra tækjakaupa því aö auk lækkunar á launum kenn- ara eru skólamir í fjársvelti til að kaupa nauösynlegan útbúnaö. Þaö er t.a.m. hart aðgöngu aö hafa aöeins eina kvikmyndasýningavél í 800 manna skóla — og ekkert mynd- band! Segulbandstækin sem tungu- málakennarar hafa eru oft og einatt stórum lakari en tæki nemendanna. Engan skyldi undra þótt yfirstétt- arfólk (atvinnurekendur, læknar, tannlæknar o.s.frv.) stofnaði einka- skóla fyrir böm sín. Þaö hefur pen- ingana og lagaheimildin er til í 75. grein grunnskólalaga. Yröi þetta aö veruleika væri þar meö stofnað til samkeppni viö ríkið um bestu og duglegustu kennarana. Þess má sjá merki aö stjómmála- mönnum hefur dottiö einkaskólar í hug: „þaö er hollt fyrir barnaskól- ana, þá sem ríkið sjálft heldur uppi, aö vita að til séu einhverjir aðrir barnaskólar í landinu sem veiti þeim nokkurt aöhald meö samkeppni og verði til þess að þeir leggi sig frekar fram en ella um að ná góöum árangri meö starfi sínu”. Þannig fórust Bjarna heitnum Bene- diktssyni eitt sinn orö í umræöum á Alþingi (sjá Alþingistíöindi 1956, C- hluta,dálk 235). Vinstri menn hafa verið einkaskól- myndi tvímælalaust auövelda öörum kennurum launabaráttu og baráttu fyrir betri starfsskilyröum. Einka- skólinn yröi að sjálfsögöu einsettur og fáir nemendur í hverjum bekk þannig aö meiri tími gæfist til per- sónulegra samskipta kennara viö nemendur, starfehættir sveigjanlegir og þar fram eftir götunum. Gæöi slíks skóla veröur aldrei hægt aö meta út frá samanburðarprófi gagn- vart öömm skólum eins og Haraldur Blöndal lögfræðingur heldur aö sé hægt (sjá DV 20. júlí og 3. ágúst sl.). Gæöi skóla verða aldrei mæld á brottfararprófi en kannski meö frammistöðu nemenda í lífinu eins og Siguröur Nordal vissi er hann skrif- aöi þessi orð: „Þaö er á fullum þroskaaldri, milli þrítugs og sextugs, sem manninn skal reyna, en ekki um og fyrir ferm- ingu. Honum kemur lítt í hald aö hafa gengiö í góðan skóla ef honum hefur verið tyllt þar í óeðlilega hæö með allskonar fræðslubrögðum svo að honum fer síðan smáhnignandi. Þaö er hægt aö mæla þekkingu 14 ára unglings, höfuöstólinn sem hann fer meö út í lífið. En hvemig verður mælt hvort þessi höfuðstóll er þess eölis aö hann ávaxtast sífeUt upp frá því eða dauöur fjársjóöur sem tím- inneturupp?” Skóla sem býr tU þess háttar höfuð- stól er ekki hægt aö staöla eöa gefa forskrift aö. Tveir „jafngóðir” skóí- ar geta verið gerólíkir. Víst er þó að sUkur skóli „treöur” ekki í nemend- ur eins og heypoka, heldur örvar þá til frumkvæðis og ábyrgðar. Ingólfur Á. Jóhannesson Igh „Launalækkunarstefnan bitnar harkaleg- ^ ar á kennurum en mörgum öörum ríkis- starfsmönnum þar sem ríkið þarf í engu að hygla þeim vegna þess að kennarar geta ekki ráðið sig hjá öðrum í kennslu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.