Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Qupperneq 21
Allt um ensku knatt- spyrnuna 25 Víðir íGarði íl.deild? Stórleikur Nicholas 26 Frábærar auka- spyrnur hjá Giresse 28 Brons Gísla íGöppingen 22 Víkingur mætir Fram DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. — íkvöldá Laugardalsvellinum Víkingur fær Fram í heimsékn á Laugardalsvöllinn kl. 18.30 í kvöld og er það síðasti leikur 16. umferðar 1. deildar keppninnar — og afar þýðing- armikill leikur. Framarar eru í alvar- legri failhættu — eru nú á botninum. Þegar Skagamenn tryggðu sér ts- landsmelstaratitilinn á laugardaginn, þá færðu þeir Fram um leið farseðilinn í Evrópukeppni bikarhafa næsta ár. Þegar tvær umferðir eru eftir í 1. deild eru þessir leikir eftir: 17. umferö: Fram—Valur, Breiöa- blik—KA, Þór—Víkingur, Keflavík— KR og Þróttur—Akranes. 18. umferð: KR—Þróttur, Akra- nes—Breiöablik, KA—Fram, Víking- ur—Keflavík og Valur—Þór. Eins og sést hér á stöðunni fyrir ofan þá keppa Keflavik og Valur um sæti í UEFA-bikarkeppninni næsta ár. • Sergej Bubka - snjalli. - stangarstökkvarinn Staðan er nú þessi í 1. deildar keppu inni eftir leiki helgarinnar: Keflavík — Þór KR—Akranes Breiðablik—V alur Akranes Keflavik Valur ÞórA. Víkingur Þróttur KR Breiðablik KA Fram 16 11 2 8 3 6 6 6 3 5 5 4 7 4 7 3 8 4 4 4 3 1—2 0-0 1—1 29—16 35 19—16 27 22—15 24 24—23 21 24—24 20 17—17 19 16—23 19 15-16 17 8 23—34 16 8 15—20 15 Markahæstu menn: Guðmundur Steinsson, Fram 7 Hörður Jóhannesson, Akranes 6 Næsti leikur: Víkingur mætir Fram á Laugardalsvellinum kl. 18.30 í kvöld. -SOS r Akurnesingar íslandsmeistarar 1984: I fyrsta sinn sem lið sigrar bæði f deild og bikar tvö ár í röð — „Ánægjulegt að þetta er komið í höfn,” sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði Skagamanna „Það hefur verið miklu meiri pressa á okkur en í fyrra- sumar — það var miklu erfiðara að verja báða meistara- titlaua í deild og bikar nú í sumar en að sækja á eins og var í fyrrasumar,’, sagði Sigurður Lárusson, fyrirliði ís- lands- og bikarmeistara Akraness, eftir að þær fréttir bárust frá Keflavík að Þór hefði sigrað þar. Akurnesingar voru því orðnir Lslanclsmeistarar þó svo tvær umferðir séu eftir á íslandsmótinu í 1. deild. Glæsilegur árangur það og til hamingju, Skagamenn. Stórt ár hjá þeim — árið 1984. íslandsmeistarar í 1. deild kvenna og karla og karlaliðið einnig bikarmeistari. Þetta er í fyrsta sinn í sögu íslenskr- ar knattspymu sem sama liö hefur sigrað í deild og bikar tvö ár í röð. Það hefur komið fyrir aö lið hafi áöur sigraö í báöum stærstu knattspymu- mótum Islands en aldrei áður tvö ár í röö. KR hefur þó verið nálægt því en eitt ár liðið milli slíkra stórafreka. Akurnesingar uröu í 12. skipti Is- landsmeistarar á laugardag eftir jafn- teflisleikinn viö KR, 0—0, á Laugar- dalsvelli. Þaö hefur skeð á aðeins 34 árum eða frá 1951 þegar Akumesingar uröu í fyrsta skipti Islandsmeistarar. Frá 1951 hafa Akurnesingar 12 sinnum orðið Islandsmeistarar, KR sjö sinn- um, Valur 6 sinnum, Keflvíkingar 4 sinnum, Fram og Víkingur tvisvar hvort félag og Vestmannaeyingar einu sinni. Talsverð spenna Það var talsverð spenna í herbúðum Akurnesinga eftir leikinn við KR — spenna hvort þeir væru orðnir Islands- meistarar. Leiknum í Keflavík milli IBK og Þórs lauk aðeins síðar og oft var reynt að ná sambandi við völlinn syðra. Alltaf á tali en Jón Magnússon vallarvörður komst í gegn