Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. Andlát Um helgina Um helgina Jón Hlíöberg, Leifsgötu 12 Reykjavík, sem lést 21. ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 3. september, kl. 15.00. Hann fæddist 6. febrúar 1894 í Njarðvik, Borgarfiröi eystra. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigþrúður Bjarna- dóttir og Jón Hallgeirsson. Jón hóf ungur smíðanám og starfaöi við smíðar allar götur síöan eða þar til fyrir tveim árum er hann veiktist. Árið 1920 kvæntist hann Kristínu Stefáns- dóttur og eignuðust þau fimm börn. Aðalheiður N. Einarsdóttir, Freyju- götu25b, er látin. Garðar Páli Brandsson tannlæknir, Hólavangi 1 Hellu, veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 4. september kl. 10.30. Helga Marteinsdóttir, Bólstaðarhlíö 42, veröur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, 3. septembei.kl. 11.30. Anna Ása Þórarinsdótíir frá Sanddalstungu, Noröurárdal, ser.i lést á Elliheimilinu Grund 25. ágúst.verður jarðsungin frá nýju kapellunni i Foss- vogi þriðjudaginn 4. september kl. 15.00. Þórunn Jónsdóttir, Eskihlíð 16b, er lát- in. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. september kl. 13.30. Tilkynningar Yogakennari í heimsókn Hér á landi dvelur nú indverski yogakenn- arinn Ac. Vimalananda Avt. á vegum Ananda Marga hreyfingarinnar. Hann mun halda tvo fyrirlestra um heimspeki og hugræktarað- ferðir yoga. Fyrirlestramir verða haldnir þriðjudaginn 4. og miðvikudaginn 5. septem- ber kl. 21 í Aðalstræti 16,2. hæð. Aðgangur er ókeypis. J.C. Nes, Seltjarnarnesi J.C. Nes,sem er með starfssvæði í vesturbæ og á Seltjarnamesi.er nú að hefja starfsemi sína. Fyrsti félagsfundur vorður haldinn í Félagsheimili Seltjarnamess mánudaginn 3. september og hefst hann kl. 20.30. Gestur fundarins verður Jón Magnússon, formaður Neytendasamtakanna. Eitt af markmiðum stjómar J.C. Ness þetta starfsár er að fá nýja félaga inn í félagið. Allir sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi J.C. félags eru velkomnir á félagsfundinn. Ályktun: Ráðstefna á vegum Skólameistarafélags Islands í samvinnu við Hið íslenska kennara- félag og Kennarasamband tslands, haldin að Borgartúni 6 í Reykjavík þann 30. ágúst 1984 um efnið „Er framhaldsskólinn úreltur?” ályktar: Magn og gæði þeirrar menntunar sem feng- m er í skólum fer fyrst og fremst eftir því hvort þar eru til staðar hæfir og vel menntaðir kennarar. Slíkir menn fást ekki í bráð né lengd, nema í boði séu viröing og laun i samræmi við gildi og ábyrgð starfsins. Launakjör kennara hafa af ýmsum ástæðum „úrelst" mjög á undanfömum miss- erum og eru nú i engu samræmi við flest annað sem tíðkast í þjóðlífinu og er greini- legt að til stórvandræða horfir í skólum landsins af þeim sökum. Ráðstefnan teiur það því mjög áríðandi og raunar lykilatriði, að laun kennara verði leiðrétt og bætt tafarlaust. MILTON OG MARILYN Milton Friedman og Marilyn Monroe voru toppurinn á dagskrá helgarinnar