Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Side 12
12
\
Frjálst,óhá6 dagblaö
Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS H ARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SIMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað28 kr.
BSRB-samningurínn
Samkomulag hafði tekizt um launaliði aðalkjarasamn-
ings BSRB og ríkisins, þegar þetta er skrifað. Því er að
vænta, að nærri mánaðarlöngu verkfalli opinberra starfs-
manna sé að ljúka.
Verkfallið hefur komið þungt niður á ahnenningi. Ekki
aöeins með þeim hætti, sem óhjákvæmilega fylgir slíku
verkfalli. Verkfallsmenn hafa í ríkum mæli beint reiði
sinni gegn hinum almennu borgurum. Slíkt hefði verið
ónauðsynlegt við framkvæmd verkfallsins og er svartur
blettur á launþegahreyfingunni.
Verkfallsmenn hafa jafnvel notfært sér neyð hinna fá-
tækustu þjóðfélagsþegna, svo sem lífeyrisþega, með því
að hindra, að greiðslur til þeirra skyldu reiknaðar í tæka
tíð.
Verkfallsmenn hindruðu háskólastúdenta og fjölda
annarra námsmanna í að stunda sitt nám. Þeir fóru offari
gegn farþegum í millilandaflugi. Sjómenn urðu fyrir
barðinu á þeim. Verkfallsmenn yfirgáfu margir hverjir
vinnustaði strax hinn fyrsta þessa mánaðar, þótt slíkt
væri ólöglegt, þar sem laun höfðu verið útborguð fyrir
fyrstu þrjá daga mánaðarins. Utvarpsleysið varð örygg-
inu hættulegt. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur atriði í
framkvæmd verkfallsins, þar sem almenningur var lát-
inn gjalda að tilefnislausu.
Skoðanakönnun, sem birt var í DV, sýndi, að mikill
meirihluti landsmanna studdi BSRB fremur en fjármála-
ráðuneytið, þegar könnunin var gerð fyrir rúmum hálfum
mánuði. En verkfallsstjórn BSRB leit ekki á almenning
sem bandamenn, heldur þvert á móti sem andstæðinga
eins og dæmin sanna.
Mikill léttir er, að þessu verkfalli ljúki. Af drögum að
kjarasamningi, sem fréttir hafa verið af, sést, að kaup-
hækkun á samningstímabilinu verður um og yfir 20
prósent, þegar sérkjarasamningar eru reiknaðir með.
Áður hafa litlir hópar launþega samið um svipaðar kaup-
hækkanir.
Eftirleikurinn er nokkuð auðsær. Skattalækkunarleiðin
virðist úr sögunni. Farin er leið hærri krónutöluhækkana í
þess stað. Slíkt verður þjóðarbúinu neikvætt, þegar fram
í sækir. Ef allur meginþorri launþega semur nú á þessum
nótum, eins og líkur eru til, þýðir þetta gengisfellingar og
nýja verðbólgusprengingu.
Það þýðir, að gróði launþegans verður nánast enginn,
vegna þess að þetta eru verðbólgusamningar. Fólkið í
BSRB hefur engin tök á að vinna upp þær rauntekjur, sem
töpuðust í mánaðarverkfalli.
Því verður að harma slíka samninga, um leið og fagnað
er, ef verkfallið stöðvast nú.
Fyrir flestum í BSRB-forystunni hefur vafalaust vakið
að bæta raunveruleg kjör félagsmanna. Niðurstaðan er,
að þetta hefur mistekizt, þegar verkfallstíminn er tekinn
inn í dæmið.
Fyrir sumum í BSRB-forystunni hefur hins vegar vak-
að að brjóta niður efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.
Þetta markmið hefur náðst.
Mikill hiti hefur verið í þessari deilu, meiri en lengi hef-
ur verið í vinnudeilum hérlendis.
Ymislegt hefur týnzt í hita bardagans.
BSRB-forystan einblíndi æ meir á háar kaupkröfur sín-
ar og virtist líta á varnarorð um illar afleiðingar þeirra
sem fjandskap einan. I hitanum gleymdist að tryggja
raunverulegar kjarabætur til lengri tíma — svo sem meö
skattalækkunum. Haukur Helgason.
DV
DV. MIÐVKUDAGUR 31. OKTOBER1984.
VANTRAUST
Á Alþingi hefur komið fram tillaga
um vantraust á ríkisstjórnina. Hvers
vegna á hún að víkja? M.a. af eftir-
töldumástæðum:
1. Ríkisstjórnin hefur misboðið rétt-
lætiskennd fólksins.
2. Rikisstjórnin hefur vegið að sjálfs-
virðingu einstaklingsins.
3. Ríkisstjórninni hefur mistekist að
höggva að rótum verðbólgunnar.
4. Rikisstjórnin undirbýr ekki
nauðsynlegar breytingar á atvinnu-
lífi landsmanna.
5. Ríkisstjórnin er að hrynja saman
vegna skorts á vilja til samstarfs og
baráttu.
6. Rikisstjórnin og einstakir ráðherrar
hafa glatað trausti fólksins i
landinu.