og færði forustumönnum Akurnesinga frétt- irnar af sigri Þórs. Það þýddi að sigur- inn var í höfn á mótinu og forustu- mennirnir voru fljótir að færa leik- mönnum fréttimar. Þá heyrðust mikil gleðihróp úr búningsherberginu. Skiljanlega þó lengi hafi sigur Akur- nesinga í 1. deild virst nokkuð öruggur. „Það er ánægjulegt að þetta er komið í höfn hjá okkur. Þetta hefur verið mjög gott leiktímabil hjá okkur — það er hreint frábært að vinna í deild og bikar tvö ár í röð,” sagði Sigurður Lárusson. Leikurinn við KR? „Það voru góðir leikkaflar í honum en þess á milli hrein leikleysa. Stig er alltaf stig þó skemmtdegra hefði verið að sigra,” sagði Sigurður, hinn geð- þekki fyrirliði, og það er ástæða til að óska Akumesingum aftur til hamingju með sigurinn. Mikið afrek sem leik- mennirnir hafa unnið og að baki þeim er frábær þjálfari, Hörður Helgason, mikilhæfir forustumenn og svo auðvit- að allir Skagamenn. -hsím. • Besta færi Akurnesinga í leiknum gegn KR. Hörður Jóhannesson spymir á markið innan markteigs en framhjá. Sjá nánar bls. 24. DV-mynd Brynjar Gauti. r I ii a þar sem nýtt Evrópumet var sett Miklð hástökkseinvígi var háð á frjálsíþróttamóti í Rieti á Italíu í gær þegar Rússinn Valery Sereda og V-Þjóðverjinn Carlo Thraen- hardt áttust vlð, en þeir settu báðir nýtt Evrópumet — stukku yfir 2,37 m. Þar sem engin fljóðljós vom á vellinum var farið að rökkva þegar keppnin stóð hæst á milii kapp- anna. Sereda stökk 2,37 m i fyrstu tilraun en rétt á eftir stökk Theran- hardt sömu hæð — í þriðju tilraun. Þeir félagar reyndu síðan við nýtt heimsmet — 2,20 en felldu í öllum þremur tUraunum sinum þannig að beimsmet Kínverjans Jian Hua Zhu,l,39,stendurenn. -SOS • Sigurður Lámsson, fyrirliði Akur- nesinga. Mikið einvígi í stangarstökki í Rómaborg: Heimsmetið tví- bætt á 5 mínútum — Frakkinn Vigneron stökk fyrst 5,91 m en Bubka síðan 5,94 m — Reyndi þrívegis við sex metra en tókst ekki Stórkostlegt einvígi var háð í stang- arstökki á mUdu móti í frjálsum íþróttum á ólympíuleikvanginum í Rómaborg á föstudagskvöld. Tvívegis voru heimsmet sett og það með fimm mínútna mUlibUi. Fyrst bætti Frakk- inn Thierry Vigneron heimsmetið í 5,91 metra en aðeins fimm minútum síðar náði Sergei Bubka heimsmeti sínu aftur þegar hann stökk 5,94 metra. Eldra heimsmet hans var 5,90 m, sett á Crystal Palace leikvanginum í Lundúnum 13. júlí siðastliðinn. I Róm reyndi Bubka við sex metra þrívegis en tókst ekki þrátt fyrir mUtinn stuðn- ing 52 þúsund áhorfenda sem fylgdust spenntir með. Einvígi kappanna hófst þegar þeir fóru báðir yfir 5,80 m en fleiri kepp- endur komust ekki yfir þá hæð. Frakk- inn fór yfir 5,91 m í annarri tilraun sinni en hinn tvítugi Bubka sleppti þeirri hæð. Þá var hækkað í 5,94 metra og Bubka fór aftur yfir í fyrstu tilraun. Náði þar með heimsmetinu aftur frá hinum 24 ára Vigneron. Frakkanum tókst ekki að stökkva þá hæð en Bubka reyndi síöan að verða fyrstur manna til að stökkva yfir sex metra. Tókst ekki. Stangarstökkið var hápunkturinn á þessu stórmóti í Róm. Þar kepptu 23 sem hlotið höfðu verðlaun á ólympíu- leikunum í Los Angeles í síðasta mán- uði og 30 heimsmeistarar frá Helsinki. Veður var frábært til keppni, hiti og logn og Edwin Moses, Bandaríkjunum, hélt upp á 29 ára afmæli sitt meö því aö sigra í 109.skiptiðí röð í 400 m grinda- hlaupi. Sjá nánar um mótið á bls. 28. hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.