Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Qupperneq 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Endarhún lífsittá sama hátt og móðirin? Liza Minelli hefur lifað við stöðug- an ótta undanfarin ár — ótta við að hún muni enda sitt líf á sama hátt og móðir hennar, Judy Garland. Móðir- in lést árið 1968 eftir mikla misnotk- un á áfengi og lyf jum. Liza Minelli, sem er 38 ára, hefur alltaf haldið þvi fram að hún lifi ekki þvi h'fi sem móðir hennar lifði. Hins vegar eru ekki margir sem trúa því i dag þar sem Liza var nýlögð inn á sjúkrahús eftir misnotkun á lyfjum og áfengi. Liza var lögð inn á Betty Ford stofnunina sem er afvötnunar- stöð fyrir alkóhólista og lyfjaneyt- endur. Margar aðrar Hollywood- stjömur hafa áður gist þann stað. Judy Garland lést vegna ofnotkun- ar á svefntöflum en allir vissu að hún hafði í fleiri ár verið alkóhólisti og valiumneytandi. Er svo var komiö hafði Liza reynt í tólf ár að koma móður sinni á réttan veg aftur án árangurs. Þegar Liza var 22ja ára lét móðir hennar lífið af völdum pilluneyslu. Um þetta leyti var Liza einmitt að hefja sinn söngferil. Liza var vart orðin fræg söngkona og leikkona þegar hún kynntist hinu sæta kokteillífi stjamanna í Holly- wood. Þaö átti eftir að draga dilk á eftir sér því hin unga stjama var hrókur alls fagnaðar i öllum partí- um. Arið 1978 var Liza lögð inn á sjúkrahús. Þá þegar hafði hún fengiö of mikið af kokteillifinu. Nú er bara spumingin með hana hvort hún haldi áfram villu síns vegar og endi sitt líf á sama hátt og móðirin eða hvort hún verði nógu sterk til að láta kokteilinn lönd og leiö. Liza er þrígift.Fyrsti maöur henn- ar var Peter Allen en þau skildu árið 1972. Annar maður hennar var Jack Haley og þriöja hjónabandið með hinum sex árum yngri Mark Gero hangir nú á bláþræöi. Verður þess væntanlega ekki langt að bíða að hún skiljiiþriðjasinn. Kokkteilboð eru vinsæl meðai stjarnanna i Hollywood en ekki er vist að allir þoii álagið sem þeim fyigir. Liza Mineiii er ein afþeim sem er að fara yfirum á áfengi og piiium. Stelur hún 17 senunni: Börn kvikmyndastjarna eru yfir- leitt litið í sviðsljósinu. Það er e.t.v. vegna þess að foreldrarnir eru hræddir vift aft þeim verfti rænt efta þá aft afkvæmin steli frá þeim scn- unni. Þessi lifandi eftirmynd Kaquel Welch er reyndar dóttir heiuiar, Tahnee, og hún getur auftveldlega skyggt á móöurina. Maríanna Borg grætur í Mónakó Á meðan Maríanna Borg situr óhuggandi heima í Mónakó fara fram miklar vangaveltur um hvort hln 17 ára Jannike Björling eigi von á bami með sænska tenniskónginum Bjöm Borg. Björa og Jannike hafa sést saman hvað eftir annað að undanfömu en það er mál manna að þau hafi fyrst hist þegar Jannike tók þátt í fegurðarsamkeppni þar sem Bjöm var dómari. Það fylglr sögunnl að Björa hafi ekki getað ráðið sér fyrir hrifningu og viljað að Jannike ynni tll fyrstu verðlauna. Britt Ekland á í erfiðleikum meö að verða ófrísk öðru sinni. Kvikmynda- stjaman, sem er 41 árs, veit að það fer að verða síðasta tækifæri fyrir hana að eignast böm. Britt býr með 23ja ára poppara, Jim McDonell. Málið er hins vegar það að hann er mikið á ferðalög- um með hljómsveitinni, The Stray Cats, á meðan Britt situr ein heima í Stokkhólmi. Það geta því ekki orðið til börn á meðan.. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.