Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Síða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Mörufíutningar til landsins munu laggjast niöur og farskip liggja í ytri höfninni, meinað aö ieggjast aö bryggju. Myndin er tekin í BSRB verk- fallinu 1977. ÞegarBSRB ■ * ■ j Landio lamast Skip hlaðin vistum munu liggja í ytri höfninni, meinað að leggjast að bryggju. Vöruskortur í verslunum mun gera vart við sig. Bömin kom- ast ekki á barnaheimili og hvorki sjónvarp né útvarp mun stytta þeim stundir í fásinninu. Áfengisverslunin veröur einnig harðlæst. Landiö mun gersamlega iamast ef og þegar af verkfalli ríkis- og bæjar- starfsmanna verður 4. október næst- komandi. Kjaradeilunefnd mun að vísu reyna aö bjarga því sem bjarg- að verður en valdsvið hennar nær aðeins tii öryggis- og heilsugæslu. Sjúkrahúsum verður haidið opnum með lágmarksstarfskrafti og einn og einn lögregluþjónn verður á ferli. Af þeim 18000 manna hópi sem stefnir í verkfall verða aðeins nokkur hundruö í skylduvinnu að boði yfir- valda. 1 síðasta verkfalli BSRB 1977 voru veittar undanþágur fyrir á þriðja hundrað félagsmenn í tveggja vikna löngu verkfalli. Þeirra á meðal voru ýmsir æðstu embættismenn þjóðarinnar, hjúkrunarlið, bruna- liðsmenn, lögregluþjónar og veður- fræðingar. Þegar BSRB verkfalliö ríöur yfir mun allt flug til og frá landinu leggj- ast niður. Enginn innflutningur verður á erlendum vörum þar sem hann fæst ekki toliafgreiddur. Allir grunnskólar hætta starfsemi, flestir framhaldsskólar og jafnvel Háskóli Islands vegna þess að umsjónar- menn, sem opna og loka útidyrum kvölds og morgna, eru félagar í BSRB. Sundstaöir lokast, póstur hættir að berast og símar, sem bila, halda áfram að vera bilaðir þar til verkfalli lýkur. A sjónvarpsskerm- unum mun ekki sjást annaö en snjór og útvarpið hljóðvarpar ekki öðru en neyðarfréttum og veðurhorfum. Strætisvagnarnir hætta ferðum svo og leigubílar og einkabílar þegar bensín landsmanna verður gengiö til þurrðar. Meira aö segja hafrann- sóknaskipin komast ekki á sjó og ekki verður hægt að landa fiski nema gefin verði undanþága fyrir fisk- matsmenn til að stunda störf sín. Og er þá fátt eitt nefnt. „Við höfum alltaf haldið því fram að ríkisstarfsmenn væru mikilvægur hópur,” sagði einn af forsvarsmönn- um BSRB í samtali við DV. „Það er ekkert vafamál að án okkar er landiö lamað.” Hversu lengi ríkisstarfsmenn treysta sér að standa í verkfalli án launa veit enginn. 1 verkfallssjóði eru aðeins 5 milljónir og þær duga skammt þegar þúsundir eru um kökuna. „Við reynum að vera með samskot og förum væntanlega þess á leit viö þá einstaklinga sem vinna neyðarstörf að þeir láti eitthvað af hendi rakna til félaga sinna,” sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB. ,,Ég held að félagsmenn geri ekki lengur mikinn greinarmun á tómri buddu og gal- tómri. Það er hugur í mönnum. ” -EIR. Sinfóniuhijómsvartin veröur óstarfhmf og það sama má segja um sund- staði, Rikisútvarp, strætisvagna og ófengisversianir. Útflutningsmiðstöð r iðnaðarins: Utflutningur hefuraukist um 33% Otflutningur hefur aukist um 33 pró- sent í janúar—júní 1984 miöaö við sama tíma fyrir ári síöan samkvæmt skýrslu Utfiutningsmiðstöövar iðnaö- arins. Otflutningur sjávarafuröa var 57 prósent meiri í ár en á sama tima í fyrra. Otflutningur landbúnaðarvara sýnir 37 prósent aukningu en á iönaöar- vörum hefur orðið eitt prósent minnk- un. Á skinnavöruútflutningi hefur oröið 91prósent aukning. Bandaríkin eru stærsti markaöur fyrir uilarlopa og band og Sovétríkin eru stærsti markaður Islendinga fyrir fatnaðúr ull. Otflutningur á ullarteppum hefur minnkað á þessu tímabili frá 68,7 tonn- umi32,3tonn. JI Þingflokkur Alþýðuflokks: ÁBENDING í ÁLMÁLINU Þingflokkur Alþýðuflokksins varar eindregið við því að gengið verði til samninga við Alusuisse um undirverð á raforku. I frétt, sem borist hefur frá þingflokknum, segir að framleiöslu- kostnaður á raforku í nýjum orkuver- um sé nú talinn 18 til 20 millidalir. „Það verð þarf að tryggja í komandi samningum og leggja megináherslu á verðtryggingu og endurskoðunar- ákvæði,” segir í fréttinni. Þingflokkurinn varar við því að tengja raforkuverðr álverði þannig að sveiflum í verði á áli verði veitt inn í ís- lenskt efnahagsiíf. Þá telur þingflokk- urinn ótækt að ríkisstjórnin hverfi frá því að láta geröardóma úrskurða um ágreiningsefnin í skattamálum. EA 20 ára afmæli rotary: Afmælishátíð Islenska rotaryumdæmið minnist 50 ára afmælis rotaryhreyfingarinnar á Islandi með hátíð í Atthagasal Hótel Sögu kl. 19 fimmtudaginn 13. septem- ber. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra verður ræðumaður kvöldsins. Allir rotarymenn og makar eru velkomnir á hátíðina. Á Reykja- víkursvæðinu verða miðar seldir í klúbbnum, en rotarymenn utan af landi geta fengið þá við innganginn. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Niðurgangur á Vellinum Tvö af dagbíöðum höfuðborg- arinnar birtu útsíðufréttir í gærdag af nlðurgangspest á Keflavíkurflug- velll. Tugir og alit upp í hundruð manna, sem starfa hjá Islenskum aðalverktökum, fengu slika kveisu að algert öngþveiti skapaðlst á salemum starfsmanna. Velkindi þessi eru rakin til kvöld- verðar sem borlnn var fram í mötuneyti fvrlrtækisins og er honum lýst svo að þar hafi menn neytt súpu og nlðurskorins hryggjar með kartöflum og biönduðu grænmeti. Yfirkokkur staðarins hefur að visu neitað að elga þátt i þessari matareitrun og seglr svo frá að hann hafi „til dæmls fengið pest þetta kvöld, en borðaðl þó ekki matinn, því að ég var í Reykjavík”. Hlns vegar ber eftiriitsmaður íslenskra aðalverktaka að „þetta hafi veríð grænmetið”. „Þeir sem borðuðu ekki grænmetið sluppu,” seglr eftirlltsmaðurinn. „Það voru i þessu belgbaunir og annað sem er mjög vlðkvæmt,” segja verkstjórar í samtali við NT í forsiðufrétt þess blaðs og þannig heldur umræðan íáfram og sýnist sltt hverjum. Það verður að teljast lofsvert hjá útbreiddum dagblöðum að upplýsa þjóðina um jafngrafalvarlegt mái og það er þegar tugir og hundruð manna á Keflavikurflugvelli fá niðurgangspest á einum og sama timanum. Ef það sannast að óprúttnlr kokkar, kommar eða fjandmenn Varnarllðsins hafa aðstöðu tll að eltra matlnn á sjálfum Keflavíkur- flugvelll hlýtur að koma tll kasta utanrikisráðuneytislns og Atlants- hafsbandalagsins. Eða hvernig ætla menn að bregðast við þelm háska að Varnarliðið sjálft sltjl fast á salernum með niðurgangspest á þeirri örlagastundu þegar Rússarnir koma? Það er litið gagn að vörnum með niðurgangspest! Nú er ekki til þess vltað að kokkurinn hjá aðalverk- tökum sé kommi. Maðurinn er lika nógu beiðarlegur að viðurkenna að hann sjálfur fái niðurgaug þótt hann borðl ekki alltaf sinn eigin mat. Að visu getur það veríð sönnun fyrir því að honum þykl annar matur betrl en sá sem hann kokkar sjálfur en af- sannar auðvitað ekki að eitra megl matlnn sem hann býður öðrum upp á. Allavega er ljóst að menn hafa þungar áhyggjur af grænmetinu, sérstaklega belgbaununum. Ein- hverjar grunsemdlr llggja fyrir um súpuna en hryggurinn og kar- töflumar eru ekki tortryggilegar. Sennilega er hvort tveggja keypt í Hagkaupi á frjálsum markaðl og bragðaðlst þar að auki vel að sögn viðstaddra. Böndin berast því að grænmetinu. Það verður að segjast eftlrllts- mannl staðarins til hróss að hann hefur greinllega haft eftirlit með því hverjir borðuðu grænmetið og belg- baunlrnar og hverjlr ekki. Að mlnnsta kosti fullyrðir hann að þeir sem slepptu grænmetlnu með kjötinu hafi ekki sést á kiósettum. Svona elga eftirlitsmenn að vera enda hlýtur að vera strangt eftlrlit með því á Keflavíkurflugvelli hverjir borða belgbaunir og hverjir ekki, svo ekkl sé talað um það hverjir og hvenær menn fara á salemin. Greinllegt er að Nato og vamar- máladeild utanriklsráðuneytlslns verða að halda uppi betri vöraum gegn hugsanlegum matareitrunum á Vellinum. Vamarliðlð, starfsmenn, inn- lendir sem og erlendlr, geta ekki setið á salemum með allt nlður um sig þegar kailið kemur. Það er að minnsta kostl óiíkt hetjulegra að falla fyrir Rússunum, heldur en tapa sjálfstæðinu og landinu vegna belg- bauna í grænmeti sem þar að auki em innfluttar! Vonandi er að niður- ganglnum á Vellinum slotl í tæka tíð. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.