Lítum nánar á þessi atriði.
1. Um róttiæti
1 húsnæðismáium er hyldýpi
ójafnaðar og misréttis milli þeirra sem
nú eru að leita sér húsaskjóls og hinna
sem byggðu fyrir 1975.
I skattamálum ríkir Hrói höttur með
öfugum formerkjum þar sem vel efn-
aðir skattsvikarar ræna af fátækari
skattgreiðendum, með því aö láta þá
eina greiða hlutfallslega alltof stóran
hluta af reksturskostnaði sam-
félagsins.
I tryggingamálum er víða hörmulegt
ástand þar sem hluta fatlaðra, sjúkra
og aldraðra er haldið við hungur-
mörkin.
Samnefnarinn í þessum dæmum er
Kjallarinn
GUÐMUNDUR
EINARSSON
ALÞINGÍSMADUR í
BANDALAGi
JAFNADARMANNA
óréttiæti sem þessi ríkisstjórn hefur
ekki minnkað. Samt er víðtæk sam-
staða á þingi um að gera úrbætur í
þessum efnum.
Til að kóróna skömmina leyfir ríkis-
stjórnin bestu vinum sínum að sitja
uppi í Garðastræti og bjóða s jálfsagðar
leiðréttingar á þessum málum sem
skiptimynt í samningum.
Þessar leiöréttingar eiga að fást
fyrir frumkvæði Alþingis án þess að til
verkfalla komi.
2. Um sjálfsvirðingu
Siðmenning þjóöarinnar birtist í
mannúöar- og velferðarþjónustu
okkar, s.s. í heilbrigðis- og mennta-
kerfi. Starf fólksins í BSRB er holdi
klædd sú viðleitni samfélagsins að hlúa
sem best að ungum og gömlum, sjúk-
um og fötluöum.
Afstaða ríkisstjómarinnar til þessa
fólks og yfirlýsingar ráðherra um leti-
líf þess er tilraun til gengisfellingar á
lífsstarfi þess.
Það er vegið að sjálfsvirðingu þessa
fólks meö því að neita aö meta framlag
þess til sannvirðis á launamælikvarð-
anum.
3. Um verðbólgu
Þeir Jóhannes Nordal og Friðrik
Sophusson lýstu því báðir yfir í vor að
orsakir verðbólgunnar væru ósnertar.
Þetta hefur birst okkur m.a. á
tvennan hátt í sumar.
a) Fyrri játningin fólst í samningum
beggja forsætisráðherranna, Þor-
steins Pálssonar og Steingríms Her-
mannssonar, um verkefnahstann í
sumar. Þar viðurkenndu þeir svart
á hvítu að fyrsta ár stjórnarinnar
hefði ekki verið notað til varanlegra
aðgeröa.
b) Síðari játningin birtist í yfirlýsingu
þessara sömu manna um að jafnvel
lítilvægustu kauphækkanir myndu
strax auka verðbólgu. Þar töldu
þeir m.ö.o. að ekkert hefði breyst.
4. Um framtið
Raunhæfar aðgerðir til að gera far-
MkisútvarpiS er
dáktið fríálst
Frelsi er afstœtt
Um daginn voru kartöflur allt í einu
orönar frjálsar í auglýsingum stór-
verslana. Hvílíkt skrum! I raun fólst
allt frelsið í kartöflusölunni í því að
stórverslanir, sem geta undlrboðið
smærri keppinauta, keyptu kartöflur
framhjá samtökum grænmetisfram-
leiðenda. Hafi verslanirnar svo
hækkað verð á 2—3 matvörum (álagn-
ing er frjáls) til að geta boðið soðning-
una á 10 kr. lægra verði kg tóku
neytendur ekki eftir því.
Núna er tískuhugtakiö ekki „frjálsar
kartöflur” heldur frjálst útvarp. I því
felst ekki sú staðreynd að Ríkisút-
varpið er öllum opið og nær til allra
landsmanna heldur að allir skuli hafa
jafnan rétt til að útvarpa. Ekki er
minnst á möguleikana til sliks.
Nú hafa allir hvorki jafnan rétt né
möguleika á aö reka háskóla, halda
uppi almannatryggingum eða reka
sjúkrahús. Hið opinbera hefur ýmist
einkarétt til þessa eða þá mögu-
leikana, aleitt af islenskum aðilum.
Hvar er þá frelsið? Ofrelsið í þessum
efnum, sem varla nokkur maður mót-
mælir, er um margt eölileg skipan sem
er efnahagslega og sögulega skilyrt í
fámennisþjóðfélagi í stóru landi.
Svona afstætt er frelsið.
ÖIl ofuráhersla á hugtakið „frelsi”
kartaflna og útvarps er til þess eins að
klúðra umræðum, afla skyndifylgis og
ala á fordómum. Frelsi er sannarlega
ákaflega afstætt, bæöi í reynd og
vegna þess að ólíkar pólitískar skoöan-
ir og mismunandi stéttarstaða manna
ráða miklu um viðhorf til frelsis.