en þó hvort meö sínu móti. Eg held aö flestir sem horfðu á Milton Friedman og félagana Olaf, Birgi og Stefán rífast á föstudags- kvöldiö hafi fengiö eitthvað fyrir afnotagjaldið sitt. Og þó aö ég hefði verið með poppkom (eins og ég hafði ætlað, því að Friedman fer víst ágæt- lega með mat) þá held ég svei mér þá að ég hefði gleymt að stinga upp í mig á köflum. Mér finnst eölilegast að skoöa deilur af því tæi sem fram fóru í þættinum út frá tækni miklu fremur heldur en málefnum. Eg hafði ekki lesið mikið af þeim ritum sem vitnað var til í þættinum en dáðist hins veg- ar að deiluaðferðunum. Friedman fannst mér nota þaö skemmtilega að segja flestar tilvitnanir í verk sín rangar og tók einnig einfaldar og alþýölegar líkingar máli sínu tfl stuðnings sem vafalaust eru þraut- reyndar á löngum þrætuferli. Einnig tókst honum ágætlega upp í því aö halda orðinu og „byrja á byr juninni” sem kom kannski dálítið á undan kjamanum. Mér fannst íslending- arnir sækja vel í sig veörið þegar líða tók á þáttinn og þeir unnu meistara- lega í lokin úr spumingunni um aðgangseyrinn á fyrirlestur Fried-, mans. Það var mál sem var hæfilega einfalt og áþreifanlegt. Lélegasti leikur Friedmans hugsa ég samt að hafi verið þegar hann reyndi að gera grín að ensku Olafs Ragnars. Bæði sneri Olafur vel út úr því og svo held ég að fæstir íslendingar hlæi þegar útlendingur reynir aö gera grín aö enskulandaþeirra. Pósturinn hringir alltaf tvisvar var þokkaleg en ekki meira. Petulu Clark sleppti ég og nýja breska framhaldsmyndaflokkinn reyndi ég að laða inn um augun en varð að hleypa honum aftur út með löngum geispa. Þau straumhvörf hafa orðið aö þaö fer í taugamar á mörgum karlmanninum líka að sjá miðaldra Breta setjast slyttislega við matar- borðið og bíða eftir því að konan hans nokkurn veginn mati hann. En snúum okkur aö aðalatriðinu: Marilyn Monroe. Þaö var alveg sama þó aö handritið væri slappt og annar aöalkarlleikarinn með eitt væmnasta kúkabros sem sést hefur í kvikmynd. Þegar dúndurgellan Marilyn skók velþroskaöan lik- amann og kurraði eins og köttur var myndin góð. Ef íslenskar vaxtar- ræktarkonur eru á sömu leið óska ég þeimvelfarnaðar. Sunnudagskvöldið var átakalítið enda talsvert búið að skemmta manni svo ég slökkti bara eftir frétt- ir. Utvarpið hlustaöi ég ekki á um helgina utan einhverra frétta. Takk fyrir spjallið. Sigurður G. Valgeirsson. Rúrik Haraldsson: Fjölbreytt og gott útvarp Ég horfi yfirleitt á sjónvarpið þegar ég hef tækifæri til þess. Af því sem ég sá t.d. í gær var tónlistarþátt- urinn frá Sviss og fannst mér hann nokkuð góður. Það var gaman að sjá allar þessar stjörnur þama saman komnar. Það efni sem ég reyni annars helst að sjá í sjónvarpinu eru fréttir og einnig eru breskir fram- haldsþættir í miklum metum hjá mér. Þýski þátturinn margfrægi, Berlin Alexanderplatz, féll mér líka vel í geð. Dagskrá útvarpsins finnst mér í heildina mjög góð og þar ríkir mikil fjölbreytni. Eg hlusta