Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Side 26
26 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. i ÍNGLAND 1 ■NGLAND 1 •NGLAND ENGLAND | ,Þeir hreinlega myrtu okkur” — sagði Graham Taylor, framkvæmdastjóri Watford, sem tapaði Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Ég er mjög stoltur yfir hvernig viö komumst inn í leikinn í seinni hálf- leiknum. Viö áttum ekki möguleika gegn Arsenal í þfcirn fyrri — þeir hrein- lega myrtu okkur, sagöi Graham Taylor, framkvæmdastjóri Watford, eftir að Arsenal hafði lagt Watford að velli 4—3 í frábærum leik. — Arsenal er með frábært lið — það verður í einu af fjórum efstu sætunum þegar upp verður staðið, sagði Taylor. 21.320 áhorfendur sáu leikinn sem var frábærlega vel leikinn — opinn og skemmtilegur. Charlie Nicholas fór á kostum á í leiknum — lék sinn besta leik með Arsenal og skoraði tvö falleg mörk. • Nicholas opnaði leikinn á 27. mín. þegar hann lék skemmtilega á Steve Sherwood, markvörð Watford og skor- aöi. Á 31. mín. átti Paul Davies skot að marki Watford, sem Sherwood varöi, en missti knöttinn til Tony Woodcock sem skoraði — 2—0. — Eg sagöi strákunum í leikhléi aö þeir yrðu að berjast til að koma í veg (JRSLIT Urslit urðu þcssi í Énglandi á laugar- daginn: l.DEILD: Coventry—Leicester 2-0 Ipswich—Man. Utd. 1-1 Liverpool—QPR. 1-1 Newcastle—Aston Villa 3-0 Nott. For,—Sunderland 3-1 Southampton—West Ham 2-3 Stoke—Sheff.Wed. 2-1 Tottenham—Norwich 3-1 Watf ord—Arsena 1 3-4 WBA-Luton 4-0 Föstudagur: Chelsea—Everton 0-1 2. DEILD: Barnsley—Oldham 0-1 Birmingham—Wimbledon 4-2 Blackburn—Carlisle 4-0 Brighton—Huddersfield 0-1 Charlton—Notts C. 3-0 Leeds—Wolves 3-2 Man. City—Fulham 2-3 Middlesb.—Grimsby 1-5 Oxford—Portsmouth 1-1 Sheff. Utd.—Cardiff 2-1 Shrewsbury—C. Palace 4-1 3.DEILD: Bristol R.—Preston 3-0 Cambridge—Millwall 1-0 Derby—Bolton 3-2 Doncaster—Burnley 2-0 Hull—Bournemouth 3-0 Newport—Bristol C 0-0 Orient—Gillingham 2-4 Plymouth—Reading 1-2 Rotherham—Lincoln 0-0 Swansea—York 1-3 Walsall—Brentford 0-1 Wigan—Bradford 1-0 4. DEILD: Aldershot-Chester 1-2 Blackpool—Exeter 3-0 Bury—Halifax 3-0 Hartlepool—Swindon 2-2 Hereford—Petersborough 1-0 Mansfield—Rochdale 5-1 Northampton—Chesterfield 1-3 Scunthorpe—Colchester 2-2 Southend—Darlington frestaö Torquay—Stockport 0-0 Tranmere—Crewe 3-1 Wrexham—Port Vale 1-1 3-4 fyrir Arsenal fyrir stórtap og það geröu þeir, sagði Taylor, framkvæmdastjóri Watford. Þegar aðeins 8 mín. voru búnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 2— 2. David O’Leary skoraði sjálfsmark á 49. mín og síðan jafnaði „Mo” John- ston með glæsilegri hjólhestaspyrnu á 53.mín. — Við héldum áfram í seinni hálf- leiknum eins og við höfðum leikið í þeim fyrri. Hraðinn var orðinn of mik- ill og áður en við vorum búnir að átta okkur á hlutunum voru leikmenn Wat- ford búnir aö jafna. Þrátt fyrir það gáfumst við ekki upp, sagði Don Howe, framkvæmdastjóri Arsenal. Arsenal gerði út um leikinn á 72. og 73. mín. þegar Nicholas og Brian Talbot skoruðu 3—2 og 4—2, en rétt fyrir leikslok náði Luther Blissett að minnka muninn í 4—3 fyrir Watford. Hann kom inn á sem varamaöur. Arsenal lék mjög vel í leiknum og var Charbe Nicholas maður leiksins. -SigA/-SOS „Nicholas var stórkostlegur” Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Englandi: — Charlie Nicholas fór á kostum þegar Arsenal lagði Watford að velli, 4—3, skoraöi tvö mörk og sýndi snilldartakta. — Hann er hreint stórkostlegur. Ég dái strák- inn, sagði Don Howe, fram- kvæmdastjóri Arsenal, eftir leik- inn. — Nicholas fyllir vel upp í það svæði sem er fyrir aftan þá Paul Mariner og Tony Woodcock. Hann er kröftugur og útsjónarsamur og gerir færri místök heldur en Michel Platiní og Brasilíumaðurinn Zfco sem leika sama hlutverk á ítalíu — með félögum sínum — eins og Nicholas leikur hjá okkur, sagði Howe. -SigA/-SOS Charlie Nicholas—átti stórgóðan leik með Arsenal gegn Watford. Norwich var auðveld bráð fyrir Tottenham — á White Hart Lane þar ' Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Énglandi: — Það var geysileg stemmning hér á White Hart Lane eftir að Tottenham hafði unniö öruggan sigur, 3—1, yfir slöku liði Norwich. Það voru leikmenn Norwich sem voru betri í byrjun — John Deehan fékk tvö gullin tækifæri til að skora en honum brást bogalistin og þá bjargaði