Lögbrot eða neyðarréttur?
Heföi ég skipulagt brennivínssölu á
Lækjartorgi til stuðnings félögum
mínum í BSRB og hrópað um frelsi
sæti ég nú á sakborningabekknum.
Litlu útvarpsstöðvamar fengu ekki að
starfa vegna þess að þær voru ólög-
legar, rétt eins og umrædd vínsala.
Allt tal um neyðarrétt í því sambandi
ber vitni um litla þekkingu á lögum,
borgaralegum hefðum og þjóðarrétti.
Neyðarréttur varðar vörn á lífi og lim-
um, vörn á grunnþáttum stjómarskrár
o.fl. skyldum atriðum. Stöðvi löglegt
verkf all dagblaö og stöðvi löglegt verk-
fall útvarpsstöð eða brennivínssölu
getur enginn skirskotað til neyðarrétt-
ar með útgáfu blaðs, útvarpssending-
um eöa vinsölu; aðeins framið verk-
falisbrot og reynt að verja það. Væri
hins vegar dagblaö bannaö eða verk-
fallsréttur tekinn af mönnum gilti
neyðarréttur. Þetta hljóta allir, líka
stjórnmálamenn, aðskilja.
Fjölmiðlun er
sjaldnast hugsjón
Nú má benda á augljósa mótsögn.
Ríkisvaldið hefur einkarétt á tóbaks-
sölu, vínsölu og vínframleiðslu. Það
hefur ekki þennan rétt á bóksölu og
bókaútgáfu. Telji menn þetta réttmætt
(og þaö gera flestir) má með rétti
spyrja hvort útvarpsrekstur sé frá-
bmgðinn bóka- eða blaðaútgáfu og
hvers vegna ríkið skuli hafa þar einka-
rétt? Hvort tveggja er fjölmiðlun. En
bókin/blaðið er handföst vara og út-
varpssendingin er stundarfyrirbrigði.
Dreifikerfið og dreifingin, sjálf fjöl-
miðlunin, er sem sagt frábrugðin. Og
þar í liggur upphaflegur einkaréttur
ríkisins. Áður fyrr var þaö eini aöilinn
sem gat byggt upp dýrt útvarpsdreifi-
kerfi fyrir alla landsmenn og haldið
uppi alldýrri dagskrárgerð. Ný tækni
hefur smám saman breytt þessari sér-
stöðu ríkisins og verður svo áfram
meö fullkomnun kapla (glerþráða),
gervihnatta, leysitækja og sjónvarps.
Þetta ber að hafa í huga þegar rætt
er um að útvarp eigi að verða laust við
einkarétt eins og önnur fjölmiðlun.
Einnig skyldu menn ekki trúa því að
fjölmiðlun sé hugsjón; að slepptu út-
breiðslustarfi ýmissa samtaka. Ahugi
stjómmálahópa, fjölmiðlafyrirtækja
og fólks í skemmtanavinnu á útvarpi
er til kominn vegna þess að útvarpið er
atvinnuvegur og hugsanleg uppspretta
hagnaðar. Hjá stjórnmálahópunum
kemur auk þessa til baráttan um
skoöanir fólksins.
öflugra Ríkisútvarp
Ég hefi unnið hjá Ríkisútvarpinu og
tel þar margt vera í skötuliki. Hvort
sem menn eru hlynntir einkarétti þess
eða ekki geta þeir varla annaö en sam-
sinnt því að þessi ríkisstofnun er van-
þróuö. Því ræður bæði skortur á lifandi
stefnumótun í stofnuninni, röng stjórn-
un og fjársvelti. Eg nefni aðeins þrennt
til: Breytingar á dagskrá em hug-
dettur fárra fremur en niðurstaða
tilraunastarfsemi og opinnar umræðu
margra. Utvarpsráð tekur ákvarðanir
um dagskrárliði (jafnvel útvarps-
sögur!) í stað þess að vera eingöngu til
eftirlits. Það er ekki til fé til að ráða
menntaöa dagskrárgerðarmenn og
veita leikmönnum betri aðstoð.
Allir vita líka að dreifikerfið, sér-
staklega FM-kerfið, er vanbyggt.
Meira en þriðjungur þjóðarinnar nær
t.d. ekki rás2.
Einber samkeppni við annað útvarp
bætir ekki sjálfkrafa úr neinu af þessu.
Menntamálaráðherra ber hér skylda
til að vinna að úrbótum og láta þær
hafa forgang í nýjum útvarpslögum.
Aðrar breytingar, sem hann vill
berjast fyrir, eru svo tilefni til vand-
aðrar umræðu. Leiftursókn til nýrra
útvarpsstöðva, með tilheyrandi
skyndiafgreiðslu, er álíka h'tið
lýðræðisleg aðgerð og skipan útvarps-
stjóra sem kjósendur vita nær ekkert
um og þá síst hvaða skoðanir hann
hefur á stefnumótun og stjómun út-
varps. Fólkið í landinu vill áreiðanlega
ráða einhverju um útvarpið sitt en
getur það ekki svo vel sé.