nú ekki reglulega á útvarpið en mér finnst gaman að hafa opið fyrir það, t.d. þegar ég er í bílnum. Síðdegisútvarpið sem Sigrún Björnsdóttir sér um ásamt fleirum finnst mér vera ágætisþáttur. Ég hef svo einnig gaman af þjóð- legum fróðleik ýmiss konar og ferða- þáttum. Rásina númer 2 hlusta ég svo til ekkert á. Hún er meira fyrir yngra fólkiö. M y ndmenn takennarar harma sparnaðarráðstafanir Á fundi myndmenntakennara sem haldinn var 30. ágúst sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: Myndmenntakennarar harma spamaðar- ráöstafanú- rikisstjórnarinnar í skólamálum. Fundurinn tekur undir áskorunarbréf for- manns Kennarasambands Islands til ráð- herra, sem birst hefur í fjölmiðlum og kveður á um skeröingu kennslustundafjölda sam- kvæmt viðmiðunarstundaskrá. Fundurinn varar emdregið við að sífellt sé verið að skerða kennslu i myndmennt. Félag íslenskra myndmenntakennara. Áætlun Akraborgar Frá Akranesi KI. 8.30* kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavik kl. 10.00* ' kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldfcrðir. 20.30,22.00 Á sunnudögum í apríl, maí, september og október. Á föstudögum og sunnudögum i júní, júlí og ágúst. * Þessar ferðir falla niður á sunnudögum, mánuðina nóvember, desember, janúar og febrúar. VEXTIR BANKA OG SPARISJÚDA ALÞÝOU BANKINN BÚNAÐAR BANKINN IÐNAÐAR bankinn' LANDS BANKINN SAMVINNU BANKINN ÚTVEGS BANKINN VERSLUNAR BANKINN SPARI SJÓDIR Innlán SPARISJÚÐSBÆKUR 17.0% 17,0% 17,0% 17.0% 17,0% 17,0% 17,0% 17,0% SPARIREIKNINGAR 2ja mán. uppsögn 18,0% 3ja mán. uppsögn 19,0% 20,0% 20,0% 19,0% 20% 19,0% 19,0% 20,0% 4ra mán. uppsögn 20,0% 5 mán. uppsögn 22,0% 6 mán. uppsögn 24,5% 24,5% 23,0% 23,5% 12 mán. uppsögn 23,5% 21,0% 21,0% 21,0% 23,0% 24,0% 18 mán. uppsögn 25,0% 1 INNLÁNSSKÍRTEINI 6 mánaða 23,0% 24,5% 24,5%' 24,5% 23,0% 23,0% 23,0% VERÐTRYGGÐIR REIKN.3’ 3ja mán. uppsögn 2,0% 3,0% 0,0% 4,0% 2,0% 3,0% 2,0% 0,0% 6 mán. uppsögn 4,5% 6,5% 6,0% 6,5% 5% 6,0% 5,0% 5,0% SAFNLÁN. HEIMILISLÁN 3-5mánuðir 19,0% 20,0% 6 mán. og lengur 21,0% 23,0% STJÖRNUREIKNINGAR 11 5,0% KASKÖ REIKNINGAII21 TÉKKAREIKNINGAR Ávísanareikningar 15,0% 10,0% 12,0% 9,0% 12% 7,0% 12,0% 12.0% Hlaupareikningar 7,0% 10,0% 12,0% 9,0%. 9% 7,0% 12,0% 12,0% GJALDEYRISREIKNINGAR.Bandarikjadollarar 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% Sterlingspund 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9.5% 9,5% 9,5% 9,5% Vestur þýsk mörk 4,0% 4,0% 4,0% 4,0% 4;0% 4,0% 4,0% 4,0% Danskar krónur 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% 9,5% Útlán ALMENNIB VÍXLAR (forvextir) 22,0% 22,0% 22,5% 22,0% 23% 20,5% 23,0% 23,0% VIOSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 23,0% ALMENN SKULDABRÉF 24,5% 25,0% 25,0% 24,0% 26,0%' 23,0% 25,0% 25,5% VIÐSKIPTASKULDABRÉF 28,0% HLAUPAREIKNINGAR Yfirdráttur 22,0% 21,0% 22,0% 21,0% ,25% 26,0% 23,0% 22,0% VERÐTRYGGÐ LÁN Allt að 2 112 ári 8,0% 9,0% 7,0% 8,0%' 8,0% 8,0% 8,0% Allt að þrem árum 7,5% Lengri en 2 1/2 ár 9,0% 10,0% 9,0% 10,0% 9,0% 9,0% 9,0% Lengri en þrjú ár 9,0% FRAMLEIÐSLULÁN V. sölu innanlands 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0% 18,0%, V. söiu erlendis 10,25%: 10,25% 10,25% 10,0% 10,0% 10,25% 10,25% 10,0% 11 Stjöfmjreiknmgar Aiþföubankans eru fyrír yngri en 16 ára eða eldri en 64 ára, verðtryggöir. 