Steve Perryman á marklínu — skoti frá Dave Watson. Eftir þessa byrjun Norwich fóru leik- menn Tottenham smátt og smátt taka leikinn í sínar hendur og sáu 24.947 áhorfendur Tony Galvin opna leikinn á 26. mín., eftir að Chris Wood, mark- vöröur Norwich, hafði variö skot frá John Chiedozie, en náði ekki að halda knettinum sem fór til Galvin. John Chiedozie, sem var maöur leiksins, bætti viö öðru marki (2—0) á 53. mín. — skallaði knöttinn í netiö eftir sendingu frá Mike Hazard og aðeins þremur mín. seinna var Mark Falco búinn að skora, 3—0, með þrumuskoti af 25 m færi. Það var rétt fyrir leikslok að Keith Bertschin náði að skora fyrir Norwich. Stórleikur Robson Bryan Robson átti stórleik með Man. Utd. á Portman Road, en þaö dugði þó ekki United til sigurs gegn Ipswich. 20.434 áhorfendur sáu félögin skilja jöfn, 1—1. Mark Hughes skoraði fyrir United á 33. mín., meö giæsilegum skalla, og síðan fékk Jesper Olsen tvö gullin tækifæri til aö bæta mörkum viö en honum brást bogalistin. Alan Brazil fékk einnig gott tækifæri, en það fór á sömu leið. Honum var skipt út af fyrir Norman Whiteside í seinni hálfleik. Þegar Alan Sunderland kom inn á sem heimarnenn unnu 3-1 — Stórleikur Robson dugði United ekki gegn Ipswich hjá Ipswich í seinni hálfleik breyttist leikur liösins til hins betra og Ipswich tók völdin. Það var svo á 73. mín. sem Sunderland náöi aö jafna metin eftir sendingu frá Eric Gates. Glæsiknattspyrna — Þetta var frábær leikur, sagði Alan Mullery, framkvæmdastjóri QPR, og kom skemmtilega á óvart gegn Liverpool á Anfield Road. 33.982 áhorfendur sáu Wayne Fereday skora fyrir QPR á 47. mín. og við það rökn- uöu leikmenn Liverpool úr rotinu og fóru að sækja. Síðustu 20 min. leiksins var einstefna að marki Rangers og á 79. mín. náði Ronnie Whelan að jafna, 1—1, eftir sendingu frá Sammy Lee. Kenny Dalglish átti stórleik með Liverpool. Fátt um fína Aðeins 17.736 áhorfendur sáu Everton leggja Chelsea að velli, 1—0, á Stamford Bridge á föstudagskvöldið í slökum leik sem var sjónvarpað beint hér í Englandi. Þess má geta að 31 þús. áhorfendur sáu leik liðanna fyrir þremur árum á sama stað, þannig að sjónvarpsútsendingin hafði sitt að segja. Kevin Richardson skoraði mark Everton. Chelsea fékk mörg gullin tækifæri til að skora í leiknum. Það besta fékk Kerry Dixon þegar hann átti stangarskot. Mikil ólæti á Highfield Road — stöðva þurfti leik Coventry og Leicester flO Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV í Énglandi: — Stöðva þurfti leik Coventry og Lcicester i 10 mín. á laugardaginn, þegar 300 áhorfendur geystust inn á völlinn. Bobby Gould, fram- kvæmdastjóri Coventry, þurfti að fara inn á völlinn til að stilla til friðar og fór hann síðan í hátalara- kerfi vallarins og bað áhorfcndur að hafa sig hæga. — „Knatt- spyrnan er í miklum vandræðum min. vegna óláta. Hún má ckki viö þessu,” sagði Gould. Eftir leikinn var ákveðið aö gera breytingar á áhorfendasvæði High- field Road en þar er aöeins boðið upp á sæti. Það var tilkynnt aó sætin fyrir aftan annaö markið yrðu tekin burt og einnig aö giröing yrði reist í kringum allan völlinn, þannig að áhorfendur geta ekki farið óhindrað inn á hann. -SigA/-SOS Newcastle heldur sínu striki Leikmenn Newcastle héldu sínu striki á St. James Park þegar Aston Villa kom þangaö í heimsókn. 31.497 áhorfendur fóru ánægöir heim — sáu Chris Waddle sýna stórleik og skora tvö mörk og Peter Beardsley skoraöi þaðþriðja. Þeir Sammy McDroy og Mark Chamberlain áttu snilldarleik meö Stoke þegar félagið lagði Sheff. Wed. að velli, 2—1. 13.082 áhorfendur sáu McBroy og Philip Heath skora mörk stoke en Nigel Worthington minnkaði muninn fy rir Wednesday. -SigA/-SOS Leeds með fullt hús — Wayne Clarke kominn til Birmingham Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fráttamanni DV í Englandi: — Tommy Wright, hinn 19 ára leikmaður Leeds, skoraði tvö mörk þegar félagið lagði Wo'.ves að velli, 3—2. Peter Lorimer skoraði þriðja markiö. 17.843 áhorfendur. Wayne Clarke, sem Birmingham keypti frá Ulfunum á 80 þús. pund, skoraði tvö mörk fyrir sitt nýja félag í 4—2 sigrinum yfir Wimbledon. 10.445 áhorfendur. Mike Ferguson og Robert Hopkins skoruðu hin mörkiö en Alan Cork skoraði bæöi mörk Wimbledon. -SigA/-SOS ENGLAND i iNGLAND ENGLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.