21 Kaskö reikningar Verstunarbankans tryggja með tibeknum hætti hæstu innlánsuexti I bankanum huerju sinni. 3 Hjá Sparisjóði Bolungarvlkur eru vextir ð verðtryggðum innlánum með 3ja máneða uppsögn 4,0% og með 6 mánaða uppsögn 6,5%. Dráttarvextir eru 2.75% á mánuði eða 33.0% á ári. Kvenfélagið Fjallkonurnar Haustferð í Þórsmörk helgina 14.—16. september. Upplýsingar gefa Agústa súni 74897, Brynhildur súni 73240, Hildigunnur sími 72002. Rauk úr orgeli á Bessastöðum Skyndilega fór að rjúka úr orgeli Bessastaðakirkju viö upphaf skírnar- athafnar klukkan 1530 í gær. Slökkvilið Hafnarfjarðar og Reykjavíkur héldu þegar að forsetasetrinu. Er slökkviliö Hafnarfjarðar kom á vettvang voru kirkjugestir komnir út. Eldur var ekki laus en reykur kom frá rafmótor sem knýr blásara orgelsins. Virtist um að ræða minniháttar rafút- leiðslu og dugði að beita kolsýrutæki. Slökkviliði Reykjavíkur var snúið við er það var komið að Bessastaöa- afleggjara. Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, var ekki í kirkjunni er þetta gerðist. Engar skemmdir urðu af völd- um reyksins. -KMU. Með kúbein í poka um miðja nótt Hvað skyldi náungi ætla aö bauka sem er með kúbein, töng og stálþynnur í poka í skúmaskoti um miðja nótt í miöborg Reykjavíkur? Lögreglumönnum á eftirlitsgöngu á Klapparstíg aðfaranótt laugardags þótti eitthvað grunsamlegt viö náung- ann þegar þeir sáu kúbeinið gægjast upp úr pokanum. Þeir fóru því að kanna máliö nánar. I ljós kom að hér var 17 ára piltur á ferð sem var að reyna að brjótast inn í videoleigu á Klapparstíg. Sáust um- merki á dyrakarmi. Kauði var handtekinn og færður í fangageymslu. Við yfirheyrslu kvaðst hann einu sinni áður hafa komiö við sögu lögreglunnar. -KMU. Stolið úr sportbát Brotist var inn í sportbátinn Mána þar sem hann lá við bryggju Snarfara í Elliðavogi aðfaranótt laugardags. Stolið var talstöð og dýptarmæli. Ekk- ert hef ur spurst til þjófsins né þýfisins. ___________________-KMU. Árekstur á 75 metra langri brú Tveir menn slösuðust í hörðum árekstri á Hnausabrú yfir Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu um klukkan 15 á laugardag. Talið er að bílbelti hafi bjargað ökumönnum og farþegum frá alvarlegum meiðslum. Brúin er 75 metra löng og ein akrein. Áreksturinn varö við vesturenda brúarinnar. Fernt var í öðrum bílnum en þrennt í hinum. Bílamir skemmd- ust báðir mikið. -KMU. Afmæli 80 ára er í dag, 3. september, frú Jóna Guðrún Þórðardóttir, Skeggjagötu 6 Reykjavík. Hún er á Landspítalanum um þessar mundir. Eiginmaður henn- ar er Sigurjón Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.